Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Hundur á vinafundi Tryggur og vinalegur hundur fylgist með latte-lepjandi vinum sínum og öðru góðu fólki við Kaffi París í miðborginni í gær þegar hún iðaði af lífi í himinblíðunni. Eggert Viss orð verða stundum að frösum, innihaldslausum klisj- um, sem menn end- urtaka í tíma og ótíma sem sjálfvirka lausn við öllum vandamálum, án þess að gefa þessum orðum skilgreinda merkingu. Dæmi um þessi orð er: þjóð- areign og fleiri orð, sem vegna víðtækrar og afstæðrar merkingar sinnar henta vel til lýð- skrums . Þjóðin svæfð Ég hefi oft verið á fundi hjá Sjálf- stæðisflokknum, þar sem for- ustumenn hans og þingmenn hafa fullyrt, svona í framhjáhlaupi, að samkomulag sé meðal stjórnmála- manna um að setja ákvæði í stjórn- arskrána um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins. Ég hefi oft spurt út í þetta á fundum og þá er lít- ið gert úr málinu og sagt að þetta sé ekki í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sameign þjóðarinnar er síðan end- urtekin af forustumönnum í sjón- varpi, útvarpi, dagblöðum og á öðr- um fundum. Er það tilgangur stjórnmála- manna að sefa eða svæfa þjóðina í málinu svo hún haldi að það sé út- rætt og afgreitt? Þjóðareign í stjórn- arskrá er endurtekið í síbylju þótt margbúið sé að benda á að þessi orð eru merkingarlaus til notkunar í lög- um þar sem þjóð getur ekki haft eignarréttindi, né átt eignir í rök- réttri merkingu. Vanda skal orð Orð í stjórnarskrá eru dýr. Þau verður að velja af djúpri ígrundun og vandaðri hugsun. Sé það ekki gert, getur óljóst orðalag skapað rétt- aróvissu með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Orð verða að vera skýr. Upphaflega var orðið „þjóðareign“ notað til að komast hjá orðunum ríkiseign, þjóðnýting eða opinber eign, sem ekki eru vel séð. Flutningsmenn „þjóðareignar“ gáfust upp á að verja það að þjóðareign væri annað en ríkiseign og skil- greindu þjóðareign sem „ríkiseign sem hvorki má selja né veð- setja“. Þar með voru þeir búnir að við- urkenna að „þjóðareign“ væri meiri ríkiseign en allar aðrar ríkiseignir, því þessi ríkiseign væri að eilífu óaft- urkræf og gæti aldrei ratað til lands- manna aftur. Auk þess átti að festa þessa skilyrðislausu og afdrátt- arlausu ríkiseign í Stjórnarskrá Ís- lands. Hver er tilgangurinn? Ein aðalröksemdin er sögð sú að tryggja þurfi í stjórnarskrá að arð- urinn af auðlindunum renni til eig- enda hennar, „þjóðarinnar“. Til þess þurfi ríkið að verða eigandi auðlind- anna. Þetta er mikill misskilningur. Auðlindarentan er engin föst stærð. Hún er flöktandi eins og norður- ljósin. Eins og þau rís hún og dvín. Blossar og hverfur í myrkrið. Reynslan segir okkur að hún verði minni hjá ríkinu, en ef ríkið gegndi hlutverki sínu og hlúði vel að at- vinnustarfseminni í landinu. Ríkið nær betur til auðlindarent- unnar með því að skattleggja hana heldur en með því að slá eign sinni á hana. Helmingur landsframleiðsl- unnar skattar Helmingur landsframleiðslunnar rennur í ríkissjóð í formi skatta. Af þessu sjá menn að öll starfsemi í landinu greiðir ríflega til ríkisins og það fær stóran hlut af allri verð- mætasköpun án þess að ríkið sé sjálft eigandi að verðmætunum. Þetta byggist á því að íslenska rík- isvaldið, Alþingi, þjóðþingið, hefur fullveldisrétt á Íslandi. Það getur stjórnað, skipulagt og haft eftirlit með allri mannlegri starfsemi og eignum í landinu án þess að vera sjálft eigandi að þessari starfsemi eða eignum. Það fer ekki á milli mála að bar- áttumenn fyrir náttúruauðlindum í þjóðareign vilja gera þær að rík- iseign með eignarnámi. Með því að gera auðlindirnar að ríkiseign í stjórnarskrá er verið að draga þær undan fullveldisrétti lög- gjafans, Alþingis, og færa þær undir yfirráð framkvæmdavaldsins, rík- isstjórnina. Eignarréttur manna hindrar ekki skatttekjur Það eru fjölmörg dæmi þess að löggjafinn setji reglur um hegðun, starfsemi og eignir, án þess að vera eigandi. Alþingi setur hjúskaparlög en þarf ekki að verða eigandi allra hjónabanda í landinu, ekki ennþá. Alþingi setur umferðarlög en þarf ekki að eiga umferðina, ennþá. Al- þingi setur samningalög en þarf ekki að eignast alla samninga í landinu, enn sem komið er. Alþingi setur lög, t.d. siglingalög, vátryggingalög, lög um landbúnað, fiskveiðar, verslun o.s.frv. Öll þessi lög skapa mikinn hagnað fyrir einstaklinga og félög sem þau eiga við, og fyrir aðra, en ríkið hagnast engu að síður af aukn- um skatttekjum, sem þessi verð- mætaaukning skapar. Ríkisvaldið hefur miklu meiri gáfur til skatt- lagningar en hæfileika til eign- arhalds og framleiðslu. Fylgjendur svokallaðrar þjóð- areignar á auðlindum hafa réttlætt málflutning sinn með því að koma þurfi böndum á fiskveiðar lands- manna. Hér er um mikla glapsýn að ræða. Allar reglur, skattar og aðhald sem fiskveiðar þurfa, er hægt að setja innan fullveldisréttar rík- isvaldsins, með lögum. Einn tilgangurinn með eign- arnámi ríkisins á auðlindunum væri að geta talið tekjur af þeim – eigna- tekjur en ekki skatta. sbr. veiðileyfa- gjald í stað veiðileyfaskatts. Þá þarf ríkið ekki að lækka skatta á móti auknum eignatekjum. Þetta tvennt er óskylt. Þó að eignir landsmanna safnist á fárra manna hendur er ekki nauð- synlegt að þjóðnýta þær. Fullveld- isréttur ríkisins býr yfir nægum möguleikum til að dreifa slíkum eignum aftur til fleiri. Pólitískur hugsunarháttur og til- finningar í landinu um þessar mund- ir minna töluvert á viðhorfin á fjórða áratug nýliðinnar aldar. Sláandi er í þessu samhengi að lesa Stjórnarskrá Sovétríkjanna frá 5. desember 1936. Byrjun hennar snýst strax í upp- hafi um sósíalíska skipan eignarrétt- arins í sovésku þjóskipulagi. Við skulum líta á 5., 6. og 10.grein. 5. grein „Í Sovétríkjunum birtist hin sósí- alíska eign ýmist sem ríkiseign (sameign alþjóðar) eða félagseign.“ 6. grein „Lóðir og lendur, auðæfi jarðar, vötn og ár, skógar, verksmiðjur og iðjuver, námur og námuver, járn- brautir og samgöngutæki á sjó og í lofti, bankar, póststofnanir, talsími og ritsími, öll stórfyrirtæki í land- búnaði, sem ríkið hefur stofnað til ásamt meginþorra allra lóða í borg- um og iðnaðarhverfum, eru rík- iseign, en það þýðir: sameign al- þjóðar.“ 10. grein. „Persónulegur eignarréttur þegn- anna á atvinnutekjum þeirra og sparifé, íbúðarhúsi og öðrum heimilisþörfum, innanstokks- munum og búsáhöldum sem og erfðaréttur á persónulegri eign þegnanna, er verndaður með lög- um.“ Þessi stjórnarskrá sem féll úr gildi austur þar, við fall Sovétríkj- anna, er óhugnanlega lík pólitískum hugsanagangi og veruleika á Íslandi í dag. Við Íslendingar þurfum vissulega að læra af hruninu og því arð- og eignaráni, sem af því leiddi, en það gagnar lítið að fara úr öskunni í eld- inn. Það þarf skýra stefnu Það er bagalegt hversu Sjálfstæð- isflokkurinn (og Framsóknarflokk- urinn reyndar líka) hefur verið dauf- ur, áhuga- og stefnulaus í þessu máli. Vill flokkurinn að ríkið eigi allar auðlindir? Sinnuleysi flokksins í þessum efnum hefur gefið vinstri öflunum frítt spil. Nú er svo komið vegna þessa tómlætis að stór hluti þjóðarinnar heldur að þjóðareign í stjórnarskrá sé gott og eðlilegt mál, en gerir sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem mannréttindum og stjórnskipan ríkisins er hér búin. Nú er kominn tími til að hverfa frá þessu dáðleysi, skaðlegu fyrir þjóð- arhag. Hafa þarf skoðun og stefnu í þessu mikilsverða grundvallarmáli og gera almenningi skiljanlegt um hvað það réttilega snýst. Ef menn endilega vilja hafa ákvæði um náttúruauðlindir í stjórn- arskrá landsins gæti það hljóðað svona: „Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævarandi eign íslenskra ríkis- borgara og falla undir fullveldisrétt Alþingis.“ Eftir Jóhann J. Ólafsson »Er það tilgangur stjórnmálamanna að sefa eða svæfa þjóð- ina í málinu svo hún haldi að það sé útrætt og afgreitt? Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Þjóðareign eða fullveldisréttur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.