Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  173. tölublað  101. árgangur  RENNDI SÉR Á SNJÓBRETTI Í SMÁRALINDINNI FERÐAST HRATT OG VÍÐA LEITAÐ AÐ RYAN GOSLING Í GÚRKUTÍÐINNI FERÐIR STEYPIREYÐAR KORTLAGÐAR 15 AF FRÆGUM 32NETÞÆTTIRNIR OG HVAÐ 10 Heimir Snær Guðmundsson Kjartan Kjartansson Einn stjórnenda lestarinnar sem fór út af sporinu í Galisíuhéraði í norðvesturhluta Spánar á þriðju- dagskvöld verður yfirheyrður nánar í dag. Að minnsta kosti 80 manns létust og tugir særðust, þar af 32 alvarlega, í slysinu sem er mannskæðasta lestarslys á Spáni síðan 1944. Samgönguráðherra Spánar, Rafael Catala, segir að vísbendingar séu um að lestin hafi farið of geyst. Hinsvegar lagði hann áherslu á að rannsókn myndi væntanlega leiða orsakir slyssins í ljós. Spænska blaðið El Pais hefur greint frá því að lestarstjórinn hafi viðurkennt að lestin hafi ekið á 180 km/klst. Hámarkshraðinn þar sem slysið átti sér stað er 80 km/klst. Lestarstjórinn hefur 30 ára reynslu í faginu en skv. heimildum spænskra fjöl- miðla hafði hann ekið þessa leið í u.þ.b. eitt ár. Hræðileg aðkoma Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni í kjölfar slyssins sem varð í 3 km fjarlægð frá ferðamanna- borginni Santiago de Campostela, heimborg Rajoy. „Í dag er erfiður dagur, við höfum upplifað hræðilegan atburð sem ég óttast að muni fylgja okkur lengi,“ sagði Rajoy sem skoðaði slysstað í gær. „Fyrir hönd spænsku ríkisstjórnarinnar vil ég koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda þeirra sem létust, sem því miður eru allt of marg- ir,“ sagði Rajoy og tók fram að markmiðið væri að komast að orsökum slyssins eins fljótt og auðið er. Aðkoman á slysstað var hræðileg að sögn vitna, en lík fórnarlambanna lágu eins og hráviðri um brautarteinana þegar fyrstu hjálp dreif að. Íbúar í nágrenninu aðstoðuðu við að hlúa að þeim slösuðu í kjölfar slyssins. AFP Sorg Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar (2.t.v.), og Alberto Nunez Feijoo, héraðsstjóri Galisíu (3. t.h.), á slysstað við Santiago de Compostela í gær. Þjóðarsorg á Spáni  Að minnsta kosti 80 manns létu lífið í versta lestarslysi á Spáni í áratugi  Fjöl- miðlar herma að lestarstjóri hafi viðurkennt að hafa verið á tvöföldum hámarkshraða MÞeyttist af sporinu á ofsahraða »17 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Skortur er á gagnsæi í ákvörðunum Seðlabanka Íslands við afgreiðslu undanþága frá lögum um gjaldeyr- ismál að mati Birgis Tjörva Péturs- sonar lögmanns. Hann telur einnig að hlutverk Seðlabankans hafi breyst með tilkomu haftanna og bankinn sinni nú eftirliti að hluta, ólíkt því sem var fyrir tíð haftanna. „Nú þarf leyfi hjá Seðlabankanum til ráðstafana sem við eðlilegar að- stæður væru frjálsar. Þessu verður auðvitað ekki lýst öðruvísi en sem ófremdarástandi,“ segir Birgir Tjörvi. Telur hann að nauðsynlegt sé að taka reglurnar og fram- kvæmd þeirra til heildarendurskoð- unar. Hann telur að afgreiðslutími SÍ á undanþágubeiðnum upp á átta vik- ur í hið minnsta sé óeðlilega langur. Þá skorti verulega á um hvaða sjón- armið ráði niðurstöðu. Bendir hann á að Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra hafi sagt að gjaldeyrishöft muni líklegast verða áfram á Íslandi næstu árin. Nauðsynlegt sé því að huga betur að framkvæmd haftanna samhliða vinnu stjórnvalda að því að aflétta þeim. ,,Fyrst við þurfum að búa við höftin um lengri eða skemmri tíma, þá er mjög brýnt að framkvæmdin á reglunum sé eins og best verður á kosið. Að farið sé að ýtrustu stjórn- sýslureglum, að ferlið sé opið og gagnsætt og að málsmeðferð drag- ist ekki óþarflega á langinn þannig að takmarkanir séu eins lítið íþyngjandi og frekast er unnt, inn- an ramma reglnanna,“ segir Birgir Tjörvi. »6 Ógagnsæi í ákvörðunum  Bæta þarf framkvæmd laga um gjaldeyrismál að mati lögmanns  Óljóst hvaða sjónarmið ráða för hjá SÍ  Höftin verði minna íþyngjandi  Breytt hlutverk SÍ Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Íslands Lögmaður tel- ur hlutverk Seðlabanka breytt.  Tveir erlendir verkamenn þáðu í gær boð starfs- greinafélagsins Afls um aðstoð við að innheimta laun og orlof sem þeir hafa verið hlunn- farnir um. Báðir unnu þeir að byggingu nýrrar hafnar á Djúpa- vogi en verktakinn sem þeir unnu fyrir sagði sig frá verkinu í gær. Starfsgreinasambandið hefur haft af því áhyggjur að í útboðum sé ekki nógu greinilega tekið fram að það sé skilyrði að fyrir- tæki fari að kjarasamningum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri sambandsins, segir að brotið sé á fólki með ýmsum hætti en að er- lent starfsfólk sé sérstaklega varnarlaust gagnvart því að svindlað sé á því. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að athugað sé hvort fyrir- tæki eru í skilum við hið opinbera áður en gengið er til samninga við þau en eftirlit með vinnu- markaðsþáttum mætti vera betra. »6 Verktakinn hefur sagt sig frá verkinu Drífa Snædal  Skipulags- stofnun hefur hafnað því að leið B um Teigs- skóg í Þorska- firði fari í mat á umhverfisáhrif- um. Hreinn Har- aldsson vega- málastjóri segir að þessi afstaða Skipulagsstofnunar hafi komið Vegagerðinni nokkuð á óvart, þótt þessi möguleiki hafi vissu- lega verið inni í myndinni. Vega- gerðin hyggst kanna hvort til greina komi að endurskoða ákvörðunina. Einnig er hægt að kæra hana. »4 Skipulagsstofnun hafnar Teigsskógi Teigsskógur Um- deilt vegarstæði.  „Það er eðli tækninnar að hún er alltaf á undan lagabók- stafnum. Hún er brautryðjand- inn og löggjaf- inn getur ekki sett umgjörð um þá braut sem tæknin ryður,“ segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Per- sónuverndar. Hann segir að stofn- unin hafi engan sérstakan hug á því að banna fyrirtækjum að safna upp- lýsingum um notendur sína á netinu. „Aðalatriðið hjá okkur er að not- endur séu upplýstir um hvað er raunverulega á seyði því að almenn- ingur gerir sér litla sem enga grein fyrir þessu.“ »18 Tæknin alltaf skref- inu á undan lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.