Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki ákveðna persónu vera í óvissu með hvaða tilfinningar þú berð til hennar. Komdu skipulagningu og reglu á hlutina hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert frábær sögumaður og ferð vel með ljóð. Daður hefur aldrei reynst þér jafn auðvelt. Ef ásetningur þinn er göfugur færðu smá innspýtingu frá viðkomandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér veitist erfitt að sinna starfi þínu af kostgæfni núna. Þú færð athygli án þess að kalla sérstaklega eftir henni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að mynda stuðningshóp til þess að hrinda í framkvæmd þeim áætl- unum sem þú hefur um störf í þágu sam- félagsins. Misskilningur er allsráðandi í samskiptum ykkar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekkert að setja upp hunds- haus þótt ekki séu allir sammála því sem þú segir. Einhver reynir að ráðskast með þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að taka ákvörðun svo þú verður að taka af skarið. Láttu ekk- ert trufla þig á meðan því þá muntu verða sáttur við útkomuna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert kannski ekki að leita að nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi. Treystu öðrum til að vinna störf þín í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er stutt í einhvern stór- atburð sem þú þarft að vera reiðubúinn fyr- ir. Gakktu um og ritaðu niður allt sem betur má fara í íbúðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Foreldrar eru skilningsríkir í garð barna sinna en eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mundu að afbrýðisemi er eyðileggjandi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér bjóðast að öllum líkindum óvænt tækifæri til ferðalaga og framhalds- menntunar þessa dagana. Ekki láta gab- bast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert sjálfum þér nógur og leit- ar lítt til annarra með þín mál. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vilt koma umbótum til leiðar í vinnunni í dag. Kannski verðu fé til góð- gerðarmála eða kaupir listaverk af trúar- legum toga. Ég var að taka til í bókaskápnumog rakst þá á Ársrit hins ís- lenska fræðafélags í Kaupmanna- höfn og opnaðist þar sem þessar lín- ur stóðu: Góður vinur er gulli betri aumur er sá sem aldrei berst Í því sama riti var skemmtileg og fróðleg grein eftir Boga Th. Melsted um Jón Þórðarson Thoroddsen: „Ekki vissu skólabræður Jóns Thoroddsens til þess, að hann fengist við skáldskap eða yrti vísur eða kvæði meðan hann var í skóla, en þó hafði hann snemma borið við að yrkja, það sýnir vísa um Barmahlíð hjá Reykhól- um, sem hann orti 13 vetra: Brekkufríð er Barmahlíð blómum víða sprottin, fræðir lýði fyrr og síð: fallega smíðar drottinn. Og ári síðar orti hann: Til bókar er ég lítt lagaður, lengi sit ei að; ætli það verði úr mér maður? – ekki held ég það. 1848 lentu Danir í ófriði við Þjóð- verja út af hertogadæmunum, en urðu að láta undan síga, eftir að Prússar komu til hjálpar með ofurefli liðs. Jón Thoroddsen gerðist sjálf- boðaliði í liði Dana 19. apríl 1848, en fékk lausn úr herþjónustu haustið 1849. – „Seinna bar það við í sam- kvæmi Íslendinga í Höfn að Grímur Thomsen, sem alþekktur var fyrir glettur sínar og stríðni, skopaðist að því við Jón Thoroddsen, að hann, eftir bardagann við Slesvík hefði flúið með Dönum yfir á Als. Þá orti Sveinbjörn Egilsson, sem var viðstaddur, stöku þá, sem stendur í kvæðabók hans: Sá hefur brandi brytjað öld bifað landi málma, borið á sandi skarðan skjöld, skotið grandi hjálma. En Jón Thoroddsen kvað: Þá í geira gný ég var Grímur sat í holu, hnipraði sig hetjan þar og horfði undan golu Við burtför Gríms frá Kaup- mannahöfn orti Jón: Heilum varpi héðan þér hryssan Ránar löðurbarða, en hvort kemur aftur, mér ekki Grímur! þykir miklu varða. Það var betra að gæta sín þar sem Jón var. Björn í Lundi þótti mikill fyr- ir sér og hafði hvefsað skáldið í orð- um og átti þetta að hafa verið 1841: Sagði guð við söfnuðinn sem í heimi undi: „Allt er gott nema andskotinn og hann Björn í Lundi. Halldór Blöndal halldorblodnal@simnet.is Vísnahorn Af Jóni Thoroddsen og Grími Thomsen Í klípu ÞAÐ VAR ERFITT AÐ SAKFELLA SÁPUKÚLUMANNINN. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEFUR EINHVER AF YKKUR ÞRÆLUNUM SÉÐ SAMLOKURNAR MÍNAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... full af góðum ásetningi. HVAÐ ER AÐ HRÓLFUR? VIÐ ERUM AÐ VERÐA BÚNIR MEÐ MATINN OG ÉG ÓTTAST AÐ MENN- IRNIR FÁI EKKI NÓG AÐ BORÐA! NÚ, ÞÚ GETUR EKKI ÁFELLST ÞÁ … … ÞEIR HAFA EKKI EINU SINNI FENGIÐ EFTIRRÉTT Í MÁNUÐ! HVER ÆTLAR AÐ SEGJA ÞAÐ FYRST? OKEI, ÉG LÝSI YFIR JAFNTEFLI! ÞIÐ ELSKIÐ MIG BÆÐI! SÆ LKER VEITING ÞÚ ERT AÐ BLEKKJA. STAÐREYNDIN ER AÐ ÞAÐ VORU ENGAR ÁÞREIFAN- LEGAR SANNANIR Á VETTVANGINUM SEM VAR HÆGT AÐ REKJA TIL MÍN. Víkverji hefur gaman af bolta-leikjum, sérstaklega þar sem fæturnir eru notaðir til að stjórna knettinum. Ekki fyrir löngu birtist á íslenskri vefsíðu, sem er tileinkuð knattsparki, grein þar sem vísað er í breska rannsókn á áhrifum knatt- spyrnu á okkur mannfólkið. Rann- sóknin leiddi í ljós að allt að 23 millj- ónir Breta þjást af því sem kallað er „fótboltaleysisröskun“ í sumar. En eins og öllum er kunnugt er enski boltinn og stærstu deildir Evrópu í fríi yfir sumarmánuðina. Umrætt röskun er sögð herja misjafnlega á fólk en einkennin eru sögð geta verið pirringur, skapsveiflur, eirðarleysi, leiðindi og jafnvel minni kynhvöt. x x x Jafn vitlausar og áðurnefndar lýs-ingar hljóma þá kannast Víkverji við að þekkja sparksjúklinga sem raunverulega þjást á sumrin vegna skorts á enska boltanum. Þó er óvíst að umræddur skortur hafi áhrif á andlega eða félagslega vellíðan áð- urnefndra sparkfíkla. Í umfjöllun Sky-sjónvarpsstöðvarinnar, sem var reyndar í léttari kantinum, fylgdi með að fótboltafíklar gætu horft á undirbúningsleiki ensku liðanna en þau eru í óðaönn að spila sig í form fyrir komandi tímabil. x x x Verði vandamálið raunverulegt fyr-ir breska heilbrigðiskerfið þyrfti einhver að benda yfirvöldum á að ís- lenska knattspyrnan virðist í stór- sókn þessa dagana. Þó aðdáendur enska boltans hér á landi býsnist margir hverjir yfir gæðum á Pepsi- deildinni hér heima þá hefur spennan sjaldnast verið meiri í deildinni. Hér- lendum niðurrifsseggjum er gera lít- ið úr gæðunum er bent á árangur ís- lensku liðanna í Evrópukeppninni, Blikarnir slógu út Austurríkismenn í gær, lið sem hefur verið áberandi í Evrópukeppni undanfarin ár. Þá slógu FH-ingar litháensku meist- arana út í undankeppni hinnar heil- ögu Meistaradeildar. Hér með er breskum heilbrigðis- yfirvöldum bent á að lausnin fyrir þarlend fórnarlömb „fótboltaleys- isröskunar“ getur falist í að senda þau hingað yfir sumartímann. víkverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóhannesarguðspjall 14:19) Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar? Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnum magann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.