Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 ✝ Frímann Ott-ósson fæddist á Oddhóli í Rang- árvallasýslu 10. janúar 1953. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 18. júlí 2013. Móðir hans er Guðrún Frímannsdóttir, f. 31. mars 1932. Fað- ir hans var Helgi Ottó Carlsen, f. 5. júlí 1933, d. 25. júlí 2010. Fósturfaðir hans var Hjalti Sighvatsson, f. 1.12. 1932, d. 12.6. 2013. Systur Frí- manns sammæðra eru Helga Hjaltadóttir og Þórhildur Hjaltadóttir. Bróðir hans sam- feðra var Karl Anton Carlsen, f. 9.6. 1954, d. 7.2. 1979. Hinn 17. Júlía og Brynjar Már. Börn Helgu Steinunnar eru Einvarð- ur Már, Jón Gunnar og Emily Rún. Fyrir átti Frímann með Hildi Rebekku Guðmunds- dóttur, f. 23.10. 1952 3) Guðrún Anna, f. 19.1.1975. Sambýlis- maður hennar er Dinis da Cunha Roque, f. 4.9.1980. Dóttir þeirra er Emilía Birta. Fyrir átti Guðrún Júlíus Fannar, Rebekku Maríu, Rakel Mist og Róbert Óla. Frímann ólst upp á Oddhóli til 10 ára aldurs, þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Breiðagerðisskóla. Frí- mann starfaði lengst af sem vörubílstjóri og sem jarð- vinnuverktaki. Lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi og síðar hjá Ístaki. Útför Frímanns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. nóvember 1990 kvæntist Frímann Sigurlaugu D. Guð- mundsdóttur, f. 2.5. 1953. Foreldrar Sigurlaugar eru Magnea Þ. Að- algeirsdóttir, f. 3.8. 1930, og Guð- mundur Haukur Þórðarson, f. 4.4. 1930. Börn Frí- manns og Sig- urlaugar eru: 1) Magnea, f. 21.8. 1980, maki hennar er Jens Frey- móðsson, f. 18.2. 1979. Börn þeirra eru Alma Rún, Bergþór Örn og Kamilla Ósk. 2) Arnar Már, f. 11.11. 1981. Sambýlis- kona hans er Helga Steinunn Einvarðsdóttir, f. 3.9. 1973. Börn Arnars Más eru Katrín Elsku Manni. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Ástarkveðja, Sigurlaug (Silla). Elsku pabbi minn. Það er þyngra en tárum tekur að þurfa að setjast niður og rita þessi orð um þig. Þó heilsan hafi svikið þig rækilega átti ég samt ekki von á því að það færi að líða að endalokunum. Sorgin og sökn- uðurinn í mínu hjarta er ólýsan- legur, en samt góður að því leyt- inu að það segir mér hvað ég átti í þér. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa ef eitthvað var, sama hvað það var. Þegar ég keypti mér skellinöðruna á einhverja smáaura þá tókstu þig til og gerð- ir hana að flottasta hjólinu í bæn- um. Það var ekki bara útlitið, hver einasti hlutur þurfti að vera í fullkomnu lagi og þú meira að segja skiptir um rafkerfið í hjól- inu þó það hafi aldrei verið þín sterkasta hlið. Þetta þurfti bara að vera í lagi. Það var erfitt að sjá hvor var áhugasamari um þetta verkefni, ég eða þú. Svo þegar ég var í háskólanum og fékk að geyma jeppann heima hjá ykkur mömmu, þá áður en ég vissi og án þess að ég væri spurð- ur fórstu og keyptir varahluti fyrir tugi þúsunda og lagaðir það sem þurfti að laga í bílnum. Þegar börnin mín fæddust þá eignuðust þau besta afa sem þau hefðu getað hugsað sér. Þú sýnd- ir þeim alltaf hlýju og kærleik og stundum voru aðferðirnar ekki eins og hjá flestum. Þeir sem þér þótti vænst um fengu vænan skammt af stríðni og er ég svo heppinn að hafa fengið þetta beint frá þér. Það er ekkert gam- an að vera alveg eins og allir hin- ir, elsku pabbi minn. Stundirnar sem við höfum átt saman undanfarin ár hafa verið yndislegar. Sumarbústaðaferð- irnar, heimsóknirnar og afmæl- isveislan þín á Argentínu í janúar síðastliðnum eru minningar sem ylja mér í dag. Mikið er ég þakk- látur fyrir að ég og Helga ákváðum að fara í helgarferð til Keflavíkur og vera hjá ykkur mömmu heila helgi fyrir um mán- uði. Ekki grunaði mig þá að kallið færi að koma. Það var svo gaman að sjá hvað þessar samveru- stundir gerðu mikið fyrir þig þó heilsan gerði þér stundum erfitt fyrir að vera í kringum margt fólk þar sem var glaumur og gleði og hávaðinn mikill. Hugurinn þráði það en heilsan leyfði það ekki. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt lífið. Þú hefur sýnt mér að með þrautseigju og elju er hægt að yfirstíga næstum alla erfið- leika. Þú neitaðir alltaf að gefast upp og náðir með ótrúlegum hætti að lifa með veikindunum sem takmörkuðu líkamlega getu þína. Þú lést það ekki aftra þér frá því að sinna því sem þú hafðir gaman af, þó að auðveldast hefði sennilega verið að vorkenna sjálf- um sér og leggja árar í bát. Það var ekki til í þinni orðabók. Þú gerðir líf mitt ríkara og í þér átti ég góðan vin og ég er þakklátur fyrir það. Ég veit þú ert núna í hópi góðra vina og ættingja að njóta þín þar sem þú ert laus und- an hömlum veikindanna. Það er það sem þú átt skilið. Elska þig og sjáumst síðar. Þinn sonur, Arnar Már. Elsku Manni, ég kveð þig með sorg í hjarta. Þú varst mér ávallt góður tengdapabbi og vinur. Þau fjögur ár sem ég fékk heiðurinn af því að þekkja þig verða mér dýrmæt um ókomna tíð. Margar góðar minningar sitja eftir og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mér. Góða ferð, minn kæri, okkar næsti dans mun verða hinumeg- in. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Helga Steinunn Einvarðsdóttir. Frímann Ottósson  Fleiri minningargreinar um Frímann Ottósson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ SólbergBjörnsson fæddist á Hofsósi 7. nóvember 1932. Hann lést 19. júlí 2013. Hann var þriðji í röð átta systkina, sonur Björns Björns- sonar, frysti- hússtjóra á Hofs- ósi, frá Göngu- staðakoti í Svarfaðardal, og Steinunnar Ágústsdóttur, húsmóður frá Grafarósi við Hofsós. Sólberg ólst upp í Brimnesi og síðar í Bjarkarlundi á Hofsósi ásamt fjórum bræðrum og þremur systrum og sótti fyrst barna- starfaði þar m.a. sem yfir- verkstjóri í 48 ár. Arnfríður og Sólberg giftu sig 29. nóvember 1952 og eignuðust 1.) Valdimar, f. 1952, vélvirkja á Akranesi, kvæntur Huldu Hafdísi Helga- dóttur skrifstofukonu og eiga þau; Arnfríði Sólrúnu, Helga Magnús og Sólberg Bjarka. 2.) Sigurð, f. 1957, skipaverkfræð- ingur á Akranesi, kvæntur Sig- ríði Arnórsdóttur sjúkraliða en þau eiga; Margeir Val, Arnar Mar, Sigurð Bachmann og Fjal- ar Örn. 3.) Björn Steinar, f. 1961, organisti og skólastjóri í Eyjafirði og Reykjavík, kvænt- ur Hrefnu Harðardóttur myndlistarkonu en þau eiga; Lindu Ólafsd. og Sólbjörgu. Barnabarnabörnin eru sjö. Útför Sólbergs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. skólanám en var síðan tvo vetur við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann fór að vinna og var í síld á Siglufirði þar sem leiðir til- vonandi eiginkonu hans, Arnfríðar Árnadóttur, lágu saman. Arnfríður fæddist 15. júlí 1931 á Akranesi og var búsett þar. Sólberg flutti þangað árið 1951 og vann við beitningu í tvær vertíðir og hóf svo nám við skipasmíðar hjá Þorgeiri og Ellert. Þegar farið var að smíða stálskipin lærði hann einnig vélvirkjun. Sólberg Sannarlega góður maður, eiginmaður, faðir, afi og langafi, það er sú hlið sem sneri að mér sem tengdadóttur í 34 ár. Foreldrar mannsins míns, Sólberg og Adda, voru alltaf til staðar fyrir okkur fjöl- skylduna, hvort sem þurfti að hjálpa til við að flytja gám frá útlöndum, pússa og lakka gamla stóla, smíða eldhúsborð, passa kisu eða baka köku fyrir fermingu. Það er sama hvað ég rifja upp um liðin ár að þá er falleg og góð nærvera þeirra ávallt til staðar. Ég kom með Lindu dóttur mína inn í fjölskylduna á Skag- anum og frá fyrsta degi vorum við velkomnar og tekið opnum örmum. Síðan þegar fjölskyld- an stækkaði var alveg augljóst hvað þeim báðum þótti vænt um öll börnin og barnabörnin. Nú hefur Sólberg farið á vit feðra sinna og eru allir í fjöl- skyldunni harmi slegnir. Við vonuðumst að minnsta kosti til að fá að hafa hann jafnlengi og föður hans sem varð 92 ára og mjög ern fram á síðasta dag. En þegar ljóst var í hvað stefndi, í stuttri veikindalegu Sólbergs, þá sáum við að tími hvers manns er skammtaður og hans tími var kominn núna. Sólberg var ekki maður margra orða en góðmennska, hjálpsemi, gjafmildi, hlýja ásamt heilindum voru þeir per- sónueiginleikar sem mættu mér, börnum og barnabörnum og í honum bjó líka tónlist og hrifnæmi. Minningarmyndirnar skjót- ast upp í hugann; feðgar í veiði- ferð, viðhaldsvinna í sumarbú- stað, í vinnuslopp með stálskip í baksviðinu, að ná í jarðarber úti í garði, að hugga grátandi barnabarn, haldandi á barni undir skírn, afmælisdans við harmóníkuleik. Allar þessar minningar lifa og minna á vandaðan og fallegan mann sem hafði svo marga góða kosti til að bera sem síðan lifa áfram í hans nánustu. Síðustu orð Sólbergs til mín voru: „Bless, Hrefna mín“ og er ég glöð að hafa getað kvatt hann með hlýju, væntumþykju og þakklæti. Guð geymi Sólberg Björns- son og blessi minningu hans. Hrefna Harðardóttir. Það er kominn tími til að kveðja kærleiksríkan afa minn. Hægt er ei mitt hjarta að seðja, ég hugsa bara um faðminn þinn. Krýp ég yfir kistu þína kyssi þig í hinsta sinn. Friðsæll far með þá ósk mína ferðalúinn veginn þinn. Kvíðbúinn ég kveð þig afi, þú kemur ekki oftar til mín. Myndin þín í mínu hjarta myrkust gerir nótt þá bjarta. Beiskum bita er að kyngja, besta stundin leið svo fljótt, enga söngva hægt að syngja, en sæll þú fékkst að fara hljótt. Ég bað um bata allar stundir. Bænheyrður ég ekki var. Hjartað allt var alltaf undir, almættið gaf ekkert svar. Annars staðar ertu nú. Okkur vakir yfir þú. Geng ég yfir þessa brú og finn þig aftur með minni trú. Sigurður Bachmann Sigurðsson. Sólberg Björnsson  Fleiri minningargreinar um Sólberg Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁGÚSTA HARALDSDÓTTIR, Dídí, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 16. júlí á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15.00. Árni Bárður Guðmundsson, Guðný Árnadóttir, Benedikt Jónsson, Guðmundur Rúnar Árnason, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ELÍSABETAR SIGURÐARDÓTTUR, Brimhól, Vestmannaeyjum, sem var jarðsett föstudaginn 19. júlí. Einnig þökkum við starfsfólki sjúkradeildar Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Ásmundur Pálsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORBJÖRN SIGURÐSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss laugardaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 27. júlí kl. 14.00. Sigríður Svanhildur Skaftadóttir, Hulda Þorbjarnardóttir, Egill Guðni Jónsson, Jósefína Þorbjarnardóttir, Þorbjörn Egill Egilsson. ✝ Elskulegi eiginmaðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BENEDIKT SIGURÐSSON bóndi frá Lundi, Vallahreppi, sem lést laugardaginn 20. júlí verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Ásdís Jónsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Magnea H. Jónsdóttir, Eysteinn Einarsson, Katrín Jónsdóttir, Ásgeir Salómonsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðjón Baldursson, Sigurður Jónsson, Þórstína Kristjánsdóttir, Sigurhans Jónsson, Johanna Henriksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, MARTEINN KRISTINSSON, rafvirkjameistari, Njálsgötu 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Kristín Þ.G. Jónsdóttir, Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir, Hilmar Teitsson, Kristinn Óskar Marteinsson, Þóra Stefánsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG LOVÍSA EIRÍKSDÓTTIR, Hvassaleiti 73, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. júlí. Jón Þorsteinsson, Sigríður Jónsdóttir, Ólafur Örn Thoroddsen, Eiríkur Jónsson, Petrína Sæunn Úlfarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Aðalsteinn Þorgeirsson, Ingunn Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Enes Cogic, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.