Morgunblaðið - 26.07.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 26.07.2013, Síða 36
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2013  Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir mun fagna útkomu fjórðu breiðskífu sinnar með tónleikum í heimahögum, eins og vanalega, og verða þeir að þessu sinni haldnir í íþróttahöllinni á Húsavík. Um plötuna nýju segja Ljótu hálfvitarnir að hún sé með „húsvískasta móti“, umbúðirnar prýði mynd byggð á alt- aristöflunni í Húsavíkurkirkju með hljómsveitarmeðlimum í hlutverkum frelsarans, „nýrumskaðs Lazarurar og furðulostinna lærisveina“. Á tónleik- unum munu Ljótu hálfvitarnir flytja plötuna í heild sinni auk laga af fyrri plötum. Þá munu leynigestir slást í hóp með hálfvitum sem stefna að því að spila fallega. Tónleikarnir hefjast kl. 21, að lokinni setningarathöfn Mæru- daga, bæjarhátíðar Húsvíkinga. Um miðjan ágúst munu Ljótu hálfvitarnir leika í Íslensku óperunni þannig að þeir sem komast ekki til Húsavíkur í dag þurfa ekki að örvænta. Ljótir hálfvitar leika á Mærudögum  Ný heimildar- mynd um eldgosið í Eyjafjallajökli ár- ið 2010, Aska, verður frumsýnd í Iðnó í kvöld í loka- hófi þeirra sem að henni komu en sýningin er aðeins fyrir boðsgesti. Höfundar myndarinnar eru Herbert Sveinbjörnsson og Hildur Mar- grétardóttir. Myndin hlaut fram- leiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði Ís- lands í fyrra en það er fyrirtækið Edison lifandi ljósmyndir sem fram- leiðir hana. Eins og sjá má hér til hlið- ar er veggspjald myndarinnar til- komumikið, líkt og umfjöllunarefnið. Heimildarmyndin Aska sýnd í Iðnó Eyjamenn féllu úr leik í forkeppni Evr- ópudeildarinnar í knattspyrnu í gær- kvöld þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn hinu fornfræga liði Rauðu stjörnunnar. ÍBV tapaði einvíginu samtals 2:0. Lið- ið fékk víta- spyrnu undir lok leiks í gær en spyrna Gunn- ars Más Guð- munds- sonar var varin. »2 Eyjamenn úr leik eftir hetjulega baráttu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ferð Áhafnarinnar á Húna II afl- aði björgunarsveitunum alls tæp- lega 24 milljóna króna. Miðasala á hverjum stað rann til björgunar- sveitarinnar á staðnum. Hljóm- sveitin, aðstoðarfólk og áhöfnin á Húna II gáfu öll vinnu sína. Sam- starf við RÚV tryggði greiðslu út- lagðs kostnaðar. Það var Jón Þór Þorleifsson sem átti hugmyndina að hljóm- leikahringferð Húna II. Hann kom fyrst um borð í bátinn fyrir einum þremur árum í tengslum við gerð auglýsingar. Hann hitti félaga í Hollvinum Húna II, fór í siglingu og hreifst af bátnum. „Þetta sat lengi í mér og mig langaði að gera eitthvað. Ég var búinn að ræða við fullt af fólki eins og vinkonu mína Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu um hvort við ættum að gera leikhús í Húna II. Í Haglélstúrnum létum við okkur dreyma um að fara jafnvel næsta túr siglandi,“ sagði Jón Þór. „Svo kom augnablikið í vetur þeg- ar við Jónas Sigurðsson vorum að keyra frá Höfn til Reykjavíkur. Ég sagði Jónasi frá hugmyndinni og þá fór allt í gang.“ „Titlaði mig túrpabba“ Þeir stilltu upp hljómsveit sem varð Áhöfnin á Húna II. Haldinn var fundur með Húnamönnum í desember og þeir voru til í tuskið. Eftir það fór undirbúningurinn á fullt. „Ég titlaði mig „túrpabba“. Hlutverk mitt var að halda utan um þetta frá A-Ö. Við vorum alltaf 20 um borð. Svo óku fjölskyldurn- ar á milli hafna. Björgunarsveitir á hverjum stað buðu okkur í kvöldmat. Það var mjög gaman að kynnast öllu þessu fólki og vinna með því,“ sagði Jón Þór. Hann segir það auka lífsgæði fólks úti á landi að fá tónlistarfólk í heim- sókn því það vilji verða útundan í þeim efnum. Jón Þór sagðist hafa sterkar taugar til landsbyggð- arinnar og því lá vel við að sigla hringinn. „Við hefðum viljað stoppa víðar en við gerðum, en það er ekki allt hægt á skömmum tíma,“ sagði Jón Þór. Hringferðin gekk vel og Áhöfnin á Húna II slapp að mestu við sjóveiki. Menn fundu aðeins til fyrsta daginn og voru smá das- aðir. Veðrið var stundum vont og áætlunin raskaðist vegna brælu. Í lok ferðarinnar hvatti Mugison fólk til að senda Jóni Þór SMS til að þakka honum frumkvæðið. Honum bárust 17.106 SMS-skeyti um síðustu helgi. Þau voru enn að detta inn í símann hans í gær. Tónlistin eykur lífsgæði fólks  Hugmyndin að Áhöfninni á Húna kviknaði í bíl Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson 17.106 SMS Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri og túrpabbi Áhafnarinnar á Húna II, fékk flóð af smáskilaboðum. Fólk vildi með því þakka honum fyrir frumkvæðið að hringsiglingunni með tilheyrandi tónleikahaldi víða um landið. Jón Þór Þorleifsson, „túrpabbi“ áhafn- arinnar á Húna II, starfar dags daglega við framleiðslu sjónvarpsauglýsinga. Hann hefur verið rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem haldin er á Ísa- firði um páska, í þrjú ár og verið viðloð- andi hátíðina frá því á öðru ári hennar. Jón Þór vann Haglélsverkefnið með Mugison og var „stóri bróðir“ hans í verk- efninu sem sneri að plötunni Hagléli. Jón Þór er mikill Ísfirðingur í sér en ekki innfæddur. Hann rekur ættir sínar að hluta til Dýrafjarðar. Jón Þór á hlut í íbúð á Ísafirði og dvelur mikið fyrir vestan. En borðar hann hnoðmör eins og sannur Ísfirðingur? „Nei, mér finnst hann ógeð,“ sagði Jón Þór. Túrpabbinn og rokkstjórinn JÓN ÞÓR ÞORLEIFSSON HEFUR MÖRG JÁRN Í ELDINUM Vélbáturinn Húni II. VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sjómanns leitað 2. Játar að hafa verið á 190 km hraða 3. Magnús greiðir hæstu skattana 4. Leit að sjómanninum hætt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á laugardag Fremur hæg austlæg átt eða hafgola. Skýjað með köflum og sums staðar síðdegisskúrir, en líkur á þokulofti við ströndina, einkum austantil. Hiti 14 til 20 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola og yfirleitt léttskýjað inn til landsins, en víða skýjað og þoka við ströndina. Léttir heldur til nyrðra. Hiti víða 11-18 stig, en allt að 23 stigum í innsveitum. VEÐUR Breiðablik er komið í 3. umferð forkeppni Evrópu- deildar karla í knattspyrnu eftir frækinn sigur á Sturm Graz í Austurríki í gær, 1:0, þar sem Ellert Hreinsson skoraði sigurmarkið. Breiðablik hefur nú haldið marki sínu hreinu 4 Evr- ópuleiki í röð. Blikar halda til Asíuhluta Kasakstan í 3. umferðinni þar sem þeir mæta Aktobe hinn 1. ágúst. »3 Blikar bókuðu ferð til Asíu Fyrsta keppnisdegi er lokið á Íslands- mótinu í höggleik á Korpúlfsstöðum. Morgunblaðið ræddi við þau Harald Franklín Magnús og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem eru með foryst- una að loknum 18 holum af 72. Bæði voru þau sallaróleg yfir stöðu mála og voru ekki að kippa sér of mikið upp við það þau þó séu efst eftir fyrsta hring. »1 Forystusauðirnir tóku stöðunni með ró ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.