Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 ✝ Ólafía SólveigJónatansdóttir fæddist á Bíldudal 29. mars 1940. Hún lést á heimili sínu á Eyrarbakka 11. júlí 2013. Hún var dóttir hjónanna Jónatans Kristins Jóhannessonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f. 27. mars 1897, d. 16. desember 1971, og Petrónellu Bentsdóttur, f. 28. september 1903, d. 1. júlí 1986. Alsystur Ólafíu voru: stúlka, f. 1935, d. 1935, Þórey, f. 13. júní 1936, og Konkordía, f. 17. október 1937, d. 6. janúar 1957. Samfeðra: Arnfríður Jónatansdóttir, f. 19. ágúst 1923, d. 12. desember 2006. Sammæðra: Aðalheiður Helgadóttir, f. 7. ágúst 1926. M 1, 25. ágúst 1957 Brynj- ólfur A. Aðalsteinsson, fv. bóndi í Brautarholti, Dal., f. 25. febrúar 1931, (skildu). Börn þeirra: 1) Aðalsteinn, f. 6. októ- ber 1958, k. Ágústa Guðrún Guðjón Eggert, f. 14. janúar 1987, í sambúð með Ragnhildi Kristjönu Birnu Birgisdóttur, f. 18. október 1988, b) Alexandra, f. 25. maí 1993, í sambúð með Brynjari Þór Sigurðssyni, f. 22. júlí 1986, c) Álfrún Björt, f. 22. apríl 1998. M 2, 26. apríl 1974, Þórir Atli Guðmundsson, fv. skipstjóri og verslunarstjóri, f. 20. október 1933. Barnsfaðir: Helgi Sævar Guðmundsson, f. 16. október 1928, d. 23. febrúar 2011. Son- ur þeirra: Sævar Óli Helgason, f. 19. febrúar 1971. Að lokinni skólagöngu réð Ólafía sig sem kaupakonu til verðandi tengdaforeldra sinna að Brautarholti í Dölum 1956. Bjó hún með fyrri manni sínum ágætu búi í Brautarholti frá 1957 til 1969 er hún fluttist til Reykjavíkur með börn sín. Vann hún ýmis störf þar, lengst af hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Árið 1975 fluttu hún og eftirlif- andi eiginmaður hennar á Sel- foss þar sem þau bjuggu að Út- haga 16 fram til ársins 2000 er þau settust að á Akri á Eyr- arbakka. Ólafía starfaði síðast hjá Fræðsluskrifstofu Suður- lands á Selfossi. Útför Ólafíu verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurðardóttir, f. 16. júní 1961, dæt- ur þeirra: a) Sól- veig Ósk, f. 5. nóv- ember 1981, m. Hilmir Ásgeirsson, f. 9. desember 1979, börn þeirra: Ásgeir Jökull, f. 17. apríl 2007, og Arna Rut, f. 20. janúar 2012. b) Ingibjörg, f. 24. maí 1983, m. Sigurður Jónsson, f. 28. nóvember 1977, börn þeirra: Emelía Ósk, f. 13. maí 2008, og Alexander Jón, f. 16. febrúar 2011. C) Jóhanna Krist- ín, f. 7. desember 1989, barns- faðir Reynir Grétar Jónsson, f. 11. september 1987, dóttir þeirra Viktoria Ösp, f. 7. júní 2012. 2) Anna Día, f, 9. maí 1960, m. Gísli Sæmundsson, f. 29. júní 1956. Þeirra synir: a) Atli Magnús, f. 7. júní 1988, b) Brynjólfur f. 1. desember 1993. 3) Agnar Bent, f. 24. mars 1962, k. Kolbrún Markúsdóttir, f. 13. september 1966, börn þeirra: a) Móðir mín er látin, að mínu mati langt um aldur fram. Ég var fjarverandi þegar kallið kom og náði því ekki að kveðja hana með þeim hætti sem ég hefði viljað. Nú er komið í ljós að líklega hefur hún fundið um skeið að hverju stefndi en eins og henni var tamt var það ekki neitt sem við ættum að hafa áhyggjur af. Það var alltaf hennar að hafa áhyggjurnar af okkur hinum en ekki okkar að velta fyrir okkur hvernig henni leið. „Ég hef það bara fínt!“ sagði hún gjarnan og ræddi það ekki frekar. Móðir mín kenndi mér margt. Hún kenndi mér að meta fegurðina í landslaginu. „Fjöllunum“ fyrir vestan t.d. „af því að hérna fyrir sunnan eru ekki almennileg fjöll, nema kannski Lómagnúpur“. Hún kenndi mér einnig að meta „al- vöru“ bækur. Laxness, Þór- berg, Gunnar Gunnars o.fl. Hún lagði mikið uppúr því að eiga góðar bækur og hennar fjárfesting var í ritsöfnum okk- ar merkustu skálda. Margir er- lendir höfundar voru henni einnig hugleiknir, og gat ég alltaf treyst því að ef hún benti mér á einhverja bók eða höfund þá var þar um mikil gæði að ræða. Mamma átti einnig örfá- ar vínylplötur og þar voru Tchaikovsky og Sibelius mikils metnir. Þar sem ég var yngsta barn hennar fyrstu níu ár ævinnar vildu eldri systkini mín meina að allt væri látið eftir mér. Lík- lega er það bara rétt hjá þeim. Ég naut algers trausts og hún umgekkst mig af virðingu sem hún kenndi okkur að við ættum að sýna öllum sem við umgeng- umst. Henni sárnaði oft þegar hún upplifði að ekki var öllum gefið að endurgjalda þá virð- ingu sem hún hafði sýnt við- komandi. En hún byrgði það svo bara inni eins og svo margt annað. Móðir mín var lífsreynd kona og hafði upplifað margt sem markaði spor á hana í tímans rás. Sextán ára fréttir hún af sviplegu andláti Díu systur sinnar á afar óþægilegan hátt. Þetta var löngu áður en nokkur fór að velta fyrir sér hlutum eins og „áfallahjálp“. Ég held að þessi atburður hafi haft mjög mikil áhrif á hana. Eftir að leiðir hennar og föð- ur míns skildi í desember 1969, sýndi hún af sér gríðarlegan dugnað og ósérhlífni er hún sinnti jafnvel þremur vinnum í einu til að sjá okkur farborða. Þó að stundum væri ekki mikið til varð ég aldrei var við skort á neinu. Hún saumaði iðulega jólafötin á okkur krakkana á nóttunni þar sem ekki var ann- ar tími aflögu. Fermingarjakk- ann minn saumaði hún eftir jakka sem vinur minn átti og var ekki lengi að. Það var henni mikið gæfu- spor þegar hún gekk að eiga fóstra minn 1974. Hann tók við okkur öllum eins og sínum eig- in og betri mann held ég að hún hefði ekki getað fundið. Hann hefur bókstaflega borið hana á höndum sér og allt hef- ur hin síðari ár snúist um að gera henni tilveruna sem bæri- legasta. Tryggð hans og um- hyggja verður seint þökkuð. Ef mér tekst að nýta eitt- hvað af því sem móðir mín kenndi mér, hefur hún gert mig að betri manni. Barnabörnin hennar sem hún var svo stolt af geta hugg- að sig við að nú hvílir Olla amma í friði og hún passar sko alveg örugglega áfram upp á okkur öll. Agnar Bent. Kæra tengdamóðir; fremur óvænt ert þú nú fallin frá og skilur eftir söknuð en samtímis góðar og hlýjar minningar. Þegar ég hugsa til baka kemur margt fram í hugann. Man ég vel þegar ég hitti þig fyrst. Ég hafði kynnst Önnu Díu dóttur þinni í Noregi og var mér falið að koma til þín pakka frá henni. Þar sem ég bankaði upp á og horfði í augu verðandi tengdamóður fann ég hvernig „skarpt“ en samtímis hlýtt augnaráð mældi út manninn sem nú hafði krækt í dóttur þína. Nærvera þín var alltaf sterk en samtímis hlý. Fyrir mér varstu ákveðin kona með mikla lífsreynslu og yfirsýn. Kona sem bjó yfir stolti en aldrei drambi eða oflæti. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd, ófeimin við að tjá skoðanir þínar – án fyrirsláttar og trú þinni sannfæringu. Skoðanir annarra fengu þó ávallt sanngjarnt svigrúm. Ekki þekki ég líf þitt í þaula en veit þó að það var ekki alltaf auðvelt. Að vera einstæð móðir á áttunda áratugnum var án efa erfitt og kallaði á hugrekki, yf- irsýn og ákveðni. Börnin voru í fyrirrúmi og skyldu fá það upp- eldi sem best yrði á kosið. Þetta kallaði á mikla vinnu sem þú taldir ekki eftir þér. Í seinni tíð þegar um hægðist fannst þú svigrúm til hugðarefna þinna sem ekki var tími til áður. Námskeið og annan fróðleik Ólafía Sólveig Jónatansdóttir sóttir þú eftir því sem færi gafst. Þér var alltaf í mun að auka við þekkingu þína og opna nýja möguleika hvort heldur var til leiks eða vinnu. Ávallt varst þú boðin og búin að hjálpa öðrum og þeim sem minna máttu sín eða áttu í vanda. Fjölskyldan var þér afar mikilvæg þar sem þú „ættmóð- irin“ kallaðir eftir samveru við börn þín og barnabörn. Jóla- boðin eru ógleymanleg þar sem þér á lipran hátt tókst ávallt að reiða fram matarborð fyrir- hafnarlítið að því er virtist með hinni mögnuðu „púrrulauks- súpu“. Samverustundir sem síðar skipta svo miklu í minn- ingu okkar allra. Olla amma eins og barnabörnin kölluðu þig var „stólpi“ sem barnabörnin gátu leitað til og dvalið hjá. Þú gafst þeim oft önnur hugðar- efni að fást við. Okkar synir fóru ekki varhluta af þessu þegar þeir dvöldu hjá Atla afa og Ollu ömmu, fyrst á Selfossi en síðar á Eyrarbakka. Sund- námskeið og veiðiferðir með afa og ömmu gáfu mikið gildi, nær- veru og ánægju. Hin síðari ár ævi þinnar og eftir „áfall“ sem þú varðst fyrir breyttist þú og þitt umhverfi vissulega. Þrátt fyrir að þú héldir þig meira til hlés varstu alltaf til staðar og fylgdist vel með öllu því sem gerðist í fjöl- skyldunni og almennt í sam- félaginu. Kæra Olla; ég þakka fyrir góða og hlýja samveru. Meg- irðu hvíla í friði og ró. Um leið og ég læt þessari stuttu hugleiðslu um Ollu tengamóður mína lokið votta ég Þóri Atla, góðum eiginmanni hennar, mína dýpstu samúð. Einnig börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Gísli Sæmundsson. HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Ég mun alltaf minnast þín fyrir manneskjuna sem þú varst, þú varst falleg að innan sem utan. Þú elskaðir okk- ur öll í fjölskyldunni og þú sýndir það alltaf. Ég vil bara að þú vitir hversu mik- ið ég lít ennþá upp til þín og ég mun alltaf minnast þín sem ljúfu ömmunnar minn- ar sem var alltaf ánægð að heyra sögurnar mínar og hvernig mér gekk í lífinu. Ég varðveiti minningarnar og mun aldrei gleyma þér. Álfrún Björt.  Fleiri minningargreinar um Ólafíu Sólveigu Jónatans- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Vigfús Vigfús-son fæddist í Ólafsvík 2. júní 1950. Hann lést á heimili sínu 17. júlí 2013. Foreldrar hans eru Vigfús Kr. Vig- fússon, f. 14.12. 1924 og Herdís Kr. Hervinsdóttir, f. 26.3. 1928. Systkini Vigfúsar eru: Her- vin, f. 28.2. 1947. Kristín, f. 27.2. 1949. Óðinn Pétur, f. 29.5. 1953. Geirsdóttir, f. 8.5. 1922, d. 24.12. 2011. Börn Vigfúsar og Guð- rúnar eru Fanney, f. 19.5. 1970, sonur hennar er Ísak Atlason, f. 14.7. 2006, búsett í Reykjavík. Vigfús, f. 17.3. 1977, sambýlis- kona hans er Guðrún Ágústa Önnudóttir, f. 16.9. 1978, barn þeirra er Ríkey Guðrún, f. 1.1. 2011, búsett í Njarðvík. Fyrir á Vigfús Súsönnu Sól, f .15.3. 2000 og Vigfús Kristin, f. 8.12. 2002. Lengst af rak Vigfús sitt eigið bifreiðaverkstæði og einnig starfaði hann lengi vel við smíð- ar. Útför Vigfúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 26. júlí 2013, kl. 13. Gunnhildur Linda, f. 14.1. 1955 og Hlynur, f. 7.12. 1963. Hinn 7. sept- ember 1974 kvænt- ist Vigfús eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jó- hönnu Jóhann- esdóttur, f. 20.5. 1952. Foreldrar hennar voru Jó- hannes R. Jónsson, f. 1.9. 1919, d. 31.10. 1971 og Geirlaug G. Elsku Súddi minn, nú höfum við þurft að kveðja hvort annað um sinn, en þó alltof fljótt, seinna munum við hittast á ný. Ég gleymi aldrei öllum þeim yndislegu stundum sem við átt- um saman. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera. Þú hefur verið stoð mín og stytta, minn besti vinur og lífs- förunautur. Þú hafðir endalausa þolinmæði og gæsku til að hjálpa mér í mínum veikindum og vékst aldrei frá mér. Ég þakka þér öll ferðalögin sem við fórum í saman. Ég þakka þér alla vinnusemina sem þú hafðir. Ég þakka þér allar gleðistund- irnar sem við áttum. Þú ert ljósið í lífi mínu og ég mun alltaf sakna þín. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín elskandi eiginkona, Guðrún Jóhannesdóttir. Nú ert þú farinn minn faðir mér frá. Með englum Guðs þú vakir mér hjá. Ég sárt þín sakna, vil þig hafa mér hjá en Drottinn kallar og tók þig mér frá. Við skiljum núna um þónokkra stund er árin líða ég kem á þinn fund. Þinn sonur, Vigfús Vigfússon. Elsku pabbi minn, nú er kom- ið að kveðjustund, því miður alltof fljótt. Ég hugga mig við það hvað ég hef verið lánsöm að hafa átt þig sem föður. Þú varðst alltaf til staðar fyrir mig, sama hvað var. Það er ekki hægt að lýsa með orðum söknuðinum að fá aldrei að hitta þig og spjalla við þig á þessum viðverustað okkar núna. Nú ert þú kominn í himnasal þar sem englar Guðs taka á móti þér opnum örmum og þú færð þína langþráðu lækningu. Þú barðist eins og sönn hetja í þessum erfiðu veikindum, þín bíður eitthvert stærra verkefni sem þú leysir jafn vel af hendi og öll þau sem fyrir þig voru lögð. Ég er endalaust þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þig hjá mér, sárt að hann var ekki lengri. Þú varst sá sem allt gast lagað og gert við, mér er vel í minni þegar Ísak hélt sem mest upp á Íþróttaálfinn og rennilásinn í búningnum hans gaf sig, að þá sagði barnið: Afi Súddi lagar þetta bara. Þú naust þín best við að brasa í einhverj- um bílum. Og með hamar í hendi varst þú alsæll, vandvirk- ari smið er ekki hægt að finna. Það er tómlegt hjá okkur þess- ari litlu fjölskyldu þegar þú ert „farinn frá borði“ (eins og þú orðaðir það). Skrítið að við séum ekki öll að fara saman á Stapann um verslunarmannahelgina eins og við vorum vön síðustu ár. Það vantar þig við eldhúsborðið, það vantar afa Súdda til að vera hjá og kúra við sjónvarpið. Það vantar afa sem labbaði yfir til okkar og dinglaði þessari mjög löngu hringingu sem kom litlum manni alltaf til að glotta og segja: afi er kominn. Það vantar afa Súdda fyrir lítinn dreng sem saknar þín svo mikið. Ég elska þig, pabbi minn, og ég trúi því að við hittumst aftur, en þangað til verða minningar um ástríkan föður að ylja mér um hjartarætur. Takk fyrir mig, pabbi minn. Þín Fanney. Með miklum söknuði kveðjum við bróður og mág sem barðist hetjulega við krabbamein til hinsta dags. Súddi var ljúfur, skemmtilegur og mikill fjöl- skyldumaður. Missir Guðrúnar, eiginkonu hans, er mikill enda voru þau mjög samrýmd hjón og miklir vinir. Hún og börn þeirra stóðu eins og klettur með hon- um í hans veikindum. Hann var þúsundþjalasmiður, vélar og bílar voru hans áhuga- mál, sem sést best á því að í hans veikindum keypti hann bíl til að gera upp, það átti ekki við hann að vera iðjulaus. Einungis eitt ár skilur á milli mín og Súdda bróður míns og sem dæmi um það hvað hann var ið- inn og varð alltaf að hafa eitt- hvað í höndunum þá tók hann í sundur og setti aftur saman fyrsta reiðhjólið sem ég fékk sem lítil stúlka, bara til að sjá hvernig hjólið væri samansett. Ekki var hægt að sjá að átt hefði verið við hjólið enda sýndi það hvað hann var handlaginn í öllu því sem hann gerði strax sem krakki. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt vildi hann gera vel og þoldi illa fúsk. Súddi vann í vinnslunni hjá okkur hjónum í nokkur ár sem smiður og viðhaldsmaður. Hann vann ómetanlegt starf og hand- bragð hans sést í hverju horni. Það var ekkert sem Súddi gat ekki lagað og hann hafði ein- staklega jákvætt viðhorf gagn- vart öllum þeim verkefnum sem hann tók að sér. Hans er sárt saknað sem bróður, mágs og vinar. Við vottum Guðrúnu, börnum þeirra og barnabörnum, okkar dýpstu samúð. Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er ljúft af veikum mætti mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Hinsta kveðja, Kristín og Erlingur. Þegar menn kveðja hvor ann- an þá er alltaf búist við að hitt- ast aftur. Lífið býður upp á und- ursamlega hluti, tækifæri þar sem við sem manneskjur getum látið gott af okkur leiða. En lífið á sér líka aðra birtingarmynd sem oft er ömurleg og ósann- gjörn. Vigfús bróðir var í blóma lífs- ins þegar hann greindist með ill- vígan sjúkdóm. Hann barðist hetjulega en varð undir. Það er erfitt að sjá svona kröftugan og duglegan mann fara í sína hinstu ferð og ekki koma aftur. Vigfús bróðir var einn af þessum mönnum sem bókstaf- lega kunnu flesta þá hluti sem menn þurfa að kunna í þessu lífi. Súddi, eins og vinir og ættingjar hans kölluðu hann, var lærður bifvélavirki og rak sitt eigið fyr- irtæki til fjölda ára með miklum sóma. Hann var afburðasmiður með auga fyrir nákvæmni, hvort sem þurfti að smíða úr tré eða málmi. Hann var með ólæknandi áhuga á bílum og var hafsjór af þekkingu um hin ýmsu farar- tæki. Að alast upp í Ólafsvík voru forréttindi en þar mótuðust menn af fögru umhverfi og dugnaði þeirra sem þar búa. Það var fallegt útsýnið úr gluggum heimilis Vigfúsar og Guðrúnar konu hans, Ólafsvíkurennið og hinn tignarlegi Breiðafjörður blöstu þar við. Heimili þeirra hjóna var alltaf fallegt og þannig var líf Vigfúsar fallegt og fullt af gleði og framkvæmdasemi. Súddi var alltaf með einhver verkefni, ef ekki að byggja þá var einhver bíllinn sem þurfti að breyta og gera betri, það fór aldrei dagur til spillis hjá þess- um duglega manni. Núna er hann farinn og miss- irinn er mikill, ekki bara fyrir fjölskylduna heldur fyrir okkar samfélag sem vissulega vantar menn eins og Súdda sem kunna til verka af hógværð og fórn- semi. Minningin um glaðværan og brosmildan bróður mun lifa áfram. Ég votta mágkonu minni og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Óðinn Pétur Vigfússon. Vigfús Vigfússon HINSTA KVEÐJA Elsku afi, ég sakna þín, ég vona að við hittumst aft- ur. Þinn afastrákur, Ísak.  Fleiri minningargreinar um Vigfús Vigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.