Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Styrmir Gunnarsson fjallar áEvrópuvaktinni um þann mikla mun sem er orðinn á milli suðurhluta og norðurhluta ESB:    Gjáin“ á millinorðurs og suðurs í Evrópu er að verða hættuleg. Í nýrri könnun sem euobserver, vef- miðill, sem sérhæf- ir sig í málefnum Evrópusambands- ins segir frá, kem- ur fram að um 80% Svía og 77% Þjóðverja hafi trú á efnahags- stöðu þeirra ríkja. Það á hins vegar einungis við um 1% Spán- verja og 2% Grikkja og Kýpverja. Þegar spurt var hvort viðkom- andi teldi rödd sína heyrast innan Evrópusambandsins svöruðu tveir þriðju aðspurðra neitandi og það átti við um 89% Grikkja og Kýp- verja.“    Styrmir bendir einnig á efa-semdir sem fram hafa komið um að skuldugu ríkin í suður- hluta Evrópu muni hafa vilja til að greiða áfram af lánum sínum og heldur svo áfram:    Franskur fjárfestingarbankisegir að Portúgal og Kýpur séu gjaldþrota og í Financial Times birtist frétt þessa dagana, þar sem dregið er í efa að Grikk- ir muni nokkru sinni borga skuld- ir sínar. Þeir gera sér hins vegar hugmyndir um að þeir geti gert það með því að innheimta frá Þjóðverjum stríðsskaðabætur, sem þeir hafi aldrei fallið frá að ganga eftir en Þjóðverjar segjast ekki skulda þeim neitt.    Það þarf meira en aðgerðir ípeningamálum til þess að halda saman pólitísku sambandi ríkja, sem virðast ekki lengur eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta.“ Styrmir Gunnarsson Gjáin innan ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 16 heiðskírt Akureyri 12 alskýjað Nuuk 10 skúrir Þórshöfn 13 þoka Ósló 25 þrumuveður Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 27 léttskýjað Brussel 27 heiðskírt Dublin 16 skúrir Glasgow 20 skýjað London 25 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 25 léttskýjað Hamborg 27 heiðskírt Berlín 28 léttskýjað Vín 30 léttskýjað Moskva 18 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 31 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 18 alskýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:17 22:52 ÍSAFJÖRÐUR 3:56 23:24 SIGLUFJÖRÐUR 3:38 23:08 DJÚPIVOGUR 3:40 22:28 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, um breytt skilyrði fyrir fasteignakaupum útlendinga hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl sam- ræmist ekki þeim réttindum og skyld- um sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ sagði Hanna Birna. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES landa.“ Hanna Birna tilkynnti nýja reglugerð á ríkisstjórnarfundi í gær þar sem hún lagði fram minnisblað um rétt út- lendinga til að öðlast eignarrétt yfir fasteignum. Reglugerðin felur í sér að íbúar landa á EES-svæðinu þurfa ekki lengur sérstakt leyfi til að eign- ast fasteign hér á landi, jafnvel þó að þeir hafi ekki fasta búsetu eða stundi atvinnu- eða þjónustustarfsemi hér á landi. Þá hyggst innanríkisráðherra endurskoða reglur um rétt útlend- inga til að öðlast eignarétt og afnota- rétt. Hanna afnam reglugerð Ögmundar  Fyrri reglugerð á gráu svæði  Ný reglugerð kynnt á ríkisstjórnarfundi Morgunblaðið/Eggert Fasteignakaup útlendinga Hanna Birna tilkynnti nýja reglugerð. Borgarráð sam- þykkti í gær nýtt deiliskipulag fyrir Landsímareitinn. Fyrir fund borg- arráðs tók Dagur B. Eggertsson, formaður borg- arráðs, við áskor- un BIN-hópsins um að boða til aukafundar í borgarstjórn um deiliskipulag- stillöguna og að láta fara fram íbúa- kosningu um Landsímareitinn. Fulltrúi Vinstri grænna í borgar- ráði, Sóley Tómasdóttir, lagði til að málið yrði tekið upp í borgarstjórn og sett í íbúakosningu en þess má geta að tæplega 18 þúsund manns mómæltu fyrirhuguðum breytingum á skipulaginu á vefsíðunni ekkihot- el.is. Tillaga Sóleyjar var felld. Dagur B. Eggertsson sagðist hissa á tillögu Sóleyjar í samtali við mbl.is og benti á að ef hið nýja skipulag hefði ekki verið samþykkt væri í gildi skipulag sem gerði ráð fyrir hærri byggingum og meira byggingarmagni. Afgreiddu nýtt deili- skipulag  Samþykkt þrátt fyrir mótmæli Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.