Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. SMUROLÍUR OG SMUREFNI MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, boðar að leiðréttingu á endurútreikningum á gengislánum verði því sem næst lokið fyrir áramót. „Við reynum að vinna þetta eins hratt og hægt er. Vel á annað þús- und viðskiptavinir með bílasamninga eru væntanlega þegar búnir að fá tilkynningu um leiðréttingu og svo vinnst þetta áfram í hverri viku. Við höfum endurreiknað þessi lán áður og nú er verið að leiðrétta þá í samræmi við nýjustu dóma.“ – Nú ræðir hér um 30.000 gengis- lán til einstaklinga og lögaðila. Hve- nær má ætla að leiðréttingu á endur- útreikningi lána hjá bankanum ljúki? „Það þarf að skoða að nýju um 30.000 lán. Það er þó ekki þar með sagt að þetta eigi við um alla. Það kemur í ljós við skoðun. Þetta mun taka einhverja mánuði. Þetta er mikil vinna og það þarf að gera þetta vel. Margir viðskiptavina okkar hafa breytt og skuldbreytt lánum og það flækir alla þessa vinnu. Við stefnum að því að ljúka henni fyrir áramót.“ Erfitt að meta hlutfallið – Þú nefnir að endurútreikningur á annað þúsund gengislána af um 30.000 hafi þegar verið leiðréttur. Má af því skilja að þú teljir að aðeins hluti lánanna verði leiðréttur? „Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um það hversu stór hluti þeirra verður endurreiknaður upp á nýtt. Einhverjir munu ekki fá leið- réttingu á fyrri endurútreikningi. Það kemur til af því hvernig dómsorð hafa verið. Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi.“ – Viðskiptavinur bankans hitti blaðamann í vikunni og sýndi gögn sem hann taldi færa sönnur á að bankinn sendi reikninga vegna gengisláns án þess að leggja fram skýringar á afborgunarferlinu. Hvernig bregst þú við slíkri gagn- rýni? „Það hefur komið í ljós að þeir sem hafa staðið í skilum eru í betri stöðu en hinir sem hafa hætt að borga af lánum. Við höfum á hinn bóginn boð- ið viðskiptavinum upp á að lækka greiðslubyrðina verulega með því að greiða aðeins vexti tímabundið.“ – Nú heldur þessi viðskiptavinur því fram að það sé ekki tilgreint hvort umræddir reikningar séu fyrir vöxtum. Getur verið að þetta sé vegna mistaka hjá bankanum? „Nei. Ég tel að þetta séu sömu seðlarnir og hafa verið sendir út til viðskiptavina frá upphafi.“ Íbúðalánin í forgangi – Fleiri viðskiptavinir Landsbank- ans hafa haft samband við blaðamann og bent á að viðskiptavinir Íslands- banka hafi fengið uppgjör vegna gengislána en það dragist hjá ykkur? „Leiðrétting á endurútreikningi íbúðalána var í forgangi hjá okkur. Þar vorum að framfylgja gengis- dómum Hæstaréttar og höfum leið- rétt höfuðstól til lækkunar um 7,5 milljarða á undanförnum mánuðum. Þarna er um að ræða ólögleg gengis- tryggð lán sem við endurreiknuðum áður á sínum tíma eftir að svonefnd Árna Páls-lög voru samþykkt í des- ember 2010. Samkvæmt þeim bar, ef óvissa var um vexti, að miða við lægstu vexti í Seðlabanka. Svo féll svonefndur Elviru-dómur [sjá umfjöllun hér á eftir] og á grund- velli hans erum við búin að leiðrétta lánin aftur. Samkvæmt honum á ekki að nota seðlabankavexti heldur vext- ina sem voru tilgreindir á lánasamn- ingnum. Sú leiðrétting hefur kallað fram áðurnefnda 7,5 milljarða leið- réttingu. Við biðum með að afgreiða mál sem voru tekin til styttri tíma vegna þess að við unnum mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra- haust. Þar unnum við mál gegn Plast- iðjunni og töldum rétt að bíða eftir dómi Hæstaréttar í málinu. Það væri svolítið skrítið að fara þvert gegn dómum. Íslandsbanki ákvað í fyrra- haust að byrja að endurreikna styttri lán og láta fordæmi í máli Borgar- byggðar ná yfir öll gengislán. Staða Íslandsbanka er önnur en okkar. Hann var til dæmis ekki með íbúðalán til endurútreiknings en við höfum á sama tíma lagt mikla vinnu í að leiðrétta endurútreikning þeirra lána. Íslandsbanki gat því farið í bíla- samningana og ákvað að gera það. Við ákváðum að bíða eftir dómi Hæstaréttar 30. maí sl. [þar sem Plastiðjan hafði sigur]. Um leið og sá dómur lá fyrir fórum við af stað og fyrstu viðskiptavinirnir fengu leið- réttingu sinna mála í byrjun júlí.“ Til að gera langa sögu stutta vísar Steinþór til þess að í máli Borgar- byggðar gegn Arion banka var tekist á um gengislán með 80 afborgunum en hins vegar 30 ára gengislán í máli Sigurðar H. Sigurðssonar og Elviru Mendez gegn Frjálsa fjárfestingar- bankanum. Hæstiréttur felldi dóm í fyrrnefnda málinu í október 2012 og í febrúar sama ár í máli hjónanna. „Eftir dóminn í Plastiðjumálinu sáum við að þetta náði til skemmri lána líka og síðan höfum við verið að endur- reikna þau.“ Fimmtán manns að reikna – Hvað eru margir starfsmenn í þessum nýja endurútreikningi? „Þeir eru fimmtán talsins og við höfum fjölgað aftur í þeim hópi eftir að vinna við leiðréttingu á endur- útreikningi hófst. Það voru tíu manns í þessum verkefnum fyrir nokkrum mánuðum og síðan höfum við fjölgað í hópnum. Þar fyrir utan eru lögfræðihópar og fleiri að rýna í þetta og finna leiðir út úr ýmsum flækjum. Íbúðalánin eru að mestu leyti búin en bílasamningarnir eru viðfangsefnið núna. Þegar Elviru-dómurinn féll settum við 40 milljarða til hliðar. Síðan hafa fallið dómar fyrir Hæstarétti sem gefa til kynna að við höfum kannski tekið rúmlega fyrir þessu. Maður veit það þó ekki fyrr en búið er að fara yf- ir þetta allt saman,“ segir Steinþór og bendir aðspurður á að það geti seinkað úrvinnslu krafna ef fulln- aðarkvittanir eru ekki fyrir hendi, enda hafi verið kveðið á um mikil- vægi þeirra í gengisdómum. – Einn viðmælandi minn segir starfsmenn bankans neita að senda endurútreikninga í gegnum tölvupóst heldur bjóða aðeins að skýra málið í útibúi, af ótta við að með tölvupóst- inum sé skapað fordæmi? „Okkur þykir leitt að geta ekki svarað öllum mjög skýrt strax en þökkum þolinmæðina sem fólk sýnir okkur. Við reynum að vinna okkur í gegnum staflann þannig að meiri hagsmunir séu látnir ganga fyrir minni hagsmunum hjá viðskiptavin- um. Við ákváðum þess vegna að klára íbúðalánin af því að þar voru miklu hærri fjárhæðir sem komu til leið- réttingar en í bílasamningum. Vinna við leiðréttingu endurútreiknings bílalána er á hinn bóginn komin vel af stað. Þegar leiðréttingu er lokið er niðurstaðan send bréfleiðis með formlegum hætti,“ segir Steinþór. Ekki endurreiknað hjá öllum  Bankastjóri Landsbankans boðar að endurútreikningi gengislána verði nær lokið fyrir áramót  Bankinn hafi beðið eftir dómi í Plastiðjumálinu áður en ráðist var í að endurreikna bílalánin Morgunblaðið/Kristinn Í Austurstræti Við höfuðstöðvar Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Steinþór Pálsson Spurður hvort uppgjör krafna vegna gengislána hafi áhrif á verð- mæti hlutabréfa í Landsbankanum sem starfsmenn fengu úthlutað úr bankanum á dögunum segir Stein- þór svo ekki vera. „Nei. Það er engin tenging á milli vinnu okkar við leiðrétt- ingu á endurreikningi gengislána og að Landsbankinn verði meira virði eftir þrjú ár,“ segir Steinþór en starfsmenn geta gengið að bréfunum árið 2016. Fari bankinn hins vegar á markað innan þess tíma losnar um kvaðir á sem svarar 60% af bréfunum, sem koma þó aldrei til útgreiðslu fyrr en mánuði eftir útboð á hlutabréfa- markaði. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna í dag er metið á um 4,7 milljarða kr., en eftir skatta og gjöld fá starfsmenn hlutabréf að verðmæti um 1,8 milljarða kr. – Þannig að þú hafnar því að reynt sé að hámarka verðmæti um- ræddra krafna til að hámarka verð- mæti hlutabréfanna? „Já, algjörlega.“ – Hvernig svararðu gagnrýni á að óeðlilegt sé að starfsmenn fái greitt í formi hlutabréfa fyrir endurreisn bankans frá hruni? „Ég held að þeir þurfi fyrst og fremst að svara fyrir það sem sömdu um þetta á sínum tíma. Við erum núna að efna samkomulag frá árinu 2009 sem gamli Lands- bankinn, íslenska ríkið og Lands- bankinn gerðu um fjárhagsuppgjör bankanna. Að frumkvæði gamla bankans, kröfuhafanna, var ákveðið að árangurs- tengja endurheimtur á lánasöfnum stærstu fyr- irtækjanna og ríkið gerði kröfu um að það næði til allra starfs- manna en ekki einungis til valinna starfsmanna. Það er einnig mikilvægt að árétta að virðisauk- inn er til kominn vegna endurheimta á lána- söfnum stærstu fyrirtækjanna. Það er því misskilningur að hann stafi af því að bankinn hafi gengið hart fram gagnvart einstaklingum og smáfyrirtækjum. Virðisaukinn, sem er undirstaða fyrir skilyrta skuldabréfinu [að baki umræddum hlutabréfum] – er eingöngu til kominn vegna stærstu fyrirtækj- anna.“ – Til hvaða fordæma var horft? „Þetta var væntanlega gert með erlendar fyrirmyndir í huga. Ég skal þó ekki segja. Ég var ekki í bank- anum á þessum tíma.“ Hann rifjar upp að gengið hafi verið frá uppgjörinu 15. des. 2009. Græða ekki á skuldurum BANKASTJÓRI RÆÐIR HLUTABRÉF TIL STARFSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.