Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 32
AF FRÆGUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Allt ætlaði um koll að keyra íbyrjun mánaðar þegarfréttist af því að leikarinn og hjartaknúsarinn Ryan Gosling væri kominn til landsins í þeim er- indagjörðum að klippa væntanlega kvikmynd sína, How To Catch A Monster, þá fyrstu sem hann leik- stýrir, með Valdísi okkar Ósk- arsdóttur. Fjölmiðlar tóku að herja á íslenska fylgdarmenn Goslings (skv. áreiðanlegum heimildum þess er hér ritar) um viðtöl við kauða en án árangurs. Það þurfti þó ekki að bíða frétta lengi af sjarmörnum því þann 10. júlí birtust fréttir af því á vefmiðlum íslenskum að hann hefði lent í árekstri á Sæbraut. Skömmu síðar kom í ljós að það var alls ekki Gosling sem lenti í árekstrinum heldur einhver Júlíus sem á víst að vera mjög líkur kvikmyndastjörn- unni. Myndir af Júlíusi leiddu hins vegar í ljós að hann er ekkert sér- staklega líkur Gosling, nema kannski þegar hann setur upp sól- gleraugu.    Og í Gosling-gúrkunni tókufjölmiðlar heldur betur við sér og fóru að grafa upp aðra tvífara stjörnunnar sem reyndust ekki heldur vera svo miklir tvífarar. Þá var birt „frétt“ af því að Gosling hefði farið í Bláa lónið en þangað fór hann víst aldrei og ekki víst að hann fari yfirleitt. Sá sem hér skrif- ar frétti svo af því að Gosling hefði nánast hlaupið niður blásaklausan hárgreiðslumann skammt frá Selja- vegi (en á þeirri götu sást hann setja eitthvert dót í skottið á jeppa) en þess má geta að leikarinn er hreystimenni mikið með þvotta- bretti og tilheyrandi, kvenfólki því til augnayndis sem dáðst hefur að honum á hvíta tjaldinu. Líklega var það þó bara Júlíus sem reyndist svo sprettharður og óvarkár. Gosling var eflaust að tálga þvottabrettið í Mjölni þegar tvífarinn meinti brun- aði um götur miðbæjarins eins og enginn væri morgundagurinn.    Það ærir óstöðugan aðfrægðarmenni séu hér í borg án þess að gefa færi á sér, veita við- töl, eiginhandaráritanir á pappír og líkamsparta og stilla sér upp fyrir myndatökur með þeim sem þess óska. Þannig gerði Tom nokkur Cruise nær útaf við aðdáendur sína með því að þvælast um landið í þyrlu, klifra í klettum og snæða á veitingastöðum án þess að láta ís- lenska fjölmiðla vita af því. Russell Crowe var þó öllu alþýðlegri, enda Nýsjálendingur, hélt meira að segja óvænt tónleika á Hverfisgötunni! Og nú er Ryan Gosling bara að þvælast eitthvað í Reykjavík, fjöl- miðlum til mikillar skelfingar. „Hvar er Gosling?!“ hrópa fjöl- miðlamenn í öngum sínum, leik- arinn að renna þeim úr greipum með hverjum deginum sem líður. Jú, Gosling er væntanlega bara í vinnunni, eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Sjarmatröllið sem heillaði marga meyna í rómantísku ræm- unni The Notebook, hörkutólið úr Drive, hann situr líklega í myrku klippiherbergi með henni Valdísi og drekkur kaffi úr sjálfsala. Af því hann er bara ósköp venjulegur 32 ára, 185 cm hár Kanadamaður sem þarf að vinna eins og við hin, þó betra væri að liggja í sólbaði í Naut- hólsvík. Gosling, ef þú ert að lesa þetta, endilega sláðu á þráðinn! Hefur þú séð Ryan Gosling? AFP Sjarmörinn Ryan Gosling (t.v.) með danska leikstjóranum Nicolas Winding Refn á frumsýningu kvikmyndarinnar Drive í Cannes árið 2011. Rómantík Gosling faðmar hýra mey, Rachel McAdams, í The Notebook. »Myndir af Júlíusileiddu hins vegar í ljós að hann er ekkert sérstaklega líkur Gosl- ing, nema kannski þeg- ar hann setur upp sól- gleraugu. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara Bandaríski rapparinn Jay Z tók upp á því 10. júlí sl. að flytja eitt laga sinna, „Picasso Baby“, samfellt í sex klukkustundir í galleríinu Pace í New York. Er engu líkara en Jay Z hafi með þessu verið að stæla myndlistarmanninn Ragnar Kjart- ansson og gjörninga hans sem margir hverjir ganga út á að endur- taka sama lagið eða laglínuna í sí- fellu svo klukkustundum skiptir, jafnvel dögum eða vikum. Má þá sérstaklega nefna gjörning Ragnars í listasafninu MoMA í New York, 5. maí sl., þar sem hann fékk hljóm- sveitina The National til að leika lag hennar „Sorrow“ samfleytt í sex klukkustundir, þ.e. jafnlengi og Jay Z flutti sitt lag. Á vefnum Complex.com er fjallað sérstaklega um þessi líkindi með gjörningum Ragnars og Jay Z, vísað í viðtal sem tímaritið Art Info tók við Ragnar og birti í fyrradag. Í því spyr blaðamaður Ragnar hvort hann hafi frétt af gjörningi Jay Z og bendir á að margir hafi líkt honum við gjörning Ragnars og The National. Ragnar svarar því til að hann hafi verið virkilega ánægð- ur með uppátækið, að Jay Z væri að stæla sig eða stela frá sér. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég er stoltur,“ segir Ragnar í viðtalinu sem finna má á blouinartinfo.com. AFP Stæling Jay Z virðist vera hrifinn af listsköpun Ragnars Kjartanssonar. Ragnar Kjartansson Ragnar stoltur af stælingu Jay Z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.