Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 ✝ Alan JamesWinrow fædd- ist á Englandi 15. október 1956. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 23. júlí 2013. Foreldrar hans voru William Jo- seph Winrow, f. 27. apríl 1919, d. 23. ágúst 1969, og Kat- hleen Ellen Winrow (áður Harding), f. 17. mars 1922, d. 2. febrúar 1999. Systur hans eru tvær, sú eldri, Diana Saunders, er búsett í Bret- landi og eiginmaður hennar er William Saunders. Eiga þau tvö börn, Helen og Howy, og fimm barnabörn, þau Daniel, Jamie, Matthew, Jessie og Chloe. Pat- ricia Winrow, búsett í Belgíu, og á hún þrjú börn, Jane, Anne-Lise og Patrick. Alan gekk í Wallasey Grammar School fyrir stráka. Hann spilaði ruðning fyrir Hoylake og West Kirby bæði í unglinga- og meist- araflokki. Hann vann í bankageir- anum nokkur ár áður en hann fluttist til Íslands 1984 þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Tullíu Emmu Segatta, f. 13. jan- úar 1961. Þau giftu sig í Hafnarfjarð- arkirkju 27. nóv- ember 1993. Þau eiga börnin 1) Önnu Lydiu Sigurð- ardóttur, f. 11. febr- úar 1981, gift Einari Þóri Einarssyni, f. 21. mars 1980. 2) Patrick Karl Win- row, f. 26. nóvember 1986, unnusta hans er Vala Karen Viðarsdóttir, f. 11. ágúst 1988, og dóttir hennar er Ásdís Björk Rúnarsdóttir, f. 23. mars 2010. 3) Emma Louise Win- row, f. 24. mars 1992, sonur hennar er Andri Þór James Win- row, f. 24. júlí 2011. 4) Sara Jane Winrow, f. 24. mars 1992. Árið 1996 fluttist fjölskyldan út til Englands á æskuslóðir Alans en árið 2001 fluttust þau aftur heim til Íslands. Hér á Íslandi hefur fjölskyldan rekið saman meðal annars tískuvöruverslunina Flex og Ótrúlegu búðina. Alan starfaði m.a. við innkaup og sölu hjá Mest og þar á eftir hjá Steypustöðinni þar sem hann vann síðastliðin ár. Útför Alans fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allar æðislegu minningarnar sem við áttum saman. Takk fyrir að vera pabbi minn. Takk fyrir að elska mig eins og ég er. Takk fyr- ir að standa við bakið á mér þegar ég þurfti á því að halda. Takk fyr- ir að hvetja mig áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Takk fyrir að vera þú. Elsku pabbi minn, þú ert hetja í orðsins fyllstu merkingu. Vit- andi það að þú sért á nýjum stað og vakir yfir okkur færir mér því- líkan styrk. Ég mun gera þig svo stoltan. Elsku pabbi minn, ég elska þig. Þín litla dramadrottning, Anna Lydia. Við þekkjum öll Alan sem mann sem ávallt sagði hug sinn og gerði ávallt það sem hann vildi gera (einnig sem lítið barn). Við þekkjum hann sem góðan og ást- kæran mann. Hann hefur og mun ávallt búa í hjörtum okkar. Við munum öll sakna hans Alans okk- ar mjög mikið. Við elskum þig af öllu hjarta. Diana (Di), Bill, Helen, Howy og fjölskylda. Patricia (Pat), Jane, Anne-Lise, Patrick og makar. Alan, mágur minn og vinur, lést síðastliðinn þriðjudag eftir ill- víg en skömm veikindi. Það er ekki auðvelt að horfa upp á mann í blóma lífsins veslast upp á svo stuttum tíma sem raun ber vitni en um leið aðdáunarvert hvernig Tullia, allir krakkarnir og þeirra makar hafa staðið sig á erfiðum tímum og gert það besta í því mið- ur vonlitlum aðstæðum. Þau hafa stutt hvert annað og hjálpað Alan eftir allra bestu getu. Einnig hafði litli sólargeislinn hann Andri Þór mikil og góð áhrif. Það er í raun ekki hægt að setja sig í þeirra spor, aðeins að styðja við eftir því sem maður best kann. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Alan var sérstaklega ákveðinn og einbeittur maður með frábær- an húmor og alveg einstaklega stríðinn og hafa þessir eiginleikar án efa hjálpað til í þeirri baráttu sem Alan háði. Börnin mín hænd- ust að honum og litu upp til hans enda var hann barngóður og alltaf máttu þau fylgja með þegar horft var á Liverpool spila. Alan var mikill Liverpool-maður enda al- inn upp í Bítlaborginni og var stoltur af því og einnig stoltur af að vera Englendingur. Þegar Patrick fæddist þá sagði Alan mér að þetta væri nú ekki hans fyrsta barn heldur hefði hann ver- ið giftur á Grænlandi áður og ætti þar þrjú börn, ég fékk vægt sjokk, en Alan var að sjálfsögðu bara að atast í mér. Ég veit að við eigum ekki eftir að horfa á fleiri Liverpool-leiki saman í bili en við munum bara gera það hvor í sínu lagi og hvor á sínum staðnum um sinn. Kæra Tullia, Anna Lydia, Ein- ar, Patrick, Vala, Sara, Emma og Andri Þór, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megið þið hafa styrk til að takast á við sorgina. Alan, „you will never walk alone“. Stefán Karl. Alan James Winrow  Fleiri minningargreinar um Alan James Winrow bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi okkar. Mundu að þú labbar aldrei einn. Þú ert ávallt í okkar hjörtum, takk fyrir allt. Patrick, Emma og Sara. ✝ Óskar Ósk-arsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1952. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 17. júlí 2013. Foreldrar hans voru þau Ósk- ar Björnsson, f. 19. apríl 1913, d. 15. júlí 1995, frá Beru- nesi við Reyðar- fjörð, og Gunnþóra Björgvinsdóttir, f. 11. nóvember 1916, d. 12. febrúar 2006, frá Fáskrúðsfirði. Óskar var yngst- ur fjögurra systkina. Hin eru: Edda, f. 1940, Iðunn, f. 1945, og Oddný, f. 1948. Óskar giftist 9. september 1972 Ragnheiði Baldursdóttur, f. 11. júlí 1954, í Vigur í Ísafjarð- ardjúpi. Foreldrar hennar voru þau Baldur Bjarnason, f. 1918, d. 1998, og Sigríður Salvars- dóttir, f. 1925, d. 2013. svo störf hjá Olíufélaginu hf. (nú N1) 1971 og vann þar við hin ýmsu störf svo sem bensín- afgreiðslu, sölu- og markaðs- störf og einnig starfsmannamál. Hann lét af störfum þar árið 2011 sökum veikinda. Óskar og Ragnheiður hófu sinn búskap í Kópavogi en fluttu síðar til Reykjavíkur og bjuggu þar lengst af eða þar til þau fluttu í Garðabæinn fyrir tveim- ur árum. Flest sumur voru þau þó saman á Vestfjörðum, ann- aðhvort í Vigur eða í Djúp- mannabúð í Mjóafirði þar sem þau hjónin ráku sumarveit- ingasölu í átta sumur. Óskar var mikill áhugamaður um fugla og ljósmyndun og náði hann að sameina þessi áhuga- mál og skilur eftir sig mikið safn fallegra fuglamynda. Einnig var hann sérlegur áhugamaður um tónlist og skilur einnig eftir sig mikið og ofurskipulagt safn tón- listar. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst afhöfnin kl. 15. Börn Óskars og Ragnheiðar eru: 1) Sigríður Stefanía, f. 1971, maki Ólaf- ur Már Ólafsson. Börn þeirra eru Védís Rún og Vikt- or Bjarki. 2) Óskar Björn, f. 1973, maki Ingibjörg Hjálm- fríðardóttir. Börn Óskars Björns úr fyrra hjónabandi eru Óskar Freyr og Logi Þór. 3) Baldur Örn, f. 1980, maki Krist- ín Jónína Kolbeinsdóttir Diego. Börn þeirra eru Ragnheiður Björk, Kolmar Örn og Gunnar Örn. Óskar ólst upp í Reykjavík og lauk námi frá Breiðagerðisskóla 1965 og Réttarholtsskóla 1969. Hann lauk 1. stigi í Vélskóla Ís- lands 1971. Óskar starfaði hjá Vita- og hafnamálastofnun við bryggjusmíðar í eitt ár en hóf Elsku besti pabbi. Þá er þessu stríði lokið hjá þér og við sitjum eftir sorgmædd og brotin. Þú varst svo óskaplega duglegur að takast á við hvert áfallið á fætur öðru með styrk og stuðningi frá mömmu og nú ætlum við að gera það sama, með sama æðruleysinu og þú, tak- ast á við þetta áfall og veita mömmu styrk. Minningarnar hrannast upp og það er svo gott að finna þær. Allar myndirnar þínar sem þú hefur tekið í gegnum tíðina svo vel frágengnar og aðgengileg- ar kæta okkur öll. Það var ósjaldan sem ég bað þig að koma og taka myndir við hin ýmsu tilefnu fyrir mig, í jólakortin, í barnaafmælun- um, af óléttunum mínum og fleira og fannst þér nú stundum nóg um „stíliseringarnar“ mínar, saman- ber síðustu fjölskyldumyndatöku af „familí oskarsson“ enda fannst þér alltaf skemmtilegra að taka myndir af fuglum og gróðri þar sem enginn var að skipta sér af þér. Þú varst heldur ekkert mikið fyrir að láta taka myndir af þér sjálfum en það var helst ef þú hélst á barnabörnunum þínum sem þú leyfðir myndatökur og þær myndir eru þeim sannarlega kærar. Þau voru alltaf svo skemmtileg ferðalögin okkar í gegnum tíðina. Hvort sem það var sunnudagsbílt- úr á Þingvelli, vesturferð eða til Danmerkur en þó þykir mér einna kærust ferðin okkar til New York þar sem við vorum bara tvö. Þó svo að þú hafir verið orðinn veikur á þeim tíma var svo gaman að sjá hversu vel þú upplifðir stórborgina og lést ekkert aftra þér, ekki einu sinni þyrluferðina, sem var alveg toppurinn, þó ótrúlega lofthrædd- ur værir. Ekki fannst þér leiðin- legra að koma í græjubúðina sem var á mörgum hæðum, þú talaðir um að þarna hefðir þú getað eytt fleiri dögum í að skoða græjur og eytt enn fleiri peningum í að kaupa þær. Þær voru ófáar gönguferðirnar okkar í Laugardalnum og hérna í Garðabænum og oftar en ekki átti ég nú bara fullt í fangi með að fylgja þér þó fullfrísk væri. Þú varst svo ákafur í að ná þér og fórst ansi langt á þrjóskunni þinni og samviskuseminni. Skottan þín var líka alltaf með okkur. Annar eins kærleikur gagnvart þessum litla ferfætlingi er vandfundinn. Ykkar samband var einstakt. Ég er svo einstaklega heppin, elsku pabbi, að hafa haft tækifæri til að vera svona mikið með þér, morgnarnir okkar á Seinakrinum voru yndislegir og þar spjölluðum við heilmikið saman yfir kaffiboll- anum. Ég held áfram að fara þang- að á morgnana til að viðra Skottu og knúsa „gömlu þína“, eins og þú kallaðir mömmu alltaf, sem þú treystir svo mikið á og elskaðir út af lífinu. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa getað talað við þig og boðið þér góða nótt svona rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Þín verður svo sárt saknað, elsku pabbi, og minning þín verður varð- veitt um ókomna tíð, hvíl í friði. Þín dóttir, Sigríður Stefanía. Þá ertu farinn, elsku pabbi minn. Allt of snemma. Þú varst bú- inn að berjast lengi, vinna ein- hverjar orrustur en tapa öðrum. En alltaf hélstu áfram að berjast með æðruleysið að vopni og eitt- hvað af þrjósku. Alls ekki tilbúinn að gefast upp. Í þessari baráttu varstu umkringdur góðu fólki, að ógleymdum litlum ferfætlingi, sem studdi þig í gegnum súrt og sætt. Ég minnist þess eftir fyrsta áfallið hvað þú varst fljótur að ná heilsu, sýndir ótrúlegan bata og lífsvilja. Svo mikinn að þú fylgdir okkur bræðrum til rjúpna um haustið eins og ekkert hefði ískorist. Þrammaðir um heiðina heila helgi og náðir í jólamatinn. En því miður hélst það ekki og fleiri áföll dundu á í kjölfarið sem á endanum náðu að yfirbuga þig. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að fá að fara með þér út á eyju í lunda eða ganga með þér til rjúpna. Fyrir mér varst þú lang- bestur og vonaði ég innilega að ég gæti einhvern tímann staðið þér jafnfætis. Í þessum túrum þreytt- ist þú aldrei á að kenna mér eða skýra út fyrir mér hvernig maður ætti að haga sér á veiðislóð. Þessu bý ég að í dag og er það þér að þakka fyrst og fremst. Mér hlotn- aðist sá heiður að fara með þér í þína síðustu veiðiferð, nærri 30 ár- um eftir að ég fór með þér í mína fyrstu. Þá minningu geymi ég í hjarta mínu. En þó svo að þú hefðir ekki lengur þrekið til að ganga til veiða, þá varstu alltaf með mér og Baldri bróður í anda eða símasam- bandi ef því var að skipta, þegar við þvældumst um fjöll og firnindi. Annað áhugamál sem við deild- um var tónlist og voru þær ófáar stundirnar þar sem var hlustað á hina og þessa snillinga, spilað hátt. Stones, Dylan, Kinks, Young eða Megas svo einhverjir séu nefndir. Farið á tónleika og jafnvel tón- leikahátíðir. Roskilde Festival 2001 með þér og Rolling Stones í Parken 2003 með „family Oskars- son“ eru líka minningar sem ég geymi í hjarta mínu. En fyrst og fremst varstu góður pabbi og barst velferð okkar syst- kinanna fyrir brjósti. Það var alltaf hægt að treysta á þig. Klettur í okkar lífi, hvað sem á bjátaði. Það vildi ég að þú gætir verið til staðar nú þegar enn eitt barnabarn þitt er að fara að koma í heiminn. Í þennan fallega skara barnabarna sem þú áttir fyrir og elskaðir af öllu hjarta og varst svo stoltur af. En ég veit að þú fylgist með annars staðar frá og sérð til þess að allt eigi eftir að ganga vel. Vakir yfir okkur öllum. Elsku pabbi, hvíl í friði og takk fyrir að hafa verið til. Þinn sonur, Óskar Björn. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir níu árum, það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað það hefur margt gerst á þessum stutta tíma. Þó við fjöl- skyldan værum fyrir vestan þá hittumst við oft og áttum margar góðar stundir saman. Það var alltaf svo gaman að sjá hvað þið Ragga voruð ástfangin, ég er ekki frá því að ég hafi séð ykkur í frönskum kossi. Svo var myndavélin ávallt á lofti þegar við hittumst og ég er svo þakklát fyrir allar fallegu myndirn- ar sem þú tókst af börnunum mín- um. Við vorum góðir vinir, sömu þrjóskupúkarnir og okkur þótti voða gaman að rugla svolítið hvort í öðru. Þú gast verið svolítið vana- fastur og ég man til dæmis hvað ég var stressuð þegar ég fékk að klippa á þér hárið í fyrsta skiptið, en það gekk sem betur fer vel og klippti ég á þér hárið eftir það. Þér fannst ekki leiðinlegt að stríða mér og því fylgdi oft stríðnisglott sem ég hafði gaman af og á eftir að sakna. Þú áttir líka hlýtt og gott faðmlag sem lét manni líða vel. Fyrir tveimur vikum fórum við á ættarmót og þar var ég svo hepp- in að eiga með þér alveg yndislega stund þar sem við spjölluðum um daginn og veginn og ef við hefðum spjallað aðeins lengur þá er ég viss um að það hefði orðið heimsfriður. Annað en samræðurnar sem við áttum núna um daginn þar sem við ræddum um aðalgrúppíu Rolling Stones og frjálsar ástir. Það hefur ekki verið auðvelt að vera langt í burtu og erum við Baldur óendanlega þakklát Siggu Stebbu fyrir að hafa verið til staðar fyrir þig og Röggu á erfiðum tím- um. Elsku Óskar minn, ég hefði viljað hafa þig lengur. Það er sár í hjartanu mínu. Þín tengdadóttir, Kristín. Eruð þið til í að reykja ekki mik- ið rétt á meðan Óli kemur í heim- sókn til að hitta ykkur í fyrsta sinn? sagði Sigríður dóttir hjóna í Stífluseli fyrir bráðum þrettán ár- um. Það er óþarfi að svæla hann í burtu strax. Ég sé fyrir mér brosið sem færst hefur yfir andlitið á tengdaföður mínum við þessi til- mæli dóttur sinnar og hugmyndina sem kviknaði í höfði hans í kjölfarið af þessum áhyggjum hennar. Kannski var einmitt ágætt að reyna strax aðeins á kauða á ein- hvern hátt og kanna hvort dugur væri í honum. Nei, við gerum það ekki, sagði tengdamamma, um- hugað um fyrstu kynni. Fljótlega var, í framhaldi af þessari heim- sókn, farið í Vigur en þangað er gaman að koma og þar er svo margt frábrugðið fyrir mann af malbikinu. Allir sem þangað koma eru staddir í óspilltri náttúru og upplifa Ísland á nýjan hátt. Á leið- inni í eyjuna í bátnum var riffillinn auðvitað meðferðis og mundaður, enda var Óskar veiðimaður í eðli sínu. Í Vigur leið tengdaföður mín- um afskaplega vel og maður fann hversu góð áhrif það hafði á hann að vera á staðnum. Óskar náði þar að draga mig í lundaveiði til að kenna mér handbrögðin. Hann var snar í snúningum við þessa iðju eins og annað og ef nemandinn hefði verið betri væri lundaveiði- geta mín ekki ennþá óskrifað blað. Fyrstu kynni okkar voru afskap- lega góð og öll samskipti eftir það. Ég er því þó feginn að hafa verið orðinn þetta gamall og þroskaður við fyrstu kynni, enda ekki viss um að hafa komist í gegnum nálarauga hans á mínum yngri árum. Við Óskar náðum vel saman í flestu öðru en viðkemur veiðiskap og mér líkaði vel hversu fá grá svæði voru hjá Óskari þegar kom að skoðun- um á mönnum og málefnum. Hann var ákveðinn og með skýra sýn á veruleikann. Hann vildi hafa hlut- ina í föstum skorðum og á fyrir- fram ákveðinn og hefðbundinn hátt. Þar áttum við sérstaklega vel saman. Stundum er sagt að ann- aðhvort sé maður extrovert eða introvert, sem útlagt getur verið á íslensku sem úthverfur eða inn- hverfur. Við tengdapabbi flokk- umst klárlega með seinni hópnum og gátum á köflum verið nánast innskeifir þegar kom að fé- lagslyndi og málgleði, samt leið okkur alltaf alveg ágætlega um- kringdir úthverfum einstaklingum. Það er svo gott að ekki eru allir eins. Ég er þakklátur að hafa fengið að kynnast Óskari og upplifað marga nýja hluti í samveru með honum. Ég votta öllum aðstand- endum samúð mína og tengdamóð- ur minni sérstaklega á erfiðum tímum, en við finnum öll frið í góð- um minningum. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur, Ólafur Már Ólafsson. Elsku afi okkar. Þú hjálpaðir okkur alltaf ef við þurftum hjálp. Okkur fannst alltaf svo gott að halla okkur upp að þér í sófanum. Þú varst nú alltaf svoldið stríðinn en það var bara gaman. Þó þú vær- ir veikur varstu alltaf skemmtileg- ur. Við erum alltaf að skoða mynd- irnar sem þú tókst af okkur, alveg frá því við fæddumst. Þú hugsaðir svo vel um okkur og Skottu. Okkur þykir svo vænt um þig og gleymum þér aldrei. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín barnabörn, Védís Rún og Logi Þór. Óskar Óskarsson  Fleiri minningargreinar um Óskar Óskarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PETRÍNA JÓNA ELÍASDÓTTIR frá Skógum í Mosdal, Arnarfirði, lést laugardaginn 20. júlí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Hallveig Elín Indriðadóttir, Ólafur Kristinsson, Steingrímur Guðni Pétursson, Sigríður Jónsdóttir Lepore, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Hvammi, V-Eyjafjöllum, lést þriðjudaginn 23. júlí á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu. Lóa Rún Kristinsdóttir, Örn Þórðarson, Inga Jóna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Eyjólfur Kristinsson, Dagrún Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.