Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 BAKSVIÐ Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Tiltekin steypireyður vekur mikla athygli vísindamanna um þessar mundir, en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Gervihnattasendi var skotið á hval- inn aðfaranótt 12. júlí og hann hefur nú sent vísindamönnum upplýsingar um ferðir hvalsins í tvær vikur. Athygli vekur hvað hvalurinn fer hratt yfir og hvað hann ferðast víða, að sögn Gísla Víkingssonar, hvala- sérfræðings hjá Hafrannsóknastofn- un, en enn er margt á huldu um ferð- ir og hegðun steypireyða. Hvalurinn virðist geta falið sig í sjónum stóran hluta ársins og það er merkilegt í ljósi þess að þetta er stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni. Steypireyðurin kemur upp að landinu á vorin og dvelur hér fram á haust. Um fengitímann leitar steypi- reyðurin suður á bóginn en vetrar- stöðvar hennar eru óþekktar. Komin framhjá Færeyjum „Hvalurinn var í 2-3 daga á svæð- inu þar sem við merktum hann. Síð- an hélt hann í austurátt og tók svo stefnuna suður á bóginn og virðist ekkert hafa stoppað af viti eftir það,“ segir Gísli, en steypireyðurin er komin framhjá breiddargráðu Fær- eyja eftir tveggja vikna ferðalag. Gísli þakkar fyrir hvern einasta dag sem sendirinn tollir á hvalnum. „Við vitum mjög lítið um þessi dýr vegna tæknilegra erfiðleika við að merkja þau,“ segir Gísli, en slíkir gervihnattasendar eru hannaðir til að senda út upplýsingar í heilt ár. Vandamálið er hins vegar að sendir- inn festist í spiklaginu á hvalnum og hann losar sig við hann eftir til- tölulega stuttan tíma. Skjóta sendi úr loftbyssu „Það er mun auðveldara að merkja landdýr og minni hvali en stórhveli,“ segir Gísli en höfrungar hafa verið handsamaðir í gegnum tíðina til að festa betur á þá sambærilega senda. „Slíkt er að sjálfsögðu ómögulegt í tilviki stórhvala enda ekki auðvelt að komast í návígi við slíkar skepnur.“ Gervihnattasendinum er skotið í hvalinn með sérstakri loftbyssu. Mikilvægt er að hitta ofarlega í hval- inn og að sendirinn snúi upp, því hann hefur ekki nema örfáar sek- úndur til að ná sambandi við gervi- hnött er hvalurinn kemur upp til að anda. Steypireyðurin kemur upp þrisvar til fimm sinnum í röð til að anda áður en hún leggur í djúpköfun sem varir í sjö til tíu mínútur. „Vísindamenn um allan heim eru að reyna að finna upp sendi sem fest- ist betur við hvalinn. Slík vinna hefur staðið yfir í tæpa tvo áratugi en enn bólar ekki á lausn.“ Gríðarlega mikið gildi Gervihnattamerkingar hafa gríð- arlega mikið gildi að mati Gísla því þær veita vísindamönnum fræðilegar upplýsingar um ferðir steypireyða. Gísli vonast til að geta svarað spurn- ingunni um hvar vetrarstöðvar þeirra eru, en þær eru enn óþekktar. Þetta hjálpar einnig sérfræðingum að átta sig á fjölda stofna í Atlants- hafinu, en slík vitneskja skiptir miklu máli fyrir stjórnun og verndun teg- undarinnar. Hafrannsóknastofnun merkti eina steypireyði í Skjálfandaflóa í júní 2009 og síðasta merkið barst frá henni í september sama ár. Sá hval- ur synti í fyrstu í gagnstæða átt við hvalinn sem merktur var í sumar, þ.e. í vesturátt til Grænlands, en hann hélt síðan í suðurátt. Síðasta merkið frá honum barst 8. sept- ember 2009 en þá var hvalurinn í ná- grenni við Vestmannaeyjar. „Vonandi helst þessi sendir á hvalnum jafn lengi eða lengur en síð- ast,“ segir Gísli. Hægt verður að fylgjast með ferð- um hvalsins inn á heimasíðu Haf- rannsóknastofnunar fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Íslandsvinur Steypireyður stefnir nú hraðbyri suður á bóginn. Vísindamenn vita ekki enn hvar þetta stærsta dýr jarðar heldur sig yfir vetrartímann. Athygli vekur hvað hvalurinn fer hratt yfir  Hafrannsóknastofnun fylgist með steypireyði í gegnum gervihnött Heimild: Hafrannsóknastofnun TA KT IK /4 03 0/ 22 .j ul 13 í 3 þykktum fáanlegt Bónus grill grísakótelettur Vinsæla grillkjötið í Bónus Ali hunangs kótilettur Léttreyktar hunangs grísakótelettur í BBQ sósu Léttreyktar hunangs grísakótelettur. 1798 KR. PR. KG. 1798 KR. PR. KG. 1198 KR. PR. KG. 1879 KR. PR. KG. 1879 KR. PR. KG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.