Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 27

Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Höskuldur Björnsson listmál-ari fæddist í Dilksnesi viðHornafjörð 26. júlí 1907. Faðir hans var Björn óðalsbóndi og oddviti þar, Jónssonar óðalsbónda og söðlasmiðs á Hoffelli í Nesjum Guðmundssonar, bónda og læknis í Hoffelli, Eiríkssonar. Móðir Hösk- uldar var Lovísa Eymundsdóttir húsfreyja í Dilksnesi. Eymundur Jónsson, faðir Lovísu, lærði járnsmíði í Kaupmannahöfn og þótti óvenju afkastamikill og hugmyndaríkur smiður. Hann hafði einnig áhuga á málaralist og tók fljótt eftir því að Höskuldur var flinkari að teikna og mála en önnur börn. Þegar Höskuldur var í kring- um 8 ára aldurinn fékk hann því sína fyrstu liti og byrjaði að mála lands- lagið við Dilksnes. Höskuldur hélt til Reykjavíkur rétt fyrir tvítugt og fór þar á sína fyrstu málverkasýningu. sem var til minningar um Mugg. Í framhaldi lærði hann hjá þeim Ríkharði Jóns- syni og Jóni Stefánssyni og fór fljótt að sýna á Íslandi. Hann hafði ætlað að fara til Kaupmannahafnar og leggja stund á listnám en veiktist áð- ur en komið var að brottför. Hann fékk berkla, náði aldrei fullri heilsu og ekkert varð af listnáminu í Dan- mörku. Höskuldur var prúðmenni sem dró sig út úr „skarkala verald- arinnar“ og sóttist lítt eftir vegtyll- um. Hann sótti yrkisefni sín á heimaslóðir í Hornafirði og var tal- inn einn fremsti fuglamálari lands- ins. Ríkharður Jónsson segir svo um hann: „Með langvarandi óaflátan- legri þjálfun og fegurðarsmekk, hef- ur Höskuldi tekizt að skapa sinn eig- in sérstæða listaheim, með verkum sínum. Að vísu engan jötunheim; en æ því fegurri heim.“ Kona Höskuldar var Hallfríður Pálsdóttur frá Hvammi í Fljótum, Skag., f. 25.3 1907, d. 15.1. 1987. For- eldrar hennar voru Páll Arngríms- son og Ingveldur Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu á Höfn í Hornafirði og síðan í Hveragerði. Þau eignuðust tvö börn, Halldór og Ingveldi. Höskuldur Björnsson lést 2.11. 1963. Merkir Íslendingar Höskuldur Björnsson 90 ára Ásta Ebenharðsdóttir Björg Karlsdóttir 85 ára Sváfnir Sveinbjarnarson 80 ára Gunnar Flóventsson Blöndal Hörður Arnórsson Una Halldóra Halldórsdóttir 75 ára Erna G. Sigurðardóttir Guðlaug Gunnarsdóttir Guðni Þ. Guðmundsson Helga Guðrún Eysteinsdóttir Jón Þ. Brynjólfsson Ragnheiður Sigurbj. Árnadóttir Sigríður Erla Ólafsdóttir 70 ára Bryndís Kjartansdóttir Ellert Steingrímsson Helga Jóna Ásbjarnardóttir Jón Guðbjörn Guðbjörnsson Kristján Róbertsson Leó Kristjánsson Sigurjón Þorvaldsson Steindór V. Sigurjónsson Þorsteinn Ingimundarson 60 ára Einar Hrafnkell Haraldsson Elías Ásgeir Jóhannsson Halldór Sigurðsson Karl Emil Ólafsson Laufey J. Kristjánsdóttir Ragnheiður G. Sövik Þorsteinn Ólafsson 50 ára Fjóla Hólm Ólafsdóttir Guðrún Helga Guðmundsdóttir Hilmar Hákonarson Rúnar Ingibergsson Siggeir Þorsteinsson Sigríður Rósa Bjarnadóttir Sigurður Björn Reynisson Snorri Sigurhjartarson Vilhjálmur Konráðsson 40 ára Anna Parzych Auður Ásta Þorsteinsdóttir Ásgeir Ingólfsson Dröfn Erlingsdóttir Grétar Már Þorkelsson Guðrún Sigríður Helgadóttir Heiðrún Guðmundsdóttir Krasimir Nikolov Iliev Páll Ásgeir Guðmundsson Robert Stanislaw Nehrebecki Sævar Þór Helgason 30 ára Ásta Kristín Bjartmars Santos Berglín Sjöfn Jónsdóttir Edda Inga McKee Gemma Taylor María Kolbrún Sigurðardóttir Melissa Maria Munguia Melgar Tomos Owen Vilhjálmur Þengill Jónsson Þóra Ingimundardóttir Til hamingju með daginn 40 ára Ragnheiður er Selfyssingur, fædd þar og uppalin, og er kennari í Sunnulækjarskóla. Maki: Ævar Svan Sigurðsson, f. 1973, deildarstjóri hjá Advania. Börn: Lena Rut, f. 1999, og Arnar Svan, f. 2002. Foreldrar: Gísli Grétar Magnússon, f. 1938, gröfumaður, og Lilja Eiríksdóttir, f. 1949, af- greiðslukona. Þau búa á Selfossi. Ragnheiður Gísladóttir 30 ára Kristleifur er frá Húsafelli í Borgarfirði, býr í Hafnarfirði og er yfir- matreiðslumeistari á Serrano. Maki: Tinna Rut Róberts- dóttir, f. 1987, sjúkraliða- nemi. Börn: Birta Líf, f. 2008, Ólafur Logi, f. 2009, og Kristleifur Bjarni, f. 2011. Foreldrar: Halldór Bjarnason, f. 1957, og Ingibjörg Kristleifsdóttir, f. 1961, bús. í Reykjavík. Kristleifur Halldórsson 30 ára Bjarni er alinn upp á Húsafelli og í Árbæ, þar sem hann býr, og er kenn- ari í Kelduskóla, Grafarv. Maki: Hrönn Baldvins- dóttir, f. 1983, rekur hár- greiðslustofuna Skugga. Sonur: Baldvin, f. 2011. Foreldrar: Halldór Bjarnason, f. 1957, kennslustjóri á sérnáms- braut FÁ, og Ingibjörg Kristleifsdóttir, f. 1961, formaður Félags leik- skólastjórnenda. Bjarni Þórður Halldórsson efni að verða skólastjóri í nýjum skóla í Hafnarfirði og var þar í sex ár.“ Árið 2012 varð svo hún skólastjóri Vífils- skóla, sem er fyrsti og eini miðstigs- skóli Hjallastefnunnar, en hann er fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára. Í haust verða 138 nemendur í skól- anum, sem er á Vífilsstöðum, en fjöld- inn takmarkast fyrst og fremst af húsnæðinu. Sara segir að núna sé fyrst og fremst verið að þróa mið- stigið þótt draumurinn sé sá að í framtíðinni verði Hjallastefnan einnig í boði fyrir eldri nemendur. Hjallastefnan er kynjaskipt skóla- starf sem byggist fyrst og fremst á jafnréttisviðhorfi. „Við látum stelpur leyfa sér að taka meira pláss og styrkjum kjark þeirra og þor og styrkjum drengi með því að gera þá hæfari í félagslegum samskiptum.“ Sara var fyrsti fræðslufulltrúi Sam- takanna 78 og gegndi því starfi frá 2000 til 2004. Hún var með fræðslu í skólunum fyrir bæði nemendur og kennara og var þetta í fyrsta sinn sem fræðsla var einnig haldin fyrir fag- stéttir. „Ég var kölluð atvinnulesbían. Við fjölluðum m.a. um ættleiðingar samkynhneigðra sem urðu leyfilegar á þessum tíma.“ Af öðrum félagsstörfum má nefna að Sara var formaður stúdentafélags í Kennaraskólanum einn vetur. Útivistarmanneskja Sara hefur áhuga á alls kyns hreyf- ingu og almennri útivist. Fjallgöngur, hjólreiðar og fluguveiði eru þar á með- al. „Ég er með bústað við Sogið í Grímsnesi og veiði þar tvisvar til þrisv- ar á sumri. Ég var tvo daga í Langá á Mýrum í sumar og veiddi tíu laxa í rigningartíðinni. Ég stunda einnig fjallahjólreiðar, tók þátt í Bláa lóns- mótinu í vor, 60 km leið. 600 manns skráðu sig til leiks og var mikil stemn- ing. Svo hjólaði ég einnig í kringum Þingvallavatn í sumar og gekk Lauga- veginn, eitt af því sem ég ætlaði að vera búin að gera fyrir fertugt.“ Sara ætlar að fagna fertugsafmæl- inu hressilega með góðum vinum og fjölskyldu og verður slegið upp veislu með öllu tilheyrandi. Fjölskylda Sara Dögg er gift Bylgju Hauks- dóttur, f. 29.5. 1964, fiskidrottningu. Hún vinnur fyrir bandarískt fyrirtæki sem heitir North Coast Seefoods og er einn af stærstu kaupendum á ferskum fiski frá Íslandi. Hún er þeirra starfsmaður á Íslandi og sér um að láta kaupa ferskan fisk á mark- aði og koma honum á áfangastað. Foreldrar Bylgju eru Erla Finns- dóttir matráðskona, f. 18.1. 1932, d. 24.12. 2004 og Haukur Magnússon kennari, f. 5.2. 1932. Sara Dögg og Bylgja eiga hundinn Skottu Bylgju- Sörudóttur, f. 30.10. 2002. Systkini Söru Daggar eru Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, f. 14.2. 1977, viðskiptafræðingur, bús. í Mos- fellsbæ; Kristín Ingibjörg Tóm- asdóttir, f. 14.2. 1981, er í barneign- arleyfi, bús. í Garðabæ; María Jónsdóttir, f. 19.8. 1978, þroskaþjálfi í Reykjavík; Pétur Jónsson, f. 18.5. 1981, kokkur í Reykjavík, og Heiðrún Jónsdóttir, f. 16.10. 1991, stúdent, bús. í Reykjavík Foreldrar Söru Daggar eru Svan- hildur Sigurðardóttir, f. 7.12. 1953 og Tómas Sigurgeirsson, f. 7.7. 1956, uppeldisfaðir Söru. Svanhildur og Tómas eru bændur á Reykhólum í Reykhólasveit. Úr frændgarði Söru Daggar Svanhildardóttur Sara Dögg Svanhildardóttir Tómas Sigurgeirsson b. og bréfhirðir á Reykhólum Steinunn Hjálmarsdóttir húsfr. í Miðhúsum og á Reykhólum í Reykhólasveit Sigurgeir Tómasson bóndi á Mávavatni á Reykhólum Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir ljósmóðir á Mávavatni Tómas Sigurgeirsson bóndi á Reykhólum Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja í Reykhólasveit Magnús Sigurðsson b. í Hólum í Reykhólasveit Ólafur Einar Bjarnleifsson skósmiður í Reykjavík Brandís Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Ólafsson járnsmiður í Kópavogi Ísafold Guðmundsdóttir starfskona Landspítalans Svanhildur Sigurðardóttir bóndi og forstýra Sjávarsmiðjunnar á Reykhólum Sigrún Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Gíslason skósmiður í Reykjavík Fjölskyldan Skotta og Bylgja. mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.