Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um tveimurárum eft-ir að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi eru meiri líkur á að Bashar al- Assad, forseti landsins, muni halda völdum, að minnsta kosti í einhverjum hluta landsins, en útlit var fyrir um hríð. Hugsanlega verður landinu skipt í tvennt eða þrennt eftir átakalínum. Þetta verður að teljast sigur fyrir Assad, sem hefur beitt ýmsum óþokkabrögðum, sem sum gætu talist stríðsglæpir, í viðleitni sinni til að halda völdum. En sá sigur er dýru verði keyptur fyrir Assad, að ekki sé minnst á mannfallið, þjáninguna og eyðilegg- inguna í landinu. Þær hörm- ungar allar virðast skipta forsetann takmörkuðu máli. Ein helsta ástæðan fyrir því að Assad heldur velli er sú að Íranir hafa ákveðið að veita honum mikla aðstoð. Fylgisveinar þeirra í Hes- bollah-samtökunum al- ræmdu hafa beinlínis verið sendir til að berjast við hlið stjórnarhersins í Sýrlandi. Sú aðstoð virðist hafa ráðið mestu um að snúa taflinu Assad í vil. En aðstoðin fæst ekki ókeypis, því að ítök Ír- ana í Sýrlandi Assads aukast jafnt og þétt. Þegar er talað um að forsetinn sé á góðri leið með að verða strengja- brúða valdhafa í Teheran. Á sama tíma skerpast línur á milli sjíta og súnníta í Sýr- landi og gætu þau átök hæg- lega breiðst út til nágranna- ríkjanna. Á meðan Rússland, Íran og Hesbollah-samtökin gera sitt ýtrasta til þess að halda líf- inu í stjórn Assads eru vest- urveldin tvístígandi. Þau vilja styðja við bakið á upp- reisnarmönnum, en á sama tíma forðast óeðlileg inngrip í borgarastyrjöld eða að flækjast sjálf inn í átökin. Ótti við að íslamistar, sem eru fjölmennir meðal upp- reisnarmanna, nái völdum spilar einnig inn í. Afstaða vesturveldanna er skiljanleg, en niðurstaðan er engu að síður hálfkák og óvissa. Írönum hafa væntanlega ekki komið neitt á óvart þau viðbrögð sem vesturveldin hafa sýnt. Tæplega áratugur er liðinn síðan fyrstu merki þess að Íranir hygðust koma sér upp kjarnorkuvopnum litu dagsins ljós. Allan þann tíma hefur verið reynt að koma í veg fyrir að þær fyrirætl- anir tækjust með samblandi af refsiaðgerðum og hótunum um að vopnavaldi yrði beitt til þess að hindra að Ír- an geti auðgað nægilega mik- ið úran til þess að búa til kjarnorkuodd. Um leið hefur verið gengið að samninga- borðinu. Íranir hafa nýtt sér þá sáttaviðleitni til hins ýtr- asta og haldið áfram með kjarnorkuáætlunina. Afleiðingin er sú að fljót- lega verður ekki snúið til baka. Íranir nálgast óðfluga þá stund þegar þeir geta framleitt nóg af auðguðu úrani til þess að búa til sprengju án þess að Alþjóða- kjarnorkumálastofnunin eða leyniþjónustur vesturveld- anna tækju eftir. Ísraelar hafa dregið línu í sandinn. Hið sama hafa Bandaríkjamenn gert. Óvíst er hvort þær línur muni halda eða hverfa eins og línur í sandi eiga stundum til að gera. Ísraelar hafa að vísu sýnt að þeim er alvara, en vilja þó varla aðhafast nema vera vissir um að Bandaríkja- menn muni ekki vera mjög ósamþykkir aðgerðum. Bandaríkjamenn eru tregir til þess að fara út í aðgerðir sem gætu þýtt þriðju stóru stríðsátökin á 12 árum. Sú tregða gæti hins vegar verið dýru verði keypt. Alls staðar þar sem tómarúm hef- ur myndast í Mið-Austur- löndum á síðasta áratug hafa Íranir náð að auka ítök sín. Vesturveldin eru í raun ráð- þrota. Eina ályktun má þó draga af þróun mála: Haldi óvissan og hálfkákið áfram verður fátt sem getur komið í veg fyrir frekari uppgang Persaveldis. Ef til vill er helsta von vesturveldanna álit almenn- ings í Íran, eins og nýaf- staðnar kosningar sýndu. Al- menningur í Íran, sem hefur fundið verulega fyrir efna- hagsaðgerðunum gegn land- inu, virðist hafa áhuga á bættum lífskjörum og breyttu stjórnarfari. Ekki er hægt að útiloka að írönskum almenningi takist að snúa yfirvöldum af þeirri braut sem þau eru á en hann virðist ósáttur við. Miðað við stöðu lýðræðis í Íran er þó ekki gott fyrir Vesturlönd að þurfa að treysta á álit hins al- menna borgara þar í landi. Vesturlönd standa frammi fyrir vaxandi vanda vegna auk- inna áhrifa Írans} Uppgangur Persaveldis Á meðan konur ganga út frá því að þær geti gert allt það sem karl- ar geta í atvinnulífinu en halda fast í þá hugmynd að þær séu körlum fremri í öllu því sem snýr að heimilishaldi og barnauppeldi, þá verður fullu jafnrétti kynjanna aldrei náð.“ Þetta er meðal þess sem bandaríski lögfræð- ingurinn og háskólakennarinn Anne-Marie Slaughter heldur fram í einni af greinum sín- um um jafnrétti kynjanna sem birst hafa í bandaríska tímaritinu The Atlantic á und- anförnum mánuðum og vakið hafa mikið um- tal. „Ef karlar kæmu fram við konur í atvinnu- lífinu á sama hátt og konur koma fram við karla inni á heimilunum, þá væri talað um örgustu karlrembu,“ skrifar Slaughter sem segir sífellt fleiri karla ósátta við þetta viðhorf og að kominn sé tími á karlahreyfingu. Hún segir tíma til kominn að hætta að skilgreina heimilið sem yfirráðastað kvenna, það sé úrelt og for- dómafull hugsun. Jafn gamaldags og sú staðreynd að vinnustaðamenning lýtur ennþá löngu úreltum viðmiðum í atvinnulífinu sem voru sett þegar karlar, sem áttu heimavinnandi eiginkonur sem sáu um flest sem sneri að heimili og barnauppeldi, voru í allflestum stjórn- unarstöðum. Kominn sé tími á nýja hugsun í jafnrétti kynjanna, bæði á heimilum og á vinnustöðum. Slaughter hefur verið tíðrætt um þá erfiðleika sem mæta mörgum konum sem hafa klifið metorðastigann og talar þar af reynslu. Hún var einn helsti ráð- gjafi Hillary Clinton í utanríkismálum. Meðal þess sem hún fjallar um í greinum sínum eru mismunandi viðhorf sem mæta hátt- settum körlum og konum. Karlar fái jákvæð viðbrögð fyrir að fórna einkalífi sínu á altari starfsframans, konur séu fordæmdar fyrir það. „En hvers vegna ættum við yfirhöfuð að vilja leiðtoga sem sinna ekki skyldum sínum við sína nánustu? Yrðu þeir ekki betri í starfi ef þeir ættu gott einkalíf?“ spyr hún. Slaughter segir algeng viðhorf gagnvart vinnutíma vera arf frá liðinni tíð. Það viðhorf er reyndar ekki sérbandarískt fyrirbæri, löng hefð er fyrir því hér á landi að samsama langa vinnudaga við dugnað og kraft. En hvað með þann sem skipuleggur vinnudaginn sinn vel, sleppir jafnvel matartíma til að geta komist heim til sín á skikkanlegum tíma? Er hann ekki duglegur? Slaughter segir að stjórnendur líti oft með velþóknun til þeirra starfsmanna sem verji tíma sínum utan vinnu til að t.d. æfa fyrir maraþon eða eitthvað álíka og þeir fái auðveldlega leyfi frá vinnu til að sinna slíku. Aftur á móti sé það litið hornauga að skreppa frá vinnu til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem fylgja foreldrahlutverk- inu. Hún lýsir bandarískum aðstæðum, sem á margan hátt eru ólíkar þeim íslensku. Engu að síður má vel velta upp þessari spurningu: hvort ætli sé litið jákvæðari aug- um af vinnuveitendum hér á landi; að fara fyrr heim úr vinnunni til að æfa fyrir maraþon/spila golf eða til að sinna börnunum sínum? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Úrelt viðhorf heima og heiman? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon VIÐTAL Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Fólk er að selja mikilvægahagsmuni og réttindi síní skiptum fyrir þjónustusem það nýtur góðs af og er alltaf meira og meira notuð. Þetta er annars eðlis en að borga fyrir eitthvað með peningum af því að þú ert að borga fyrir gæðin með hlut sem þú ættir ekki að gefa frá þér,“ segir Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskól- ans á Akureyri. Sú þjónusta sem Sigurður vísar til eru vefsíður á borð við Facebook og Google, en einnig smáforrit í snjallsímum og annað þess háttar sem margir nota í daglegu lífi og taka sem sjálfsögð- um hlut. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er upplýs- ingasöfnun slíkra fyrirtækja um notendur sína mikil. Friðhelgin er flókið fyrirbæri Sigurður segir að friðhelgi einkalífsins sé flókið hugtak innan heimspekinnar og því sé erfitt að skilgreina það. „Það þarf að gera grein fyrir mikilvægi og gildi frið- helgi einkalífsins. Sumir tala um friðhelgi einkalífs sem einhvers konar hagsmuni. Þá er átt við bæði grundvallarhagsmuni, sem standa einir og sér, en einnig er talað um að þetta séu afleiddir hagsmunir, sem má t.d. leiða af réttinum til þess að ráða yfir eigin líkama, eigin eignum eða öðru slíku. Aðrir tala um friðhelgi einkalífs sem rétt- indi.“ Hann bætir við að innan þessa séu ýmsar tegundir af friðhelgi og tekur til dæmis friðhelgi eigin per- sónu. „Hægt er að hugsa friðhelg- ina sem einhverskonar skjöld utan um einstaklinginn sem verndi hann gegn því að hver sem er geti haft aðgang að upplýsingum um hann undir skildinum. Þá vaknar spurn- ingin um hvaða og hverskonar upp- lýsingar falla þar undir og hvað er það sem kemur þeim þangað. Sum- ir segja að þessu þurfi hver og einn að svara fyrir sjálfan sig eftir eigin vali og gildismati. Þú getur ákveðið að halda ákveðnum hlutum undir skildinum sem fyrir annan mann væri sjálfsagt að afhjúpa og öfugt,“ segir Sigurður. Hagsmunamat hverju sinni Sigurður segir að vissulega hafi hver og einn mikla hagsmuni af því að upplýsingar um hann fari ekki hvert sem er og hann veltir því upp hvort við séum nógu vakandi gæslu- menn eigin hagsmuna og áttum okkur á því í raun og veru hverju við erum að gefa aðgang að hverju sinni. „Ég er alveg viss um að það þurfi vitundarvakningu í þessum málum vegna þess að margt af þessu er svo dulið notandanum,“ segir Sigurður og bætir við að það sem áður fyrr taldist falla undir friðhelgi einkalífs- ins sé oft talið opnar og aðgengileg- ar upplýsingar í dag. „Mörkin breytast með breyttum viðhorfum. En það þarf ekkert endilega að vera neikvætt að fólk verði opnara og fleiri séu tilbúnir að deila hugsunum sínum og öðru. Nú er fólk til dæmis komið með hundruð vina á Face- book og þar verður til alveg ný flóra af vinum sem ekki var til áður. Það þarf því ekki að vera neikvætt að fólk sé að verða opnara með þetta en áður. Hins vegar er mjög vont ef fólk gerir það óafvitandi og blind- andi og áttar sig ekki á því fyrr en eftir á hversu ótakmarkað aðgengi það hefur gefið að sér í raun og veru.“ Friðhelgi einkalífsins háð hagsmunamati Morgunblaðið/Styrmir Kári Upplýsingar Sigurður segir að vont sé ef einstaklingar samþykkja skilmála á netinu án þess að vita af þeirri upplýsingasöfnun sem gæti átt sér stað. „Síðasti áratugurinn hjá okkur hefur mikið farið í að gera fólki grein fyrir þeirri víðtæku söfn- un persónuupplýsinga sem fram fer nú orðið,“ segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar. Hann segir að fólk verði að átta sig á því að um leið og það ákveður að ger- ast viðskiptavinir síðna eins og Facebook sé það að láta af hendi mikinn hluta af friðhelgi síns einkalífs, en oft viti það ekki nákvæmlega hvað það er að samþykkja. „Við vitum ekki hvernig mörg af þessum fyrir- tækjum gera sér mat úr þessum upplýsingum en við vitum að þau leita sér markvisst að leiðum til þess að gera það. Þetta eru auðvitað fyrirtæki sem vilja lifa af eins og önnur og leita leiða til þess,“ segir Hörður. Mikil upplýs- ingasöfnun FRIÐHELGI LÁTIN AF HENDI Hörður Helgi Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.