Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Á föstudagsmorgun bárust fréttir af því að foringi úr sveit- um hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda hefði fallið í árás ómannaðrar flugvélar í Jemen. Ef Bandaríkjaher lætur til skarar skríða gegn Bashar Al- Assad í Sýrlandi munu Banda- ríkjamenn, eins og Robert Fiske, dálkahöfundur The In- dependent bendir á, leggjast á sveif með uppreisnarliði þar sem meðal annars er að finna sveitir al-Qaeda. Reyndar ríkir tortryggni meðal liðsmanna al-Qaeda í Sýrlandi og var hermt í Wash- ington Post að þeir óttuðust að ráðist yrði á þá í leið- inni. Ætluðu þeir því að grípa til ýmissa ráðstaf- ana eins og að slökkva á farsímum til að erf- iðara yrði að gera þá að skotmarki. E iturvopnaárásin í Damas- kus fyrir rúmri viku hefur valdið miklu upp- námi og óhugnaði. Margt bendir til þess að stjórnarherinn hafi staðið fyrir árás- inni, en það hefur ekki verið stað- fest með óyggjandi hætti. Í upphafi liðinnar viku var allt útlit fyrir að Bandaríkjamenn myndu grípa til hernaðaraðgerða til að refsa sýr- lenskum stjórnvöldum, en eftir að breska þingið snerist gegn slíkum aðgerðum hafa þeir hikað og yfir umræðunni um hvort láta eigi til skarar skríða svífa draugar fortíðar. Ósigur Camerons David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði eftir atkvæða- greiðsluna að sér væri ljóst að breska þingið vildi ekki að breski herinn skærist í leikinn og það end- urspeglaði vilja þjóðarinnar. „Ég skil það og stjórnin mun hegða sér í samræmi við það,“ sagði hann. Í umræðunni á breska þinginu var Tony Blair, sem var forsætis- ráðherra Bretlands þegar færð voru rök að því að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum og því yrði að steypa honum af stóli. Þau vopn fundust aldrei og ljóst að sá málflutningur byggðist á afar hæpnum forsendum. Nú fer fram sambærileg umræða í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir muni leggja fram gögn, sem varð til þess að rifjuð var upp ræða Colins Powells, fyrrver- andi utanríkisráðherra, fyrir Sam- einuðu þjóðunum 2003 þar sem hann lagði fram gögn, sem reyndust staðlaus, til stuðnings því að ráðast ætti inn í Írak. Stjórn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta segir að Bandaríkja- menn séu reiðubúnir til að ráðast einhliða á Assad og yrði þá Franco- is Hollande, forseti Frakklands, hans einarðasti vestræni stuðnings- maður. Lið á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur verið í Sýrlandi til að rann- saka málið og lauk störfum á föstu- dag. Ekki er ljóst hversu frjálsar hendur rannsakendurnir fengu og átök og afskipti stjórnvalda torveld- uðu störf þeirra. Þótt þeir staðfesti að efnavopnum hafi verið beitt er ekki þar með sagt að þeir geti svarað því hver beitti þeim. Líkast til verður niðurstöðu rannsakendanna beðið. Atl- antshafsbandalagið og Arababandalagið hafa þegar lýst yfir að Assad beri ábyrgð á dauða mörg hundruð manna í árásinni 21. ágúst, auk þess sem talibanar í Afg- anistan vilja að refsa Assad. Rússa grunar hins vegar að uppreisn- armenn hafi verið að verki og vilja ekki einu sinni ræða málið í örygg- isráði SÞ fyrr en niðurstöður rann- sóknarhópsins liggja fyrir. Vísbendingar og líkindi Ýmislegt hefur komið fram sem þykir styðja að stjórnarherinn hafi verið að verki. Tímaritið Foreign Policy greindi frá því að bandarísk- ar leyniþjónustur hefðu nokkrum stundum eftir árásina hlerað samtal milli sýrlenska varnarmálaráðuneyt- isins og yfirmanns efnavopnasveit- ar. Þar krafðist embættismaður í ráðuneytinu skýringa á árásinni, að því er hermt er. Segir á vefsíðu blaðsins að þetta samtal sé meg- inástæða þess að Bandaríkjastjórn telji að stjórnvöld hafi gert árásina og Assad beri ábyrgð hvort sem hann hafi fyrirskipað hana eða ekki. Í viðtali við Bloomberg sagði embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum, sem lengi hefur fyglst með málum í Mið-Austurlöndum, að hann teldi að Mahir Assad, yngri bróðir forsetans, hefði fyrirskipað árásina. Hann ef yfirmaður sér- sveita hersins, sem hafa tekið þátt í helstu orrustum borgarastríðsins í landinu. Hann gæti hafa verið einn á ferð. Út á við vísa sýrlensk stjórnvöld allri ábyrgð frá sér. Inn á við heyr- ist annar tónn, eins og kom fram í tímaritinu Der Spiegel. Í Sýrlandi fer áróðursstríðið fram á Facebook. Þar er hópur sem heitir Fréttanet sýrlenska heraflans þar sem undir merkjum Assads var tilkynnt: „Í dag höfum við gert þungvopnaðar árásir á fjölda vígja hryðjuverka- manna. Til verndar óbreyttum al- menningi var einnig beitt efnavopn- um.“ Ef Bandaríkjamenn skerast í leik- inn eiga þeir á hættu að dragast inn í átökin með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ef ekkert verður aðhafst eru skilaboðin til Assads að hann geti beitt gereyðingarvopnum sér að refsilausu. Hótanir og hik út af Sýrlandi HRYLLINGURINN Í SÝRLANDI ÁGERIST. LJÓST ÞYKIR AÐ EFNAVOPNUM VAR BEITT Í ÁRÁS 21. ÁGÚST ÞAR SEM FÉLLU UM 1.000 MANNS. BANDARÍKJAMENN HAFA HÓTAÐ HERNAÐARAÐGERÐUM, EN EFASEMDIR ERU MIKLAR OG SANNANIR EKKI AFDRÁTTARLAUSAR. BANDAMENN? Bashir Al-Assad Ljósmynd frá uppreisnarmönnum sýnir lík barna, sem uppreisnarmenn segja að hafi látið lífið í eiturvopnaárás stjórn- arhermanna í austurhluta Ghouta í útjaðri Damaskus 21. ágúst. Þeir segja að rúmlega 1.300 manns hafi fallið í árásinni. AFP * „Við höfum kveðið afar skýrt á um það við stjórnina ogeinnig aðra aðila á vettvangi að fyrir okkur er rauðalínan þegar við sjáum fjölda efnavopna færð til eða beitt.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi 20. ágúst 2012. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN BRASIL rasilíu, bras- ði ð , 5b mánuði í sendiráðinu fyrir spillingu, en seg G éttarhöldum uk yfir Bo Xilai, sem áður sat í stjórnmálaráði nverska komm- nistaflokksins. Bo var rra, sem myndu rtaka vi Hann var sakaðu orðs, semum ngu m að hannko HVÍTA-RÚSSLA NSKM er sprottin upp milli RússaaDeil ð rússneskur fram-ag Hvít-Rússo , sem einkum er notuðöskuðandi pottle ekinn í Hvíta-Rússlandi.turð, var handí á aertnerVl kom til Minsk rra landsins og varí b nvöld segja að hannhandtekinn á flugvellin hafi verið æri að handtaka hann. Aðg ssland er upp áú lán og ódý NAGA CAC Gana stöðunnar uróu Johns Ma ldum arandstað-ko ngasvikí fran Akufo-sérh til aððun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.