Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Í rúmlega 70 fermetra herbergi íkjallara Laugardalslaugar ergífurlegt magn af óskila- munum. Þar eru, eins og við mátti búast, fjölmörg handklæði og sund- skýlur, sundbolir og sundgleraugu. Þar er hins vegar einnig fullt af öðrum fatnaði líka, meðal annars skór, bangsar, úlpur og aðrar ger- semar. Líklega mætti selja allt þetta fyrir ansi marga þúsund kalla. „Ef enginn kemur og vitjar um þetta þá er þetta sent til líkn- arfélaga. Rauði Krossinn, Kvenna- athvarfið og önnur slík starfsemi nýtur góðs af gleymskunni,“ segir Ásgeir Sigurðsson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar. Skartgripir, úr og annað eru geymd í læstum skáp hjá forstöðumanninum en það fékkst ekki leyfi til að mynda það – eðlilega. Sanna þarf eignarréttinn yfir slíka muni. Hringt eftir merktri flík 126 sundlaugar eru á Íslandi, stór- ar sem smáar, og má gera ráð fyr- ir að óskilamunir þar séu í álíka hlutföllum og í Laugardalslauginni. Magnið sem verður eftir í klef- unum er gríðarlegt og fjölmargar flíkur ómerktar. Ásgeir segir að starfsfólk laugarinnar reyni að hafa uppi á eigendum eftir bestu getu en ekki sé hægt að elta alla uppi. „Við hringjum ef flík er merkt en við getum ekki verið að elta fólk á röndum. Það gengur ekki.“ Víða senda sund- og íþróttastaðir fatnað á um það bil hálfs árs fresti til Rauða krossins. Þessar send- ingar koma sannarlega að gagni í þeirra starfi. „Það ætti enginn að henda fatnaði, það er alltaf hægt að nýta hann með einhverjum hætti,“ segir Helga Halldórsdóttir hjá Rauða krossinum. Barnafólk kannast við óskila- munina sem verða eftir í skólum landsins við skólaslit. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru allir kjaftfullir á vorin af óskilamunum við skólaslit. Þar má oft finna dýra hluti sem barn hefur gleymt og það sem merkilegt er, flíkin er ómerkt. Þá dúkka óskila- munir reglulega upp í fréttum eftir hátíðir og er til saga af símanum sem gleymdist eftir Þjóðhátíð 2009 sem metinn var á 120 þúsund. Alls gleymast hlutir á Þjóðhátíð fyrir rúma milljón ár hvert. Á téðri há- tíð 2009 fundust 30 gemsar, 50 greiðslukort, 20 myndavélar, 12 bakpokar, lyklar, töskur og veski. Hátíðin í ár var ekkert frábrugðin. Rándýrir símar, myndavélar, bak- pokar, fatnaður, gleraugu og lykl- ar, bæði húslyklar og bíllyklar fundust á svæðinu. 105 reiðhjól Hver kannast ekki við söluuppboð lögreglunnar á reiðhjólum? Þar er Verðmætum kastað á glæ TÖLUVERÐ VERÐMÆTI ER AÐ FINNA Í GEYMSLUM UNDIR ÓSKILAMUNI Í ÍÞRÓTTA- MIÐSTÖÐUM OG SUNDLAUGUM. Í LAUGARDALSLAUG MÁ FINNA ALLT FRÁ ÞÚSUND KRÓNA SJAMPÓBRÚSA YFIR Í 50 ÞÚSUND KRÓNA DÚNÚLPU. ÞÁ ER MIKIÐ AF SKART- GRIPUM OG ÚRUM. ÞAÐ SEM ER EKKI MERKT OG EKKI SÓTT ER GEYMT Í NOKKRA MÁN- UÐI ÁÐUR EN LÍKNARFÉLÖG FÁ HLUTINA SEM ENGINN MAN EFTIR AÐ HAFA ÁTT. Einmana bangsi í hillum Laugardalslaugar. Eigandinn týndi honum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar hafa nú unnið rafmagn í sjö mánuði. Rekstur þeirra hefur gengið vonum framar og ljóst er að vindorkan hefur að geyma mikla möguleika. Við munum því halda áfram að rannsaka þennan nýja orkukost og standa vonir til að vindorka geti orðið þriðja stoðin í raforkukerfi Landsvirkjunar ásamt vatnsafli og jarðvarma. Vindmyllur vinna mesta orku á veturna en rennsli til vatnsaflsstöðva er mest á sumrin. Ef frekari rannsóknir staðfesta hagkvæmni vindorku er líklegt að fleiri vindmyllur vinni samhliða vatnsaflsstöðvum okkar allt árið um kring. Um 2000 gestir heimsóttu vindmyllurnar í sumar, enda nýstárleg sjón í íslensku landslagi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna. Fylgjast má með orkuvinnslu vindmyllanna í rauntíma á www.landsvirkjun.is. Vindmyllurnar standa við þjóðveg nr. 32, skammt fyrir norðan Búrfell. Aðstæður til virkjunar vindorku eru óvenju hagstæðar á Íslandi. Meðalafkastageta á heimsvísu er 28%. Afkastageta vindmyllanna á uppitíma 2013: 49% 56% 44% 39% 28% 20% 48% feb. mars apríl maí júní júlí ágúst Nóg er af rokinu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.