Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 16
*Þegar Arnar Freyr og Heiðdís ferðast vilja þau kynnast framandi slóðum og nýrri menningu »18Ferðalög og flakk Loksins erum við farin að sjá fallegt sólsetur aftur hér á Svalbarða eftir fjóra og hálfan mánuð af birtu allan sólarhringinn. Eftir um tvo mánuði verður aftur á móti algjört myrkur á ný í fjóra og hálfan mánuð. Þetta millibilstímabil er minn uppáhaldstími, bæði á vorin og á haustin, en þá eru dagur og nótt nokkuð „eðlileg“. Við tilvonandi eiginmaður minn höfum búið hér í um tvö ár. Hann vinnur sem jarðfræðingur fyrir kola- námufyrirtæki og ég vinn á ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ýmiskonar báta-, kajak-, hundasleða- og gönguferðum o.fl. Við erum búin að stofna eflaust minnsta Íslendingafélag í heiminum, þ.e. íslensku mafíuna í Longyearbyen. Það telur á milli fimm og tíu manns. Flestir eru jarð- eða líffræðingar eða vinna í ferðaþjónustu og er þetta mjög samheldin og góður hópur, sérstaklega núna eftir að við fjárfestum í heitum potti. Anna Mjöll Guðmundsdóttir og Bjarki Friis Íslenska mafían í Longyearbyen fundar. Í pottinum góða, þeim eina á svæðinu. Heitur pottur á Svalbarða Foreldrar Önnu við viðvör- unarskilti. Riffill er alltaf með. PÓSTKORT F RÁ LONGYE ARBYEN N otting Hill er á meðal þekkt- ustu hverfa Lundúnaborgar í dag. Svæðið hlaut heims- frægð í samnefndri kvik- mynd heimamannsins Richards Curtis, sem kom út árið 1999. Fram að þeim tíma hafði hverfið öðru fremur verið þekkt fyrir áhrif karabískra innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum Breta sem þar gætti. Reisuleg húsin og byggingarnar voru þó þegar farin að laða til sín efna- fólk þegar myndin kom út, enda svæðið einstaklega vel staðsett í borginni, og hefur lítið lát verið á vinsældum þess síðan. Verðmiði húsanna þar hleypur nú- orðið á milljónum punda og því ekki að undra að í hópi íbúa megi finna mörg þekkt nöfn úr fjölmiðlum, stjórnmálum og listalífi Breta. Engu að síður gætir enn mikillar grósku í Notting Hill en finna má fjöldann allan af galleríum, menningarmiðstöðvum og verslunum á svæðinu, að ekki sé talað um góða veit- ingastaði, suma hverja fjarri alfaraleið- um. Lífæð Notting Hill er sem fyrr hinn þekkti Portobello-markaður. Nær hann hámarki um helgar þegar forngripasalar og tískuhönnuðir, sem og vintage- fatasalar, bætast í hóp veitingasala, og allt bókstaflega iðar af lífi. Ófáar vin- tage- og fornmunaverslanir liggja einnig við veginn fræga, þ.á m. verslunin One of a Kind, þar sem dömur á borð við Kate Moss og Naomi Campbell hafa ósjaldan fundið á sig gersemar. Það væri til að æra óstöðugan að leit- ast við að telja upp alla áhugaverðu veit- ingastaðina á svæðinu. Á meðal þeirra má annars nefna The Electric Diner, sem stendur við hlið samnefnds sögu- frægs kvikmyndahúss á sjálfum Porto- bello Road. Þarna er ávallt mikið líf og ekki ólíklegt að sjá þekkt andlit gæða sér á kræklingi eða hamborgara í af- slöppuðu umhverfi. Skammt frá má finna ódýran en engu að síður frábæran taílenskan stað, The Market Thai Res- taurant. Leynist hann uppi á 2. hæð húss á horni Portobello en gengið er inn um hliðarinngang. Samsíða markaðs- götunni liggur síðan Kensington Park Road, þar sem einnig má finna aragrúa góðra veitingastaða, ekki síst ítalskra, auk hins sívinsæla asíska E&O. Sæki fólk í rómantík er hins vegar vel þess virði að leggja á sig örlítinni göngutúr vestar og finna staðinn Julie’s sem ligg- ur við lítið torg inn á milli íbúðargatna. Hefur staðnum oft brugðið fyrir í kvik- myndum, m.a. Match Point Woody Al- lens, en þarna ræður enska eldhúsið ríkjum. Heilli hins vegar góð steik á fínni gastro-krá er ekki úr vegi að bregða sér á Bumpkin, örlítið austan við Portobello. Mikið er lagt upp úr brak- andi fersku hráefni hér, beint úr ensku sveitinni, og þreytast matargagnrýn- endur seint á að mæra hann þennan. Eitt er víst: engum þarf að leiðast eða verða svangur í Notting Hill, þótt hér sé aðeins tæpt á fáu. Bara að ganga um hverfið og virða fyrir sér litrík húsin færir lífinu lit. Í NOTTING HILL Matur, tíska og menning KARNEVALIÐ Í NOTTING HILL-HVERFINU Í LUNDÚNUM FÓR FRAM Á DÖGUNUM. ÞAÐ ER ÞÓ LANGT Í FRÁ AÐ ÞAR MEÐ SÉ ÞAÐ UPPTALIÐ SEM VERT ER AÐ KYNNA SÉR Í ÞESSU ÞEKKTA HVERFI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Gaman er að kanna hvað leynist í forn- munaversluninni Alice. Pastellit húsin eru einkennandi fyrir Notting Hill. Verslanir með vintage fatnað er víða að finna í hverfinu. Þessi er t.d. fræg. Persóna Hugh Grant bjó á miðjum Portobello Road í kvikmyndinni Notting Hill. Fjölda góðra veitingastaða og matkráa er að finna í hverf- inu, ekki síst í hliðargötum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.