Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 23
leika heilaáverka skömmu eftir atburðinn.
Einkenni alvarleika eru oft ekki eins sýnileg
hjá börnum og hjá fullorðnum og heilasneið-
mynd eða hefðbundin segulómun af heila eru
ekki næmar á þá áverka á taugafrumum,
sem valda breytingu á hugrænum þáttum,
atferli og aðlögun. Í rannsókninni kom fram
að þær breytur sem spáðu best fyrir um af-
leiðingar til lengri tíma voru þyngd höf-
uðhöggs og að hafa hlotið heilaáverka oftar
en einu sinni. Börn og unglingar sem hafa
hlotið þungt höfuðhögg eða heilaáverka oftar
en einu sinni þurfa sérstaka eftirfylgd, jafn-
vel þótt heilaáverkinn virðist í fyrstu vera
vægur.
Nýgengi heilaáverka lægra í
dreifbýli en á Reykjavíkursvæðinu
Í rannsókn Jónasar reyndist árlegt nýgengi
vægra heilaáverka sem leiddu til innlagnar á
sjúkrahús og nýgengi alvarlegri og ban-
vænna heilaáverka svipað því sem lýst hafði
verið í nágrannalöndunum. „Nýgengi heila-
áverka var hærra meðal stráka en stelpna.
Nýgengi vægra heilaáverka sem metnir voru
á bráðdeildum var mun lægra í dreifbýli en á
Reykjavíkursvæðinu. Þessi munur var sér-
staklega áberandi í yngsta aldurshópnum.
Vera kann að foreldrar ungra barna í dreif-
býli leiti síður læknisaðstoðar vegna vægra
heilaáverka en foreldrar á Reykjavíkursvæð-
inu eða að slíkir áverkar séu síður skráðir í
tölvuvæddar sjúkraskrár á landsbyggðinni.
Fáir hljóta þá meðferð og
endurhæfingu sem þeir þurfa
Á árunum kringum 1990 hlutu að meðaltali
1-2 börn endurhæfingu á ári hverju hér á
landi vegna afleiðinga heilaáverka. End-
urhæfingin var að mestu bundin við skamm-
tíma sjúkraþjálfun og hugræn endurhæfing
var lítt þekkt hugtak. Í rannsókn Jónasar
kom fram að um 40 þeirra 550 einstaklinga
sem greindir voru með heilaáverka á árinu
1992-1993 lýstu umtalsverðum þrálátum af-
leiðingum 16 árum síðar. Það má því áætla
að endurhæfing hafi alls ekki mætt þörf.
Í Bandaríkjunum hefur verið áætlað að
einn af hverjum 20 einstaklingum sem tekst
á við afleiðingar heilaáverka hljóti endurhæf-
ingu við hæfi. Niðurstöður Jónasar benda til
þess að enn skorti verulega á íhlutun og end-
urhæfingu fyrir börn og unglinga með afleið-
ingar heilaáverka hér á landi. Sérstaklega
þarf að leggja áherslu á hugræna endurhæf-
ingu.
Hægt er að lesa doktorsritgerð Jónasar á
www.skemman.is
Morgunblaðið/Kristinn
* Um 7% ungs fólks á fullorðinsaldri takastá við afleiðingar heilaáverka. Heilaáverkareru taldir vera ein helsta orsök sjúkleika og
hömlunar meðal ungs fólks á Vesturlöndum.
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Þ
að má segja að börnin sjálf hafi átt
þessa hugmynd. Ég byrjaði upp-
haflega á að gefa út fótboltamynd-
ir, spjöld með myndum af leik-
mönnum meistaraflokkanna, undir nafninu
Draumalið Pepsi. Þeirri útgáfu fylgdu svo-
kallaðir býttimarkaðir sem
voru settir upp á öllum
helstu krakkafótboltamót-
unum. Þar fóru krakkarnir
að spyrja: „Hvað getum við
gert til að fá svona myndir
af okkur?“ og þannig fædd-
ist í raun hugmyndin,“ seg-
ir Jóhann Jóhannsson,
frumkvöðull og for-
stöðumaður ljósmyndasíðunnar Sport-
Hero.is. Heimasíðan sérhæfir sig í ljós-
myndum af ungum íþróttamönnum á hinum
ýmsu íþróttamótum og gerir notendum
kleift að panta myndir af sér í formi plak-
ata og límmiða. „Þá fór ég að mynda börn
í fótbolta og gefa þeim tækifæri á að búa
til sínar eigin myndir með nafninu þeirra
inn á og allt, þannig að þau voru í raun
orðin fótboltahetjur, eins og fyrirmyndirnar
þeirra,“ segir Jóhann, en slagorð fyrirtæk-
isins er einmitt „vertu þín eigin hetja“. „Í
kjölfarið höfðu fleiri íþróttahreyfingar sam-
band við mig og spurðu hvort ég gæti
sinnt fleiri íþróttum svo í dag erum við að
mynda allar mögulegar íþróttir,“ bætir Jó-
hann við.
Þjónusta SportHero hefur sprungið út í
sumar með tilkomu SportHero-límmiðabók-
arinnar sem er fáanleg öllum í útibúum Ís-
landsbanka þeim að kostnaðarlausu. Hug-
myndin er sú að íþróttahetjurnar ungu
panti myndir á límmiðaformi og býtti síðan
myndunum, bæði við samherja og mótherja.
„Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif
þetta getur haft á félagslega þáttinn í
íþróttastarfinu. Ef strákur eða stúlka er
kannski í KR og þau eru farin að þekkja
mótherja sína í Val, Þór, Keflavík og
Grindavík alla með nafni af því að þau eru
búin að skiptast á límmiðum þá myndast
svo mikil tengsl milli allra,“ segir Jóhann
og bendir einnig á þátt SportHero í því að
skapa og varðveita minningar. „Inni í bók-
unum er pláss fyrir eins konar leikskýrslu
þar sem börnin geta skrifað niður eft-
irminnileg atvik í hverjum leik fyrir sig.
Þannig eru börnin að skapa og varðveita
minningar, sem ég held að eigi eftir að
reynast þeim ómetanlegt.“
Jóhann segir að eftir því sem hann
kemst næst sé álíka þjónusta hvergi til
annars staðar. Hann segir SportHero hafa
farið rólega af stað með þjónustu sína í
vor, en í dag er að finna um 110 þúsund
myndir inni á síðunni. Þessi uppgangur
hefur skapað grundvöll fyrir útrás, sem
einmitt er á næsta leiti hjá fyrirtækinu. „ Í
sumar höfðu danskir aðilar samband við
mig og óskuðu eftir samstarfi. Úr varð að
þeir eru að fjárfesta í félaginu og ætlunin
er að fara af stað í Danmörku. Ég fylgi
þessu eftir og nú er verið að forrita al-
þjóðlega útgáfu af síðunni. Ég segi „al-
þjóðlega“ af því að við stefnum á enn frek-
ari útrás og erum til dæmis að byrja
samningaviðræður við aðila í Noregi,“ bætir
Jóhann við. Ásamt Jóhanni hafa sex aðrir
ljósmyndarar starfað fyrir fyrirtækið en út-
rásin kemur ekki til með að kalla á mikla
stækkun að sögn Jóhanns. „ Alþjóðlega síð-
an verður um leið myndabanki þar sem ut-
anaðkomandi ljósmyndarar geta sett eigin
myndir inn á síðuna, að því gefnu að þær
fái samþykki, og þannig sjáum við fram á
að geta tæklað stærri markað,“ útskýrir
hann, spenntur fyrir framhaldinu.
Minningar skapaðar
og varðveittar
Á HEIMASÍÐUNNI SPORTHERO.IS ER AÐ FINNA UM 110 ÞÚSUND
LJÓSMYNDIR AF UNGUM ÍÞRÓTTAHETJUM SEM HÆGT ER AÐ PANTA
OG SAFNA Í SÉRSTAKAR LÍMMIÐABÆKUR. FYRIRTÆKIÐ HYGGUR Á
ÚTRÁS TIL DANMERKUR OG JAFNVEL VÍÐAR Í NÁINNI FRAMTÍÐ.
Einar Lövdahl elg@mbl.is
Jóhann
Jóhannsson
SportHero tók þátt í Gullegginu, frum-
kvöðlakeppni Innovit, í upphafi árs og komst í
hóp tíu bestu viðskiptahugmyndanna.