Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 38
Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Gallabuxur sem ég keypti þegar var fjórtán ára og ég nota mikið ennþá. Þegar ég hætti að passa í þær ætla ég að labba út í sjó. Eða kaupa mér aðrar galla- buxur. En þau verstu? Kynþokkafull kjólaútgáfa í anda lífvarða drottningar sem ég keypti í Adam og Evu fyrir eitthvert búningapartí. Það var auðvitað hárbeitt ádeila á klámmenn- inguna hjá mér en þetta var alveg mögulega ljótasta flík sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Hvar kaupir þú helst föt? Zöru, Top shop, Gloríu og Aft- ur. Hvert er þitt eftirlætistísku- tímabil og hvers vegna? Ég held að allir geti sam- mælst um að upphaf þessarar aldar muni gefa af sér gott grín um ókomin ár. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Já. Ekki kaupa ljót föt sem eru dýr. Hvaðan sækir þú innblástur? Úr íslenskri náttúru. Eða ég segi það allavega af því að þá hljóma ég gáfulega. Áttu þér tískufyrirmynd? Nei. En ef hún væri til væri hún ein- hvers staðar mitt á milli Nicki Minaj og Diane Keaton. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Amma mín fussar og sveiar yfir hon- um en mér finnst hann stórgóður. Ég er bara mikið í peysum og gallabuxum en með eitthvert skemmtilegt hliðarspor. Eins og Life-vestið mitt, allir halda að ég sé klædd í rúmteppi. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Sá fallega Marc Ja- cobs-tösku í KronKron um daginn sem kost- aði hönd og fót sem væri draumur að eignast. Ég myndi gefa hönd eða fót fyrir hana en ekki hvort tveggja. Maður þarf að draga línuna ein- hvers staðar.Tískufyrirmynd Steingerðar væri sambland af Nicki Minaj og Diane Keaton. Steingerður Sonja í vesti frá Jet Korine sem hún notar yfir peysur, kápur og leðurjakka. Morgunblaðið/Eggert GÆFI HÖND EÐA FÓT FYRIR MARC JACOBS-TÖSKU Upphaf þessarar aldar mun gefa af sér gott grín STEINGERÐUR SONJA ÞÓRISDÓTIR STUNDAR NÁM VIÐ SKAPANDI SKRIF Í HÁSKÓLA ÍSLANDS. STEINGERÐUR HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á TÍSKU OG FALLEGUM FLÍKUM OG VAKIÐ ATHYGLI FYRIR SKEMMTILEGAN OG PERSÓNULEGAN STÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Steingerður gæfi annaðhvort hönd eða fót fyrir Marc Jacobs-tösku. Stíll Steingerðar ein- kennist að hluta til af peysum og gallabuxum. Peysa: Selected *Föt og fylgihlutir Gráir og drungalegir tónar setja svip sinn á hausttískuna og pönkið er ekki langt undan »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.