Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaMilljónamæringar bera sig saman við milljarðamæringa og líta ekki á sig sem auðmenn
Annasamur vetur er framundan hjá Uglu
Stefaníu Jónsdóttur. Þessi 22 ára yngismey
úr sveit er fræðslustjóri Samtakanna 78
samhliða því að leggja stund á BA-nám í fé-
lags- og kynjafræði við HÍ.
Ugla er sólgin í sólberjasafa en sparar
með því að fá kjötið beint frá bónda.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Ég og kærastinn minn búum tvö saman í
huggulegri lítilli íbúð á Leifsgötunni í
Reykjavík. Ekki er fyrirhugað að fjölga
heimilsfólkinu í bráð.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Kjúkling, brauð, mjólk og sólberjasafa. Við
elskum kjúkling og kaupum hann meira að
segja í gegnum frænda minn á heild-
söluverði til að spara pening. Ég er alin upp
í sveit og drekk mjólk í hvert mál og er ný-
mjólkin sú sem kemst næst því að bragð-
ast eins og kúamjólkin beint úr tanknum.
Svo eigum við líka alltaf til sólberjasafa,
enda er hann svo hrikalega góður og sval-
andi.
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á viku?
Ætli það séu ekki svona 12.500-15.000 kr.
Fer mikið eftir vikum, samt!
Hvar kaupirðu helst inn?
Við kaupum nauðsynjavörur í Bónus og
förum einstaka sinnum í Krónuna.
Hvað freistar helst í
matvörubúðinni?
Ég er svakalegur tækifærissinni og er alltaf
að prófa eitthvað nýtt. Nýjar sósur, krydd
og nýjar og framandi uppskriftir eru málið.
Hvernig sparar þú
í heimilishaldinu?
Ég fæ flestallt kjöt heiman úr sveit. Einnig
kaupi ég eingöngu matvörur í Bónus eða
Krónunni.
Hvað vantar helst á heimilið?
Diskókúla væri svaka töff. En annars væri ég
reyndar alveg til í djúpsteikingarpott eða
stærri fataskáp.
Eyðir þú í sparnað?
Á maður ekki að gera það? Maður er ekki
fátækur námsmaður fyrir ekki neitt.
Skothelt sparnaðarráð?
Við geymum alltaf peninginn okkar á einum
góðum sparnaðarreikningi og erum svo
með heimilisbókhald þar sem allt er skipu-
lagt og reiknað saman miðað við hversu
mikið við þénum á mánuði. Svo eyðum við
alltaf í samræmi við hversu mikinn pening
við eigum þann og þann mánuðinn. Ætli það
sé ekki gott ráð fyrir alla að læra á Excel og
setja upp skjal fyrir heimilisbókhaldið!
NEYTANDI VIKUNNAR UGLA STEFANÍA JÓNSDÓTTIR
Excel bjargar málunum
Uglu þætti gaman að eiga diskókúlu en vantar
líka stærri fataskáp.
Ljósmynd/Eva Ágústa Aradóttir – Samtökin 78
Fyrr í mánuðinum dúkkaði upp
undarleg rukkun á greiðslukorta-
reikningi Aurapúkans. Upp úr
þurru virðist sem fjarskiptafyr-
irtæki sem Púkinn verslaði við fyrir
mörgum árum hafi tekið upp á því
að skuldfæra á kreditkortið um
5.000 kr.
Varla hefur tekið Púkann meira
en 10 mínútur í allt að skrifa
nokkra tölvupósta og komast til
botns í málinu. 5.000 kr. ávinningur
á 10 mínútum jafnast á við 30.000
kr. tímakaup, sem er ekki amalegt.
Líf nútímamannsins er engin
lognmolla og í mörg horn að líta.
Vinnan tekur sinn toll, uppeldi
barna, tómstundir, íþróttir og
heimilishaldið kallar á töluverða
fyrirhöfn og umstang og getur ver-
ið freistandi að skauta yfir smá-
atriðin, eins og banka- og greiðslu-
kortayfirlitin.
En sá stutti tími sem fer í að
skima yfirlitin getur sparað stórar
fjárhæðir.
púkinn
Aura-
Fundið fé
í yfirlitinu
V
enjulegi launamaðurinn
kallar það oft gott að
eiga hús, bíl og ísskáp
fullan af mat. Að eiga
bílinn og húsið skuldlaust er fjar-
lægur draumur fyrir flesta. Jafn-
vel fólk með allhá laun hefur
áhyggjur af reikningunum sem
hrúgast inn hver mánaðamót og
getur ekki leyft sér hvað sem er.
Þau okkar sem eiga lítið annað
en skuldir í bankanum myndu
halda að sá sem á tugi milljóna
króna og jafnvel hundruð milljóna
í eign sé á grænni grein, kaupi
allt sem hugurinn girnist og líði í
gegnum lífið áhyggju-, streitu- og
áreynslulaust.
Veruleikinn er allt annar.
Nýleg rannsókn á vegum bank-
ans UBS skoðaði viðhorf vel
stæðra fjárfesta og komst m.a. að
því að mörk þess að vera „ríkur“
eru í huga auðmannanna dregin
við fimm milljóna dala markið,
sem er vel yfir hálfur milljarður
króna. Af þeim sem eiga nettó-
eign upp á eina til fimm milljónir
dala sögðust aðeins 28% telja sig
„rík“ en hlutfallið hækkaði upp í
60% þegar auðurinn var komin
yfir fimm milljóna dala markið.
Algjört frelsi
Það vekur líka athygli í nið-
urstöðum rannsóknarinnar að sá
mælikvarði sem auðmennirnir
setja á það að vera „ríkur“ er að
geta verið alveg laus við allar
fjárhagslegar skorður – að geta
gert og keypt n.v. allt sem hug-
urinn girnist. Þetta skýrir breyt-
inguna sem verður við fimm
milljóna dala markið því jafnvel
sá sem á „bara“ nokkur hundruð
milljónir króna gæti þurft að
passa sig við t.d. kaup á mjög
veglegu íbúðarhúsi, listaverki eftir
heimsfræga málara eða hrað-
skreiðum ofursportbíl.
Jafnvel með eins og tvö hundr-
uð milljónir króna inni á banka-
reikningnum er ekki svo mikið
eftir þegar búið er að kaupa ein-
býlishús á Arnarnesinu, vegleg-
ustu gerðina af Land Rover,
gista nokkrar nætur á Savoy-
hótelinu í London og fylla nokkra
innkaupapoka í Harrods.
Óöryggi og samanburður
Samt stendur eftir að það er
hálffurðulegt að maður eða kona
sem á mörg hundruð milljóna
sjóð tiltækan skuli geta litið á
sig sem annað en ríka mann-
eskju, eða að algjört frelsi frá
fjárhagslegum skorðum sé sá
þröskuldur sem auðmennirnir
miða við.
Fjallað var um þetta fyrirbæri
í grein í New York Times á sín-
um tíma og bent þar á að oft er
það raunin í Bandarikjunum að
vel launað fagfólk, sem á bæði
dýr hús og dýra bíla, starfar iðu-
lega með og lifir í návígi við fólk
sem er miklu ríkara. Millj-
ónamæringnum finnst hann ekki
svo ríkur við hliðina á millj-
arðamæringnum. Fyrsta farrými
er hálfsjoppulegt borið saman við
einkaþotur.
Aðrir finna til óöryggis eða
fjárhagslegrar vanmáttarkenndar
því þeim finnst auðurinn hafa
mikið til ráðist af heppni. Ef að-
eins ein ákvörðun á framabraut-
inni hefði verið öðruvísi væri
staðan allt önnur í dag. Er þá
allur auðurinn kannski hverfull?
Svo má ekki heldur gleyma að
margir sem orðið hafa ríkir hafa
upplifað bæði sigra og áföll.
Sennilegt er að frumkvöðullinn
sem í dag býr í stóru setri með
þjónustufólki eigi að baki fleiri en
eina og fleiri en tvær stórkost-
lega mislukkaðar viðskipta-
hugmyndir þar sem allt var lagt
undir. Hversu margir af t.d.
milljónamæringunum í net- og
hugbúnaðargeiranum fóru ræki-
lega á hausinn þegar netbólan
sprakk? Með það í huga að leiðin
á toppinn er torsótt er kannski
ekki skrítið að milljóna- og
milljarðamæringarnir séu ekki í
rónni nema þeir eigi ákaflega
digran varasjóð sem þolað getur
öll áföll.
STÓREIGNAMENN GANGA OFT Í GEGNUM SIGRA OG ÓSIGRA Á LEIÐINNI Á TOPPINN
Hvað þarftu að eiga mikið
til að vera „rík(ur)“?
RANNSÓKN Á VEGUM ALÞJÓÐEGA BANKANS UBS LEIÐIR Í LJÓS AÐ ÞEIM VELLAUÐUGU FINNST ÞEIR EKKI
VERA RÍKIR FYRR EN ÞEIR EIGA YFIR FIMM MILLJÓNIR DALA, JAFNVIRÐI RÖSKLEGA HÁLFS MILLJARÐS KRÓNA.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Þeir ríku virðast skilgreina sig sem
ríka þegar auðurinn er svo mikill
að engar fjárhagslegar skorður eru
lengur til staðar.