Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
H
vernig í ósköpunum stendur á
því að maður þessi er svona yf-
irgengilega ófríður?“ var einu
sinni spurt í gamanmálum
tímarits. „Mér er sagt að hann
hafi verið settur saman af
starfshópi“ var svarið. Þetta þótti flestum sannfær-
andi skýring.
En ef nefnd sérfræðinga
hefði séð um það?
Stærstu háskólar veraldarinnar bjuggu flestir svo vel
að hafa sprenglærða sovétfræðinga á sínum snærum
drýgstan hluta 20. aldarinnar. Frá þeim og öðrum
slíkum, sem voru sérstaklega heima í fræðunum,
komu út árlega viðurkenndar bækur í hundraða tali
árlega. Bréfritari á enn þá nokkrar slíkar og hefur
ekki fargað þeim af einhvers konar sögulegri tilfinn-
ingasemi. Þótt lítið sé á slíkum bókum að græða leng-
ur eru þær þó ekki eins vondur vitnisburður og bæk-
urnar sem rúblufyrirtækin gáfu út til að bera í
bætifláka fyrir stjórnskipun ömurleikans þar eystra.
Sýnishorni af slíkum bókum er einnig haldið til haga.
En herskarar fræðimanna, gráðuprýddir og með
fastar stöður í þeim háskólum sem hafnir eru til skýja
að verðleikum, sáu ekki fyrir hvernig fara myndi fyr-
ir sovétkommúnismanum, sem stóð að hálfu undir
kjarnorkuógninni sem heimurinn sat hokinn undir
síðustu þrjá áratugina fyrir fall hans.
Það er stundum sagt að kommúnisminn austan
múrs hafi hrunið með braki og brestum. Önnur lýsing
gæti verið sú að loftið hefði undraskjótt lekið úr risa-
vaxinni blöðrunni rauðu. Hvorug lýsingin er nákvæm
eða rétt, en segja má að sú síðarnefnda sé nær lagi.
Annað mesta herveldi heims, þar sem gegndarlaus
lygaáróður hafði dunið á þegnunum frá vöggu til
grafar, studdur af fjölmennustu leynilögreglu sem
þekktist og alræmdum þrælakistum hennar leystist í
raun furðu auðveldlega upp. Og líka furðu frið-
samlega og án raunverulegra hefndaraðgerða eða
uppgjörs vegna hermdarverka leiðtoga kommúnism-
ans gegn þjóð sinni og undirokuðum þjóðum í ára-
tugi. Síðasti aðalritari kommúnista og forseti Sov-
étríkjanna fór úr valdafleti sínu svo helst minnti á
mann sem tapað hafði lýðræðislegum kosningum.
Hann kvaddi Kreml eftir að forseti endurvakins
Rússlands benti honum á að Sovétríkin væru ekki
lengur til og það sama gilti um forsetaembætti þess.
Forsetinn, sem raunveruleikinn hafði þannig undir,
er nú margverðlaunaður maður og stórefnaður mælt
á kröfuhörðustu reislur kapítalismans. Sami maður
og verið hafði seinasti merkisberi alræðis öreiganna.
Kímnigáfa örlaganna á sér fá takmörk. Það er varla
hægt að álasa hinum víðfrægu og sprenglærðu sov-
étfræðingum, sem svo mjög var hampað, að sjá ekki
fyrir annað eins og þetta.
En ef þeir hefðu
hannað atburðarásina?
Segjum sem svo að umheiminum, sovétfræðingum
sem öðrum og Sovétmönnum sjálfum hafi verið orðið
ljóst með nokkrum fyrirvara að Sovétríkin stæðu
ekki lengur undir sér, a.m.k. ekki ef þau þyrftu í senn
að taka þátt í stórbrotnu vopnakapphlaupi og svara
vaxandi kröfum um bætt lífskjör. Ríkisrekstur á öll-
Frestunin tekur marga
mánuði en tíminn
í tannlæknastólnum
er skammur
* Án gjaldeyrishafta hefðu snjó-hengjur og þær kröfur semmenn höfðu þó fengið greiddar farið
fljótt út með billegum hætti, en ein-
hver hluti eigenda þeirra hefði andað
rólega og sennilega beðið betri tíma.
Reykjavíkurbréf 30.08.13