Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013
Þ
eir eru ófáir mennirnir sem þrá
heitt að kanna heiminn en þó
öllu færri sem virkilega leggja
fyrir sig það verðuga markmið
að heimsækja öll heimsins lönd.
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og deild-
arforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Ís-
lands, er maður sem hefur alið þann draum
sinn með ástríðuna fyrir framandi slóðum að
vopni. Alls hefur hann komið til 183 landa
og á aðeins 10 eftir til að hafa komið til allra
þátttökuríkja Sameinuðu þjóðanna, sem er
einmitt lokamarkmið hans.
Þegar blaðamann bar að garði á skrifstofu
deildarforsetans blasti við honum heimskort
á veggnum sem sýnir alla 183 viðkomustaði
Ingjalds til þessa með rauðum límmiðum.
Ingjaldur er nýkominn heim úr ferð og fór
meðal annars til Vestur-Afríku þar sem
hann bætti ríkjunum Grænhöfðaeyjum, Gí-
nea-Bissá, Gíneu, Líberíu, Síerra Leóne og
Gambíu við „landasafnið“ sitt auk þess sem
hann fór til Míkrónesíu og Marshall-eyja í
Kyrrahafinu, Katar og Jemen í Mið-
Austurlöndum og Erítreu í Austur-Afríku.
Heimsflakkið segir Ingjaldur hafa byrjað
fyrir 49 árum. „Ég fór í mína fyrstu utan-
landsferð 13 ára gamall með farþegaskipinu
Heklu til Færeyja, Bergen og Kaup-
mannahafnar. Frá Kaupmannahöfn fór ég
með ferju til Svíþjóðar og svo með Gullfossi
heim í gegnum Edinborg. Þarna náði ég því
að fara til fjögurra þátttökuþjóða í SÞ, Fær-
eyjar teljast ekki með. Það hvarflaði ekki að
mér þá að ég ætti seinna eftir að ferðast til
allra heimsins landa,“ rifjar prófessorinn
upp.
Á námsárum sínum í Bandaríkjunum ferð-
aðist Ingjaldur nokkuð þar innanlands en
hann fór í sitt fyrsta langa ferðalag árið
1981. „Þá var ég þrítugur og fór til Suður-
Ameríku, Galapagos-eyja, sá Macchu Pichu í
Perú, skoðaði Iguazu-fossana á landamærum
Argentínu og Brasilíu, svo dæmi séu nefnd.
Það má segja að með þessari ferð hafi áhugi
minn á fjarlægum slóðum vaknað. Tveimur
árum síðar fékk ég tækifæri til að fara til
Austur-Asíu, til Japans, Hong Kong og
Singapúr.
Ég fór síðan í fyrsta skipti til Kína 1986
og þar upplifði ég augnablik sem ég gleymi
aldrei. Þá var ég í viðskiptasendinefnd sem
fylgdi Steingrími Hermannssyni eftir, hann
var þá í opinberri heimsókn í boði forsætis-
ráðherra Kína. Það var mikil upplifun að
vera Íslendingur á Torgi hins himneska frið-
ar þar sem sjá mátti íslenska og kínverska
fána hringinn í kringum torgið. Það var tek-
ið á móti Steingrími á tröppum Hallar alþýð-
unnar eins og hann væri leiðtogi 300 millj-
óna þjóðar. Hann fékk sömu móttökur og
forseti Bandaríkjanna hafði fengið ein-
hverjum mánuðum áður, enda segja Kínverj-
ar að allar þjóðir séu stórar í sínum augum.“
Skemmst er frá því að segja að upp frá því
hefur Ingjaldur komið 25 sinnum til Kína.
Fyrsti Íslendingurinn
Ingjaldur segir um 10 ár liðin síðan hann
áttaði sig á raunverulegum möguleika sínum
á að heimsækja öll heimsins lönd. „Þá var
ég kominn upp í um 125 ríki og sá ég að
þetta væri gerlegt. Það eru nokkur þúsund
manns í heiminum sem hafa gert þetta og
mér hefur verið sagt að það sé til einhver
Facebook-hópur fyrir þá sem hafa ferðast til
allra þessara landa, en ég er nokkuð viss um
að það hafi enginn Íslendingur leikið þennan
leik,“ segir Fargjaldur, eins og hann hefur
verið uppnefndur í gegnum árin.
Þegar spurt er hve mikill tími hafi farið í
heimsflakkið hlær Ingjaldur en hefst handa
við hugarreikning. „Jóla-, páska- og sum-
arfríin mín undanfarin 35 ár hafa farið í
þetta svo ætli dagafjöldinn samsvari ekki
rúmlega 3 ár samanlagt. Ef ég reikna þetta
út frá sex vikna ferðalaginu mínu frá því í
sumar, þá voru flugstundirnar nálægt því að
vera 100. Það voru þá svona 4 dagar af 40
sem fóru í flug. Ef ég yfirfæri það hlutfalls-
lega á þessi 3 ár, þá hef ég sjálfsagt verið
fljúgandi í 100 daga af ævinni,“ svarar hann
og hlær.
Viðmið Ingjalds um hvað þarf til að löndin
teljist með í söfnun hans er að hann gisti
eina nótt í hverju landi. „Ég hef í það
minnsta reynt það en stundum er það ekki
mögulegt. Um síðastliðna páska ætlaði ég að
fara til Kongó og fékk vegabréfsáritun frá
ræðismannsskrifstofu þeirra í New York.
Þegar ég lenti á flugvellinum í Kinsasha fór
ég í biðröð eins og aðrir til að komast í
gegnum vegabréfsskoðun en þar er mér sagt
að þeir geti ekki samþykkt þessa áritun. Ég
er leiddur út og látinn standa undir flugvél-
arvængnum í hálftíma þangað til það kemur
náungi til mín og segir að búið sé að vísa
mér úr landi. Þá var passinn minn tekinn af
mér og flogið með mig til Eþíópíu en ég
mátti ekki heldur koma inn í landið þar svo
ég varð að sofa á flugstöðinni í hálfgerðu
stofufangelsi,“ lýsir Ingjaldur. Eftir að hafa
náð sambandi við íslenska utanríkisráðu-
neytið, sem gat kippt í einhverja spotta,
fékk Ingjaldur loks að halda ferðalagi sínu
um Afríku áfram. „Að mínu mati er ég samt
búinn að koma til Kongó. Það var ekki mér
að kenna að mér var vísað úr landi,“ út-
skýrir hann.
Hættur á veginum
Eftir lýsinguna á atvikinu í Kongó og stofu-
fangelsinu í Eþíópíu leikur blaðamanni for-
vitni á að vita hvort ferðalangurinn hafi
mætt miklum hættum á heimsflakki sínu.
„Ég hef sjaldan hugsað út í að ferðalögin
séu hættuleg, en ég er kannski bara svona
vitlaus,“ svarar hann og glottir. „Ég fór eitt
sinn til Kasmír og þá var hálfgert stríðs-
ástand þar, sambandið milli Indlands og
Pakistans var erfitt. Ég var eini túristinn í
borginni Srinagar þar sem ég varð vitni að
því að tveir hótelrekendur fóru bókstaflega
að slást um viðskipti við mig.
Á öllum þessum ferðalögum hefur ein-
ungis verið gerð tilraun til að ræna mig alls
þrisvar. Fyrsta skiptið var í Rio de Janeiro í
Brasilíu. Þar notaði þjófurinn trikk sem ég
féll fyrir en hef ekki fallið fyrir síðan. Ég
var að labba meðfram Copacabana-
ströndinni og ég labbaði yfir bílastæði þegar
ungur strákur bauðst til að bursta skóna
mína og ég þáði það eins og vitleysingur.
Síðan tók ég upp veskið til að borga honum
en þá sló hann það úr höndunum á mér og
þegar ég leit upp var mættur tíu unglinga
hópur í kringum mig. Sem betur fer komu
þá nokkrir menn hlaupandi og við það flúðu
unglingarnir og ég náði veskinu. Í Bogota í
Kólumbíu var mér sagt að það væri hættu-
legt að fara út á kvöldin en ég ákvað samt
að kíkja út og fá mér einn bjór. Ég tók af
mér öll verðmæti og gekk bara út með fimm
dollara. Þegar ég kom að gatnamótum fór
ég yfir án þess að hugsa út í hvers vegna
það var enginn hinum megin við götuna. Um
leið og ég kom yfir kom maður til mín og
setti hníf í bakið á mér og sagði „money,
money, money!“. Hann tók fimm dollarana
og ég fór skjálfandi til baka. Þar að auki var
ég rændur í New York,“ segir Ingjaldur og
játar að á augnabliki vopnaða ránsins hafi
hann óttast um líf sitt. „Almennt er nið-
urstaða mín sú að fólkið sé alls staðar eins
og það sé almennt vingjarnlegt og hjálplegt.
Ef maður er kurteis og brosandi er manni
alls staðar vel tekið. Núna þegar ég var í
Vestur-Afríku var ég ekkert alltaf að horfa í
spegilinn svo ég var nú eiginlega búinn að
gleyma því að ég væri eitthvað öðruvísi á lit-
inn en fólkið í kringum mig.“
Það er kannski vegna þessarar upplífgandi
Fólkið er alls
staðar eins
INGJALDUR HANNIBALSSON ER „LANDASAFNARI“. HANN HEFUR
KOMIÐ TIL 183 LANDA YFIR ÆVINA OG VANTAR AÐEINS 10 UPP Á
TIL AÐ HAFA HEIMSÓTT ÖLL ÞÁTTTÖKULÖND SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA.
ÞAU LÖND HYGGST HANN EINMITT HEIMSÆKJA Á NÆSTA ÁRI.
Einar Lövdahl elg@mbl.is
Fallegasta dýralífið er að
finna í Kenía, segir Ingjaldur.
Viðtal