Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 47
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 niðurstöðu Ingjalds um mannkynið sem hann hefur lagt það á sig að ferðast heil- mikið einn síns liðs, eða hvað? „Ég kann ágætlega við að ferðast einn og geta ráðið mér sjálfur. Þar að auki þekki ég engan sem hefur áhuga á að fara til allra þessara landa. Ég er nokkuð viss um að ég þekki engan sem hefur áhuga á að fara til þeirra tíu landa sem eftir eru hjá mér enda iða ekki margir í skinninu yfir því að fara Afganist- ans og Íraks,“ segir Ingjaldur sem á auk þeirra eftir að heimsækja Sádi-Arabíu, Nárú (fámennustu þjóð Sameinuðu þjóðanna með 15 þús. íbúa) og Afríkuríkin Mið-Afríku- lýðveldið, Miðbaugs-Gíneu, Saó Tomé og Prinsípe, Benín, Níger og Búrkína Fasó. Markmið Ingjalds er að heimsækja löndin tíu fyrir lok árs 2014. Hann telur óhætt að fara til Íraks og Afganistans, jafnvel þótt ríkin birtist okkur fyrst og fremst í fréttum af átökum og hörmungum. „Hins vegar er borgarastyrjöld í Mið-Afríkulýðveldinu í augnablikinu en það er að vísu byrjað að fljúga þangað aftur eftir eitthvert hlé,“ bætir Ingjaldur við, vongóður um að ná markmiði sínu á tilsettum tíma. Eins og gefur að skilja reynist Ingjaldi ómögulegt að tilnefna einn stað sem uppá- haldsstað sinn í heiminum. „Uppáhaldslandið mitt er Ísland en uppáhaldsborgin mín er New York. Ef við tölum hins vegar um fossa, þá eru það Iguazu í Suður-Ameríku, Niagara í Norður-Ameríku og Viktoríufossar í Afríku. Ef við tökum fyrir fornminjar finnst mér Egyptaland standa upp úr en ef við miðum við dýralíf finnst mér Kenía hafa vinninginn. Svo hef ég áhuga á óperum og í þeim efnum eru Bregenz og Salzburg í Austurríki, Verona á Ítalíu, Sydney, Berlín og New York topparnir.“ Nær markmiðinu á næsta ári Sem prófessor við viðskiptafræðideild hefur ferðareynsla Ingjalds nýst honum vel þegar kemur að því að kenna alþjóðaviðskipti. Ferðareynslan hefur þó einkum og sér í lagi haft áhrif á sjónarhorn hans á heimaslóð- irnar. „Íslendingar gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir hafa það gott og ættu eig- inlega að skammast sín fyrir að kvarta. Maður dáist að því þegar maður er í fátæk- ari löndum heims hvað fólkið þar hefur þó mikla sjálfsvirðingu. Það er yfirleitt í hrein- um fötum og ber sig vel þó að það sé sárafá- tækt. Þegar verið er að tala um fátækt á Ís- landi er það ekki raunveruleg fátækt. Maður verður þakklátari fyrir það sem maður hefur eftir að hafa heimsótt alla þessa staði.“ Nái Ingjaldur að heimsækja löndin tíu sem eftir eru af markmiðalistanum hefur hann heimsótt 193 ríki, en hefur hann áformað að fagna áfanganum sérstaklega? „Mér þætti alveg við hæfi að opna kampa- vínsflösku á síðasta áfangastaðnum en því miður lítur út fyrir að það verði Írak, Afg- anistan eða Sádi-Arabía sem eru auðvitað al- veg þurr,“ svarar hann hlæjandi en bætir við: „Reyndar er mögulegt að löndunum inn- an Sameinuðu þjóðanna fjölgi um eitt á næsta ári því Kósóvó gæti bæst í hópinn,“ bætir Ingjaldur við, en það er þó einlæg von blaðamanns að þjóðunum fjölgi ekki mikið örar eftir það, einfaldlega svo ferðasaga Ingjalds endi ekki sem sagan endalausa. Á skrifstofu Ingjalds er að finna heimskort sem sýnir alla 183 viðkomustaði hans til þessa með rauðum límmiðum Morgunblaðið/Ómar Ingjaldur bar górillunum í Afríku vel söguna.Við leiðtogastytt- urnar í Pyongyang, Norður-Kóreu. Afganistan Benín Búrkína Fasó Írak Mið-Afríkulýðveldið Miðbaugs-Gínea Nárú Níger Saó Tomé og Prinsípe Sádi-Arabía LÖNDIN SEM VANTAR UPP Á * „Þegar verið er að talaum fátækt á Íslandi erþað ekki raunveruleg fátækt. Maður verður þakkláttari fyrir það sem maður hefur eftir að hafa heimsótt alla þessa staði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.