Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 Menning M ironov fæddist í Saratov og bjó í litlum herbæ sem kallaðist Tatis. Í fjöl- skyldu hans voru bæði áhuga- leikarar og listamenn. Alltaf eitthvað að skapa. Mironov bjó meðal annars til brúður, skrifaði handrit að leikriti og lék sjálfur í brúðuleikhúsinu sem hann og systir hans sköpuðu. Hann var ungur að árum þegar hann fór fyrst í leiklistarskóla, aðeins 14 ára. Hann hélt áfram að læra við Listaháskólann í Moskvu og útskrifaðist þaðan 1990. Sérhæfir sig í klassískum verkum Hann leikur aðalhlutverkið í verkinu The Passions of Bumb- arash sem hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan 1993. Kvik- myndaferill hans nær aftur til 1988 en frægð hans tók stökk 1991 þegar hann lék aðal- hlutverkið í myndinni Love. Fyrir þá frammistöðu fékk hann fjölmörg verðlaun, bæði al- þjóðleg og innlend. „Ég hef aldrei leikið í geimmynd áður. Það var meðal þess sem fékk mig til að taka við þessu hlut- verki. Ég sérhæfi mig í klass- ískum verkum í Rússlandi eins og Fávitanum eftir Dostojevskí.“ Í myndinni leikur hann snilling sem sér nefnilega ekki fólk heldur bara tölur og reiknar allt út. „Það er ekki erfitt að leika snilling,“ segir hann og hlær. „Rússneskar myndir fara ekki mikið út fyrir Rússland en ég á töluvert dyggan og stóran aðdá- endahóp þar sem ég reyni að vera í góðum tengslum við. Ég get allavega alveg farið út án þess að það séu mættir ljós- myndarar fyrir utan hjá mér. Það vita ósköp fáir hver ég er utan Rússlands.“ Mironov finnst Ísland fallegt og gaman að vera í tökum á Ís- landi. „Þessir tökustaðir eru frá- bærir. Ég hef aldrei áður leikið í mynd þar sem tökustaðirnir eru svona fullkomnir. Alls staðar þar sem við höfum komið er eins og tölva hafi teiknað þessa staði upp. Ég þarf varla að hafa fyrir því að leika. Ég fæ tvo frídaga til að skoða landið og ætla að nýta þá, leigja mér kannski flug- vél eða þyrlu til að ná sem flest- um stöðum á sem skemmstum tíma.“ Stutta hárið heillaði Leikkonan Anya Chipovskaya leikur hitt aðalhlutverkið í Cal- culator, konuna sem Yevgeny verður ástfanginn af og breytir sýn hans á þann heim sem hann lifir í. „Ég hef leikið í ellefu ár, en núna leik ég meira í leik- húsum í Rússlandi. Það er mikill heiður fyrir mig að leika á móti Yevgeny því hann á og rekur sitt eigið leikhús. Hann er frá- bær leikari og mjög gott að leika á móti honum. Hann er mjög virtur í Rússlandi og Cal- culator er stórmynd á okkar mælikvarða,“ segir Anya sem þurfti ekki að hugsa sig lengi um áður en hún samþykkti að leika í þessari mynd. Hún gat nefnilega látið gamlan draum rætast. „Mig hefur alltaf dreymt um að vera með stutt hár og ég fékk þann draum uppfylltan í þessari mynd, sem er persónu- legur sigur fyrir mig.“ Anya hefur haft aðeins meiri tíma til að kynna sér land og þjóð og er hrifin af því sem hún hefur séð og upplifað. „Þetta er ótrúlega fallegt land. Ég fór til dæmis að Seljalandsfossi og gekk bak við fossinn þar sem mér fannst tíminn standa í stað. Ég trúði ekki hvað þetta var fal- legt,“ segir hún um leið og það er bankað á hurðina á hjólhýsinu hennar. Hún á að mæta í tökur. YEVGENY MIRONOV HÉR Á LANDI Rússneskur Tom Cruise YEVGENY MIRONOV ER MARGVERÐLAUNAÐUR Í HEIMALANDI SÍNU RÚSSLANDI OG KALLAÐUR TOM CRUISE ÞEIRRA RÚSSA. MIRONOV SETTIST NIÐUR MEÐ BLAÐAMANNI SUNNUDAGSBLAÐSINS Í HLÉI FRÁ TÖKUM Á RÚSSNESKU FRAMTÍÐARMYNDINNI CALCULATOR AR SEM HANN LEIKUR EITT AF AÐALHLUTVERKUNUM ÁSAMT VINNIE JONES OG ÖNYU CHIPOVSKAYU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Aðalleikarar myndarinnar ræða saman á tökustað. Vinnie Jones, Anya Chipovskaya og Yevgeny Mironov. Leikstjóri myndarinnar Fedor Bondarchuk að störfum. * „Ég hef aldreiáður leikið ímynd þar sem töku- staðirnir eru svona fullkomnir. Alls staðar þar sem við höfum komið er eins og tölva hafi teiknað þessa staði upp.“ Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.