Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Síða 59
1.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Drykkur án blands færir okkur heimskuleg veikindi og dýra-
sjúkdóm. (3, 2, 11)
7. Sé alka með einhverskonar trélím á frumefnahóp. (12)
8. Allt að því hvernig lík liggur? (6)
10. Þú, pabbi í knattspyrnufélagi, stakkst þér. (7)
11. Óp lægir sjávargang og ósamkomulag. (12)
12. Hugmyndalausir teiknarar hjá Walt Disney teikna aðeins
Mikka mús og félaga. (9)
14. Borgað fljótt. (6)
15. Vesæl og hestar eru hjá þunnum. (7)
17. Hætt að vera bilað og er orðið það sem gilti áður en það var
sett. (10)
19. Jólaóvættur fiska er á kirkjum. (9)
21. Gata til að fara um á fjórum fótum er keppnisgrein. (9)
22. Eysill sem blotnar aldrei nær að tæma. (8)
24. Gagg rennur saman nið af nauðsyninni. (6)
25. Björninn lemur þann sem hann á. (7)
26. Gæti skilríkis. (5)
28. Slanga borðaði tré eins og sést á skreyttum. (10)
29. Það er sagt að karlmaður annars karls sé þræll. (9)
30. Dauða afkvæmið lendir hjá manninum. (8)
31. Upptekinn eftir að hafa farið í kaf. (12)
LÓÐRÉTT
1. Hassmolar sem eru fóðurbætir. (11)
2. Uppalandi án stefnu er of undanlátssamur. (8)
3. Felum brandara um veikindin. (7)
4. Svartri kisu má koma fyrir í bjálka. (11)
5. Askar Bandaríkjamanna. (5)
6. Skítur sem hægt er að halda á að sveitabæ. (7)
9. Kaðall báls í arni. (6)
11. Sá sem ekki er hægt að sortera óf lokka ennþá við útivist á
sjó. (13)
12. Ljóðið um CTRL ALT Q inniheldur samstöfuna. (8)
13. Örðug kristnun getur orðið að málefnalegri ástæðu. (13)
16. Sjá hestasala útjaskaðan með ferðamanninum. (13)
18. Ungur fær menntaskóla krúnu við að gerast flækingur. (11)
20. Konan verður bjartari af ílátum sem innihalda feiti. (11)
21. Mislagt og iðulega í félagsskapnum. (9)
23. Skjátlist um smærri en ekki jafn smærri. (8)
27. Líam kemur aftur, OK, fyrir júní. (6)
Rússneska stórmeistaranumVladimir Kramnik skaut uppá stjörnuhimininn á ólympíu-
mótinu í Manila 1992 þegar hann
hlaut 8½ vinning af 9 mögulegum
fyrir sigurlið Rússa rétt nýorðinn 17
ára gamall. Honum var spáð mikilli
velgengni á næstu árum og það gekk
eftir þótt gamli heimsmeistarinn
Botvinnik hafi á stundum ekki verið
ánægður með þennan gamla nem-
anda sinn: „Hann reykir, drekkur og
tapaði með skömm fyrir Kamsky í
einvígi,“ sagði hann í viðtali árið
1994. Kramnik er löngu búinn að
hlaupa af sér hornin; sigurganga
hans undir lok síðustu aldar var
mögnuð og svo kom HM-einvígið við
Kasparov í London haustið 2000 sem
Kramnik vann 8½:6½ án þess að
tapa skák. Herstjórnarkænska hans
þar tók öllu fram sem áður hafði sést
á þessum vettvangi.
En næstu ár voru Kramnik erfið,
sviptur titli tókst Kasparov auðvitað
að markaðssetja sig sem skákmann
nr. 1 í heiminum en árið 2005 dró
hann sig í hlé. Kramnik vann heims-
meistaraeinvígið við Topalov í Elista
2006 en tapaði svo titlinum í hendur
Anand árið 2008. Hann var afar ná-
lægt því að vinna áskorunarréttinn í
London í vor en tapaði í síðustu um-
ferð fyrir hinum óútreiknalega Va-
silí Ivantsjúk. Á heimsbikarmótinu í
Tromsö er hann kominn í úrslita-
einvígið og teflir þar við landa sinn
Dimitry Andreikin. Það er stór
spurning hvort Kramnik sé ekki sá
skákmaður í dag sem gengur næstur
Magnúsi Carlssyni að styrkleika. Í
Tromsö náði Kramnik að jafna sak-
irnar við téðan Ivantsjúk í fjórðu
umferð. Hann er afar slægur í
tæknilegum stöðum á borð við þá
sem kom upp eftir flækjur miðtafls-
ins:
Ivantsjúk – Vladimir Kramnik
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 Rbd7 7. c5 Rh5
8. Bd3 Rxf4 9. exf4 b6 10. b4 a5 11.
a3 c6 12. 0-0 Dc7 13. g3 Ba6 14.
Bxa6 Hxa6 15. De2 Hfa8 16. b5
cxb5 17. Rxd5 exd5 18. Dxe7 Hc8
19. Hab1 bxc5 20. Hxb5 He6 21.
Dg5 h6!
Endurbót Kramniks á skák Ar-
onjans og Giris í Wijk aan Zee 2012.
Þar var leikið 21. … Hb6 22. a4 og
hvítur vann eftir 43 leiki.
22. Dxd5 Hd6 23. Da2 Dc6 24.
De2 cxd4 25. Hfb1 a4 26. Re1 Rc5
27. Rd3 Rxd3 28. Dxd3 Dc3 29. Hd1
He6!
Með hugmyndinni 30. Dxd4
He1+! 31. Kg2 Dc6+ og vinnur
hrók.
30. He5 Hxe5 31. fxe5 Db3 32.
Dxd4 Dxa3 33. Kg2 Db3 34. Dd7
Ha8 35. Hd3 De6! 36. Db7
Ivantsjúk gast ekki að 36. Dxe6
fxe6 37. Ha3 Kf7 þótt jafnteflið sé
ekki langt undan í því tilviki.
36. … Dc8 37. Df3 Ha5 38. Ha3
De8 39. De4 g6 40. f4 h5 41. h4 Kg7
Vegna frípeðsins á svartur nokkra
vinningsmöguleika í þessari stöðu.
Án þess að Kramnik hafi spilað út
nokkru sem máli skiptir leikur Iv-
antsjúk af sér, 42. Kf2 eða 42. Kh2
ætti að duga til jafnteflis .
42. Db4? Dc6+ 43. Kf2 Hb5! 44.
Dd4
Eða 44. Dxa4 Hb2’45. Ke3 Dc5’46.
Kd3 Hg2! o.s.frv.
44. … Dc2+ 45. Kf3 Hb2!
Þungu fallstykkin sjá um mát-
sóknina. Svartur gafst upp.
Lausnin
Gunnar Finnlaugsson sem býr í Sví-
þjóð var fljótur að finna lausnina á
hjálparmáts-dæminu sem birt var
fyrir viku:
Mát í 5. leik, RxH mát. Hvernig
féllu leikir?
Fyrsti leikurinn,1. e2-e4, er gef-
inn. Síðan kemur 1. … Rf6 2. f3
Rxe4 3. De2 Rg3 4. Dxe7+ Dxe7 5.
Kf2 Rxh1 mát!
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Kramnik á sigurbraut
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn með
nafni og heimilisfangi ásamt
úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morgun-
blaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 1.
september rennur út föstu-
daginn 6. september. Vinn-
ingshafi krossgátunnar 25.
ágúst er Helgi Gunnarsson,
Hagamel 38, Reykjavík. Hlýtur hann í verðlaun bók-
ina Fórnargjöf Móloks eftir Åsu Larsson. JPV gefur
út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang