Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 60
N icolas Anelka samdi við WBA hinn 4. júlí og er félagið sjötta liðið sem Frakkinn spilar fyrir á Englandi. Hann kom ungur að árum inn í lið Arsenal og sló strax í gegn, aðeins 18 ára. Hann var ein af fyrstu kaupum landa síns, Arsenes Wen- gers, sem þá var nýtekinn við. Kostaði Anelka hálfa millj- ón punda frá PSG og er enn talað um hann sem ein bestu kaup í sögunni. Eftir að Ian Wright hafði meiðst kom Anelka inn í liðið og var lykilmaður tímabilið 1997-1998 þegar liðið vann tvennuna; deild og bikar. Hann var markahæstur Arsenalmanna tímabilið 1998-1999 með 17 mörk en Arsenal mistókst að verja deildartitilinn og komst lítið áfram í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Arsenal voru orðnir pirraðir á framlagi hans og byrj- uðu að uppnefna hann „Le Sulk“, eða fýlupokan. Viðurnefni sem festist á honum. Hann skoraði 28 mörk fyrir félagið en sagði að breska pressan væri of vond við sig og vildi burt frá Englandi. 45 daga bann hjá Real Madrid Hinn 2. ágúst 1999 samdi hann við Real Madrid fyrir 22,3 milljónir punda, sem þá var met hjá Madrídarliðinu. Vistin á Spáni var honum erfið. Hann byrjaði vel en féll fljótlega í ónáð meðal stuðningsmanna, samherja og þjálf- arans. Hann fékk 45 daga bann frá æfingasvæðinu fyrir að neita að æfa eitt sinn og Vincente del Bosque, sem þá stýrði Real, var ekki hrifinn af tilburðum Frakkans unga. Þrátt fyrir það skoraði hann nokkur mikilvæg mörk og byrjaði úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Valencia aldamótaárið 2000 sem Real vann. Anelka skoraði markið sem kom þeim þangað. Anelka sneri aftur heim til PSG fyrir 22 milljónir punda en stoppaði stutt þar einnig. Ástæðan var enn sú sama. Framlag inni á vellinum og sam- band hans við þjálfarann var ekki gott. Ungur Brassi, Ronaldinho, var þá að koma upp hjá PSG og gekk þeim vel saman inni á vellinum. Lið PSG var frábært þetta tíma- bil með menn eins og Sylvain Distin, Mauricio Pochettino, Gabriel Heinze, Jay Jay Okocha, Laurent Robert og Mikel Arteta, sem var herberg- isfélagi Ronaldinhos hjá PSG. Ut- an vallar var allt annað upp á teningnum hjá Anelka og þrjátíu mánuðum eftir að hafa yfirgefið Arsenal fór hann til Liverpool á lánssamning. Þar hjálpaði hann liðinu að ná öðru sætinu í deildinni og skoraði mörg mikilvæg mörk. Stjóri Liv- erpool, Gérard Houllier, ákvað hins vegar að bjóða honum ekki samning heldur samdi við annan skapofsamann, El Hadji Diouf. England, Tyrk- land, England, Kína, Ítalía, England Nú var Anelka ánægður á Englandi og bræður hans, Didier og Claude, sem þá voru umboðsmenn hans og höfðu hrikalegt orðspor, seldu Anelka til Manchester City á 13 millj- ónir punda. Þar gekk allt í haginn undir stjórn Kevins Keegans. Hann var markahæstur tvö tímabil í röð en bræðurnir þurftu salt í graut- inn og seldu hann nokkuð óvænt til Tyrk- lands þar sem Anelka gekk í raðir Fener- bahce og kostaði sjö milljónir punda. Þar varð hann meistari 2005 en England kallaði enn á ný og var Anelka seldur til Bolton á átta milljónir punda árið eftir. Eitthvað hafa bræðurnir fagnað þeim aurum. Bolton hins vegar gekk illa 2007-2008-tímabilið og var Anelka seldur til Chelsea í jan- úarglugganum á 15 milljónir punda og Fýlupoki af bestu gerð NICOLAS ANELKA KOMST Í FRÉTTIRNAR Í VIKUNNI EFTIR AÐ HAFA FENGIÐ FRÍ FRÁ ÆFINGUM OG KEPPNI MEÐ WBA. ORÐSPOR KAPPANS ER EKKERT TIL AÐ HRÓPA HÚRRA FYRIR, HANN HEFUR YFIRLEITT VERIÐ TIL VANDRÆÐA HVAR SEM HANN HEFUR KOMIÐ OG FARIÐ Í FÚSSI FRÁ LIÐUM SÍNUM. MEIRA AÐ SEGJA LANDSLIÐINU. aftur glöddust bræðurnir. Í fjögur ár var hann í herbúðum Chelsea og vann þar nokkra titla. Hann fór þó á vítapunktinn í Moskvu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2008 og klikkaði. Lét Edwin van der Sar verja frá sér og kenndi Avr- am Grant um vítaklúðrið; sagði að Grant hefði skipt sér of seint inn á og án þess að hafa hitað nægilega upp. Vítisklúðrið varð til þess að Manchester United vann Meistaradeildina þetta árið. Síðasta mark sitt fyrir Chelsea skoraði hann gegn WBA í fyrstu umferðinni. Fjórtán leikjum síðar var hann fallinn í ónáð hjá André Villas- Boas, sem þá stýrði Chelsea. Boas bannaði þeim Alex að nota bílastæði leikmanna, lét hann æfa með unglingaliðinu og hann mátti ekki nota búningsklefa aðalliðsins. Skömmu síðar samdi hann við kínverska liðið Shanghai Shenhua þar sem hann fékk risasamning. Héldu flestir sparkspekingar að Anelka væri bara að maka krókinn, svona áður en hann legði skóna á hilluna. Þegar hann var svo settur í þjálfaraliðið héldu flestir að skórnir væru farnir upp í hillu. En því fór fjarri. England heillaði á ný með stuttu stoppi hjá Juventus þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna deildina. WBA kom og bauð honum góðan samning og sagðist Anelka vilja enda feril sinn þar. Endaði landsliðsferilinn í hálfleik Varla er hægt að minnast á Nicolas Anelka án þess að tala um landsliðsferil hans. Hann var ekki valinn í landsliðið sem varð heimsmeistari 1998 en var lykilmaður á EM árið 2000 þeg- ar liðið fagnaði sigri. Á milli 2001 og 2007 kom hann yfirleitt inn á sem varamaður. Þegar Dji- bril Cissé meiddist fyrir HM 2006 var Sidney Govou kall- aður í hans stað. Anelka sat heima. Landsliðsferli hans lauk í hálfleik á HM í Suður-Afríku í 2:0-tapi Frakklands gegn Mexíkó. HM í Suður- Afríku er nokkuð sem Frakkar vilja gleyma – helst sem fyrst. Þegar liðin gengu inn í búningsherbergi hellti Anelka úr skálum reiði sinnar yfir Raymond Dome- nech landsliðsþjálfara. Hvern djöfulinn ætti það að þýða að setja hann á kantinn! Endaði hann öskrin á svo ljótum orð- um að þau verða ekki höfð eftir hér. Hann neitaði að biðjast af- sökunar og var rekinn heim. Seinni hálfleikur var ekki hafinn. Leikmenn urðu æfir og neituðu að æfa daginn eftir. Fóru í verkfall – á miðju HM! Fékk Anelka 18 leikja bann fyrir vikið sem hann sagðist sjálfur hafa hlegið að. Hann væri hvort sem er hættur með lands- liðinu. Anelka er múslimi síðan 2004 og tók upp nafnið Abdel-Salam Bilal Anelka. Hann kvæntist Barböru Tausia 2007 og á með henni tvö börn, Kais og Kahil. Hann segir að trúin hafi hjálpað sér mikið. „Ég er miklu rólegri núna og allt sem ég geri er mjög yf- irvegað,“ sagði kappinn. Anelka komst aft- ur í fréttirnar í vikunni eftir að hafa feng- ið frí frá æfingum og keppni með WBA. Góðvinur hans og umboðsmaður féll frá og var Anelka yfirbugaður af sorg. Hann er þó búinn að jafna sig, kominn aftur til starfa og mun líklega klára tímabilið og sinn litríka feril með WBA í vor. Ferill Anelka er æði skrautlegur. Yfirleitt endar dvöl hans hjá félögum með miklu drama og sprengjum. Arsenal, Real Madrid, PSG, Chelsea, Bolton og franska landsliðið hafa öll fengið að kenna á Anelka. AFP 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 * „Allir hjá knattspyrnusambandinu eru trúðarog ekkert annað. Ég er að springa úr hlátri.“Anelka eftir að hafa verið rekin heim frá HM 2010.BoltinnBENEDIKT BÓAS HINRIKSSON benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.