Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 21
Stokkseyri er skammt austan Eyrarbakka, á Þjórsárhrauni og tilheyrir sveitarfélaginu Árborg. Þar hefur verið kirkja frá fornu fari. Á 19. öld var mikil sjósókn frá Stokkseyri og voru þá byggðar allmargar verbúðir og er Þuríðarbúð dæmi um slík híbýli. Helstu atvinnuvegir eru útgerð og landbúnaður, auk þjónustu og iðnaðar. Íbúar eru um 470 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Hulda Kristín Kolbrúnardóttir er 16 ára söngkona frá Stokks- eyri. Hún syngur með hljóm- sveitinni Aragrúa sem m.a. spilaði á Iceland Airwaves í síðustu viku og þá var hún val- in besti söngvarinn í Músíktil- raunum 2013 þar sem hljóm- sveitin lenti í þriðja sæti. „Ég hef verið að syngja alveg síðan ég var lítil. Ég vann söng- keppni barnanna á Þjóðhátíð þegar ég var lítil, kannski kviknaði áhuginn þar,“ segir Hulda. Fyrir utan það að vera söng- kona er Hulda í námi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og tekur þangað strætó á hverjum degi. Þar í bæ fer hún líka á æfingar Ara- grúa, en aðrir meðlimir sveit- arinnar eru búsettir á Selfossi. Aragrúi spilaði á Airwaves um daginn og segir Hulda það hafa verið mikla upplifun. „Okkur var vel tekið, þetta var rosalega skemmtilegt og allt gekk mjög vel. Svo söng ég líka bakraddir með Kiriyama Family í Hörpu á laugardag- inn.“ Að vera 16 ára söngkona og koma fram á Airwaves, er það ekki ágætis árangur? „Jú, ég er alveg sátt við það.“ annalilja@mbl.is Sextán ára Stokkseyrarstúlka söng á Airwaves Hef verið að syngja síðan ég var lítil Morgunblaðið/Ómar Efnileg söngkona Hulda Kristín syngur með hljómsveitinni Aragrúa. Páll segist lítið verða var við neikvæð viðbrögð frá t.d. dýraverndunar- sinnum vegna veiðanna eða safnsins. „Ætli ég yrði ekki síðasti mað- urinn til að heyra það. En það hafa sjálfsagt margir ýmiskonar álit á mér fyrir þetta. En það angrar mig ekki neitt. Flest af því fólki sem er á móti veiðum veit ekk- ert um út á hvað þetta gengur og gerir sér ekki grein fyrir að þegar upp er staðið eru það skotveiðimenn- irnir sem eru mestu náttúruverndarsinnarnir.“ Hvað áttu við með því? „T.d. að hér á landi eru allar rann- sóknir á villtum íslenskum dýrum borgaðar af skot- veiðimönnum. Þegar ég fer t.d. til Suður-Afríku og borga þar fyrir veiðileyfi þá veit ég að hluti af þeim peningum fer til þess að greiða fyrir náttúruvernd.“ SEGIR VEIÐIMENN NÁTTÚRUVERNDARSINNA Yrði síðasti maðurinn til að heyra gagnrýni Snertið ekki Á skilti í gini krókódíls standa tilmæli til gesta Veiðisafnsins um að halda að sér höndum. Einstakt Svartur og hvítur stendur sebrahestur á gólfi á Stokkseyri. Hvergi á Íslandi er hægt að sjá jafn fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra og gefur á að líta í Veiðisafninu á Stokkseyri. Þar eru einnig settar upp sérsýningar. ýmis önnur dýr sem fæstir myndu treysta sér til að standa auglitis við. Hefurðu aldrei komist í hann krapp- an á veiðunum? „Jú, margoft. Þegar komið er í návígi við dýr á borð við ljón, nashyrninga eða buffalóa þá á maður 50/50 séns. Það er bara þannig. En það furðuleg- asta sem ég hef lent í var hérna heima. Uglur hafa ráð- ist á mig í þrígang á veiðislóðum. Þær koma gjör- samlega hljóðlaust að, steypa sér niður og lemja með vængnum. Mér brá óskaplega þegar ég lenti fyrst í þessu, ég get ekki lýst því. En þegar ég lenti í þessu í þriðja skiptið … ja, ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi.“ Lítil trémús er í uppáhaldi Svar Páls, þegar hann er spurður um uppáhalds- dýrið sitt á safninu, kemur á óvart. Það er hvorki stælt ljónið, státinn gíraffinn né óárennilegur krókódíllinn. „Uppáhaldsdýrið mitt hér er lítil trémús sem Reynir sonur minn skar út og gaf mér og hún fær að vera með hér í sýningarborði á safninu.“ af þessu svæði, þær eru flestar um fátækt fólk sem varð úti eða fékk önnur ömurleg örlög, rétt eins og flestar íslenskar draugasögur.“ Gestir Draugasetursins eru bæði Íslendingar og útlendingar og það er t.d. vinsæll viðkomustaður vinnustaðahópa sem koma þangað í óvissuferðir. Í setrinu er svefn- pokapláss og segist Einar ekkert geta sagt til um um hvort drauga- gangur sé innifalinn í gistigjaldinu. „Það er eitthvað sem fólk verður að komast að sjálft,“ segir hann. Er munur á íslenskum draug- um og draugum annarra þjóða? „Já, ég held það. Erlendis er oft tal- að um hvítar verur sem stundum tengjast einstökum byggingum, oft einhver frægðarmenni. En hérna eru þeir í rauninni út um allt.“ Einar segir að hér á landi hafi áður fyrr verið kjöraðstæður fyrir drauga. „Í öllu þessu myrkri verður til hræðsla. Þá fer ímyndunaraflið að spinna og þannig verða sög- urnar til.“ Draugur Einn af ókræsilegum íbú- um Draugasetursins rís upp úr gröf sinni og hrellir viðstadda.  Næst verður fjallað um Selfoss á 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á morgun Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið um Veiðisafnið. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Lifandi samfélag í alfaraleið Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri www.arborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.