Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 20
SUÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
STOKKSEYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hvað eiga ljón, gíraffi, antílópa, sebrahestur og strútur
sameiginlegt? Öll þessi dýr og fjölmörg önnur bæði af
erlendum og innlendum slóðum er að finna á Veiðisafn-
inu á Stokkseyri. Reyndar eru þau uppstoppuð, svo því
sé nú haldið til haga, en eigandi dýranna og safnsins er
Páll Reynisson sem einnig skaut þau langflest.
„Ég hef líklega veitt um 98% af dýrunum,“ segir
Páll. „Hér heima, í Grænlandi, Norður-Ameríku, Sví-
þjóð og Suður-Afríku. Ég er rétt að byrja, listinn er
langur yfir þau lönd sem mig langar til að veiða í.“
Hvert var upphafið að Veiðisafninu? „Safnið byrj-
aði með tveimur uppstoppuðum fuglum. Áður en ég
vissi af var ég búinn að sprengja utan af mér þrjú hús í
Reykjavík. Ég flutti hingað á Stokkseyri með safnið
mitt 1999, sífellt fleiri vildu skoða dýrin mín og þegar
meira en 1.000 manns höfðu gengið í gegnum eldhúsið
mitt á hálfu ári, hugsaði ég með mér að ég gæti alveg
eins sett upp safn með auglýstum tíma og öllu því sem
fylgir. Það gerði ég árið 2004 ogðan hefur safnið stækk-
að um meira en helming.“
Á Veiðisafnið kemur fjöldi gesta á ári hverju. Auk
dýranna sem Páll hefur fellt eru á safninu ýmsir munir
frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Þá er þar alltaf byssu-
sýning fyrstu helgina í mars. Til sýnis eru um 250 gripir
og þegar skotvopn eru til sýnis bætast um 50 slík við.
Sum þeirra skotvopna eru byssur sem Páll hefur fellt
dýrin með, önnur eru safngripir.
Ljón með sætu bragði
Nánast öll þau dýr sem Páll skýtur erlendis lætur
hann stoppa upp í viðkomandi löndum og flytur þau
þannig hingað heim. „Ég sækist eftir þeirri sérþekkingu
sem er til staðar í heimalandi dýrsins.“
Hann skipuleggur allar sínar veiðiferðir án milli-
liða. „Ég vinn þetta algjörlega sjálfur frá A til Ö. Ég bý
til skotin, veiði dýrið, smíðaði húsið sem safnið er í, set
upp sýningar og þar með er talin öll hönnunarvinna og
lýsing, ljósmyndun, merkingar og textagerð. Allt saman
nema uppstoppunin.“
Páll segist vera söfnunarveiðimaður. „Munurinn á
mér og svokölluðum kjötveiðimanni er sá að hjá mér er
allt dýrið gjörnýtt, en kjötið er selt öðrum. Hefur þú
snætt eitthvað af dýrunum í safninu? „Já, allt saman.“
Hvernig bragðast ljón? „Það er nokkuð sérstakt, með
sætum keim. Krókódíll er býsna góður, sömuleiðis antíl-
ópa og sebrahestur.“
Í safninu eru t.d. ljón, vígalegur tígur, krókódíll og
Páll á fullt hús
af villtum dýrum
Hefur veitt dýr víða um heim og segist vera rétt að byrja
Morgunblaðið/Ómar
Veiðimaður Páll hefur veitt nánast öll þau dýr sem eru til sýnis í Veiðisafninu. Meðal þeirra eru þessi tvö ljón sem
hann veiddi í Afríku. Þau voru stoppuð upp þar, en Páll lætur stoppa dýrin upp í löndunum sem þau eru veidd í.
Stytta af tónskáldinu Páli Ísólfssyni var afhjúpuð á Stokkseyri 12. október síð-
astliðinn. Reyndar var þetta í annað skiptið sem styttan var afhjúpuð, en hún
hafði áður staðið við Ísólfsskála í 40 ár. Nú stendur hún til móts við Þuríðarbúð
og var flutt þangað í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Páls.
Páll fæddist á Stokkseyri 12. október árið 1893. Hann lagði stund á nám í org-
el- og píanóleik í Reykjavík, Leipzig í Þýskalandi og í París og hélt orgeltónleika
víða um Evrópu. Páll var einn forystumanna í íslensku tónlistarlífi, hann var t.d.
stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur um áratugaskeið og skólastjóri Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Páll Ísólfsson lést árið 1974. annalilja@mbl.is
Stytta tónskálds á nýjan stað
Morgunblaðið/Ómar
Minnismerki Ragnar Kjartansson myndhöggvari gerði styttuna af Páli.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Rammíslenskir draugar og for-
ynjur, mórar, skottur og annað ill-
þýði hefur hreiðrað um sig í um
1.000 m² rými í Draugasetrinu sem
er í fyrrverandi hraðfrystihúsi við
höfnina á Stokkseyri. Draugasetrið
er myrkt völundarhús, þar sem
draugar leynast í skúmaskotum og
rísa upp, reka upp baul eða önnur
óhljóð þegar síst skyldi.
„Sumir halda að við séum ein-
hvers konar tívolí,“ segir Einar
Ingi Magnússon hjá Draugasetrinu.
„En svo er ekki, heldur eru hér
sagðar sögur 24 drauga, margir
eru meðal frægustu drauga lands-
ins, aðrir eru af svæðinu. Svona
„lókal“ draugar.“
Flestar draugasögur
um fátækt fólk
Einar segir fjölmargar
draugasögur ættaðar frá Stokks-
eyri og nágrenni. „Hér bjó svo
margt fólk. Þar sem er fólk, þar eru
líka draugar. En það er ekkert sér-
stakt sem einkennir draugasögur
Mórar, skottur og
ýmiskonar illþýði
Ísland er kjörlendi fyrir drauga
Morgunblaðið/Ómar
Á Draugasetrinu Einar Ingi segir
myrkrið á Íslandi hafa ýtt undir að
draugasögurnar urðu til.
Fjölmargir sem hafa látið að sér
kveða í samfélaginu, hver með sínu
móti, eru frá Stokkseyri eða eiga
rætur þar. Fyrst má nefna Margréti
Frímannsdóttur, fv. alþingismann og
nú fangelsisstjóra á Litla-Hrauni.
Hún er alin upp eystra og ættmenni
hennar voru meðal annars karlar
sem fyrr á tíð létu að sér kveða, til
dæmis í verkalýðsfélagi staðarins.
Sjálf var Margrét, sem nú býr í Kópa-
vogi, áhrifamanneskja í þessari
heimasveit sinni og varð oddviti
Stokkseyrarhrepps kornung.
Frá bænum Móhúsum er Kristín
Guðjónsdóttir, eiginkona Karls Sig-
urbjörnssonar, fyrrverandi biskups
Íslands. Bróðir Kristínar er Jón
Adolf, sem lengi var bankastjóri Bún-
aðarbanka Íslands.
Frá Ranakoti á Stokkseyri er Hin-
rik Bjarnason sem starfaði í áratugi
hjá Sjónvarpinu og var í fyrndinni
umsjónarmaður barnatíma þess.
Bærinn Holt er nokkuð ofan við
Stokkseyri. Fjölmenn ætt er kennd
við bæinn og meðal fólks af henni
má nefna Hákon Sigurgrímsson sem
lengi var framkvæmdastjóri Stétt-
arsambands bænda. Aðrir Holts-
menn eru t.d. Guðmundur Vernharðs-
son sem rekur gróðrarstöðina Mörk í
Fossvogi í Reykjavík og Bjarki Svein-
björnsson tónlistarfræðingur sem
meðal annars hefur verið umsjón-
armaður ýmissa útvarpsþátta.
Kunnastur Stokkseyringa fyrr og
síðar er sennilega Páll Ísólfsson
dómorganisti. Hann var frá Ísólfs-
skála en margir þekktir borgarar eru
af því kyni. Þar má ýmsa tiltaka, svo
sem sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Hún
þjónar við Dómkirkjuna í Reykjavík,
en var til skamms tíma prestur í af-
leysingum eystra og þjónaði þá
sóknunum á Stokkseyri, Eyrarbakka
og í Gaulverjabæ í Flóa.
Frá bænum Grund, sem er austast
á Stokkseyri, er Ásta Stefánsdóttir
lögfræðingur sem sl. þrjú ár hefur
verið framkvæmdastjóri sveitarfé-
lagsins Árborgar. Fer vel á því að
Stokkseyringur sinni starfinu, en ár-
ið 1998 sameinuðst Stokkseyrar-,
Eyrarbakka- og Sandvíkurhreppur
Selfossi. Úr varð sveitarfélagið Ár-
borg. Íbúar þess eru í dag 7.826 og
þar af eru Stokkseyringar 465.
sbs@mbl.is
Margir kunnir borgarar eiga
rætur sínar á Stokkseyri
Margrét
Frímannsdóttir
Kristín
Guðjónsdóttir
Skálinn veitingahús
483 1485
Við veitum góða þjónustu á
Stokkseyri