Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ✝ Jóhannes Guð-mundur Rúnar Bjarnason fæddist 1. maí 1945. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 28. október 2013. Móðir hans hét Jóhanna Vilhjálms- dóttir, f. 1922, d. 2001. Fósturfor- eldrar hans voru Jóhanna Þuríður Einarsdóttir, frá Fremra-Hálsi í Kjós, f. 20.6. 1913, d. 29.7. 1954. Faðir Jó- hannesar var Bjarni Jón Garð- ar Jóhannesson, frá Reykjavík, f. 17.10. 1908, d. 14.9. 1958. Jó- hannes átti 8 hálfsystkini, þau eru, Bjarni Þór Friðþjófsson, f. 1940, Hulda Friðþjófsdóttir, f. 1943, Jón Kr. Stefánsson, f. 1948, Sesselía Stefánsdóttir, f. 1951, Lilja Stefánsdóttir, f. Alexander Bjarni, f. 2011. Sop- hie Hanna, f. 2000, Svanhvít Líf, f. 2005, Kristján Máni, f. 2007 og Héðinn Dagur, f. 2010. 4) Rúnar Jóhannesson, f. 1973. Maki Sif Sigurðardóttir, f. 1973. Börn þeirra eru Dagný Ásta, f. 1993, Hólmfríður Brynja, f. 1994, Eyrún Tara, f. 2001 og Sigurður Tumi, f. 2004. Jóhannes var gefinn við fæð- ingu og ættleiddu Jóhanna og Bjarni hann og ólu hann upp sem sinn son. Þau reyndust honum vel en létust bæði ung að árum og stóð Jóhannes þá uppi einn á unglingsaldri sem markaði líf hans verulega. Jó- hannes bjó í Reykjavík alla sína ævi, lengst af starfaði hann sem vélstjóri til sjós, einnig vann hann sem stál- smiður, bifvélavirki og vélvirki til margra ára. Hann var mikill tónlistarunnandi og vísnagerð var honum hugleikin, var vel lesinn og að rökræða hafði hann gaman af. Útför Jóhannesar fer fram í Dómkirkjunni í dag, 8. nóv- ember 2013, klukkan 15. 1954, Stefán Jó- hann Stefánsson, f. 1957, Haraldur Stefánsson, f. 1960 og Elín Þóra Stef- ánsdóttir, f. 1965. Jóhannes giftist Stefaníu Stef- ánsdóttur frá Vatnsenda í Ólafs- firði árið 1967. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jó- hanna Anna Jóhannesdóttir, f. 1966. Maki Vigfús Jóhann- esson, börn þeirra eru Linda, f. 1989, Íris Ósk, f. 1997 og Eva Dögg, f. 2000. 2) Stefán Jó- hannesson, f. 1969. 3) Bjarni Jóhannesson, f. 1971. Maki Sæ- unn Harpa Kristjánsdóttir, f. 1977. Börn þeirra eru Tinna Rut, f. 1988, Brynjar Már, f. 1990, maki Stella Valdís Gísla- dóttir, f. 1990, sonur þeirra er Elsku afi Jóhannes, lífið er fagurt og fullt af ást. þó eitt vissir þú manna best, að lífið er ekki dans á rósum. Lífið er erfitt og ósanngjarnt, því fylgir ósigrandi þjáning, andstyggð og hatur. Það harma ég. Þú gafst mér lífið. Hleyptir mér inn í þessa veröld. Kenndir mér að skilja, og að sumt er óskiljanlegt. Við dönsum lifandi, og veröldin geymir lifandi rósir. Ég þakka þér. Vinnusemi og góðmennska. Víkingablóð í æðum. Vindurinn á móti blés. Kreppa og ávani. Ekkert gat haggað þér. Við gátum verið góðir vinir. Minninguna geymi ég. Nú ert þú kominn á betri stað. Stoltur skilur þú eftir gott fólk. Nú sé ég þig glaðan, ég heyri í syngjandi englum og í kring flögra hvít rósablöðin. Ég kveð þig með ást og virðingu. Hvíldu nú í friði. Ég óska mér betri heims, þar sem hver stétt og staða er virt og metin til jafns. Þar ríkir réttlætið. Þar er skortur, sjúkdómar og hvers konar eymd ekki til. Þá er dauðinn nýtt upphaf betri heims. Elsku pabbi og ástvinir, megi allar góðar vættir vaka yfir ykk- ur og styrkja á þessum erfiða tíma. Tinna Rut Bjarnadóttir. Elsku afi, takk fyrir góðar stundir. Okkur fjölskyldunni er sérstaklega minnisstætt þegar þú heimsóttir okkur, þegar þú hittir eina barnabarnabarnið þitt í fyrsta sinn og þið lékuð ykkur saman eins og hinir bestu mátar. Okkur er ljúft að minnast þín. Með þessum texta úr fallegu lagi eftir Bubba Morthens kveðjum við þig hinstu kveðju. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku pabbi, Guð verndi þig, blessi og styrki. Brynjar Már, Stella og Alexander. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku afi, minn- ing þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Sophie Hanna, Svanhvít Líf, Kristján Máni og Héðinn Dagur. Það var skrýtin tilfinning að eignast allt í einu eldri bróður um tvítugt. Það hlýtur þó að vera talsvert undarlegri tilfinning að fá ekki að vita um faðerni sitt. Jó- hannes hálfbróðir minn kom ekki í heiminn við neinar kjöraðstæð- ur. Móðir okkar var sett í fóstur þegar hún var kornabarn og hafði vart slitið barnsskónum þegar hún gekk í hjónaband og eignað- ist sitt fyrsta barn á átjánda ári og annað þremur árum síðar. Þá missti hún mann sinn er hann fórst með skipi og hún stóð ein uppi ríflega tvítug með tvö ung börn. Það varð að ráði að hún lét frá sér yngra barnið, fósturfor- eldrarnir fóstruðu það eldra um stund en sjálf fór hún til borg- arinnar í atvinnuleit. Að einhverj- um tíma liðnum varð hún ófrísk af Jóhannesi og lét frá sér nýfætt barnið til fólks sem fóstraði hann fyrstu árin. Kringumstæður þess að hún lét barnið frá sér eru okk- ur ókunnar og faðernið gaf hún aldrei upp. Þegar Jóhannes var enn ungur að árum féllu fósturforeldrar hans frá og örlögin höguðu því þannig að hann var sendur á stað, sem fleiri ungir drengir, er líkt var ástatt um, voru sendir til í þá daga. Vistin var þeim mörgum erfið. Það má því segja að vegur lífsins hafi verið grýttur á upp- hafs- og mótunarárum Jóhannes- ar. Honum tókst þó að koma und- ir sig fótunum, stofna fjölskyldu og koma upp börnum. Aðstæður höguðu því þannig að ég hef haft eilítil og góð kynni af sumum barnabörnum hans í gegnum íþróttastarf og háskólakennslu. Samskipti okkar Jóhannesar voru lítil framan af. Við hittumst þó við og við og á tímabili nokkuð oft. Jóhannes gat verið kankvís og glettinn og hafði gaman af því að segja frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Það var margt og stundum sagði hann þannig frá, ekki ólíkt móður okkar, að ekki var alltaf ljóst hvernig ætti að túlka og meta frásögnina. Um þetta leyti var staða Jóhannesar orðin þannig að hann var löngum lasinn vegna líkamlegra innan- meina. Því gat hann ekki sótt vinnu, hann bjó orðið einn og tekjumöguleikar minni en áður. Kannski var kominn tími til að samfélagið bætti honum upp þrengingar æskuáranna. Því var þó ekki að heilsa, jafnvel þótt ýmsir reyndu að rétta hans hlut. Jóhannes var skiljanlega ekki alltaf tilbúinn að fara að leiðbein- ingum samfélags sem hafði leikið hann grátt á viðkvæmum tímum. Hann gat því verið í uppreisnar- hug gegn kerfinu, ekki hvað síst þegar honum fannst hallað á fé- laga sína. Þá sýndi hann þeim samhygð í verki, því af henni átti hann nóg þrátt fyrir allt. Nú vaknar spurningin um hvort maður hefði átt að gera eitthvað annað og meira. Lífs- hlaup Jóhannesar er athyglisvert út af fyrir sig, en það segir líka sitt um íslenskt samfélag um og upp úr miðri síðustu öld. Sú saga var dulin þar til frásagnir birtust í fjölmiðlum um meðferð á börn- um sem ekki þykir til fyrirmynd- ar. Nú er Jóhannes allur og saga hans að baki, bæði þyrnum og rósum stráð, saga sem við þekkj- um aðeins að hluta en vitum þó að var að ýmsu leyti merkileg. Ég votta afkomendum Jó- hannesar innilega samúð mína við fráfall hans. Stefán Jóhann Stefánsson. Jóhannes G. Bjarnason Ó, blessuð veri, móðir, minning þín svo mild og blíð; hún er það ljós, er aldrei, aldrei dvín en alla tíð mun börnum þínum harma huggun best, er hjörtun þjást og syrtir allra mest. (G. Frímann) Svo kvað ungur maður í minn- ingu konu er var móðir, tengda- móðir og amma. Þessi hlutverk ræktir þú af elsku þinni og hlýju. Eitt sinn er nafna þín var lítil velti hún því fyrir sér hvers vegna flestir á hennar aldri ættu tvær ömmur og jafnvel tvo afa en hún aðeins eina ömmu. Viltu fleiri ömmur? spurði ég. Nei, það var ekki ástæðan fyrir vangaveltum hennar. Hún þyrfti ekki aðra ömmu því hún ætti bestu ömmu í heimi. Þú varst amman sem gaf elsku sína, hlýju og umburðarlyndi. Sem klappaði á litla kolla, sefaði grát og þerraði tár og setti plástur á sárin. Þú last og sagðir sögur, prjónaðir sokka og vettlinga fyrir kalda fætur og hendur. Þú veittir skjól og varst alltaf til staðar. Þannig amma varstu börnum okk- ar Sverris. Við áttum samleið í rúm 38 ár. Þú tókst á móti mér sem tengda- dóttur af ljúfleika og hlýju, og milli okkar myndaðist það góða og mikla samband er varði alla tíð. Og nú ertu farin. Eftir stendur minning um góða konu, lágvaxna, hnellna og hláturmilda. Þú varst afskaplega vel gefin og dugleg. Sjálfstæð og föst fyrir, þú hafðir miklar skoðanir á mönn- um og málefnum, fylgdist vel með þjóðmálum og varst fróðleiksfús. Ýmislegt vakti athygli þína og oft- ar en ekki lastu fyrir mann stúf úr blaði eða bók. Ef spaugilegt var þá hlóstu þínum dillandi hlátri og hver gat nú staðist hann. Þú hafð- ir mikinn áhuga á tónlist og það varst þú sem ég, sjálfur rokkar- inn, þakka að ég lærði að meta ýmis einsöngslög og aðra ljúfa tónlist. En ekki tókst mér að kenna þér að meta rokkið. Þú tal- aðir aldrei illa um nokkurn mann og réttlætiskennd þín var með eindæmum. Þú varst miðstöð frétta í fjöl- skyldunni. Til þín komu fréttirnar sem þú miðlaðir til annarra. Síð- ustu ár eignaðist þú keppinaut í þessum fréttaflutningi sem þú varst afskaplega gröm út í. Fa- cebook. Fannst þér miður ef fréttir inn- an fjölskyldunnar lentu fyrst þar og skiluðu sér seinna til þín. Frægt er orðið er Helga nafna þín tilkynnti á Facebook að hún og Hjalti hefðu ruglað saman reytum sínum. Einhver misskilningur varð er fréttin barst þér og hélst þú að trúlofun hefði átt sér stað. Þú skyldir ekkert í því að Helga hefði ekki látið þig vita persónu- lega. Bætt var úr því nokkrum mánuðum seinna er Helga hringdi í þig fyrsta manna með stóru fréttirnar. Þú varst alin upp í stórum syst- kinahóp í sveitinni sem þú elsk- aðir mest allra staða, Flókadal í Fljótunum. Ófáar stundirnar hef ég setið með þér og hlustað mér til mikillar ánægju á frásögur þínar úr æskunni þar sem mér ókunnugt fólk hefur orðið lifandi Helga Guðrún Guðvarðardóttir ✝ Helga GuðrúnGuðvarð- ardóttir fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum 7. febrúar 1925. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. októ- ber 2013. Útför Helgu fór fram frá Akureyr- arkirkju 31. októ- ber 2013. fyrir hugskotssjón- um mínum vegna mælsku þinnar og frásagnarhæfileika. Þar voru túnin grænust og himinn- inn bjartastur. Dýrmætar minn- ingarnar sem aldrei, aldrei dvína, munu vekja með mér bæði trega og gleði. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Helga, og hver veit nema við hittumst í annarri vídd. Þín Gunnhildur. Elsku amma Helga. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Í eigingirni okkar, af því að okkur þótti svo vænt um þig, þá vorum við á vissan hátt bú- in að gera þig ódauðlega. Þessi stund var svo fjarlæg. Amma Helga, eins og hún var kölluð meðal ættingja og jafnvel óskyldra, var afskaplega góð kona sem hugsaði alltaf fyrst um aðra. Hún var með eindæmum þolin- móð og barngóð og munum við systkinin ekki eftir að hafa heyrt styggðarorð af vörum hennar. Henni var það eðlilegt að sjá það góða í fólki. Hún sá hið spaugilega í svo mörgu, stóru og smáu, og alltaf stutt í dillandi hláturinn. Við systkinin fengum þau for- réttindi að eyða miklum tíma með henni í barnæsku. Heimili hennar var ævintýraheimur og þegar við komum í heimsókn var vinsælt að tína allt mögulegt til í leiki. Hús- gögn færð til og frá og gæran sí- vinsæla tekin fram. Stofan breytt- ist í sveitabæ, framandi borg, lest eða hvað sem okkur datt í hug og ævintýrafólk, kóngar og prins- essur, jafnvel jarmandi geitur þrömmuðu um gólf. Þegar amma Helga bakaði þá vorum við sjálf- skipaðir hjálparkokkar og töfraðir voru fram ástarpungar, kleinur og gómsætar lummur. Spilaáhugi ömmu Helgu var vel þekktur meðal ættingja og vina og oft var gripið í spil. Öll lærðum við helstu spil og kapla og oft var setið dag- langt við spilamennsku og mikið hlegið. Þá er ekki hægt að minn- ast ömmu Helgu öðruvísi en að minnast á prjónaskapinn, og nut- um við barnabörnin góðs af því þegar við klæddumst hlýjum prjónasokkum og vettlingum á köldum vetrardögum. Eftir því sem árin liðu fórum við í framhaldsskóla, eitt af öðru, og þar sem við bjuggum úti í sveit fengum við að vera hjá ömmu Helgu hluta af framhaldsskóla- göngu okkar. Það var góður tími þar sem oftar en ekki var gripið í spil og skrafað saman. Heimili ömmu Helgu var mið- punktur fjölskyldunnar. Ættingj- ar úti á landi komu oft í heimsókn til hennar og voru þá oft skemmti- legir endurfundir. Fræg voru matarboðin hjá henni, þá einna helst á jóladag, ekkert til sparað og enginn fór frá henni án þess að vera búinn að fá minnst þrírétta máltíð. Fjölskyldan skipti ömmu Helgu miklu máli og hún hafði gaman af því að hafa fjölskylduna í kringum sig. Toppurinn var að fara á ættarmót og hitta stórfjöl- skylduna. Þar voru spilin dregin upp og spiluð félagsvist við systk- ini og aðra ættingja. Amma Helga var mjög dugleg og sjálfstæð og þó svo heilsu hennar hafi hrakað smá seinustu ár, þá hafði hún samt heilsu til að búa í heimahúsi allt til loka, þar sem henni leið best. Elsku amma Helga, hvíldu í friði. Þín verður sárt saknað, við munum heiðra minningu þína alla tíð. Guðmundur Frímann, Sindri Þór og Helga Guðrún Sverrisbörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF VALGERÐUR JÓNASDÓTTIR frá Vogum, Mývatnssveit, Eyrarvegi 25, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugar- daginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Jónas Valgeir Torfason, Sigríður A. Whitt, Pétur Torfason, Ólína Fjóla Hermannsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra VALBORG GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, áður til heimilis í Þórufelli 14, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum föstudaginn 1. nóvember. Börn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR PÉTURSSON, fv. kaupfélagsstjóri, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Valdís Ragnarsdóttir, Pétur Ragnarsson, Jónína Ragnarsdóttir, Ólafur Jónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigurjón Ásgeirsson, Hanna Ragnarsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR leikskólastjóri, lést fimmtudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Dóra Björgvinsdóttir, Ingi Steinn Björgvinsson, Vera Buus Nielsen, Dagný Björgvinsdóttir, Jóhann S. Bogason, Bryndís Björgvinsdóttir, Brjánn Ingason, ömmubörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.