Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 31
skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Kristinn Einarsson. Okkur hjólafélagana langar að minnast Jóns Gunnars hjóla- félaga okkar í nokkrum orðum. Flestir okkar kynntust Jóni Gunnari þegar hann kom inn í mótorhjólafélagsskap okkar vor- ið 2003 þegar einnfélagann vant- aði liðsfélaga sem væri það gam- all að hann næði að keppa í 90+ flokkinum á Klaustri. Þar sem Jón var þá elsti keppandinn sem hafði tekið þátt í keppninni og því aldursforseti keppninnar var Jón oft nefndur Jón „forseti“ af okkur félögunum. Það verður mikil eftirsjá í Jóni fyrir okkur hjólafélagana, en Jón var svo duglegur að halda við gömlu mótókrossbrautinni við Blá- fjallaafleggjara að brautin er farin að bera nafn hans og geng- ur undir nafninu Jónsbraut. Jón notaði hugvitið til að slétta brautina því að hann smíðaði hefil sem hægt var að draga á bíl til að slétta brautina. Þessi hefill þótti það mikið galdratæki að gerðir hafa verið nokkrir svona heflar til að slétta brautir að fyrirmynd Jóns. Þó að Jón hafi ekki hjólað mikið þá var hann alltaf til í að hjálpa til við grjóttínslu og aðrar lagfæringar á mótorhjólabrautum sem aðrir mættu taka upp í minningu hans og þegar við nokkrir félagar tókum okkur til og brenndum spýtnabrakið úr Dverghamras- kála í járnkari nokkrar helgar fyrir fáum árum var Jón alltaf fyrsti maður mættur í þessa hreinsunarvinnu. Eftir að Jón veiktist lifði hann alltaf í voninni um að geta komist á mótorhjól, en ein ferð sem átti að fara í minningu föður hans um Kalda- dal upp í Borgarfjörð var eftir. Veikindi Jóns tóku þessa ferð frá honum, en Jón Gunnar, við félagarnir sem hjóluðum of lítið með þér heitum því hér að þessi mótorhjólaferð verður farin sem ferðin þín, Jón. Við kveðjum í dag góðan mótorhjólafélaga með því að fylgja honum hinstu ferð- ina á mótorhjólunum okkar. Fyrir hönd mótorhjólafélaga, Guðberg, Elvar og Hjörtur. Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæran samferðamann og vin, Jón Gunnar eða Nonna eins og hann var kallaður í okkar hópi. Kynni okkar hófust fyrir fjörutíu árum þegar sjö sam- rýmdar æskuvinkonur stofnuðu saumaklúbb sem lifað hefur all- ar götur síðan. Ekki fór hjá því að makar þessara ágætu kvenna kynntust einnig, því á vissum tímamótum kom allur hópurinn saman og gerði sér dagamun. Farið var í óvissuferðir sem ým- ist voru skipulagðar af körlun- um eða konunum. Einnig áttum við margar gefandi samveru- stundir í heimahúsum. Nonni var einstaklega þægilegur mað- ur í allri viðkynningu, hógvær, ræðinn og gleði fylgdi honum ávallt. Mikill náttúru- og útivist- armaður var hann og stundaði fjallgöngur af kappi. Fyrir hann var ganga eða hlaup á Esjuna jafn átakalítil og fyrir okkur hin að ganga sléttlendið þar fyrir neðan. Torfærumótorhjól átti hann og stundaði hann það sport meðan heilsa hans leyfði, þá kominn vel á sjötugsaldur. Fyrir tveimur árum greindist Nonni með alvarlegan sjúkdóm og varð það honum og hans nán- ustu að sjálfsögðu mikið áfall. Ekki lét hann það hafa nema lágmarks áhrif á sitt daglega líf. Æðrulaus stundaði hann sína vinnu, útivist og fjallgöngur. Síðasta samverustund hópsins okkar var í maí á þessu ári en þá hittumst við öll til að fagna 40 ára afmæli saumaklúbbsins. Þrátt fyrir veikindin var Nonni manna glaðastur, spjallaði um lífið og tilveruna á sinn gefandi hátt. Erfitt var að greina að þar færi alvarlega sjúkur maður. Ekki má gleyma þætti hennar Rósu, eiginkonu Nonna, ávallt var hún hans trausti bakhjarl og ekki síst eftir að veikindi hans komu til sögunnar. Hún ásamt dætrum þeirra og tengdasonum var vakin og sofin yfir velferð hans, allt til hinstu stundar. Nú syrgja þau einstakan eiginmann, föður, tengdaföður og tvær litlar afastelpur sakna afa. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir Rósu, Elsu, Andreu, Kjartani og Fjal- ari og afastelpunum tveim, styrkja þau og styðja. Megi fal- legar minningar um einstakan mann verma þeirra hjörtu. Við þökkum Nonna af alhug fyrir góða og gefandi samfylgd. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Ása, Guðbjörg, Halldóra, Jóna, Lilja og makar. Það er sárt að þurfa hér að leiðarlokum að rita minningar- orð um þig, kæri vinur og sam- starfsfélagi, en þetta er víst leið okkar allra, sem manni finnst oftast erfitt að skilja þegar menn eru kallaðir frá ástvinum sínum með svo ótímabæru and- láti. Huggun harmi gegn er að stríði þínu við erfiðan sjúkdóm er lokið og þú hefur fengið þína hvíld, ég held að maður hafi oft varla gert sér grein fyrir því hversu veikur og þjáður þú varst, alltaf sama viðkvæðið hjá þér: Hef það gott miðað við að- stæður, allt á réttri leið; svo varð hver að túlka fyrir sig, sem sagt algjört æðruleysi alla tíð. Ég ætla ekki að koma með neina lofræðu um þig, Nonni minn, það var bara ekki þinn stíll, en þegar ég fór að rifja upp okkar kynni held ég að þau hafi hafist árið 1977, og störfuðum við síðan náið saman frá 1986 í um það bil 25 ár, þar af mjög náið í sama fyrirtæki í um það bil sextán ár, aldrei bar skugga á okkar samstarf öll þessi ár, og veit ég að ég tala fyrir munn allra þinna samstarfsfélaga er ég segi að betri félaga og sam- starfsmann var vart hægt að hugsa sér, léttleikinn og sam- viskusemin í fyrirrúmi í öllum þínum gjörðum. Vanafastur varstu örugglega, sem dæmi um það minnist ég þess að öll okkar samstarfsár fórstu heim í há- degismat á slaginu tólf (enda stutt að fara). Hafði ég eitt sinn orð á því hvort þú borðaðir heit- an mat í hádeginu þar sem ég vissi að eiginkonan var útivinn- andi, þú sagðist yfirleitt hita þér pylsur og til tilbreytingar pylsu- flök (en þá léstu pylsurnar springa þannig að þær flöttust út), þetta var sú eldamennska sem þú notaðir í hádeginu. Ekki er hægt að skilja við þig, Nonni minn, án þess að minnast á alla útivistina og sportið hvort sem það voru fjall- göngur, skíði, eða rallýkross sem voru þín aðaláhugamál alla tíð. Vorum við oft að gantast með það að þú myndir lenda í vandræðum seinna meir þegar þú þyrftir að fara inn á elliheim- ili, þar sem ekki væri gert ráð fyrir því að vistmenn hefðu skýli fyrir mótorhjólin og önnur leik- tæki sem fylgdu þér, en þú þarft víst ekki að standa frammi fyrir þessu vandamáli úr því sem komið er. Ég þykist vita að síðustu vik- ur eða mánuðir hafi ekki verið þér og fjölskyldunni léttbær, en það stendur upp úr öllu æðru- leysið sem þú hefur sýnt í bar- áttunni. Ég vil hér að leiðarlok- um þakka þér fyrir áralöng kynni, vináttuna, samstarfið, fjallgöngurnar, og bara fyrir þá gæfu að hafa átt samleið með þér. Að lokum votta ég Rósu, dætrunum og þeirra fjölskyld- um og öðrum ástvinum þínum mína dýpstu samúð, megi minn- ingin um góðan mann styrkja þau öll í sorginni. Guðmundur Skarphéðinsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ✝ Kristín MartiKasparsdóttir fæddist í Regens- dorf í Sviss 2. febr- úar 1970. Hún lést í bílslysi við Flekkef- jord í Noregi 21. september 2013. Kristín var dótt- ir hjónanna Annelis Marti, f. 17. nóv- ember 1945 og Chaspar Marti, f. 25. nóvember 1945, d. 3. ágúst 2004. Systkinin voru tvö, yngri bróðir hennar er Daniel Marti, f. 24. júní 1972. Kona hans er Cat- herine Stillhart, sonur Cather- ine er Salim Stillhart. Börn þeirra saman eru Juli Stillhart og Sander Stillhart. Kristín lætur eftir sig fjögur börn. Með Hauki Ægi Jónssyni átti hún þrjú börn: Öldu Sól, f. 1. febrúar 1995, unnusti hennar er Gunnar Sveinn Gíslason, Ægi Mána, f. 10. október 1996 og 1995 og starfaði sem leið- sögumaður um árabil. Kennara- starfið var þó hennar aðalstarf og útskrifaðist hún sem grunn- skólakennari frá Kennarahá- skóla Íslands árið 2003, eftir að hafa lagt stund á námið í fjar- námi, meðfram kennslu og sem einstæð móðir. Hún bjó við Kirkjubæjarklaustur á árunum 1997-2000 og kenndi meðal ann- ars í Kirkjubæjarskóla. Hún bjó einnig í Hveragerði, þar kenndi hún við grunnskólann veturinn 2000-2001. Lengst af bjó hún í Vík í Mýrdal, þar sem hún kenndi við grunnskólann 2003- 2011. Veturinn 2009-2010 var Kristín við kennslu í grunnskól- anum í Otelfingen Sviss. Hún hafði kennt í grunnskólanum í Moi í Noregi frá haustinu 2011. Kristín kenndi öll fög, jafnt íþróttir, stærðfræði, tungumál og handmennt. Hún var virk í öllu félagsstarfi alls staðar þar sem hún bjó og var sérstaklega öflug í íþrótta- og æskulýðs- starfi. Útför Kristínar Marti fór fram í Lund-kirkjunni í Moi 27. september 2013. Kristín verður jarðsett í Sviss í dag, 8. nóv- ember 2013. Unnar Loga, f. 26. ágúst 1998. Með Magnúsi Ólafssyni átti Kristín Katrínu Mareyju, f. 31. júlí 2002. Kristín var upp- alin í Sviss. Þar lauk hún bæði grunnskóla og menntaskóla, ásamt einu ári í há- skóla. Hún var mjög virk í íþróttastarfi allt sitt líf og um tíma var hún í landsliði Sviss í frjálsum íþróttum og keppti fyrir þeirra hönd í lang- stökki og hlaupum, þar sem hún var sterkust í grindahlaupi. Kristín vann til fjölda verðlauna og hlaut margar viðurkenn- ingar fyrir þátt sinn í íþróttum og íþróttastarfi, bæði í Sviss og á Íslandi. Kristín kom fyrst til Íslands árið 1990, en flutti alveg árið 1993. Hún útskrifaðist úr Leiðsögumannaskólanum árið Okkar ástkæra Mami. Að kveðja þig svona snemma er eitt af því sem við bjuggumst aldr- ei við. Þú vissir hinsvegar alltaf að þú mundir fara aðeins fyrr. Þessi örfáu ár sem við áttum með þér eru líka þau bestu sem við höfum átt. Þú varst alltaf svo jákvæð í öllu. Alveg sama hversu ómögu- legir hlutirnir væru. Listrænir hæfileikar þínir komu okkur alltaf á óvart. Allar þínar hugmyndir sem þú fékkst voru alltaf svo frá- bærar. Þú varst alltaf svo mikið með okkur. Annað hvort að föndra, spila, úti að leika, lesa fyrir okkur, búa til leikrit, og svo margt annað sem við gætum talið upp. Þú nýttir hvern einasta dag með okkur. Þú settir okkur börnin þín alltaf í forgang. Þessir hæfileikar þínir nýttust líka mjög vel við skólastarf þitt. Nemendum fannst oft mjög gaman þegar þú komst með eina af þínum stóru hug- myndum. Þetta var ekki bara áskorun fyrir þig, heldur líka þá. Ásamt þessum hæfileikum varstu alltaf svo lífsglöð. Alltaf síbrosandi og hlæjandi. Auðvitað vorum við krakkarnir stundum óþarflega pirrandi, en þú elskaðir okkur allt- af jafn heitt. Ásamt þessu varstu einnig hin besta íþróttakona. Það er ekki ein minning um þig þar sem þú ert ekki hlaupandi. Að keppa fyrir hönd landsliðsins í Sviss á Evrópumóti er rosalega stórt afrek. Þegar við bjuggum í Vík skokkaðir þú nær daglega upp á Reynisfjall. Þú kenndir frjálsar íþróttir og fórst með okkur á fjöl- mörg mót. Það eru þér margir þakklátir fyrir þann stuðning, kjark og trú sem þú gafst þeim sem þú kenndir. Það muna eflaust margir eftir þér hlaupa á göngun- um í skólanum. Sérstaklega þar sem það var ein af reglum skólans að það mætti ekki hlaupa á göng- unum. Það var stundum eins og þú værir að flýta þér í gegnum lífið. En eins og bróðir þinn sagði, þá varst þú með miklu fleiri klukku- tíma í sólarhringnum þínum en við hin. Lífið okkar var ekki dans á rósum, en við tækluðum það í sameiningu eins og allt annað. Nú stöndum við systkinin nær hvort öðru en nokkru sinni fyrr. Þú ólst okkur vel upp, kenndir okkur margt og skildir eftir ótalmargar góðar minningar um þig. Við erum stolt af því að vera börnin þín. Betri móður var ekki hægt að óska sér. Á þessum erfiðu tímum sem framundan eru munum við ávallt sakna þín. Það á eftir að taka sinn tíma að gera sér grein fyrir því að við munum aldrei sjá þig aftur. Aldrei heyra rödd þína né fótatak. Bros þitt né grát þinn. Að finna ekki fyrir lífsgleðinni þinni nálægt sér né sjá skinið í augunum. En við eigum þig ávallt í hjörtum okk- ar og minningu. Við vonum að þú sért á góðum stað núna þar sem þú getur fylgst með okkur og kannski hjálpað okkur. Við elsk- um þig endalaust, elsku Mami. Þín börn, Alda Sól, Ægir Máni, Unnar Logi og Katrín Marey. Bréf til þín. Kæra vinkona og mágkona til margra ára, við töluðum nú síðast saman á Skype, 2 dögum áður en þú varst hrifin burt héðan af þess- ari jarðvist. Ég berst á vit minn- inganna, á ferðalagi með þér forð- um daga, norður í land, við með músíkina í botni í bílnum og við sungum hástöfum; The Rose með Bette Midler, uppáhaldslagið þitt. Áttum yndislegan tíma fyrir aust- an, hjá ykkur Hauki bróður, þegar ég kom og sá um heimilið í 1½ mánuð til að létta undir með ykk- ur. Það er svo stutt síðan við hlóg- um saman á Skype, töluðum um börnin þín og mín, hvernig gengi hjá þeim, hvernig framtíðin yrði. Töluðum um vinina, hrokann, samskipti fólks, kynlífið, bækur, mat og það mikilvægasta, ástina. Þú gerðir lífið skemmtilegt, þú varst perla og hrókur alls fagnað- ar hvar sem þú komst. Ég sakna þín. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Ég sit hljóð og er mikið búin að gráta örlög þín. Missir barna þinna er óbærileg hugsun. Þau eru svipt öllu, ástríkri móður og heimili sínu í Noregi. Hvíl í friði. Þín Ásta Hrönn. Mín fyrstu kynni af Kristínu Marti voru þegar hún tók á móti okkur með bros á vör sem fyrsti umsjónarkennarinn hennar Alex- öndru minnar, þegar við fluttum til Víkur haustið 2003. Það var mikil gæfa að fá svona hressan og hugmyndaríkan umsjónarkenn- ara, sem var alltaf með eitthvað spennandi í gangi og gerði námið svo einstaklega áhugavert. Alda Sól og Alexandra urðu strax mikl- ar vinkonur og urðu því samskipti okkar Kristínar mun meiri fyrir vikið og uxu með árunum, sem mér þykir einstakega vænt um. Hún var alltaf brosandi og glöð, alveg sama hvað gekk á. Kristín var sérstaklega dugleg kona og gekk í alla hluti, sama hvort það var að sauma og föndra eitthvað fallegt og nytsamlegt, eða taka upp borvélina og setja upp spegla og ljós. Kristín var frábær mamma og sést það best á börn- unum hennar, hvað henni hefur tekist vel til. Mér fannst mikið til þess koma að hún hafði alltaf sunnudaga sem heilaga fjöl- skyldudaga. Þá daga voru börnin ekki í heimsóknum hjá vinum sín- um, heldur voru þau alltaf saman öll fjölskyldan að gera eitthvað skemmtilegt. Elsku Kristín, þú varst tekin héðan allt of fljótt. Ég minnist þín sem brosandi og geislandi mann- eskju, alltaf á hlaupum, alltaf með nóg að gera, en samt alltaf með tíma fyrir það sem skipti mestu máli. Hvíldu í friði. Elsku Alda, Ægir, Unnar og Marey, til ykkar sendi ég mínar dýpstu og innilegustu samúðar- kveðjur. Þið áttuð einstaka mömmu og ég veit að ljúf minning um hana mun lengi lifa. Unnur Elfa. Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja elskulega vin- konu okkar, Kristínu Martí. Þegar við hugsum til hennar leita á hugann fallegar minningar og myndir af Kristínu við ýmis tækifæri. Hún var mikill gleði- gjafi, skemmtileg og hafði fallegt og geislandi bros sem gaf öllum svo mikið. T.d. er gaman að minn- ast skemmtilegra stunda á kenn- arastofunni þar sem hún var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Kristín var einstök móðir og hlúði að börnum sínum af mikilli hlýju og kærleika og var þeim góð fyrirmynd. Skapaði þeim gott og ástríkt heimili þar sem ríkti gleði, regla og virðing. Hjá henni fengu þau holla næringu, bæði fyrir sál og líkama. Kristín var hörkudugleg og forkur hinn mesti að hverju sem hún gekk. Afburðagóður kennari og félagi, ekki bara nemenda sinna heldur og allra hinna, sem hún starfaði með. Hún var lista- kona af Guðs náð og hafði mikla ánægju af því að skapa sem sýndi sig t.d. í fallegum peysum og öðru sem hún prjónaði af mikilli list; flottu grímubúningarnir sem voru hristir fram úr erminni löngu fyrir grímuballið; falleg og skemmtileg myndlist sem nemendur máluðu og unnu á ýmsa vegu undir henn- ar stjórn að ógleymdum öllum myndböndunum sem hún gerði bæði fyrir skólann og með nem- endum sínum. Heimasíða Víkur- skóla var í hennar höndum í nokk- ur ár og var til fyrirmyndar. Kristín var líka mjög músíkölsk, hafði ágæta söngrödd og lærði t.d. á gítar með góðum árangri. Börn- in hennar lærðu öll á hljóðfæri og sýndi þar sig best hversu hvatning foreldra hefur mikið að segja í tón- listarnámi enda árangur þeirra allra góður. Kristín var mikil íþróttakona og keppti oft í íþrótt- um og hreif alla með sér. Kristín var yndisleg manneskja og það eru forréttindi að hafa átt samleið með henni. Við kveðjum vinkonu okkar með miklum söknuði. Það er djúpt skarðið sem hún skilur eftir sig. Elsku Alda Sól, Ægir Máni, Unnar Logi, Katrín Marey, fjöl- skylda og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Sif Hauksdóttir, Anna Björnsdóttir og fjölskyldur. Á fallegu júníkvöldi nú í sumar kom Kristin Marti að heimsækja mig. Eins og alltaf bar margt á góma og stutt í glensið og grínið. Ég spurði hana hvort hún kæmi ekki bráðum heim aftur og hún svaraði því til að hún kæmi en ekki fyrr en krakkarnir hefðu klárað skólagönguna. Það var hlýtt faðm- lagið hennar þegar við kvöddumst með þeim orðum að við hefðum getað haldið áfram að spjalla allt kvöldið og nóttina, af nógu væri að taka. Þetta var okkar síðasti fund- ur og fyrir hann er ég svo þakklát í dag. Eftir situr sár söknuður vegna yndislegrar manneskju í blóma lífsins sem var rifin úr þess- ari jarðvist fyrirvaralaust. Ég kynntist Kristínu fyrir um tíu árum síðan þegar ég hóf kennslu í Víkurskóla. Ég man enn þegar ég hitti hana fyrst á gang- inum, brosmilda með fjörlegt augnaráð. Það var líka eftirminni- legt að hitta barnahópinn hennar því þau voru einstaklega kurteis og prúð. Frá fyrstu stundu var ljóst að Kristin Marti var afar góð- ur liðsauki í skólanum. Með henni vann ég að tveimur stórum nem- endaverkefnum. Fyrra verkefnið fékk fyrstu verðlaun á landsvísu og fengu krakkarnir sem að því stóðu utanlandsferð í verðlaun. Ég leyfi mér að fullyrða að þáttur Kristínar var stór í þessu verkefni enda sköpunargleði hennar engin takmörk sett. Við fórum svo með nemendurna í ógleymanlega ferð til Kaupmannahafnar. Seinna verkefnið var nemendaskipta- verkefni við skóla í Danmörku. Það var ekki síður skemmtilegt og Kristin Marti var stórkostlegur félagi. Þegar ég fékk hana til að fara með mér með hópinn til Dan- merkur sagðist hún þá verða að læra dönsku, annað gengi ekki og við það stóð hún. Við eignuðust svo margar og dásamlegar minn- ingar úr þessum ferðum sem við rifjuðum oftar en ekki upp á góðri stundu og með okkur tókst einlæg vinátta. En það þurfti að beita Kristínu fortölum til að fara til út- landa frá börnunum sínum og það hefði ekki tekist nema hversu vel hún treysti Ívari sambýlismanni sínum fyrir þeim. Í seinni ferðinni fórum við til Álaborgar þar sem við fórum í ógleymanlegan brúð- arkjólaleiðangur sem endaði með kaupum á yndislegum brúðarkjól sem Kristin bar svo fallega þegar þau Ívar giftu sig. Það var afar lærdómsríkt að eiga Kristínu Marti að vini og starfsfélaga. Hún var jákvæð, hláturmild og lét verkin tala. Hún hafði alltaf tíma fyrir aðra. Kristin var hæfileikarík á mörgum sviðum og metnaðarfull fram í fingur- góma. Hún var mikil tungumála- manneskja og talaði og skrifaði betri íslensku en margur innfædd- ur. Hún var flinkur ljósmyndari og myndlistarmaður. Hún var íþróttamaður og hvatti krakkana í skólanum til dáða og var þeim góð fyrirmynd. Kristin kom fram af réttlæti og sanngirni við alla sem í kringum hana voru og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hún var góð móðir svo eftir var tekið, tók þátt af lífi og sál í öllu sem krakk- arnir hennar tóku sér fyrir hend- ur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Kristínu, hún kenndi mér margt um hvað skiptir máli í lífinu. Minningarnar munu áfram lifa i hjarta mér. Ég votta börnum Kristínar, fjölskyldu og vinum innilega samúð. Elín Einarsdóttir. Kristín Marti Kasparsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.