Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
✝ Jóna GuðleifSigurjónsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 19. febrúar
1933. Hún lést í
Reykjavík 6. októ-
ber 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Óskar Gíslason, f.
1910, d. 1986 og
Anna Árnadóttir,
f. 1913, d. 1993.
Systir hennar er Guðrún Jóna
Sigurjónsdóttur, f. 1936. Sonur:
Baldur Þór Baldursson, f. 1961.
Barnsfaðir Jónu var Björn
Birta, f. 1979. Maki: Sveinn
Logi Sölvason, f. 1978. Börn
þeirra eru Herdís Anna, f. 2006
og Óttar, f. 2009. b) Brynja, f.
1982. Maki: Hjörtur Jóhann
Jónsson, f. 1985. Móðir Birtu
og Brynju er Áslaug Óttars-
dóttir, f. 1957 c) Björn Brynj-
úlfur, f. 1988. d) Arnaldur, f.
1991. 3) Sverrir Sigurjón
Björnsson, f. 1958. Maki: Ás-
laug Harðardóttir, f. 1958.
Börn: a) Hrefna Björk, f. 1981.
Dóttir hennar og Bjarna Sig-
urðssonar, f. 1981, er Ronja, f.
2006. b) Sunneva, f. 1992. 4)
Helga Hrönn Hilmarsdóttir, f.
1964. Maki: Hörður Valtýsson,
f. 1959. Börn: a) Hjalti, f. 1990.
b) Signý, f. 1992. c) Anna, f.
1996.
Minningarathöfn verður
haldin fyrir nánustu vini og
vandamenn.
Brynjúlfur Björns-
son, f. 1910, d.
1972. Eiginmenn
Jónu voru: 1)
Hilmar Snær Hálf-
dánarson, f. 1934.
2) Karl Guðmunds-
son, f. 1931, d.
2006. 3) Alan Vi-
ner Goldingay, f.
1938, d. 2007. Börn
Jónu eru: 1) Anna
Björnsdóttir, f.
1954. Maki: Halldór Guðmunds-
son, f. 1945. 2) Björn B. Björns-
son, f. 1956. Maki: Hrefna Har-
aldsdóttir, f. 1958. Börn: a)
Jóna tengdamóðir mín var eft-
irminnileg kona. Hún var stór-
glæsileg Reykjavíkurmær, skarp-
greind og skemmtileg, víðlesin og
með einstaklega góðan húmor.
Hún kom auðveldlega auga á
það skrýtna og skemmtilega í
kringum sig og var mikil sögu-
kona. Jóna hafði mjög gott minni
og skarpa sýn og skoðanir á
mönnum og málefnum. Reykjavík
bóhemanna og fjölbreytilegs hóps
samtímamanna hennar og vina á
sjötta og sjöunda áratugnum varð
ljóslifandi í frásögn hennar sem
við fjölskyldan nutum að hlusta á.
Allt var sveipað rómantík, dulúð
og húmor í hennar frásögn, þó að
sennilega hafi veruleikinn ekki
alltaf verið þannig.
Hún var lengst af einstæð móð-
ir og lífið gat því oft verið snúið og
erfitt. Þá reyndi á útsjónarsemi,
góðan húmor og hæfilegt kæru-
leysi Jónu, en þeir eiginleikar
hjálpuðu henni án efa oft að finna
leiðir til að gera lífið léttara.
Jóna var bókelsk með eindæm-
um og las frá unga aldri allt sem
hún komst yfir; skáldskap frá öll-
um heimshornum, reyfara, sögu-
legan fróðleik og allt þar á milli.
Hún var fastagestur á bókasöfn-
um, í bókabúðum og hjá fornbóka-
sölum.
Það var gaman að ræða við
Jónu um bækur og hægt að fletta
upp í henni um allt milli himins og
jarðar; hún hafði alltaf lesið um
það einhvers staðar. Síðustu árin
leið henni best heima við með góða
bók og kisu í grennd.
Þegar Jóna bjó erlendis um
langt árabil, lengst af í Bretlandi,
héldum við alltaf góðu sambandi
með bréfaskriftum, enda var hún
alla tíð mikil sendibréfakona. Hún
náði aldrei alveg tökum á tölvu-
póstinum eftir að hann kom til, en
kunni miklu betur að meta póst-
kort og sendibréf. Hún var ljóm-
andi góður penni og hafði fallega
rithönd.
Jóna var mjög þakklát fyrir
fólkið sitt og sýndi því mikla ást og
áhuga, hrósaði óspart og hvatti
áfram. Hún var heppin með börn-
in sín, sem hafa alltaf verið jafn-
ingjar hennar og nánir vinir og
staðið með henni í gleði og mót-
læti. Barnabörnin hafa hvert með
sínum hætti tengst ömmu Jónu og
munu eiga minningar um ömmuna
sem var ólík öllum ömmum og
barnabarnabörnin þrjú náðu líka
góðum tíma með langömmu – og
kisu.
Jóna var í eðli sínu bóhem sem
hafði ekkert vit á peningum og átti
lítið af þeim um ævina, en ef henni
áskotnaðist aur, notaði hún alltaf
tækifærið og sló upp veislu eða gaf
fólkinu sínu gjafir.
Hún var fordómalaus mann-
eskja og opin fyrir nýjungum og
breytingum eins og líf hennar bar
merki; hún var oft langt á undan
sinni samtíð og gat verið frumlegri
í hugsun og skoðunum en korn-
ungt fólk.
Að leiðarlokum hugsa ég til
minnar kæru trúnaðarvinkonu og
tengdamóður með söknuði og
trega, en um leið miklu þakklæti
fyrir tæplega þrjátíu ára
skemmtilega samfylgd.
Hrefna.
Mig langar aðeins að minnast
tengdamóður minnar með nokkr-
um orðum.
Af mörgu er að taka og veit ég
varla hvar ég á að byrja. Jóna Sig-
urjónsdóttir var ótrúlega sterkur
karakter og eftirminnileg. Mér er
minnisstætt þegar ég var að kynn-
ast Sverri, Bjössa og Helgu og
kom til þeirra á Tjarnargötu hvað
Jóna tók mér fagnandi, eins og
mér fannst hún taka öllum, hvort
sem það voru vinir krakkana, stór-
útgerðarmenn eða einhver sem
mátti sín lítils af götunni. Það voru
alltaf allir velkomnir.
Ég kynntist Jónu árið 1976, þá
var ég nú bara unglingur, svo var
það á Þorláksmessu að ég var eitt-
hvað að þvælast heima hjá henni
og ætlaði að fara að koma mér
heim, þá segir hún: „Ert þú ekki
til í að sitja með mér, ég þarf að
undirbúa jólamatinn og við getum
spjallað smávegis? Jú, jú, ég var
alveg til í það. Þessi nótt varð
þannig að ég hjálpaði henni með
undirbúninginn og hún sagði mér
ótrúlegar sögur af sér og vinum
sínum og við grétum úr hlátri alla
nóttina. Jóna gat sagt svo ótrúlega
skemmtilega frá og hafði frá svo
mörgu að segja. Mér fannst eins
og hún hefði lifað mörgum lífum
strax í þá daga. Við áttum oft eftir
að spjalla saman langt fram eftir
nóttu eftir þetta. Jóna var víðlesin
og fylgdist vel með allt fram á síð-
asta dag. Maður kom aldrei að
tómum kofa
unum hjá henni. Ég minnist
hennar með hlýhug og þakklæti,
blessuð sé minning hennar.
Áslaug Björg Harðardóttir.
Í dag kveðjum við gáfaða,
skemmtilega og sérstaka konu
sem fetaði ekki hefðbundnar slóð-
ir.
Við Jóna kynntumst á balli. Við
vorum að fagna sigri vinstri flokk-
anna í borgarstjórnarkosningun-
um í júní 1978. Alþýðubandalagið
hélt kosningavöku í Sigtúni þetta
kvöld og þar hittumst við Jóna, ég
um tvítugt, hún rúmlega fertug.
Eftir að hafa rabbað við hana góða
stund fannst mér tilvalið að sýna
henni strákinn sem ég hafði líka
kynnst þetta kvöld. Þá kom það í
ljós að þau voru mæðgin. Ég hafði
sem sagt kynnst tilvonandi eigin-
manni mínum og tilvonandi
tengdamömmu sama kvöldið.
Eftir að stelpurnar mínar
fæddust var hún alltaf kölluð
amma Jóna. Hún var yfir sig hrif-
in þegar við sögðum henni að hún
væri að verða amma og var alla tíð
afskaplega ánægð með öll ömmu-
börnin sín. Sambandið við þau var
nú reyndar stopult þar sem Jóna
bjó erlendis í mörg ár. Dætur mín-
ar náðu þó báðar að heimsækja
hana þegar hún bjó í Tutbury á
Englandi. Við vorum alltaf í bréfa-
samskiptum árin sem hún bjó úti,
ég reyndi að standa mig í því að
senda henni myndir af stelpunum
og hún sendi mér reglulega uppá-
haldskonfektið mitt.
Þau ár sem hún var tengda-
mamma mín voru samskiptin góð.
Hún var reyndar ekki sátt við
klæðaburðinn á mér, gat ekki skil-
ið það að ung kona kysi helst að
ganga í smekkbuxum og fótlaga
skóm. Ég gleymi því aldrei þegar
hún sá mig í fyrsta sinn uppábúna
í kjól og á háum hælum. Það kom
frá hjartanu þegar hún hrópaði
upp yfir sig: „Áslaug, ladylike at
last.“ Sjálf gekk hún alltaf um á
háum hælum á þessum árum,
m.a.s. inniskórnir hennar voru
með háum hælum.
Á kveðjustund set ég rúllur í
hárið, lit á varir og klæði mig upp
á. Það hefði ömmu Jónu líkað.
Ég sendi börnunum hennar
Jónu og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Áslaug Óttarsdóttir.
Þó að ef til vill sé ekki til nein
uppskrift af hinni hefðbundnu
ömmu, erum við systur á því að
amma Jóna myndi seint flokkast
sem hin hefðbundna amma.
Hún var amman sem djúp-
steikti frauðkenndar bleikar og
gular kökur þegar við vorum í
heimsókn og kallaði flögur. Hún
var amman sem keðjureykti með
barnabörnin blaktandi beltislaus í
aftursætinu á bílnum upp úr
miðjum níunda áratugnum. Hún
var amman sem mætti í stelpup-
artí til okkar fyrir nokkrum árum,
skálaði við gesti og gangandi og
sagði sögur sem fæstar viðstaddra
höfðu heyrt ömmur segja áður.
Amma Jóna átti skrautlega ævi
en hún flutti af landi brott þegar
við vorum enn börn að aldri. Hún
var dugleg að skrifa okkur bréf í
gegnum tíðina og nokkrar frá-
sagnir frá þessum árum hafa rat-
að til okkar í sögum frá henni
sjálfri nú síðari ár.
En þó að við höfum ekki fylgst
mjög grannt með heimshornaf-
lakki ömmu í nokkur ár leið okkur
eins og hún hefði fundið sinn ham-
ingjustað í Tutbury á Englandi
með Alan sínum. Þar leið henni vel
og með honum leið henni vel.
Enda varla annað hægt, Alan var
góðmennskan og glaðværðin holdi
klædd. Það var alltaf gott og gam-
an að vera með þeim ömmu og Al-
an og allir viðstaddir fundu fyrir
gagnkvæmri vináttu þeirra og
virðingu fyrir hvort öðru.
Við systur heimsóttum ömmu
og Alan í litla húsið þeirra í Tut-
bury í sitthvort skiptið og þá hafði
Alan ávallt mokað samviskusam-
lega úr sælgætishillum hverfis-
verslunarinnar svo okkar beið
góðgæti í kassavís. Þó að sælgæti
hafi sannarlega verið ofarlega á
óskalistanum hjá unglingunum
var ekki vinnandi vegur að gera
öllum þessum kræsingum skil svo
vel væri, en Alan bauð þar fram
aðstoð sína svo um munaði.
Amma saknaði Alans mikið eft-
ir fráfall hans og þótti að mörgu
leyti erfitt að flytja aftur heim til
Íslands. Við fundum þó sannar-
lega að henni þótti gott að vera í
fyrsta sinn í mörg ár nálægt þeim
hluta fjölskyldunnar sem býr hér
á landi. Hún bjó sér og kettinum
Kela notalegt heimili, þar sem
bókastaflar voru einkennandi.
Amma las alla tíð mikið, hún
fylgdist vel með öllu og hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hún var róttæk fram á
síðasta dag og þoldi illa hvers kyns
óréttlæti og ójöfnuð. Hún var góð
fyrirmynd fyrir ungar og óharðn-
aðar systur, fróðleiksfús og eld-
klár, kona sem ekki vílaði fyrir sér
að viðra skoðanir sínar í blaða-
greinum eða í skipulögðum mót-
mælum á Austurvelli.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa kynnst ömmu betur síðustu
árin. Við erum þakklátar fyrir að
hafa átt ömmu Jónu, sem var
öðruvísi.
Birta og Brynja
Björnsdætur.
Það er ekki gaman að skrifa
minningargreinar, sérstaklega
ekki um fólk sem manni þykir
vænt um. 3.000 slög duga heldur
engan veginn til að segja frá lífs-
hlaupi, milljónum augnablika sem
hafa raðast upp í 80 ára langa
keðju, frá fyrsta andardrætti til
þess síðasta. Smámyndir sem
skipta máli fyrir þá sem lifa.
Jóna með bók í höndunum. Afi
Árni orðinn blindur fær hana fjög-
urra ára gamla til að lýsa fyrir sér
útliti bókstafanna og segir henni
hljóm hvers og eins. Fimm ára les
hún fyrir hann á hverjum degi,
hefst þá ástarsamband sem stend-
ur alla ævi. Hún hefur yndi af því
að lyfta andanum í góðum fé-
lagsskap, meistari Þórbergur og
Laxness eru lesnir reglulega sem
og Kurt Vonnegut og margir,
margir fleiri. Ef hún kemst í góða
bók les hún hana tvisvar í beit.
Fyrst til að nema bókina og svo
aftur til að njóta hverrar setning-
ar fyrir sig. Það sem Jóna gat les-
ið. Síðustu árin voru heilu bóka-
söfnin lesin upp til agna,
Kolaportið fastur viðkomustaður í
leit að góðum bókum; börn,
tengdabörn og barnabörn keppt-
ust við að bera í hana bækur.
Lestur er líkamsrækt hugans og
minni hennar var með ólíkindum,
allt fram til þess síðasta féll henni
aldrei bók úr hendi.
Jóna ung einstæð móðir að
hræra skyr. Börnin hangandi á
borðbrúninni full tilhlökkunar þó
þetta sé þriðji dagurinn í röð sem
skyr er í kvöldmatinn. Hvernig
skyr verður í kvöld? Blátt? Rautt?
Gult? (Trikkið er matarlitur löngu
fyrir daga unninna mjólkurvara.)
Það er gult. Namm namm. Öll fara
þessi börn síðar í listaskóla. Þó
efnin séu ekki mikil er nóg af ást
og skemmtilegheitum, endlaust
verið að segja þeim sögur og
bregða birtu á heimsmyndina.
Hún telur þeim trú um að þeim
séu allir vegir færir og blessuð
börnin trúa henni. Nóg til af öllu –
nema peningum.
Jóna alsæl með Helgu Hrönn
nýfædda í fanginu heima á Reyð-
arfirði, úti geisar stórhríð um
kvistana á íbúðinni, hafísár og
hamingja.
Jóna í góðra vina hópi á Holts-
götunni uppáklædd og glæsileg.
Vinkonurnar Lilja, Edda, Ásdís
og Emma mættar, Flosi sem og
góðvinurinn Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur. Ekkert „small
talk“ í boði heldur leiftrandi frá-
sagnir þar sem snillingar fyrri
daga fara ljóslifandi um stofuna og
takast á um atburði liðinna tíma
við partígestina. Samræðan svo
lifandi að aldirnar renna saman í
eitt, nú er gaman.
Jóna áttræð uppi á vagni á
Austurvelli. Norðanstormurinn
næðir ískaldur um völlinn og þær
fáu hræður sem hafa hætt sér á
útifundinn. „Ég er enn jafn undr-
andi og þá á að fólk láti bjóða sér
óréttlætið sem hér ríkir ofar öllu.“
Orðin fjúka og enginn gerir neitt í
málinu. Sterk réttlætiskennd og
mikil samkennd með þeim sem
standa höllum fæti. Vinstrimann-
eskja, fyrrum starfsmaður Þjóð-
viljans, Alþýðubandalagsins og
Dagsbrúnar. Komin af verkafólki
og sjómönnum langt aftur í ættir,
veit að verkalýðsbaráttan skapaði
velferðarsamfélagið og það þarf
að verja.
Jóna í bjartri íbúðinni sinni síð-
asta sumar, situr með Kela kisa í
fanginu, brosandi með blik í auga
að segja skemmtilega sögu.
Sverrir Björnsson.
Jóna
Sigurjónsdóttir ✝ Bjarni Stef-ánsson fæddist í
Gröf í Lund-
arreykjadal 24.
október 1928. Hann
lést á Dvalar- og
Hjúkrunarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 1. nóvember
2013.
Foreldrar hans
voru Stefán Jóns-
son, f. 14. febrúar
1900, d. 19. desember 1977 og El-
ísabet Sigurbjörnsdóttir, f. 20.
apríl 1902, d. 14. september
1990. Börn þeirra voru fjögur og
var Bjarni elstur þeirra. Systkini
hans eru: Þórunn, f. 11. janúar
1930, Jón Ársæll, f. 20. ágúst
1931 og Fríða Fanney, f. 16.
ágúst 1938.
Bjarni giftist eiginkonu sinni,
Benný Sigurgeirsdóttur, f. 9.
september 1929, d. 3. september
2008, þann 3. júlí 1954, þau eign-
uðust tvær dætur. Þær eru: 1)
Jóna Birna, f. 18. desember 1953,
gift Guðmundi Reyni Reynissyni,
f. 9. október 1951. Börn þeirra
eru: Benný, f. 12. september
1973, Valdimar Bjarni, f. 27.
september 1974, Jóhann Bene-
dikt, f. 21. júní 1978, Hafþór, f. 2.
ágúst 1982, fyrir átti Guð-
mundur Reynir son. Barnabörn
þeirra eru tíu talsins. 2) Elín, f.
19. nóvember 1955, gift Guð-
mundi Teitssyni, f. 26. janúar
1954, d. 26. janúar 2006. Börn
þeirra eru: Þórdís Bjarney, f. 21.
febrúar 1975, Sigurgeir Fannar,
f. 18. desember 1978,
Rannveig Helga, f. 26.
desember 1981, Bald-
vin Þór, f. 28. október
1982. Barnabörn
þeirra eru átta talsins.
Benný átti fyrir son-
inn Jóhann þegar hún
kynntist Bjarna.
Bjarni gekk honum í
föðurstað og ól upp
sem sinn eigin son. Jó-
hann er fæddur 4. júlí
1948, kvæntur Guðlaugu Að-
alsteinsdóttur, f. 8. mars 1949.
Börn þeirra eru: Aðalsteinn Dav-
íð, f. 26. júlí 1972, d. 16. júlí 2007,
Bjarni Borgar, f. 25. maí 1973,
Benedikt Heiðar, f. 18. sept-
ember 1978. Barnabörn þeirra
eru fjögur.
Bjarni ólst upp í Gröf í Lund-
arreykjadal og fluttist svo með
foreldrum sínum til Akraness.
Bjarni og Benný bjuggu alla sína
búskapartíð á Akranesi, lengst
af á Suðurgötu 67. Bjarni vann
hin ýmsu störf um ævina, lengst
af vann hann sem bílstjóri, rak
m.a. sinn eigin vörubíl og síðar
meir vann hann sem starfsmaður
hjá Esso og Skeljungi allt þar til
hann lét af störfum sökum ald-
urs. Eftir andlát eiginkonu sinn-
ar bjó Bjarni áfram á Suðurgötu
67, þar til hann flutti á Dvalar-
og hjúkrunarheimilið Höfða fyrr
þessu ári.
Útför Bjarna fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 8. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
Elsku afi. Það er margs að
minnast, allra útileganna, veiði-
ferðanna og kaffisopanna. Við
þökkum fyrir allar samveru-
stundirnar og geymum minning-
arnar í hjörtum okkar. Hvíl í
friði, elsku afi okkar, afi á hjólinu.
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og glöddu
mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Í sorg og gleði alltaf varstu eins
og enginn skuggi féll á þína brá.
Svo brast á élið, langt og kólgukalt
og krafan mikla um allt sem gjalda má.
Og fljótið niðar enn sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur næman streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Þín
Rannveig, Gunnar, Steinar
Bragi og Snædís Lilja.
Bjarni Stefánsson
Þær voru fæddar í Norðurfirði
á Ströndum systur tvær Sesselja
og Súsanna Margrét, elstar sex
barna Valgerðar Guðrúnar Val-
geirsdóttur og Gunnars Njálsson-
ar sem þá voru bændur á Njáls-
stöðum þar í sveit. Þar ólust þær
upp í systkina- og frændsystkina-
hópi því skyldleiki var mikill milli
bæja. Þegar þær systur voru orðn-
ar gjafvaxta kom síldin í Húnafló-
ann og síldinni fylgdi vinna og
framfarir í Árneshreppi. Verk-
smiðjur risu og unga menn dreif
víða að. Tveir þeirra bundust
systrunum frá Njálsstöðum,
Maggi heillaðist af Sesselju og Óli
féll fyrir Möggu. Þær fylgdu ást-
inni, yfirgáfu sveitina sína og
fluttu suður í húsnæðisleysið.
Keyptu með mönnum sínum sinn
hvorn braggann í Vesturbæ
Reykjavíkur og hófu búskap sælar
með sitt. Börnin tíndust í heiminn
hjá þeim systrum og þrengja tók
að í híbýlum þeirra. Tækifæri
dugnaðar og kjarkmikils ungs
fólks kom þegar Smáíbúðahverfið
Sesselja
Gunnarsdóttir
✝ Sesselja Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Norðurfirði á
Ströndum 18. ágúst
1928. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 21. októ-
ber 2013.
Útför Sesselju
fór fram frá Bú-
staðakirkju 29.
október 2013.
byggðist og þar fengu
þær systur ásamt
mönnum sínum lóð fyr-
ir parhús í Akurgerð-
inu. Húsið reis fyrir
eigin hendi og með að-
stoð hjálplegra handa
eins og tíðkaðist á þess-
um árum um og upp úr
miðbiki síðustu aldar.
Börnunum fjölgaði.
Hjá Sesselju og Magga
hlupu að endingu úr
húsi fjórir fallegir og skemmtilegir
strákar, frændur okkar systranna
fjögurra og bróður í húsinu við
hliðina. Samgangur var eðlilega
mikill okkar í milli og mikið leikið
saman. Alltaf var gott að leita til
Sesselju ef mamma okkar var af
einhverjum ástæðum ekki tiltæk.
Bæði húsin voru opin okkur öllum
eins og vera ber hjá góðri, stórri
fjölskyldu. Þannig leið æskan hjá
okkur. Einhvern veginn er ekki
hægt að hugsa sér hana öðruvísi
eða betri. En allt hefur sinn tíma.
Við frændsystkinin fluttum smátt
og smátt úr foreldrahúsum og sú
stund kom að þær systur slitu loks
nærbýli sínu sem þær höfðu átt
fram yfir miðjan aldur og svo kom
að ævikvöldi. Menn þeirra kvöddu,
fyrst Maggi, þá Óli og síðan
Magga. Nú hefur Sesselja einnig
kvatt. Fari hún í friði þessi góða
frænka og blessuð sé minning
hennar. Hún hefur skilað sínu.
Fyrir hönd systkinanna úr Ak-
urgerði,
Jón Ólafsson.