Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ✝ Kristjón P.Kolbeins, við- skiptafræðingur og fyrrverandi sér- fræðingur hjá Seðlabanka Ís- lands, fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. októ- ber 2013. Foreldrar Krist- jóns voru Páll Kolbeins, yfirféh- irðir Eimskipafélags Íslands, f. 14. maí 1908, að Melstað í Mið- firði, d. 7. ágúst 1979 og kona hans Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins, húsfreyja, fædd að Stað í Súgandafirði 20. janúar 1913, d. 12. ágúst 1994. Systkini Kristjóns eru Eyjólfur P. Kol- beins, f. 7. febrúar 1947, og Mar- grét Kolbeins, f. 31. júlí 1951. Kristjón kvæntist 10. sept. 1967 Ingibjörgu Kolbeins Sig- urðardóttur hjúkrunarfræðingi, f. 5. júlí 1946. Hún er dóttir Sig- urðar Ólafssonar múrarameist- ara í Reykjavík, f. 29. ágúst 1908, d. 9. október 1967 og Guð- bjargar Guðbrandsdóttur hús- freyju, f. 22. júní 1910 á Ólafs- Overgaard í Kaupmannahöfn frá október 1971 til mars 1972 og sem sérfræðingur hjá áætl- anadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins frá mars 1972 til ársins 1986 og eftir það sem sér- fræðingur hjá hagfræðideild Seðlabanka Íslands, þar til hann lét af störfum árið 2009. Krist- jón var stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík og kenndi viðskiptafræði frá 1974 til ársins 1998. Þá kenndi hann einnig við Málaskólann Mími 1973 til 1974 og við útgerð- artæknisvið Tækniskóla Íslands 1980. Kristjón sat í sóknarnefnd Digraneskirkju sem varamaður í stjórn í mörg ár og var formað- ur kirkjufélags Digraneskirkju um skeið. Hann var í Rot- arýklúbbi Kópavogs frá árinu 1997 til ársins 2009. Kristjón skrifaði fjöldann allan af grein- um um efnahagsmál, sjáv- arútvegsmál og önnur hagræn málefni í tímarit og dagblöð. Hann lagði mörgum góðum mál- efnum lið og tók m.a. þátt í fjár- öflun fyrir Sunnuhlíð- arsamtökin í Kópavogi á sínum tíma. Þá átti Kristjón ríkan þátt í að koma til viðgerðar og varð- veislu minningartöflu um Jón vefara Þorsteinsson, ættföður Vefaraættarinnar af Héraði. Útför Kristjóns Kolbeins fer fram frá Digraneskirkju í Kópa- vogi í dag, 8. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 15. firði, d. 15. apríl 1982 í Reykjavík. Börn Kristjóns og Ingibjargar eru: 1) Guðbjörg Hildur Kolbeins, f. 26. jan- úar 1967, gift Hilm- ari Thor Bjarna- syni, f. 9. júlí 1961. Þeirra barn er Að- alheiður Ingibjörg Kolbeins, f. 10. jan- úar 2005. 2) Páll Kolbeins, f. 18. september 1969, 3) Sigurður Örn Kolbeins, f. 7. janúar 1979. Kristjón ólst upp í foreldra- húsum á Túngötu 31 í Reykja- vík. Gekk í Melaskólann og æfði og keppti í frjálsum íþróttum með ÍR. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands 1964. Cand. oecon prófi frá Há- skóla Íslands 1969. Hann stund- aði nám og rannsóknir í kostn- aðar- og nytjagreiningu við Institute of Public Admin- istration í Dyflinni frá 1969 til 1970. Kristjón starfaði hjá Efna- hagsstofnuninni frá júní 1967 til október 1969 og aftur frá júlí 1970 til september 1971, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hoff & Það hefur verið sagt að það sé ungum mönnum hollt að missa föður sinn. Ég held að mesta gæfa mín í lífinu hafi verið að eiga góð- an föður sem helgaði sig heill og óskiptur uppvexti og atlæti barna sinna. Frá fyrsta degi var hann besti vinur minn og félagi, alltaf tilbúinn að hafa ofan af fyrir ung- um syni sínum. Á uppvaxtarárun- um stunduðum við feðgar hesta- mennskuna saman. Það var sama hvernig viðraði, hann lét það eftir syni sínum að fara með honum. Umhyggja hans fyrir börnun- um sínum var skilyrðislaus. Satt að segja minnist ég þess ekki að hann hafi nokkurn tíma skipt skapi eða byrst sig. Hvað þá að hann hafi nokkurn tímann reiðst, skammast eða áfellst okkur fyrir nokkurn hlut. Hann var stoð og stytta, tilbúinn að aðstoða og leið- beina eftir mætti. Á æskuheimili sínu voru honum ungum lagðar lífsreglurnar. Hann lét sér aldrei styggðaryrði um munn fara. Hvers konar beiskja, ofsi, reiði og lastmæli voru fjarlæg honum. Hann var glaðsinna og stundaði frið við alla menn. Hann var nægjusamur og sýndi aldrei ágirnd eða fégirni. Hann hafði yfir höfuð engan áhuga fyrir eignum, prjáli og hégóma. Hann þurfti ekki á slíku að halda. Hann fór aldrei í manngreinarálit og sóttist sjálfur aldrei eftir upphefð. Hann stóð sín reikningsskil gagnvart eigin samvisku. Hann lét aldrei af- vegaleiða sig eða glepjast af tíð- arandanum og hvikaði aldrei frá lífsreglunum sem vörðuðu leið hans í gegnum lífið. Faðir minn var góður og dyggðugur maður. Mér þótti ávallt mikið til þess koma hvað hann var harður af sér og vel á sig kominn. Hann kvart- aði aldrei, kveinkaði sér aldrei. Hann bjó yfir aðdáunarverðri þrautseigju og þolinmæði, ávallt bjartsýnn og vongóður. Um sex- tugt bjó hann yfir styrk og æsku- þrótti ungs manns. Það hrein ekk- ert á honum, taldi maður. Lífið er hverfult. Það var okkur öllum áfall þegar hann veiktist. Fyrir nokkr- um árum tók að draga af honum. Honum þvarr styrkur og glettnin og lífsþorstinn sem hafði einkennt hann hvarf. Þrátt fyrir erfið veik- indi kveinkaði hann sér aldrei heldur sýndi hann æðruleysi allt fram á síðasta dag. Nú er þessi maður, sem hefur verið órjúfan- legur hluti af lífi mínu horfinn á braut. Með honum er gengin ást- sæll faðir, vinur og félagi. Það er sagt að það sé almátt- ugur guð á himnum og að allt hafi æðri tilgang sem sé okkur dulinn og óskiljanlegur. Það er sagt að okkur beri að sýna auðmýkt þar sem við stöndum magnlaus og ráðþrota frammi fyrir sköpunar- verkinu. Frá alda öðli hafa menn- irnir leitað sannleika og tilgangs, skýringa á hringrás lífs og dauða sem liðast í gegnum aldirnar allt aftur til hins fyrsta dags. Leynd- ardómar lífsins, tilvist okkar á þessari jörð, eru þó enn sem fyrr hulin ráðgáta. Nú þegar myrkrið hvelfist yfir okkur á ný er það von- in og trúin á að aftur muni elda af degi, og að aftur muni sól rísa á himni sem veitir okkur styrk til að þrauka kaldan vetur; fyrirheitið um nýtt upphaf og nýtt líf, hlýja og bjarta sumardaga, eins og þá sem við áttum saman, ég og faðir minn, á meðan hann lifði. Blessuð sé minning hans. Páll Kolbeins. Kristjón mág minn sá ég fyrst á Skálatúni sumarið 1953. Ég var þar í fylgd föður míns sem hafði tekið að sér að gera húsakynnin nothæf. Síðar unnum við saman í Landsbankanum eftir nám í Verzlunarskólanum. Svo gerðist það dag einn að þau tíðindi bárust inná æskuheimili mitt að von væri á Ingibjörgu systur minni sem farin var að heiman til að stunda hjúkrunarnám. Hún vildi kynna ungan mann fyrir foreldrum mín- um, Kristjón Kolbeins, sem hún hafði kynnst nýlega. Á svipstundu var rokið til og kannað hverjir að þessum manni stæðu. Reyndist hann sonur Páls, féhirðis Eim- skipafélagsins, sem við höfðum hitt sumarið góða á Skálatúni. Mér er þessi heimsókn minnis- stæð þótt liðin sé nær hálf öld. Tengdasonurinn tilvonandi búinn að leggja á minnið eitthvert hrafl í ættfræði og þjóðlegum fróðleik til að líta betur út í augum tilvonandi tengdaföður. Þegar þau voru farin var ég kallaður á eintal. Síðan höf- um við Kristjón verið bundnir þeim fjölskylduböndum sem þarna voru hnýtt. Kristjón reyndist fjölskyldu minni prýðisvel, aldrei verður annað um hann sagt með sanni. Alltaf tilbúinn að leggja henni lið í hverju því sem kallaði á . Ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun að Guðbjörgu móður minni var hlýtt alla tíð til Kristjóns meðan hún lifði því hann reyndist henni sem besti sonur. Sigurður faðir minn lést þetta haust og móðir mín sem lifði 15 árum lengur var oftast ein á Langholtsveginum, þá slitin og heilsulítil ásamt Halldóru systur minni. Hún kunni vel að meta þennan tengdason sem tilbúinn var að rétta henni hjálp- arhönd. Það má sjá af minning- arorðum sem Kristjón ritaði um hana vorið 1982. Kristjón lauk námi í viðskipta- fræði og stundaði framhaldsnám í Dublin og Kaupmannahöfn. Mér er minnisstæður áhugi hans á hagrænum efnum og hann ætlaði sér ábyggilega stóra hluti á því sviði, svo kappsfullur var hann. Og alla sína starfsævi var hann rýn- andi í tölur um hagvísi og peninga- mál. Reyndi stundum að skýra þær fyrir mér en ætíð án árang- urs. Við Kristjón brölluðum margt saman um ævina og með okkur var oftast gott og náið samband. Við vildum vissulega báðir verða hvor öðrum að liði væri þess kost- ur. Og Kristjón hafði þá dýrmætu gáfu að það var oft eins og hann tæki ekki eftir eða sæi það sem miður fór. Hann vildi lifa í sátt og samlyndi við menn og málefni og umhverfi sitt allt. Hann var alltaf heilsuhraustur og sérlega öflugur en um miðjan síðasta áratug var hann sleginn af meini sem gerði honum erfitt fyrir. Hann hafði aldrei þurft að efast um heilsu sína og hreysti. Nú var hann harmi sleginn og líkt og hugur hans og lífsmóður kveddi löngu fyrr en hann sjálfur síðan gerði. Kristjón mágur minn var lík- lega sá sem ég átti hægast með að leita til af mínum samferðamönn- um og biðja greiða og alltaf brást hann vel við. Stundum sagði hann, heyrðu Ólafur, ef honum fannst ég fara fullbratt í það. Ekkert annað. Vonandi tókst mér stundum að launa sumt, annað verður aldrei launað nema með því að segja að lokum takk fyrir samfylgdina. Ólafur Jens Sigurðsson. Kveðja frá vinahópi og ferðafélögum Látinn er vinur okkar og ferða- félagi Kristjón Kolbeins, eigin- maður Ingibjargar Kolbeins hjúkrunarfræðings. Vinskapur okkar við þau hjónin tengdist um árabil höfðinglegum heimboðum Ingibjargar og Kristjóns og ferða- lögum í tilefni af þeim. Rauða þráðinn í samheldni hópsins má rekja til þess, að Ingibjörg og skólasystur hennar úr Hjúkrun- arskóla Íslands hafa komið saman sér til skemmtunar og yndisauka, allt frá því að þær hófu sitt nám í skólanum haustið 1964. Árum saman hittust skólasysturnar ein- ar og án eiginmanna, heima hjá einhverri þeirra. Sá kvennahópur nefnist hollsysturnar og samkom- urnar hollkvöld. Stundum var meira við haft og voru eiginmenn- irnir, hollbræðurnir, þá oft og gjarnan boðnir velkomnir. Nokkrum sinnum urðu þessar vinasamkomur að stórveislum og var þá gjarnan skroppið í ferða- lög, skemmri eða lengri, út úr þéttbýlinu, á einhverja áhuga- verða staði eða ferðaslóðir. Ingi- björg og Kristjón höfðu oftast for- göngu um slíkar ferðir og að kalla hópinn saman. Mjög minnisstæð- ar eru nokkrar ferðir austur um Rangárþing, inn í Þórsmörk, aust- ur í Skógasafn og um Fjallabak syðra. Í þeim ferðum buðu þau hjónin öllum hópnum í sumarhús sitt, Höfða á Torfastöðum í Fljóts- hlíð. Þar var slegið upp veislum, vel veitt í mat og drykk, sagðar sögur, farið með kvæði og gam- anmál, sungið og trallað við harm- ónikkuspil. Gestir nutu stórfeng- legrar útsýnar til söguslóðanna margfrægu, sem blasa við augum af hlaðinu og um alla Hlíðina, til Þríhyrnings, Tindfjalla, Þórs- merkur, Eyjafjallajökuls, Dím- onanna tveggja og Vestmanna- eyja. Einnig kom það fyrir að þau hjónin buðu öllum hópnum í or- lofshús sem þau fengu til afnota á sumrin. Ein slík vel heppnuð ferð var farin til vinafagnaðar og veisluhalds austur á Þingvöllum. Lang-minnisstæðust er þó sú langferð sem þau hjónin buðu til austur í Fljótsdal, þar sem allur hópurinn þáði bæði gistingu og naut glæsilegra veitinga. Og ekki nóg með það, heldur var í það skiptið farið í skoðunarferð á virkjanasvæðið við Kárahnjúka, sem þá var langt komið í bygg- ingu. Í sömu ferð var uppfærður gamanleikur, frumsaminn af einni skólasysturinni í hópnum og leik- stýrt af henni sjálfri. Í þeirri leik- sýningu lék Kristjón eitt aðalhlut- verkið og var leikur hans og kímnigáfa slík, að bæði samleik- arar hans og samkomugestir allir voru hætt komnir, hvað eftir ann- að, vegna óstöðvandi hláturs, svo að við andköfum lá. Fleiri ógleymanlegar ferða- minningar hópsins má nefna, svo sem utanlandsferð til Slóveníu í tilefni af fjörutíu ára útskriftaraf- mæli Ingibjargar og skólasystra hennar. Heimboð, veisluhöld eða ferða- lög fyrir forgöngu Kristjóns verða ekki fleiri. Hann er að leiðarlokum kvaddur með hlýhug og þakklæti fyrir margar ógleymanlegar sam- verustundir. Ingibjörgu og fjöl- skyldunni allri eru sendar innileg- ar samúðarkveðjur. F.h. hollsystra og hollbræðra, Svanfríður og Njáll. Kveðja frá bekkjarfélögum IV. bekkjar Verzlunarskóla Íslands 1962 og stúdentum 1964 Í dag kveðjum við góðan félaga úr okkar hópi, Kristjón Kolbeins. Kristjón var ljúfur skólafélagi, hrekklaus og traustur sem tók virkan þátt í félagslífi skólans, var alltaf með. Hluti þessa hóps hélt áfram námi til stúdentsprófs og var Kristjón þar á meðal. Í lokin var farin eftirminnileg stúdents- ferð þar sem heimsborgirnar London, París, Genf og Barcelona voru heimsóttar áður en hvílst var á sólarströnd á Spáni. Að skólagöngu lokinni hittist árgangurinn reglulega á tíu ára fresti í fagnaði Nemendasam- bands VÍ eða Stúdentasambands VÍ. Þar kom að Kristjóni þótti þetta ekki nóg samskipti við skólafélagana og tók að sér að hvetja fólkið til að hittast oftar, fékk með sér tvo eða þrjá úr hópn- um hverju sinni til að virkja fólkið. Við erum honum þakklát fyrir þá elju og þolinmæði sem hann sýndi okkur í þessu verkefni sínu, gafst ekki upp, heldur efldist og hringdi bara aftur. Fórum við nú að hitt- ast á fimm ára fresti en síðustu ár- in árlega. Allur hópurinn er í dag mjög þakklátur fyrir þetta fram- tak Kristjóns og finnst hverjum og einum miður ef aðstæður leyfa ekki mætingu á þessi stefnumót. Síðustu árin gat Kristjón ekki ver- ið með í undirbúningnum eða gamninu vegna veikinda, en fylgd- ist af áhuga með þeim sem tóku við keflinu. Árið 2004, þegar stúdentarnir áttu 40 ára skólaafmæli þótti Kristjóni kominn tími til að þeir kæmu í heimsókn í sveitina þeirra hjóna. Buðu þau til rausnarlegrar veislu í bústað sínum með skemmtilegum uppákomum og frásögnum ásamt leiðsögn um svæðið í frábæru veðri. Eigum við sem nutum ljúfar minningar frá þeirri samveru. Þökk sé þér, kæri bekkjarbróð- ir, fyrir vel unnið verk fyrir ár- ganginn okkar, að halda hópnum saman. Við þökkum samferðina í skólanum og utan hans. Hvíl þú í friði. Minningin um góðan dreng lifir. Innilegar samúðarkveðjur til Ingibjargar og allrar fjölskyld- unnar. F.h. bekkjarfélaga, Iðunn G. Gísladóttir. Kær, elskulegur skólabróðir hefur kvatt þetta jarðlíf. Hann sem alltaf var einstaklega vel á sig kominn og bjartur. Satt best að segja hélt ég að Kristjón vinur minn yrði minnst 100 ára. Lífsstíll hans þannig. Margar góðar mynd- ir koma upp í hugann frá Versl- unarskólaárunum. Sérstaklega eru minningarnar lifandi og sterk- ar frá árunum í lærdómsdeildinni þegar við Kristjón vorum sessu- nautar. Við sátum reyndar þrjú saman, Kristjón, ég og Markús heitinn, minn fyrri maður. Það var notalegt í risinu í gamla Versló og góður andi. Dálítill heimur út af fyrir sig. Margir dásamlegir og minnisstæðir kennarar með dokt- or Jón í fararbroddi. Spennandi ný fög að glíma við, eins og líffræði og latína. Líffræðikennarinn Yng- var svo heillandi, að á tímabili gát- um við nánast öll hugsað okkur líf- fræðinám að stúdentsprófi loknu! Stærðfræðitímarnir hjá okkar kæra Sigurði Ingimundar voru í uppáhaldi hjá Kristjóni. Já, við vorum áhugasöm og full tilhlökk- unar fyrir framtíðinni. Skóla- bræðurnir snyrtilega klæddir í jökkum og oft með hálstau. Ég sé Kristjón fyrir mér í tvíddjakka- num með spæl í baki, – svona í breskum stíl. Eins var hann skín- andi flottur í hvítum „smóking- jakka“ þegar við settum upp stúd- entshúfurnar, útskriftardaginn 1964. Ýmislegt skondið gat Kristjóni dottið í hug. Jólin þegar við vorum í 6. bekk birtist þessi góði skóla- bróðir á tröppunum heima á Dyngjuvegi rétt fyrir klukkna- hringinguna á aðfangadag með risa jólapakka í fangi. „Gleðileg jól“ sagði hann og brosti kíminn. Þegar ég tók til við að opna pakk- ann komu alltaf minni og minni pakkar í ljós sem enduðu í lítilli snyrtibuddu! Kristjón var góður gáfum gæddur, samviskusamur nemandi, stundvís og reglusamur, glaðlyndur og ötull. Eftir stúd- entsprófið tók við háskólanám og viðskiptafræði. Ungur mætti Kristjón ástinni sinni, henni Ingi- björgu. Þau voru falleg og sam- valin frá fyrsta degi, það bókstaf- lega lýsti af þeim. Vinirnir bestu. Ekki er mjög langt síðan þau buðu stúdentahópnum og mökum til veislu að óðali sínu í Fljótshlíðinni. Allt myndarlegt og fallegt þar á bæ, einstök náttúrufegurð og „bóndinn“ Kristjón í essinu sínu. Í sveitinni leið honum greinilega vel, náttúrubarnið í honum naut sín innilega. Falleg voru þau hjón og samvalin sem fyrr, er þau stóðu á hlaðinu í lok gleðilegs samveru- dags okkar skólafélaganna, þar sem við öll urðum rétt eins og forðum á Grundarstígnum, náin, hamingjusöm og umræðuefnin endalaus. Ég þakka Kristjóni skólabróður mínum fyrir allar góðu stundirnar í Versló, vináttu og tryggð í gegnum árin. Guð umvefji Ingibjörgu, ást- kæru konuna hans, og börnin þeirra. Guð geymi skólabróður minn Kristjón Kolbeins, „ekki son“ eins og hann kynnti sig á fyrsta degi skólagöngunnar í Verslunarskóla Íslands. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Ég vil minnast góðs starfs- félaga þakklátum huga eftir sam- fylgd yfir heila starfsævi. Fundum okkar bar fyrst saman á háskóla- árum hans 1966-7, er ég kenndi þjóðhagsreikninga og áætlana- gerð, en með þeirri kennslu var stefnt að því að gera nemendur hagvana á þeim vettvangi, sem komið var á fót með nýskipan efnahagsmála um og upp úr 1960. Var þar um að ræða fjölþætta stefnumótun og frjálslega áætl- anagerð í athafnalífi. Kristjón vakti þegar athygli mína fyrir sterkan áhuga á náms- efninu. Varð brátt ljóst, að hann stefndi að störfum við opinbera hagsýslu, en þá voru að opnast fjölþætt svið haggreiningar. Sá ég því hagstætt færi á að bjóða hon- um til starfa og kom hann til liðs við Efnahagsstofnun, meðan enn var við nám til 1969. Tók hann þeg- ar rösklega til verka við iðnaðar- skýrslur, sem orðið höfðu útundan sökum forgangs sjávarútvegs. Innan skamms hafði framgjarn hugur hans leitt hann til fram- haldsnáms í nýlundu kostnaðar- og nytjagreiningar hjá írskum frændum okkar í Dýflinni. Heim kom hann svo að breyttu kerfi og réðist til Framkvæmdastofnunar næsta hálfan annan áratug og hitti okkur fyrri starfsfélaga þar fyrir. Engin tök eru á að kynna nánar innan þessa þrönga ramma við- fangsefni hans, sem fjölluðu um skilyrði vaxtar og viðgangs grein- anna, þar með myndun fjármagns og miðlun þess til sem drýgstra nota. Sjálfur gerði hann rækilega grein fyrir þeim í eigin kafla Við- skipta- og hagfræðingatals II, 1997. Þegar svo Framkvæmda- stofnun tók aðeins til byggðamála, bar ég sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka gæfu til að bjóða hann velkominn að halda áfram fjár- magnsrannsóknum sínum, þar sem þær áttu vel heima. Eitt gæfuatriði menntamanna er færi á að kenna fræðin þakklátum nem- endum, og náði Kristjón því á þremur vettvöngum: mála-, tækni- og menntaskóla, þar sem mér veittist færi á að mæla með honum við Guðna rektor og frænda. Úr því á það er minnst, var Kol- beins-ættin mjög áhugaverð, og Kristjón sér vel meðvitaður um það. Má þá fyrst geta séra Kol- beins Þorsteinssonar, höfundar hinnar heillandi Gilsbakkaþulu. Næst má geta Eyjólfa í langri röð, sem lögðu helst stund á prestskap og búskap og voru í ætt við Jón „dýrðarsöng“ í Haukatungu, for- föður minn. Annars erum við Kristjón sexmenningar af Sigurði Ásmundssyni í Ásgarði, Gríms- nesi, sem Rafnseyrarklerkar og fjöldi þekktra manna eru af komn- ir. Báðir stunduðum við hesta- mennsku, þó lítt samtímis. Sum- araðstaða þeirra hjóna til hennar var á Hvolsvelli ásamt sumarbú- stað. Þangað buðu þau eitt sinn stórum hópi samstarfsfólks til ógleymanlegrar og þakkarverðrar móttöku. Síðustu árin hefur heilsubrest- ur Kristjóns verið þeim Ingi- björgu og börnum þung raun. Dýrmætt lán því til mildunar hef- ur verið, að hún hefur eftir því sem kostur var getað tekið hann heim til svo nærfærinnar umönnunar sem orðið gat, og sé henni þökk og blessun fyrir og þeim styrkur í sorginni. Ósk okkar til hans er, að honum verði að trú sinni á ódáins- vegum og hann fái meira að starfa Guðs um geim. Bjarni Bragi Jónsson. Við Kristjón Kolbeins vorum skrifstofunágrannar í tuttugu ár. Kristjón kom úr Framkvæmda- Kristjón P. Kolbeins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.