Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ✝ Jónína Finsenfæddist í Reykjavík 23. júní 1928. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 4. nóvember 2013. Foreldrar Jón- ínu voru hjónin Kristjana Guð- brandsdóttir Norðdahl og Ás- kell Norðdahl pípulagn- ingamaður. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Jón- ína átti þrjá bræður, Erling og Gunnar Davíðssyni og Guð- þau tvö börn og tvö barna- börn. Jónína ólst upp í Reykjavík og flutti upp á Akranes 1947 þar sem hún bjó síðan. Hún stundaði sjúkraliðanám, sótti kennslu í því til Reykjavíkur og lauk fullu námi og varð hún fyrsti sérmenntaði sjúkraliðinn við Sjúkrahúsið á Akranesi. Síðar bætti Jónína við sig námi sem röntgentæknir, geislafræðingur, og hlaut full og óskert réttindi á því sviði og varð hún yfirröntgentæknir á Sjúkrahúsi Akraness um ára- bil. Útför Jónínu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 8. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 10.30. mund Grétar Norð- dahl, en þeir eru allir látnir. Jónína giftist Niels Finsen árið 1947. Foreldrar hans voru Ingi- björg Ísleifsdóttir og Ólafur Finsen, héraðslæknir á Akranesi. Jónína og Níels áttu tvö börn, Björn Inga, kvæntur Guðrúnu Engilbertsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn, og Kristjönu Áslaugu, sem er gift Roel Woudstra og eiga Elsku hjartans mamma mín: Lífið þekki ég ekki án þín. Þó að fjarlægðin hafi oft verið mikil og þótt heimshöfin hafi skilið okk- ur að, þá fylgdumst við alltaf vel hvor með hinni. Samband okkar var sterkt og þegar við gátum ver- ið saman, sem alltaf var a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári, ríkti mikill fögnuður og ánægja. Minningin um einstaka konu, sem þú varst, bæði sjálfstæð og sterk, mun lifa í hjarta mínu. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér í allri sinni litadýrð og þrosk- ann að takast á við það. Ástarþakkir, mamma mín. Ég elska þig. Þitt ástarblóm, Áslaug. Tengdamamma mín, Nína, Jónína Steinvör Finsen, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 4. nóvember sl. rösklega 85 ára gömul. Jónína giftist Níels Finsen, gjaldkera hjá Haraldi Böðvars- syni & Co á Akranesi, árið 1947 og áttu þau saman og ólu upp tvö börn, Björn Inga og Kristjönu Ás- laugu. Á Akranesi vann Jónína í fyrstu sem heimavinnandi hús- móðir, eins og það er kallað, en síðar fór hún í og lauk sjúkraliða- námi að hvatningu góðs manns á sjúkrahúsinu og seinna aflaði hún sér fullra réttinda sem röntgen- tæknir, geislafræðingur. Hún starfaði um árabil sem yfirgeisla- fræðingur á sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Ég kynntist Nínu, sem verð- andi tengdasonur hennar, er ég kom fyrst til Íslands árið 1966. Mér er það enn í fersku minni hve vel hún og maður hennar tóku mér, reynslulitlum útlendingnum og væntanlegum tengdasyni, á þessu tiltölulega erfiða tímabili á Íslandi, þegar erfitt var að fá at- vinnu hvort sem það var við höfn- ina í Reykjavík, á eyrinni eða á öðrum stöðum. Síðar rættist úr í vinnumálum þegar ég þakklátur fékk kærkomna atvinnu á Akra- nesi við sementsverksmiðjuna, sem þá var tiltölulega nýrisin. Bjuggum við Áslaug fyrstu hjú- skaparmánuði okkar, á fyrsta eig- inlega heimili okkar hjá Nínu og Níels á neðri hæðinni á Vestur- götu 42 á Akranesi. Sambúðin á milli hæða á Vesturgötunni gekk vissulega mjög vel og bar ekki skugga á. Síðan skipuðust mál þannig að vík varð milli vina er við hjóna- kornin ákváðum að setjast að í heimalandi mínu, Hollandi, þar sem við Áslaug bjuggum um ára- bil. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í heimsókn til Íslands og að fá tengdaforeldrana í heimsókn til Hollands. Náðum við fjögur að ferðast mikið saman á Íslandi, í Hollandi og að fara, bókstaflega, um víða veröld í áranna rás. Dæt- ur okkar Áslaugar, Nína Gréta og Thelma Ýr, fengu einnig tækifæri til að kynnast ömmu sinni og afa á Íslandi og þegar þau komu í heim- sóknir til Hollands og lærðu sína íslensku að miklu leyti hjá þeim. Það var gott. Þegar Nína var orðin ekkja kom hún nokkrum sinnum til okk- ar til Spánar þar sem við Áslaug búum nú, en heilsa hennar brást og ferðir hennar þangað lögðust af. Síðustu árin átti tengda- mamma heima á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þar sem starfsfólk allt sinnti henni svo að til fyrirmyndar var. Ég kveð með þessum fátæklegu orðum góða tengdamömmu mína og mun sakna hennar. Roel Woudstra. Þegar amma fæddist var heim- urinn öðruvísi og oft þurfti hún á lífsleiðinni að taka á vandamálum. Hún hélt þó alltaf áfram að vera sterk á sinn máta. Þrátt fyrir fjarlægðina – en við systurnar ólumst upp í Hollandi – höfum við alltaf verið í mjög sterkum tengslum við ömmu. Nær því á hverju ári fórum við til Íslands eða amma kom til okkar og það er henni að þakka að við tölum sæmilega íslensku. Við lítum til baka með mikilli ánægju á sumarfríin sem við nut- um saman í æsku okkar systra. Okkur kom mjög vel saman við ömmu, vorum miklir vinir og gaman var að fara í tjaldferðir með henni, til dæmis til Laugar- vatns. Í minningunni nutum við þess að heyra í drynjandi eldfjallinu Heklu í nágrenninu. – Í svefnpok- unum skulfum við af ótta en amma hvíldist vel á milli okkar og hraut hátt. Við gleymum heldur aldrei mörgum ferðum um landið hennar, til dæms til Flateyjar og í Þórsmörk og mörgum sinnum fórum við í bíó. Ég minnist þess einnig að eitt sinn sagði hún við okkur systurn- ar: „Stelpur. Nú skulum við fara og skoða „líkin“ – eins og við skildum hana – og okkur varð ekki um sel. Reyndar misskildum við hana þarna því að hún vildi fara að skoða læk en „lækur“ og „lík“ eru svipuð orð á hollensku og íslensku. Hún fór svo með okkur framhjá kirkjugarði til þess að skoða fallegan, tæran læk nálægt Nauthólsvík. Okkur létti mikið þegar við sáum að líkið var lækur. Við vorum ungar þá. Við höfum oft hlegið að þessum misskilningi. Ömmu þótti gaman að mat- reiða og gerði það vel. Það er ekki skrítið því að mamma hennar var matreiðslumaður. Mikið nutum við matar ömmu og okkur fannst enginn elda betri íslenskan mat. Okkur fannst hún líka vera „töff“ þegar hún gat sjálf reytt rjúpur um jólaleytið og matreitt þær svo. Þetta hefðum við aldrei treyst okkur til að gera, að slíta fjaðrir af fuglum, þótt dauðir væru. Amma var gestrisin og vildi láta gestum líða vel hjá sér. Oft sátu gestir langtímum saman hjá henni í eldhúsinu við Vesturgötu. Það skipti hana einnig miklu máli að hún liti vel út og hún vildi vera „tipptopp“ í fínum fötum og með vel snyrtar neglur. Við vorum ánægðar að eiga svona „moderne“ ömmu sem þorði að bera ný föt og veski. Gjarnan gekk hún í rauð- um, háhæluðum skóm og við vor- um stoltar þegar við gengum við hlið hennar í bæjarferðum. Amma var einnig „sniðug“ í handavinnu og bjó til föt á barbie-dúkkurnar okkar. Henni þótti afar gaman lesa og að spila brids og hún kenndi okkur að spila á spil. Mikið fundum við til með henni þegar sjón hennar fór að versna. Hún vildi þó halda áfram að spila því kollurinn var vel í lagi. Á seinni árum flugum við stundum saman um jólin frá Hol- landi til Spánar til pabba og mömmu og á leiðinni áttum við oft ánægjuleg samtöl um liðna tíma, sem skipti mig miklu máli. Í minningunni verður hún ætíð hlý amma með jákvætt hugarfar, viljastyrk, opinn huga og staðföst var hún. Ég mun sakna hennar af- ar mikið. Hví í friði, elsku amma. Nína-Greta Rulkens-Woudstra. Ég minnist margs í sambandi við þig, amma Nína, og svo margs að einungis er unnt að nefna sumt. Þú varst með hlýjan persónu- leika sem barst um allt nálægt þér. Þú naust þess að umgangast fólk og ræða málin við það. Andi þinn var alltumlykjandi og mér þótti gott að vera nálægt þér. Þú þekktir margt sem „amma“ á að vita um. Ef við þurftum svar við einhverju, jafnvel því sem tengdist tilteknum lyfjum, kunnir þú alltaf svarið. Þér þótti vænt um hundana þína og hundana okkar og þú naust þess að spila brids. Þú fylgdist vel með tískunni, gekkst oft með fallegar handtösk- ur og varst með afar fallegar negl- ur. Þér þótti gott að elda mat handa öðrum og bjóst til frábær- an mat. Ég man vel eftir því að fá „saltkjöt og baunir ömmu“ þegar ég var í heimsókn hjá þér á Ís- landi. Og síðast en ekki síst varstu sú besta amma sem ég hefði getað fengið. Mér finnst það gott að hafa átt þig sem ömmu og ég mun alltaf muna eftir þér, amma mín. Thelma Ýr Woudstra. Jónína S. Finsen ✝ Ármann Jóns-son fæddist í Vestmannaeyjum 27. ágúst 1928. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 31. október 2013. Foreldrar hans voru Jón Finnbogi Bjarnason, f. 28. febrúar 1886, d. 1966, fæddur í Ár- múla, N-Ís., trésmiður og lög- reglumaður á Ísafirði, síðar veitingamaður í Vest- mannaeyjum, og barnsmóðir hans, Sigríður Ingibergsdóttir, f. 31. maí 1911 í Vest- mannaeyjum, d. 29. janúar 2002. Fóstri hans var Jóhann V. Guð- laugsson, f. 1906, d. 2002, en hann kvæntist Sigríði 19. októ- ber 1935. Foreldrar Sigríðar voru Ingibergur Hannesson, f. 15. febrúar 1884 að Votmúla í Flóa, Árn., d. 3. september 1971, bóndi og sjómaður í Hjálmholti í Vestmannaeyjum, og Guðjónía Pálsdóttir, f. 14. febrúar 1884 á húsmóðir. b) Valgarður Ár- mannsson, f. 16. febrúar 1958, vélstjóri, kona hans er, Elínborg Þorsteinsdóttir, f. 2. febrúar 1960, þau skildu. Börn: 1) Þor- steinn Víðir, f. 29. maí 1983, d. 6. júlí 2005, 2) Margrét, f. 31. júlí 1986, 3) Einar Ármann, f. 28. maí 1992. c) Guðbjörn Ármanns- son, f. 12. júlí 1963. Kona hans er Stefanía Ástvaldsdóttir, f. 28. febrúar 1964, börn þeirra: 1) Birkir Már, f. 2. mars 1991, og Guðrún María, f. 11. nóvember 1993. Fóstursonur Ástvaldur Helgi Gylfason, f. 12.maí 1984. d) Einar Bergur Ármannsson, f. 6. júlí 1970, d. 16. ágúst 1992. Ármann hóf ungur störf á sjó. Starfaði lengst af við sjó- mennsku á skipum og togurum, auk annarra verkamannastarfa. Seinni hluta starfsævinnar starfaði hann í álverinu í Straumsvík. Hestamennsku stundaði hann af kappi í ára- tugi. Hélt hann hesta og hesthús í Hafnarfirði eins lengi og heils- an leyfði. Síðustu æviárin bjó hann í Sunnuhlíð. Útför Ármanns fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 8. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Kirkjubóli í Miðnes- hreppi, d. 19. des- ember 1948, hús- freyja í Hjálmholti í Vestmannaeyjum. Sammæðra Ár- manni eru: Ingi- björg Edda Jó- hannsdóttir, f. 1932, Guðlaugur Reynir Jóhannsson, f. 1944. Samfeðra Ármanni: Páll Jóns- son, f. 1909, d. 1927, Ragnhildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 1910, d. 1981, Bjarni Gíslason Jóns- son, f. 1911, d. 1987, Magnús Jónsson, f. 1916, d. 2012, Ásgeir Jónsson, f. 1919, d. 2004, Guð- rún Kolbrún Jónsdóttir, f. 1929. Ármann kvæntist Margréti Sigríði Einarsdóttur, f. 21. mars 1930, d. 3. október 2010, sauma- konu og húsmóður, 28. febrúar 1958. Þau skildu. Börn: a) Hauk- ur Ármannsson, f. 15. sept- ember 1955, fyrri kona He Xi Rong, f. 20. október 1950, þau skildu, seinni kona Þórey Að- alsteinsdóttir, f. 29. mars 1946, Saddur lífsdaga og hrakandi heilsan undanfarin ár hafði tek- ið sinn toll. Það bar æ oftar á góma hjá þér að þú hefðir þínar efasemdir um að bókhaldið hjá Pétri í efra væri rétt fært. Sagðir að öll ættum við okkar kerti sem kveikt væri á þegar við fæddumst og fyrir löngu væri búið að ákveða hvenær á því slokknaði, um það hefðum við ekkert að segja. Sagðir að þessi vísdómur sem eldri skips- félagi þinn mælti við þig hefði róað þig þegar öldurnar hefði virst ætla að kaffæra skipið sem þú varst á sem unglingur. Nú nær loginn þinn ekki að lýsa okkur lengur. Það var ekki mulið undir hann pabba. Ungur varð hann að standa fyrir sínu. Skóla- ganga var stutt í miðri kreppu. Sjómennskan varð stór hluti af hans ævi. Hann varð hjálpar- kokkur á togara aðeins 14 ára gamall, réri með frændum sín- um á Reyni VE-15, eftirsóttur sjómaður sem fylgdi aflasælum skipstjóra af togarum Sigurði RE-4 yfir á Hólmatind frá Eskifirði og síðan yfir á nýjan skuttogara frá Þingeyri. Marg- ar voru þær sögur sem hann sagði okkur um aðbúnað sjó- manna svo sem þriggja mánaða saltfisktúra til Grænlands þar sem vatnið var naumt skammt- að, eða þá byltingu sem þér fannst verða við tilkomu kraft- blakkarinnar, þegar sjómenn þurftu ekki lengur að draga nót síldarskipanna með handafli að skipshlið. Hann lauk vinnuferl- inum í Straumsvík þar sem honum þótti gott að vera í hit- anum af framleiðslunni í steypuskálanum. Honum fannst gaman að taka í spil, hvort sem það var brids, manni, vist, kasína eða rússi. Ekki gagnaðist það mót- spilurum að reyna að reikna hann út, því hann hafði ekki fyrir því að sortera spilin, en gat rakið spil sem voru komin út, fjölda trompa, legu sorta og annað eftir því. Sömuleiðis var áhugi á skák mikill. Hann sökkti sér niður í skákþrautir sem birtust í dagblöðunum fram undir það síðasta. Einatt þurfti maður að fara yfir þetta með honum og gefa sitt álit á því hver lausnin væri. Upp úr 1980 hellti hann sér út í hestamennsku af miklum krafti, jókst hún stig af stigi. Keypti hann sér hesthús í Hafnarfirði sem varð fljótt hans líf og yndi. Þar átti hann góðar stundir, næmleiki hans í umgengni við dýr var eftirtekt- arverð. Í honum bjó örugglega massíft bóndagen. Átti hann hrafn að kunningja í mörg ár. Ef Ármann sýndi sig ekki úti við átti hrafninn til að vappa að hurð sem lá að kaffiaðstöðunni og banka með svörtum gogg- inum í tréverkið. Það var eft- irtektarvert á hvern hátt hross- in hans brugðust við þegar hann ræddi við þau um fram- göngu þeirra, það var eitthvað í röddinni sem þau skildu. Barnabörnin sóttust eftir að komast í hesthúsið með afa. Að moka flórinn var ekki talið eftir sér. Ármann mátti sjá á eftir yngsta syni sínum, Einari Bergi, sem lést af slysförum aðeins 22 ára. Tók það mikið á hann Á efri árum lagði Ármann land undir fót og heimsótti ferðamannastaði á Spáni, Kan- aríeyjum, Króatíu og Kúbu. Hafði hann mikið álit á Kúbu eftir þá ferð, vildir meina að Kastró hefði ekki staðið sig illa. Þinn sonur, Guðbjörn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Elsku Ármann, mig langar að þakka þér fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu, en þau kynni hófust þegar ég fór að vera með Guðbirni syni þínum. Hann ætlaði að skreppa og leysa af í Vestmannaeyjum í nokkra mánuði en síðan eru lið- in 24 ár. Það var oft erfitt að vera svona langt í burtu frá þér, ekki síst núna í veikindum þínum. Takk fyrir að vera svona góður afi barnanna okkar. Þau elskuðu að fá að fara til afa upp í hesthús. Þér tókst ekki að gera mig að hestakonu enda skíthrædd við hesta, hélt mig alltaf í hæfilegri fjarlægð frá þeim svo lítið bæri á. Því ekki vildi ég láta börnin mín sjá að ég væri skelfingu lostin við þessar stóru skepnur sem þú og þau elskuðu. Fékk mér held- ur „kaffi“ í hesthúsinu á meðan. Það gerði ég bara einu sinni því þetta var það allra versta kaffi sem ég hef smakkað. Þér fannst það alveg ágætt, það gaf þér yl í kroppinn eftir góðan útreiðartúr. Hvað með það þó að það hafði staðið á hellunni allan daginn. Það var þér mjög erfitt þegar þú þurftir að láta hest- ana eftir að heilsan gaf sig og þú treystir þér ekki á bak. Ég sé þig alveg fyrir mér núna þeysast um himininn á hest- baki. Þú elskaðir lopapeysuna sem ég prjónaði handa þér með hestunum á. Það var erfitt að fá þig til að fara úr henni, sama hvað hjúkkurnar reyndu. Þú hættir ekki fyrr en þér var leyft að sofa í henni líka, sagðir að þú fengir annars lungna- bólgu. Við erum búin að sitja og rifja upp góðar og skemmti- legar stundir sem við áttum með þér. Það er yndislegt að sjá hvað börnin ljóma þegar þau rifja upp allar sögurnar með afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín tengdadóttir, Stefanía. Takk fyrir allt sem þú hefur sagt okkur, sýnt okkur og kennt okkur. Alltaf þótti okkur vænt um það þegar við fórum til þín í kaffi í Kópavoginn, þar sem þú sagðir að veðrið væri hvergi betra. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og hafðir svo gaman af öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Fá að fara með þér í hesthúsið þar sem kom fyrir að neitað var að fara heim fyrr en við fengum að moka flórinn, ekki veit ég enn þá hvernig þú fékkst okkur til að vilja gera það. Hestarnir hans, Strákur, Mosi og Krummi skildu þig líka, það var oft ótrúlegt hvað þeir hlýddu alveg eins og við. Þegar afi fór inn í hesthús þá eltu þeir og sátum við þá stundum á baki. Alltaf þótti okkur vænt um það þegar þú komst upp í bú- stað í heimsókn og annað okkar fékk oft að æfa hvernig ætti að keyra beinskiptan bíl fyrst und- ir þinni leiðsögn sem var fróð- legt, mikilvægar kennslustund- ir í því hvernig ætti að bregðast við mismunandi áreiti frá öðrum ökumönnum, og hvernig best væri að svara á ýmsan hátt. Alltaf hafðirðu þinn góða (létt svarta) húmor sem gerði hverja heimsókn einstaka og létti manni lundina, það er eitt- hvað sem við munum alltaf eiga. Þín barnabörn, Birkir Már, Guðrún María og Ástvaldur. Ármann Jónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.