Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 29
Bandaríkjamenn eiga í vök að verjast um þessar mundir á flestum vígstöðvum, jafnt innanlands sem utan. Það er ekki eitt heldur allt sem virðist gera þeim lífið erfitt. Ásjóna og ímynd þessa voldugasta ríkis heims hefur látið mik- ið á sjá undanfarið og sumir fræðingar og blaðamenn segja að þetta marki upphaf hnignunarskeiðs. Obama forseti verður fyrir hverju áfallinu af öðru, nú síðast þegar upp komst um hlerunarmálið sem ekki mun sjá fyrir endann á næstu misserin. Margir traustustu bandamanna hans á Vesturlöndum eru æfir út í forsetann fyrir að láta hlera síma þeirra. Það kann að hafa alvarleg áhrif á samstarf Evrópu og Bandaríkjanna í næstu framtíð. Hugsanlega mun málið skaða við- ræður ESB og BNA um fríversl- unarsamning sem er í undirbún- ingi. Ofan á þetta bætist að þingið í Washington er ekki bara klofið í tvennt eftir flokkslínum heldur hefur myndast djúp illbrúanleg gjá innan hins 159 ára gamla Repúblikanaflokks. Gjáin gæti leitt til þess að teboðs-þingmenn flokksins stofni eigin flokk. Slíkt hefur ekki gerst vestra frá árinu 1850 þegar hægriflokkurinn Whig, forveri Repúblikanaflokksins, lagði upp laupana í kjölfar mikilla innri átaka um þrælahald. Solomon Yue, þingmaður repúblikana frá Ore- gon, sagði nýverið í blaðagrein að ef flokkurinn leysti ekki innbyrðis átök sín núna þá gæti flokkurinn „orðið að öðrum Whig-flokki“. Pat Buchanan, fyrrverandi þingmaður og sjónvarpsmaður, tók öðruvísi til orða og sagði að átökin stæðu nú á milli flokkseigenda í Washington og teboðshreyfingarinnar sem er að reyna að ryðjast til valda í flokknum. Samkvæmt skoð- anakönnunum hefur flokkurinn tapað miklu fylgi og orðið fyrir al- varlegu ímyndartjóni vegna skuldaþaksmálsins. Nú er svo komið að meirihluti landsmanna kennir flokknum um ófarirnar í stjórn landsins. Stjórnmála- fræðingar telja að repúblikanar tapi miklu fylgi í þing- kosningunum 2014 og verði mun minni flokkur á nýju þingi. Þetta deilumál hef- ur veikt Obama for- seta talsvert mikið og gæti svo farið að hann færi haltr- andi út úr seinna kjörtímabili sínu. En þetta er ekki það eina sem þvælist fyrir forsetanum þessa dagana. Að viðbættu símahler- unarmálinu og efnahagsvanda BNA eru ýmis alþjóðleg vandamál sem veita honum hita í höldurnar. Þar má nefna lönd eins og m.a. Sýrland, Afganistan, Íran, Egyptaland, Írak, N-Kóreu og í raun stærstan hluta arabaheims- ins. Það er enga lausn að sjá í þessum deilumálum og er Obama ásakaður um ákvörðunarfælni af þeim sökum. Þar við bætist að bæði Kínverjar og Rússar hafa nýtt sér tækifærið út í ystu æsar til að færa sig upp á skörina í heimspólitíkinni. Svo er eins gott fyrir Bandaríkin að styggja ekki Kínverja því þeir eru sagðir eiga stærstan hluta af ríkisskuldabréf- um Bandaríkjanna. Hvað myndi gerast ef Kínverjar vildu allt í einu innleysa bréfin? Bandarískir pólitíkusar hafa haft uppi stór orð um getuleysi ESB til að leysa evrukrísuna, sem hefur ögrað framtíð bandalagsins. Þeir hefðu mátt gæta orða sinna betur því kjósendur vestra segja að þeir ættu að líta í eigin barm því þeim sé ómögulegt að ná sam- komulagi um skuldaþaksvandann og önnur hitamál. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem sitja við kjötkatlana í Wash- ington, rétt eins og Íslendingar hafa lítið álit á Alþingi. Staða Repúblikanaflokksins er sýnu verri en þrátt fyrir það líður Demókrataflokkurinn sömuleiðis fyrir lélega ímynd og minnkandi tiltrú kjósenda. Stjórnmálamenn eru litnir hornauga af lands- mönnum. Annað mál sem ergir kjósendur er fjöldi lögfræðinga á þingi sem þeir segja að yfirgnæfi flest öll þingstörf og beri ábyrgð á skuldaþaksflækjunni. Þess má geta að Obama forseti er lög- menntaður. Þriðjungur þingmanna í fulltrúadeild þingsins í Wash- ington eru lögfræðingar og helm- ingur þingmanna öldungadeild- arinnar. Á breska og kanadíska þinginu er sjöundi hver þingmaður lögfræðingur og fimmtándi hver í Frakklandi, að sögn the Econom- ist. Þess má geta að Íslendingar hafa lengi kvartað undan of mörg- um lögfræðingum á Alþingi miðað við aðrar stéttir. Það er langt í land að friður ná- ist í pólitíkinni vestra og bráða- birgðasamkomulagið um skulda- þakið rennur út um miðjan janúar 2014 og enginn veit hvað gerist næst. Línur skýrast eflaust ekki fyrr en eftir þingkosningarnar næsta haust. Enginn veit heldur hvernig Obama sleppur út úr öll- um sínum vandræðum á kjör- tímabilinu. Spurningin er hvort hann verður í hópi lélegra forseta eins og George W. Bush eða kemst í stjörnulið Bandaríkjaforseta? Sleppur hann út úr símahler- unarmálinu eða ekki? Er málið kannski stormur í vatnsglasi? Allir vita sem vilja vita að stórþjóðirnar njósna hver um aðra. Það sem gerðist nú er að það komst op- inberlega upp um njósnir Banda- ríkjamanna en hinar valdaþjóð- irnar þakka eflaust sínum sæla fyrir að sleppa við afhjúpun í þetta sinn. Alvarleg pólitísk skriðuföll í Washington Eftir Jón Hákon Magnússon » Verður Obama í hópi lélegra forseta eins og George W. Bush eða kemst hann í stjörnulið Bandaríkjaforseta? Sleppur hann út úr símahlerunarmálinu? Jón Hákon Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri KOM almannatengsla ehf. UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Bréf til blaðsins Ég þykist vita fyrir víst að dr. Gunn- ar I. Birgisson í Kópavogi hafi fund- ið leið til að fyrirgefa undirrituðum að hafa hvatt hann til að fara fram í fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík, í prófkjörinu spennandi sem fara mun fram á næstunni. Það virðist nokkuð ljóst að dr. Gunn- ar hafi þá þegar haft veður af framboði Halldórs Halldórssonar, afbragðsmanns frá Ísafirði, sem er einmitt líklegur til að leiða farsællega stjórn höf- uðborgar okkar Íslendinga, svo sómi sé að og innviðirnir njóti skyn- samlegra stjórnarhátta. Ólíkt ótrú- legum framkvæmdum „fyndna“ flokksins og atvinnustjórnmála- mannanna í enn einum komm- únistaflokknum, þótt hann skreyti sig með forskeytinu „sam“ eins og stundum áður fyrr á árum, að mig minnir. Það kemur auðvitað öllum lands- mönnum við hvernig sjálfri höf- uðborginni er stjórnað. Hjarta þjóð- arlíkamans slær þar og brýnt að umferðaræðarnar séu greiðar, ekki síst sjálf ósæðin sem Reykjavík- urflugvöllur verður að teljast vera, í óeiginlegri merkingu. (Með fullri virðingu fyrir Faxaflóahöfnum og Vegagerðinni.) Merkilegt má það eiginlega heita, að einmitt sama daginn og vellinum voru tryggð átta góð ár enn, form- lega af þar til bærum yfirvöldum, þótt einni flugbrautinni væri að vísu fórnað, birtist opið bréf til borg- arstjórans í Morgunblaðinu frá „Betri byggð“ sem heldur að Reykjavík gæti orðið „evrópsk“ borg hérna úti í miðju Atlantshafinu, Bandaríkjamegin þó. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Allt þokast þetta í réttu áttina Frá Páli Pálmari Daníelssyni Páll Pálmar Daníelsson eina nýja sem gæti komið út úr slíkri at- hugun er hærri verð- miði – fleiri milljarða- tugir en fyrr. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að aðstöðu fyrir almanna- flug, einka- og kennsluflug, verði fundinn staður annars staðar en á Reykjavík- urflugvelli. Það er með hreinum ólíkindum að stjórnmálamenn láti sér detta í að leggja milljarða í byggingu og rekstur sérstaks kennsluflugvallar með stjórnuðu loftrými á sama tíma og Reykja- víkurflugvöllur er í fullum rekstri. Nýlegar fréttir af neyðarástandi í heilbrigðisþjónustu ættu að vera mönnum nægt tilefni til að hverfa frá öllum fyrirætlunum um sér- stakan kennsluflugvöll. Sú óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkurflugvöll um langt ára- bil hamlar frekari uppbyggingu starfsemi þar, en ljóst er að sókn- arfærin eru mikil, til að mynda í ljósi stóraukinna umsvifa á Græn- landi. Hljóðmengun af vellinum þyrfti ekki að aukast að ráði með auknum umsvifum enda nýjustu Fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og stærsta flugrek- anda á Reykjavíkur- flugvelli skrifuðu 25. október síðastliðinn undir samkomulag um að fresta því í níu ár að leggja af norð- ur-suðurbraut Reykjavíkurflugvall- ar, en samkvæmt fyr- irliggjandi aðalskipulagsdrögum stóð til að þeirri braut yrði lokað árið 2016. Þá var ákveðið enn fremur að skipaður yrði starfs- hópur til að finna „varanlegt stæði fyrir flugvöllinn á höfuðborg- arsvæðinu“ eins og það er orðað. Þeir sem heykjast á að taka erf- iðar ákvarðanir eiga það til að fresta þeim von úr viti. Það að fresta raunverulegri ákvörðun um framtíðarstaðsetningu flugvall- arins er í reynd aðför að þeirri margþættu starfsemi sem þar er að finna. Ákvörðun um að skipa starfshóp um staðarval nýs vallar hljómar sem lýðskrum, enda allir flugvallarkostir á höfuðborg- arsvæðinu verið þaulkannaðir. Hið vélar mjög hljóðlátar, til að mynda hin nýja Airbus þota Færeyinga sem er hljóðlátari í aðflugi en Fok- kerar Flugfélags Íslands. Hér á landi er gríðarleg þekking til staðar á flugi og flugtengdum greinum og tækifærin mikil á næstu árum og áratugum. Reyk- víkingar mega ekki að láta þessi tækifæri sér úr greipum ganga. Það skal vera eitt fyrsta verkefni nýrrar borgarstjórnar að rifta þessu gervisamkomulagi og festa völlinn í sessi í Vatnsmýri, til hags- bóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur. Gervisamkomulag um Reykjavíkurflugvöll Eftir Björn Jón Bragason Björn Jón Bragason » Ákvörðun um að skipa starfshóp um staðarval nýs vallar hljómar sem lýðskrum, enda allir flugvallar- kostir á höfuðborgar- svæðinu verið þaul- kannaðir. Höfundur er sagnfræðingur og sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Jólatilboð frá 1. nóvember kr. 18.900 þriggja mánaða ko rt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.