Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú vilt annaðhvort breyta vini þín-
um eða hann þér. Kannaðu hvort eitthvert
námskeið er í boði sem hentar þér og vertu
víðsýnn og jákvæður.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er í lagi að láta sig dreyma ef
þið bara haldið ykkur í raunveruleikanum.
Jafnaðu ágreining milli þín og þinna, sama
hvað það kostar og tekur langan tíma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Rannsóknir þínar leiða margt
ánægjulegt í ljós. Gildismatið heldur þér á
floti í lífsins ólgusjó, en suma dagana verð-
ur þú að opna hliðið fyrir nýjum hlutum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það ekki á þig fá, þótt sam-
skipti þín við suma séu ekki öll á blíðu nót-
unum. Hér er ekkert alvarlegt á ferðinni.
Láttu alla sjálfsmeðaumkun lönd og leið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ágætt að staldra við, líta yfir
sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því,
hvort málin þokast áfram eða ekki. En það
verður lítið mál að finna neistann aftur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Svo virðist sem ákveðin persóna
eigi erfitt með að þiggja aðstoð þína og
þakka fyrir sig. Slíkt kemur órorði á þig og
þú átt erfitt með að fá verkefni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlutirnir sem gera heimili vogarinnar
viðkunnanlegra auka líka sjálfstraust henn-
ar. Láttu það eftir þér að skrifa niður það
sem þér dettur í hug. Gerðu ekki meiri
kröfur til sjálfs þín en þú gerir til annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhvern veginn er eins og allt
og allir fari í taugarnar á þér þessa stund-
ina. Líttu á björtu hliðarnar. Mundu að aðr-
ir eru álíka fastir fyrir og þú í þessum efn-
um.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skoðanaágreiningur kemur
hugsanlega upp á milli þín og einhvers ná-
komins í dag. Ef þú hefur akkúrat þína
hentisemi verður þetta lítið mál.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú leggur þig fram við að dekra
við vini þína og gefa þeim gott að borða.
Hikaðu ekki við að tjá vini þínum skoðanir
þínar á því sem hann leitar til þín með.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Yfirboðskennd vinátta kemur og
fer og þú gerir lítið úr því. Slappaðu af; það
getur verið gaman að kynnast nýju fólki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er svo margt sem fiskurinn veit
ekki um fólk sem hann sér nánast á hverj-
um degi. Gakktu frá ákveðnum málum og
stefndu ótrauður fram á við.
Við dr. Sturla Friðriksson sitjumfyrirlestra Magnúsar Jóns-
sonar sagnfræðings um Landnámu
í Háskólanum. Á þriðjudagskvöld
sagði hann við mig:
Nú er hann kaldur, nú hef ég aldrei fyrri
þykka, mjúka, þófróna
þrenna brúkað vettlinga.
Sturla hefur gaman af því að
koma á óvart og spreyta sig á erf-
iðum orðum og fágætum sem vísa
til gamalla búskaparhátta. „Þófró-
inn vettlingur“ er þæfður af róðri.
Þorsti sótti á þá, sem urðu
göngumóðir, eins og segir í göml-
um húsgangi:
Maður kominn úti er,
ósa ljósa-brekka,
biður um að beina sér
blöndusopa að drekka.
Björn Ingólfsson leikur sér að
orðinu „símaskrá“:
„Við allan rækallinn ríma má
en rétt er að gefa sér tíma þá
og hugsa sig vel um,“
kvað Valgeir á Melum,
„ef síðasta orðið er símaskrá.“
Eysteinn Gíslason frá Skáleyjum
orti gjarna um málefni líðandi
stundar og hafði gaman af erfiðum
rímorðum:
Í kjálkunum þjáðir af þrasgigt,
þreyttir á mengun og gaslykt,
búsældarfórnun
og brüsselskri stjórnun
Baunverjar höfnuðu Maastricht.
Guðmundur Arnfinnsson sendi
Vísnahorni eina lauflétta limru,
sem ber yfirskriftina „Eins dauði er
annars brauð“:
Símon á Siglufirði
var sínum grönnum til byrði,
en mest létti þó
þegar hann dó
Þangbrandi sálnahirði.
Síðan víkur hann að því, að í
helgarlimru frá sér (26. okt.) hafi
verið innsláttarvilla, „sem líklega
hefur verið til bóta, því að í stað
„gætt sér á köku í Kakastan“, stóð
„gætt sín á köku í Kakastan“, sem
er prýðilegt, þar sem kakan sú hef-
ur auðvitað verið baneitruð.“
Hann kannaðist ekki við Kasakstan,
en kvaðst hafa gert í Pakistan
stuttan stans
og stigið þar dans,
en gætt sér á köku í Kakastan.
Pétur Stefánsson orti að kveldi
dags:
Nálgast óðum nóttin svört.
Nú er hrím á grasi.
Líða dagar. Lækkar ört
í lífsins stundaglasi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Orðaleikir í vísum og limrum
Í klípu
„VIÐ SETTUM HANN Í ÖNDUNARVÉL.
AÐALLEGA SVO HANN HÆTTI
AÐ KVARTA OG KVEINA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NÚORÐIÐ ER ÉG EKKI NEMA
SEX MÍNÚTUR ÚT Í NÆSTU BÚÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að laga bágtið.
30
ÞÚ SETTIR GULLFISK
Í SKÓINN MINN!
JÓN Á
AFMÆLI!
ÞESSI
KASTALI ER ALVEG
EINSTAKUR! HANN
ER TIL DÆMIS Á
EINNI HÆÐ.
AF HVERJU
BARA Á EINNI
HÆÐ?
EIGANDINN VARÐ
UPPISKROPPA MEÐ
PENINGA.
Heimilishundur Víkverja útskrif-aðist úr hundaskóla fyrir
skömmu. Víkverji var stundum með
honum á hlýðninámskeiðinu, lærði
ýmislegt í hundaatferlisfræði og má
orðið hundur heita en hvolpurinn
lætur sér fátt um finnast nema hvað
hann virðist hafa uppgötvað áður
óþekkta kynhvöt í nálægð við aðra
hunda.
x x x
Hundur og eigandi voru látnirgera ýmsar æfingar og þegar
illa tókst til, sem gerðist oftar en
ekki, var eigandinn skammaður, því
hundur áttar sig ekki á skömmunum
nema hann sé staðinn að verki og fái
þá strax orð í eyra. Það gerist auð-
vitað nánast aldrei. Hundurinn
brosti því sem mest hann gat, hvað
sem á gekk, kærði sig kollóttan þó
hann tæki ekki eftir æfingunum svo
framarlega sem hann fékk frið til
þess að fylgjast með hinum hund-
unum – og riðlast svolítið á þeim.
x x x
Víkverji var kallaður nafni hunds-ins og átti að gegna því. Snati
(sem reyndar er ekki rétt nafn um-
rædds hunds en notað hér til að hlífa
honum við frekara áreiti á göngu um
höfuðborgarsvæðið)! Ekki gera
þetta, ekki tala stöðugt við hundinn,
því hann skilur ekki íslensku, sagði
kennarinn reglulega og Víkverji
botnaði ekki neitt í neinu fyrr en
leiðbeinandinn var kominn að tví-
menningunum og tók við stjórninni.
Í tímunum var hundurinn hundur
þegar hann stóð sig vel og gerði
hlutina rétt en ella var Víkverji
hundurinn og fékk að heyra það hjá
kennaranum. Snati! Ekki gera þetta,
ekki gera hitt. Eins gott að þú ert
ekki með stærri rakka.
x x x
Fólk sem hefur ekki umgengisthunda, á ekki hunda og hefur
ekki farið á hlýðninámskeið fyrir
hunda í hundaskóla talar um hunda-
líf með niðrandi hætti. Orðabókin
undir ritstjórn Marðar skilgreinir
enda hundalíf sem slæmt líf eða illa
ævi. Þetta er fjarri sanni. Hundalíf
er eftir allt saman dásamlegt líf. Það
hefur Víkverji sannreynt og borgaði
meira segja vel fyrir reynsluna.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Alvæpni Guðs Að lokum: Styrkist í
Drottni og krafti máttar hans.
(Efesusbréfið 6:10)
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
Fyrir hurðir og glugga