Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI ný sending FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Var rangt staðið að tilkynningu til Kauphallar Íslands um kaup Al- Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi? Hver voru fyrirmælin sem Hreiðar Már Sigurðsson gaf undir- mönnum sínum um hvernig ætti að útfæra við- skiptin? Var reynt að leyna að- komu Ólafs Ólafs- sonar að viðskipt- unum? Þetta eru nokkrar af þeim lykilspurningum sem dómarar í Al-Thani-málinu þurfa að svara, en aðalmeðferð í málinu hélt áfram í gær. Aðalmeðferðin hefur núna staðið yfir í fjóra daga. Vel gekk að yfir- heyra vitni í gær og eru horfur á að vitnaleiðslum ljúki á hádegi á mánu- dag og málflutningur sækjenda og verjenda fari fram á miðvikudag og fimmtudag. Kaup Sheik Mohammeds Bin- Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaup- þingi voru tilkynnt í Kauphöll Ís- lands 22. september 2008. Í tilkynn- ingunni er ekki getið um að bankinn fjármagnaði sjálfur kaupin eða að Ólafur Ólafsson kom að viðskipt- unum með beinum hætti. Eitt af meginatriðunum sem tekist er á um í Al-Thani-málinu er hvort þetta hefði þurft að koma fram í tilkynn- ingunni, en einn ákæruliðurinn er að með viðskiptunum hafi ákærðu blekkt markaðinn í þeim tilgangi að búa til falska eftirspurn eftir hluta- bréfum í bankanum. Sagði ólöglegt að upplýsa um fjármögnun Björn Þorvaldsson saksóknari hefur bent á að verð hlutabréfanna hækkaði strax eftir viðskiptin, en verð þeirra hækkaði um 7,5% í kjöl- farið. Hann spurði m.a. Helga Sig- urðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóra lögfræðisviðs Kaupþings, í gær hvort líklegt væri að verðið hefði þróast eins ef upplýst hefði verið hvernig kaupin voru fjár- mögnuð. Helgi sagði erfitt að svara ef-spurningum, en sagðist telja að það væri ólöglegt að upplýsa í til- kynningu til Kauphallarinnar um fjármögnun hlutabréfaviðskipta. Það fæli t.d. í sér brot á þagn- arskyldu. Áður hafði komið fram í rétt- arhaldinu að ekki væri venja í til- kynningum til Kauphallarinnar að greina frá því hvernig staðið væri að fjármögnun hlutabréfaviðskipta. Það er líka tekist á um hvort upp- lýsa hefði þurft markaðinn um aðild Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum, en hann var stór hluthafi í Kaup- þingi. Í gögnum sem saksóknari hef- ur lagt fram kemur fram að milli- stjórnendur í bankanum ræddu um þetta og höfðu m.a. áhyggjur af því að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið gæti haft annað mat á þessu en Kaupþing. Hefði brugðist við ef stjórnin hefði vitað um lánin Í gær voru teknar skýrslur af stjórnarmönnum í Kaupþingi og þeim bar öllum saman um að stjórn- in hefði ekki verið upplýst um að Kaupþing fjármagnaði hlutafjár- kaup Al-Thani. Sömuleiðis vissu stjórnarmenn ekki um aðild Ólafs að viðskiptunum. Sérstaka athygli vakti framburður Stigs Tommys Persson, sem sat í stjórninni þegar bankinn féll. Hann sagði afdrátt- arlaust að ef stjórnin hefði verið upplýst um að bankinn hefði sjálfur fjármagnað kaupin hefði stjórnin strax brugðist við. Saksóknari spurði Persson hvers vegna stjórnin hefði brugðist við. „Vegna þess að að þetta var ekki löglegt,“ svaraði Persson. Hann sagðist einnig hafa reiknað með að einn ríkasti maður heims þyrfti ekki á láni að halda frá Kaupþingi til að kaupa hlut í bankanum. Halldór Bjarkar lykilvitni Eitt af lykilvitnum saksóknara í þessu máli er Halldór Bjarkar Lúð- vígsson, en hann var viðskiptastjóri útlánasviðs Kaupþings og tók við fyrirmælum frá Hreiðari Má Sig- urðssyni, forstjóra bankans, um hvernig ætti að útfæra viðskiptin. Sýn hans á það sem bjó að baki við- skiptunum er talsvert önnur en sumra annarra vitna. Ekki var hægt að skilja framburð hans á annan veg en að stjórnendur Kaupþings hafi beitt blekkingum. Reynt hafi verið að fela aðkomu Ólafs að viðskipt- unum og að 50 milljón dollara lán, sem fór í gegnum félagið Brooks, hafi verið greiðsla til Al-Thani til að hann væri tilbúinn til að ljá nafn sitt við þessum viðskiptum. Verjendur sakborninga hafa reynt að draga úr trúverðugleika fram- burðar Halldórs með því að benda á að hann hafi haft réttarstöðu sak- bornings, en þeirri stöðu hafi verið breytt og að hann hafi í framhaldi fengið vinnu hjá Arion banka. Það er líka ljóst að það skiptir miklu máli fyrir Hreiðar Má hversu mikla vikt dómarar gefa framburði Halldórs Bjarkars. Hreiðar Már hefur viðurkennt að mistök hafi ver- ið gerð innan bankans við útfærslu viðskiptanna. Mistökin liggi annars vegar í því að mikið hafi gengið á í bankanum þessa daga í lok sept- ember og byrjun október 2008 og hins vegar að undirmenn, sem áttu að sjá um viðskiptin, hafi að ein- hverju leyti misskilið hvernig útfæra átti viðskiptin. Björn saksóknari hefur í vitna- leiðslum í héraðsdómi reynt að fá fram hjá vitnum hver nákvæmlega voru fyrirmæli Hreiðars, væntan- lega í þeim tilgangi að reyna að sanna að hann hafi gerst sekur um umboðssvik og um að misnota að- stöðu sína, eins og hann er ákærður fyrir. Mörg vitnanna hafa hins vegar borið fyrir sig minnisleysi þegar spurt er um þetta atriði. Í vitnaleiðslunum hefur saksókn- ari spurt sum vitnin hvort þau hafi rætt við verjendur eða sakborninga áður en þau mættu fyrir dóm. Helgi Sigurðsson og Bjarki Diego sögðust báðir hafa átt fund með verjendum. Þeir hefðu þar m.a. verið upplýstir um spurningar verjenda í dómssal. Þeir hefðu hins vegar ekki verið beðnir um að greina rangt frá því sem gerðist. Var markaðurinn blekktur?  Eitt af því sem tekist er á um í Al-Thani-málinu er hvort tilkynning til Kauphallar hafi verið eðlileg  Ákærðu í málinu eru ekki sáttir við framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar viðskiptastjóra Morgunblaðið/Rósa Braga Dómssalur Björn Þorvaldsson saksóknari (lengst til hægri) heldur því fram að ákærðu hafi blekkt markaðinn í þeim tilgangi að búa til falska eftirspurn. Halldór Bjarkar Lúðvígsson Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána Kaupþings, segist telja að handvömm starfsmanna bankans skýri hvers vegna lán- veiting til Q Iceland Finance var lögð fyrir lánanefnd stjórnar en lán til félagsins Gerlands, sem var í eigu Ólafs Ólafssonar, var ekki borið undir nefndina. Bjarki sagði að Halldóri Lúð- vígssyni hefði verið falið að út- búa skjöl vegna lána til Ger- lands. Að öllu jöfnu hefði það verið verkefni Guðmundar Þórs Gunnarssonar, viðskiptastjóra á útlánasviði Kaupþings, að ganga frá viðskiptunum. Bjarki sagði lánið hefði verið skráð í bækur bankans og fráleitt að halda því fram að leyna hafi átt láninu. Það sé ekki hægt að leyna lánveitingu upp á 12,3 milljarða. Það hafi verið hand- vömm að lánabeiðnin var aldrei borin undir lánanefnd bankans. Átti ekki að leyna láninu LÁN TIL GERLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.