Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Svissneskir sérfræðingar, sem rann- sökuðu sýni úr líkamsleifum Yassers Arafats, sögðu í gær að niðurstöður þeirra hvorki sönnuðu né afsönnuðu þá kenningu að eitrað hefði verið fyr- ir hann með póloni, geislavirku frumefni sem er baneitrað ef það kemst í líkamann. Áður hafði arabíska sjónvarpið Al- Jazeera skýrt frá því að svissnesku vísindamennirnir hefðu komist að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu að rannsókn þeirra benti til þess að Arafat kynni að hafa dáið af völdum eitrunar. Þeim hefði „komið á óvart“ hversu mikið af póloni-210 hefði fundist í sýnunum og niðurstöðurnar styddu „miðlungsvel“ þá tilgátu að Arafat hefði verið byrlað eitur. Leiðtogar Frelsissamtaka Palest- ínumanna (PLO) sögðu skýrsluna „sanna“ að eitrað hefði verið fyrir Arafat og kröfðust rannsóknar á því hverjir hefðu verið að verki. „Niðurstöður rannsóknarinnar sönnuðu að eitrað var fyrir Arafat með póloni og þetta efni er í eigu ríkja, ekki manna, sem þýðir að það var ríki sem framdi glæpinn,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Wasel Abu Yusef, sem á sæti í framkvæmda- stjórn PLO, samtaka Arafats. „Rétt eins og skipuð var nefnd til að rann- saka drápið á Rafiq Hariri [forsætis- ráðherra Líbanons] þá ætti að skipa alþjóðlega nefnd til að rannsaka drápið á Arafat forseta.“ Ekkja Arafats, Suha, tók í sama streng í viðtali við Al-Jazeera og sagði að skýrslan sýndi að hann hefði dáið af völdum „morðtilræðis“ og „pólitísks glæps“. Margir leiðtoga Palestínumanna hafa sakað Ísraela um að hafa byrlað Arafat eitur en stjórnvöld í Ísrael hafa alltaf neitað því. Utanríkisráðu- neyti landsins sagði í gær að rann- sóknir sérfræðinga á málinu líktust „sápuóperu frekar en vísindum“. Með innanæðastorknun Yasser Arafat varð forseti palest- ínsku heimastjórnarinnar árið 1993 og dó á sjúkrahúsi í París 11. nóv- ember 2004, 75 ára að aldri. Læknar gátu ekki tilgreint dánarorsökina og lík hans var ekki krufið, í samræmi við beiðni ekkju Arafats. Líkamsleifar Arafats voru grafnar upp í nóvember 2012 og sýni tekin, m.a. til að rannsaka hvort honum hefði verið byrlað eitur. Sýnunum var skipt á milli svissneskra og rúss- neskra sérfræðinga og fransks hóps sem rannsakar þau að beiðni ekkju Arafats. Rússneskir embættismenn sögðu í síðasta mánuði að ekki hefðu fundist neinar leifar af póloni í sýn- unum sem rússnesku sérfræðing- arnir fengu. Tilgátan um að eitrað hefði verið fyrir Arafat fékk byr undir báða vængi eftir að fyrrverandi rússnesk- ur njósnari, Alexander Litvinenko, sem hafði gagnrýnt stjórnvöld í Kreml, dó af völdum póloneitrunar í London árið 2006. Bresk yfirvöld hafa sakað fyrrverandi njósnafor- ingja rússnesku leyniþjónustunnar um að hafa byrlað Litvinenko eitur. The New York Times birti sjúkra- skýrslur Arafats árið 2005 og þar kom fram að hann veiktist fjórum klukkustundum eftir að hann borð- aði kvöldverð 12. október 2004 í höfuðstöðvum sínum í borginni Ra- mallah á Vesturbakkanum. Ísr- aelskar hersveitir höfðu þá haldið honum í einangrun í höfuðstöðvun- um í þrjú ár og sakað hann um að standa á bak við hrinu mannskæðra árása Palestínumanna í Ísrael. Arafat fékk uppköst, var með niðurgang og þjáðist af iðraverkjum næstu tvær vikurnar, en fékk ekki hita. Sjúkragögnin sýndu að Arafat fékk ekki nein sýklalyf fyrr en 27. október, fimmtán dögum eftir að hann veiktist. Tveimur dögum síðar var hann fluttur með þyrlu til Jórd- aníu og þaðan á hersjúkrahús nálægt París. Franskir læknar komust þá að þeirri niðurstöðu að Arafat væri með bráða innanæðastorknun (DIC), en það er sjúkdómsástand sem veldur blóðtöppum í smáum æðum, skertu blóðflæði og súrefnisskorti í vefjum. Þeim tókst þó ekki að bjarga lífi hans. Arafat féll í svefndá 3. nóvem- ber, fékk heilablóðfall 8. nóvember og dó þremur dögum síðar. Efast um kenninguna Fram kemur á fréttavef BBC að margir breskir læknar eru efins um að Arafat hafi dáið af völdum pólons og sjúkdómseinkennin, sem lýst var í sjúkraskýrslunum, eru ekki talin benda til þess. Pólon-210 er geislavirkt efni sem finnst í náttúrunni og gefur frá sér alfageisla sem eru mjög skamm- drægir. Slík alfageislandi efni eru hættulaus á meðan þau eru utan lík- ama en hættulegri en önnur geisla- virk efni ef þau komast inn í hann. „Geislun í litlu magni eykur t.d. áhættu á að fá krabbamein síðar á ævinni. Sé geislunin mjög mikil, þá veldur mikill frumudauði líffræðileg- um áhrifum sem geta reynst ban- væn,“ segir á vef Geislavarna ríkis- ins. Helmingunartími pólons-210 er 138 dagar, þ.e. geislunin minnkar um helming á þeim tíma. Talið er að ekki sé hægt að greina pólon-210 í sýnum sem eru eldri en átta ára og rétt tæp átta ár eru liðin frá því að Arafat dó. Hvorki sannað né afsannað að eitrað hafi verið fyrir Arafat  PLO vill rannsókn á „drápi“ á Arafat  Ísraelar lýsa málinu sem „sápuóperu“ AFP Skýrslan kynnt Svissneskir sérfræðingar kynna skýrslu um rannsókn á beinum Yassers Arafats á blaðamanna- fundi í Lausanne í gær. Þeir sögðu skýrsluna styðja „miðlungsvel“ tilgátu um að Arafat hefði verið byrlað eitur. Bendir til „þriðja aðila“ » „Við getum ekki sagt að pól- on hafi valdið dauða hans [Ara- fats] … og við getum ekki held- ur útilokað það,“ sagði einn svissnesku vísindamannanna, François Bochud. » Hann sagði að pólon- magnið sem fannst í sýnunum hefði verið allt að 20 sinnum meira en eðlilegt teldist. „Það bendir til aðildar þriðja aðila.“ AFP Ekkjan Suha Arafat tekur við skýrslu svissneskra sérfræðinga. Borgarstjóri To- ronto í Kanada, Rob Ford, er nú enn einu sinni kominn í kland- ur, í þetta sinn vegna mynd- skeiðs þar sem hann sést hóta að myrða óþekktan mann. Borgar- stjórinn hefur beðist afsökunar á atvikinu og segist hafa verið „af- skaplega, afskaplega ölvaður“. Áður hafði borgarstjórinn neyðst til að viðurkenna að hann hefði reykt krakk. Blaðamenn skýrðu frá því í maí að þeir hefðu séð mynd- band þar sem Ford sæist reykja krakk en borgarstjórinn vildi ekki viðurkenna það fyrr en á þriðju- daginn var. Hann baðst þá afsök- unar á því að hafa reykt krakk og bar því við að hann hefði gert það í „fyllirísrugli“. Ford hefur neitað að segja af sér og segist ætla að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Gamlir bandamenn hans í borgarstjórninni segja að þótt þeir treysti honum ekki lengur geti þeir ekki vikið honum frá nema hann verði dæmd- ur fyrir lögbrot. bogi@mbl.is Drukkinn borgarstjóri hótaði morði Rob Ford Svíþjóðardemó- kratar vilja að út- lendingum verði bannað að betla í landinu. Flokkur- inn vill að brjóti fólk bannið verði hægt að refsa því með fangelsisvist eða brottvísun. Svíþjóðar- demókratar kom- ust fyrst á þing árið 2010. Þeirra helsta baráttumál var hert löggjöf um innflytjendur. Flokkurinn bind- ur vonir við að koma enn fleiri fulltrúum á þing í næstu kosningum í september á næsta ári. Kannanir sýna að flokkurinn hefur nú á bilinu 8-12% stuðning meðal sænskra kjós- enda. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu flokksins eru tvær tegundir betlara í Svíþjóð. Þeir segja betlara koma til landsins til að gera betl að atvinnu sinni. „Við getum ekki borið þá sam- an við sænska betlara sem betla oft af því að þeir eru heimilislausir eða háðir eiturlyfjum og áfengi,“ segir í stefnuyfirlýsingunni. Svíþjóðardemókratar segja að „atvinnubetlarar“ eigi ekki heima í Svíþjóð. sunna@mbl.is Vilja að útlend- ingum verði bannað að betla SVÍÞJÓÐ Sænskir lög- reglumenn. Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.