Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna samþykktu á þriðjudag að vísa frá tillögu sjálfstæðismanna um að óska eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrir- komulag heilsugæslunnar í Reykja- vík, með það að markmiði að þjón- ustan verði endurskipulögð í þágu notenda. Í bókun sjálfstæðismanna kemur fram að viðræður við ríkið um yfir- töku borgarinnar á heilsugæslunni, sem hófust í kjölfar einróma sam- þykktar í borgarstjórn í september 2010, hafi farið út um þúfur. Í bókun Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa flokkarnir sig reiðubúna til að halda þeim við- ræðum áfram en þó ekki fyrr en nið- urstöður liggi fyrir í endurmati á yf- irtöku borgarinnar á þjónustu við fatlaða. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að endur- matið muni í fyrsta lagi liggja fyrir næsta vor og gagnrýnir meirihlutann fyrir að vilja skjóta málum á frest. „Þeir eru orðnir margir málaflokk- arnir sem við höfum tekið yfir og mér finnst þetta, að það séu óleyst vanda- mál vegna tilflutnings á þjónustu við fatlaða, ekki vera réttlæting fyrir því að salta hitt,“ segir Kjartan. Hann segir endurskipulagningu heilsu- gæsluþjónustunnar í borginni afar brýna og fleiri leiðir komi til greina en yfirtaka, t.d. að leggja áherslu á fjölbreytt rekstrarform, s.s. einka- rekstur. „Það er ekki aðalatriði hver sinnir þjónustunni, ríki eða borg, bara að hún virki fyrir almenning og það þarf að endurskipuleggja hana í þágu not- enda,“ segir hann. Munu byggja á endurmatinu Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingar, segir hins veg- ar mikilvægt að fá niðurstöðu í end- urmatið á þjónustu við fatlaða áður en gengið verður til viðræðna við rík- ið um heilsugæsluna. „Í þessu endurmati verður reiknað út hvað verkin kosta, til þess að reyna að fá fjármagn í samræmi við þau verkefni sem okkur ber að sinna,“ segir Björk. „Um leið og við erum komin með eitthvað fastar í hendi um það hvernig hægt er að meta kostnað og verkefni, þá mun það nýtast í viðræðum um heilsu- gæsluna og málefni aldraðra,“ segir hún. Hún segir praktísk atriði einnig kalla á að yfirstandandi verkefnum sé lokið áður en ný eru hafin en mann- afli sé takmarkaður eftir stjórnsýslu- sparnað undanfarinna ára. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segist lítast ágætlega á bók- un sjálfstæðismanna. „Þetta er í sam- ræmi við þær áherslur sem við höfum verið að vinna og eru í undirbúningi,“ segir ráðherrann. „Það er gott að vita af áhuga sveitarfélagsins á því að það verði gerðar breytingar á heilsugæsl- unni í þá veru að tryggja greiðara að- gengi fólks að þessari grunneiningu heilbrigðiskerfisins.“ Vill ræða við ríkið um heilsugæsluna  Besti flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir vilja bíða endurmats á þjónustu við fatlaða Björk Vilhelmsdóttir Kjartan Magnússon Brettafélag Reykjavíkur, í samstarfi við Nor- ræna menningarsjóðinn, efndi til alþjóðlegrar brettakeppni í Héðinshúsinu í gærkvöldi. Keppn- in nefndist Nordic Urban Challenge Skate Sess- ion 2013 og var þátttaka mjög góð. Keppt var í tveimur flokkum, 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Plötusnúðar og kynnar sáu um að halda uppi góðri stemningu, ásamt listamönnum frá Ís- landi og hinum Norðurlöndunum. Morgunblaðið/Eggert Efnilegir brettakappar sýndu listir sínar Hjólabrettakeppnin Nordic Urban Challenge haldin í Héðinshúsinu í gærkvöldi Fimmtán um- sóknir bárust um stöðu dag- skrárstjóra út- varps hjá RÚV. Þar af eru tveir fyrrverandi þingmenn, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, guðfræðingur og skáld. Umsækjendur eru: Áslaug Bald- ursdóttir, nemi, Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, Gunnar Gunnarsson, fréttamaður á RÚV og rithöfundur, Guðni Tómasson, listfræðingur, Helgi Pétursson, fjölmiðlafræðingur og tónlistarmaður, Hjálmar Hjálm- arsson, leikari og bæjarfulltrúi, Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, Jóhann Hauksson, blaðamað- ur og fv. upplýsingafulltrúi, Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur, Magnús R. Einarsson, þróunar- og gæðastjóri og dagskrárgerðar- maður á RÚV, Ólína Þorvarðar- dóttir, þjóðfræðingur og fv. þing- maður, Sighvatur Jónsson, fram- leiðandi og fréttaritari RÚV í Eyjum, Sigmundur Ernir Rúnars- son, rithöfundur og fv. þingmaður, Snorri Ásmundsson, listamaður, og Þorsteinn Hreggviðsson, dag- skrárgerðarmaður. 15 vilja verða dag- skrárstjóri Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samninganefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) átti fund með þremur ráðherrum í gær vegna væntanlegra kjaraviðræðna og aðgerða stjórn- valda í tengslum við þær. Fundinn sátu af hálfu ríkisstjórnarinnar þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Okkur hefur fundist viðbrögð stjórnvalda hingað til ekki hafa dug- að okkur til að fara í viðræður við at- vinnurekendur um svonefndan að- fararsamning,“ sagði Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Með aðfararsamningi er átt við einfaldan kjarasamning til skamms tíma sem verði skref í átt að gerð kjarasamn- ings til lengri tíma að ári. Í vetur verði kannað hvort hægt verði að ná breiðri sátt um stefnumörkun varð- andi t.d. gengi krónunnar, peninga- stefnu, húsnæðismál, skatta- og vel- ferðarmál o.fl. Gylfi sagði æskilegast að viðbrögð stjórnvalda lægju fyrir áður en kjaraviðræður hefjast. Breytingar á fjárlagafrumvarpi „Til þess að skapa sátt verður rík- isstjórnin að hreyfa við ákveðnum stærðum í fjárlagafrumvarpinu. Við vorum mjög ósátt við velferðar- áherslur frumvarpsins,“ sagði Gylfi. „Við teljum að það vanti 5-6 millj- arða til að bæta þjónustu á sjúkra- húsunum og sérstaklega til að lækka kostnað almennings við að leita sér læknisþjónustu. Við hefðum viljað sjá meiri peninga til menntamála varðandi tækifæri til náms fyrir þá sem minnsta menntun hafa á vinnu- markaði, eins aukin framlög til verk- og tæknimenntunar. Við teljum allt of langt gengið í niðurskurði til vinnumarkaðsmála og þjónustu við atvinnuleitendur og viljum sjá aukn- ingu hvað það varðar.“ Gylfi kvaðst telja að ASÍ væri með betri tillögu en ríkisstjórnin um hvernig lækka megi skattbyrði milli- tekjuhópanna og draga úr jaðar- sköttum. „Tillaga ASÍ er að hækka krónutölumörkin milli lægsta skatt- þrepsins og milliþrepsins. Það mun skila meiri lækkun skattbyrði til millitekjuhópanna heldur en tillaga ríkisstjórnarinnar.“ Húsnæðismál voru einnig rædd en mikil vinna er að hefjast á því sviði á vegum félags- og húsnæðismálaráð- herra. „Það er mikil óþreyja í okkur að ýta þeim málum áfram, sérstak- lega almenna húsnæðislánakerfinu og félagslega húsnæðiskerfinu,“ sagði Gylfi. Hann kvaðst ekki eiga von á niðurstöðu varðandi húsnæðis- málin fyrir gerð aðfararsamningsins heldur yrði hún innlegg í starfið sem fram fer í vetur. „Ég tel að það geti vel verið sam- starfsfletir við aðila vinnumarkaðar- ins og verkalýðshreyfinguna um fjöl- mörg atriði. Þetta er kannski meiri spurning um útfærslur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum fund- inum. Kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda  Hugmynd um að fyrst verði gerður einfaldur aðfararsamningur til skamms tíma  Veturinn verði svo notaður til að undirbúa kjarasamning til lengri tíma  ASÍ vill m.a. meira fé til heilbrigðismála Morgunblaðið/Golli Samningar Fulltrúar ASÍ á fundi með ráðherrum í Stjórnarráðshúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.