Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ● Í gær undirrituðu átta íslensk tækni- fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum sameiginlega viljayfirlýsingu um sam- starf um þróun heildstæðra tæknilausna í fiskiskip. Markmið samstarfsins er að bjóða heildstæða lausn og íslenska tækni um borð í fiskiskipum, efla mark- aðssókn fyrirtækjanna og hnykkja um leið á forystu íslensks sjávarútvegs í gæðum og ábyrgð í veiðum og vinnslu, samkvæmt tilkynningu frá Íslenska sjáv- arklasanum. Nánar á mbl.is Ætla að þróa tækni- lausnir í fiskiskip Morgunblaðið/Golli Samstarf Átta fyrirtæki ætla að vinna saman að þróun tæknilausna í fiskiskip. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi hald- ið fastar um veskið í október og hafi beðið eftir mánaðamótunum vegna þess að það sem af er nóvembermánuði hafi verið mikið að gera. „Það var hvellur,“ segir Kristinn og nefnir að aukningin nemi 20% milli ára. Hann segir að viðskiptavinir séu ívið passa- samari á þriðja ársfjórðungi, þ.e. júlí, ágúst og september, en sex mánuðina á undan. Þeir kaupi ódýrari vöru og nýti tilboð í meira mæli til að spara. Nú um þessar mundir séu margir farnir að huga að jólainnkaupunum sem breyti jafnframt neyslumynstrinu. Gísli Sigurbergsson, einn af eigendum Fjarðarkaupa, tekur í sama streng, segir að síðasta helgi hafi verið góð, en að heilt yfir sé rólegra yfir og undanfarin tvö ár hafi verið af- ar svipuð. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar, segir að velta matvörufyrirtækja hafi aðeins aukist að raun- virði á undanförnum tveimur árum. Rann- sóknasetrið birti vísitölu sem beri nafnið dag- vara og sé að megninu til matvara en hún hafi aukist um 1,8% það sem af er þessu ári. Sam- drátturinn hafi verið mikill eftir bankahrun en frá árinu 2010 hafi verið hægur vöxtur. Samkvæmt gögnum frá Rannsóknasetrinu dróst dagvara saman milli ágúst og september um 13,4% á föstu verðlagi. En sé september á þessu ári borinn saman við sama tíma fyrir ári, á föstu verðlagi, nemur aukningin 2,2%. Emil varar við því að bera saman veltu milli mismunandi mánaða vegna þess hve ólíkir mánuðir geta verið. Í ágúst hafi t.d. verið verslunarmannahelgi og því ekki um hefð- bundinn mánuð að ræða, ef svo má að orði komast, og svo sé tíminn í aðdraganda jóla annasamur í verslun, svo dæmi sé tekið. Í gögnum Rannsóknasetursins er leiðrétt fyrir árstíðasveiflum. Sé horft til þess nemur samdrátturinn milli ágúst og september um 2,4%. Rannsóknasetrið fær mánaðarlega veltutölur frá flestum verslunum landsins. Gísli segir að eftir bankahrun hafi Fjarðar- kaup notið góðs af jákvæðri ímynd fyrirtæk- isins en á sama tíma hafi ýmsir litið Bónus og Hagkaup illu auga og því kosið að versla við Fjarðarkaup. „Það varð því um 20-30% aukn- ing hjá okkur,“ segir hann en nefnir að þegar um tvö og hálft ár var liðið frá hruni hafi fyr- irtækin verið tekin í meiri sátt. Menn ársins í atvinnulífinu Rekstur Fjarðarkaupa hefur vakið athygli. Frjáls verslun valdi feðgana í Fjarðarkaupum árið 2009 menn ársins í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða Sigurberg Sveinsson og syni hans Svein og Gísla. Fram hefur komið í fjöl- miðlum að aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hafi verið tekið lán, og var því skilað nánast samstundis, þar sem eig- endunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. Fjarðarkaup hagnaðist um ríflega 150 millj- ónir árið 2011, en eigið fé félagsins nam ríflega tveimur og hálfum milljarði króna. Samkvæmt ársreikningi Kaupáss, sem rek- ur þrjár matvörukeðjur, þ.e. Nóatún, Krónuna og Kjarval, hagnaðist félagið um 551 milljón árið 2012 og nam eigið fé þess rúmum 1,3 milljörðum króna. Hagar, sem reka m.a. Bón- us og Hagkaup, högnuðust um þrjá milljarða króna á fjárhagsárinu sem lauk í lok febrúar árið 2013 og eigið fé var um 8,7 milljarðar króna. Héldu fastar um veskið í október Morgunblaðið/Skapti Samdráttur Samkvæmt gögnum frá Rannsóknasetri verslunarinnar dróst dagvara saman milli ágúst og september um 13,4% á föstu verðlagi.  „Það var hvellur“ í matvöruverslun í upphafi mánaðar segir rekstrarstjóri Krónunnar  Velta matvörufyrirtækja hafi aðeins aukist að raunvirði á undanförnum tveimur árum Menn ársins 2009 » Frjáls verslun valdi feðgana í Fjarð- arkaupum menn ársins 2009 í ís- lensku atvinnulífi. Þeir eru Sigurberg Sveinsson og synir hans Sveinn og Gísli. » Aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hefur verið tek- ið lán og var því skilað nánast sam- stundis, þar sem eigendunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. ● Fjórar af sex undirvísitölum í mælingu á heilbrigði atvinnulífsins hafa þróast í neikvæða átt þegar horft er til síðustu 10 ára. Framleiðni og gæði mannauðs hafa aftur á móti hækkað, en fjárfestingar og innra og ytra jafnvægi lækkað mikið. Þetta kemur fram í greiningu Viðskiptaráðs, en allar undirvísitölurnar hafa hækkað frá hruni. Heildarstaðan er þó 7% lægri en fyrir áratug síðan. Undirvísitölurnar eru: fjárfestingarumhverfi, framleiðnigeta, innra jafnvægi, ytra jafnvægi, áhrif opinberra umsvifa og gæði mannauðs. Að sögn Við- skiptaráðs gefur þróun undirvísitalnanna sterkar vísbendingar til stjórnvalda um hvar helstu tækifæri til efnahagsumbóta liggja. Nánar á mbl.is Heilbrigði fyrirtækja hefur versnað á 10 árum ● Evrópski seðlabankinn lækkaði stýri- vexti sína í gær úr 0,5% í 0,25%. Fram kemur á fréttavefnum EUobserver.com að ákvörðunin hafi komið á óvart. Hún sé rakin til áhyggja bankans af því að lækkandi verðbólga sé langt frá verð- bólgumarkmiði bankans. Nánar á mbl.is. Stýrivextir í 0,25%                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-,. +/0-/. ++1-0+ ,+-/1/ ,2-,./ +.-3,, +4,-.. +-,,.0 +.5-.+ +14-./ +,+-53 +/5-05 ++1-35 ,,-244 ,2-40/ +.-333 +44-,5 +-,4, +.1-41 +10-45 ,+/-.,10 +,+-.1 +/5-/, ++3-2/ ,,-2/3 ,2-02/ +.-.4, +44-1, +-,451 +.1-/+ +10-.+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Vertu vinur á Skoðið úrvalið á bata.is 10% afsl. af öllum dömuskóm um helgina og 30% afsl. af næsta pari* *30% afsláttur reiknast af ódýrara parinu, gildir ekki með öðrum tilboðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.