Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 35
stofnun til síns gamla yfirmanns,
Bjarna Braga Jónssonar, sem var
tekinn við hagfræðideild Seðla-
bankans. Ég var fyrir nokkru
byrjaður í deildinni, en Kristjón
var eldri og reyndari og kunni skil
á málum sem ég þekkti aðeins af
óljósri afspurn. Við urðum mál-
kunnugir og áttuðum okkur fljótt
á því sem við áttum sameiginlegt,
ómældan og almennan áhuga á
efnahagsmálum, þar á meðal
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
málum, sem þá bar hátt þótt þau
röguðu ekki beinlínis upp á Seðla-
bankann. Ég komst líka að því að
Kristjón tók því af góðvild ef mað-
ur sníkti af honum tölur. Hann
var hafsjór af fróðleik, ekki síst
um lánamál atvinnulífs og heim-
ila, og hafði viðað að sér marg-
víslegum gögnum, sem ekki voru
á hverju strái, fimm árum áður en
netið var lagt. Svo tengdi okkur
einn angi tímatalsins, sem þvæld-
ist þó fyrir með reglulegu millibili:
Kristjón var tíu árum eldri en
konan mín, upp á dag. Það setti
strik í reikninginn á stórafmæl-
um, en mátti grínast með á milli.
Kristjón var glaðsinna og við-
ræðugóður. Góður sprettur um
efnahagsmál gat kveikt í honum,
en best lá á honum ef hann gat
sagt góðar fréttir af börnunum
sínum eða Ingibjörgu, konu sinni.
Honum leiddist heldur ekki að
segja frá ferðum þeirra í sumar-
hús fjölskyldunnar, Höfða, í
Fljótshlíðinni. Þeim stað kynntist
ég þegar þau hjónin tóku á móti
hagfræðideildinni á einhverju
sumarrápi sem hún gerði austur
fyrir fjall. Höfðinginn Kristjón
var heldur en ekki í essinu sínu
þegar hann lýsti og skýrði fyrir
okkur það sem fyrir augu bar,
jöklana, hlíðina, Markarfljót, aur-
ana og fjölmargt fleira, auk sög-
unnar, sem tengdi það allt. Þau
Ingibjörg létu ekki sitja við veit-
ingarnar einar, því Kristjón fór
með okkur að Hlíðarendakirkju
og fékk vin sinn, Bergstein Giz-
urarson, til að halda erindi og
sýnikennslu um bogfimi sveit-
unga þeirra í Njálu. Á slíkum degi
furðar engan að Gunnar skyldi
snúa aftur.
Síðustu árin urðu Kristjóni erf-
ið, allnokkru fyrir þann tíma sem
við langlífisdekraðir Íslendingar
ætlumst nú til að hjara. Krabbinn
sótti að honum. Í tvígang heyrðist
mér hann ætla að snúa skepnuna
af sér, en fyrr á þessu ári náði hún
undirtökunum. Í gegnum allt
þetta stóð fjölskylda Kristjóns við
bakið á honum eins og klettarnir
við Markarfljót. Þrátt fyrir
krabba og annan krankleika
komst hann austur í sumar með
drengjunum sínum og hefur ef-
laust notið þess í botn og af öllum
kröftum. Ingibjörg gerði ekki
heldur endasleppt við hann. Hún
hélt utan um hann í erfiðleikunum
og bjó honum skjól á heimilinu
svo lengi sem fært var og gott bet-
ur. Það hlýtur að vera auðveldara
að horfa á eftir ástvini, þegar
maður hefur gert fyrir hann allt
sem í mannlegu valdi stendur.
Við Júlía sendum Ingibjörgu,
Guðbjörgu, Páli, Sigurði og afa-
börnunum hans Kristjóns innileg-
ar samúðarkveðjur. Nú hefur
Kristjón gengið sína götu á enda
hérna megin. Ég er handviss um
að hann finnur nýja vegi í heið-
ríkjunni fyrir austan.
Markús Möller.
Okkar kæri samstarfsmaður,
Kristjón Kolbeins, er fallinn frá.
Kristjón starfaði um árabil sem
hagfræðingur á hagfræðisviði
Seðlabankans. Hann hóf störf í
hagfræðideild bankans 1. október
1986 og starfaði á hagfræðisviði
þar til í ársbyrjun 2008.
Á starfstíma sínum í Seðla-
bankanum sinnti Kristjón ýmiss
konar hagskýrslugerð af mikilli
eljusemi, auk þess sem hann
sinnti stundakennslu við fram-
haldsskóla. Var Kristjón mikil
hamhleypa til verka þegar mikið
lá við. Hann hafði jafnframt
brennandi áhuga á efnahagsmál-
um í víðara samhengi og ritaði
fjölmargar greinar um hugðarefni
sín í dagblöð.
Kristjón tók virkan þátt í ýmsu
félagslífi starfsmanna, var dag-
farsprúður og viðræðugóður. Ut-
an vinnu sinnti hann öðrum hugð-
arefnum sínum af mikilli natni,
meðal annars hestamennsku.
Hann var jafnframt einstaklega
hjálpsamur og örlátur við sam-
starfsfélaga sína. Minnisstætt er
heimboð Kristjóns og eiginkonu
hans þegar hann bauð öllu hag-
fræðisviði bankans í frístunda-
heimili sitt að Höfða í Fljótshlíð.
Var einstaklega vel að því heim-
boði staðið og sá Kristjón til þess
að uppfræða okkur um staðhætti
og sögu sveitanna.
Við þökkum Kristjóni fyrir
ánægjulegt samstarf og vináttu á
liðnum árum og vottum fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúð.
Már Guðmundsson,
Arnór Sighvatsson,
Þórarinn G. Pétursson,
Rannveig Sigurðardóttir.
Við andlát Kristjóns Kolbeins
koma upp í hugann ljóðlínur Ein-
ars Benediktssonar:
– Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
Ég kynntist Kristjóni í hesta-
ferðum sem Kristjón og Páll, son-
ur Kristjóns og Ingibjargar, fóru
ásamt Bergsteini föður mínum,
nánast árvisst inn á Emstrur, af-
réttarland Rangæinga. Var þá rið-
ið frá Höfða, sveitasetri þeirra
hjóna í Fljótshlíð, inn í Mosa á
Emstrum, þaðan sem riðnar voru
styttri dagleiðir. Eftir fráfall föður
míns hefur Sigurður, bróðir Páls,
slegist í hópinn.
Í skálanum við Mosa voru oftar
en ekki rædd málefni líðandi
stundar á meðan horft var á
kvöldsólina tindra á jökulröndina.
Kristjón var skarpgreindur, heið-
arlegur og viðræðugóður. Hann
hafði einstaklega þægilega nær-
veru og augljóst að hann lét sér
annt um þá sem stóðu honum
nærri og allt umhverfi sitt. Enda
þótt hann benti óhikað á það sem
hann taldi að betur mætti fara, var
hann ávallt nærgætinn. Upp í
hugann koma ótal góðar minning-
ar, svo sem ferðir að Entujökli þar
sem skoðaðir voru Kolbeinsfossar
og Bergsteinsfoss. Eftir situr
fyrst og fremst þakklæti fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
Kristjóni og fjölskyldu hans.
Ég votta Ingibjörgu, Páli, Sig-
urði, Guðbjörgu og öðrum að-
standendum djúpa samúð.
Gizur Bergsteinsson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
✝ Helgi Björns-son fæddist í
Ólafsvík 4. októ-
ber 1922. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 30.
október 2013.
Hann var sonur
hjónanna Björns
Jónssonar og
Kristínar Bjarna-
dóttur. Börn
þeirra voru: Fríða
Jenný Björnsdóttir, f. 1918.
Bjarndís Inga Björnsdóttir, f.
1918. Jón Valdimar Björnsson,
f. 1920. Sigríður Guðrún
Björnsdóttir Bjarklind, f.
1925. Þorgils Björnsson, f.
1928. Kristbjörg Bára Björns-
dóttir, f. 1930. Ingveldur
Birna Björnsdóttir, f. 1936.
Þorgils er einn eftirlifandi
systkinanna.
Helgi giftist Kristínu Petr-
ínu Gunnarsdóttur, f. 4. júní
1922, d. 15. desember 2011,
frá Kasthvammi í Laxárdal í
Suður-Þingeyjarsýrslu, þann
22. desember 1946. Þau eign-
uðust þrjú börn. Þóru Krist-
ínu, f. 8. apríl 1947, d. 2. sept-
ember 2013, Bjarna, f. 12.
nóvember 1948, d. 4. október
1965 og Öldu Kolbrúnu f. 30.
maí 1951. Bjuggu
þau lengst ævi
sinnar í Ásgarði 5,
Garðabæ. Þóra
Kristín giftist
Höskuldi Þráins-
syni en þau skildu.
Börn þeirra eru
Bjarni, María og
Kristín Dögg.
Bjarni er giftur
Önnu Gerði Guð-
mundsdóttur og
eiga þau börnin Halldóru
Kristínu, Guðmund Helga,
Jönu Valborgu og Þráin Mar-
íus. María er gift Jóni Gísla
Þorkelssyni, þau eiga synina
Þorkel, Höskuld Þór og Frey
Jökul. Kristín Dögg er gift
Steina Jónssyni, þau eiga syn-
ina Jón Leví og Þór Leví.
Alda Kolbrún er gift Sig-
urði Ottóssyni, þau eiga börn-
in Ottó og Helgu. Sambýlis-
kona Ottós er Karen Lilja
Sigurbergsdóttir, þau eiga
börnin Breka og Anítu. Sam-
býlismaður Helgu er Kári Þór
Guðmundsson, þau eiga dótt-
urina Eygló Tinnu.
Útför Helga fer fram frá
Garðakirkju í Garðahverfi í
Garðabæ í dag, 8. nóvember
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Í dag kveðjum við Helga
frænda og með því lýkur form-
lega kafla í lífinu sem á vissan
hátt lauk fyrir tæplega 2 árum
þegar Didda frænka dó. Eins
lengi og ég man, þá hefur það að
„fara til Diddu og Helga“ verið
mikilvægur hluti af lífi mínu.
Heimili þeirra hefur verið félags-
heimili stórfjölskyldunnar, þar
hittumst við öll og þannig héld-
ust tengslin innan fjölskyldunn-
ar.
Didda og Helgi voru ekta
hjón, samhent og samstillt. Þau
lögðu alúð við að hugsa vel um
börnin sín, heimilið og alla gest-
ina sem komu til þeirra til lengri
eða skemmri dvalar. Ég minnist
margra góðra stunda á heimili
þeirra og hve vel var tekið á móti
mér. Alltaf var tekið á móti
manni með frábærum veitingum
og þær voru svo góðar, að í eina
skiptið á ævinni sem ég fékk
heimþrá úti í útlöndum var þegar
mig dreymdi að ég væri í Ásgarði
5 að borða draumatertuna henn-
ar Diddu. Upp frá því var þess
líka vel gætt að alltaf þegar ég
kom heim í frí var tekið á móti
mér með draumatertunni góðu.
Annað sem Didda og Helgi
voru sérstaklega lagin við var að
sýna áhuga á gestum sínum.
Þegar ég var í skólanum var
pabbi oft að hjálpa mér með
heimanámið og að því loknu fór-
um við í kvöldkaffi upp í Ásgarð.
Þegar þangað var komið var
spurt hvernig gengi og hlustað á
mann lýsa í smáatriðum verkefn-
unum og hvernig þau höfðu verið
leyst. Svona var þetta líka með
allt annað, ég gat alltaf sagt þeim
frá hvað ég væri að vinna við,
hvað ég hefði verið að bauka og
þeim fannst allt mjög áhugavert
og lögðu sig fram við að setja sig
inn í hvaða málefni sem var.
Þetta finnst mér alveg einstakt
og sérstaklega aðdáunarvert.
Helgi frændi var hæglátur og
góðlátur maður og ég minnist
þess hvernig hann brosti við frá-
sögnum mínum. Eftir að ég fór
að veiða, þá gátum við endalaust
talað um veiði og veiðisögur og
hina ýmsu staði við Laxá í Lax-
árdal þar sem gott væri að veiða
með þessari eða hinni flugunni.
Núna síðast í sumar var ég að
segja honum sögur af því hvernig
sá stóri hefði sloppið og við hlóg-
um saman að veiðitöktunum og
spennunni sem fylgir veiðinni.
Frændi minn tók sig svo til fyrir
nokkrum árum og gaf mér flugu-
boxið sitt og verður að segjast
eins og er að það er ein af merki-
legustu gjöfum sem mér hafa
verið gefnar. Kæri frændi, þetta
veiðibox verður alla tíð varðveitt
sem ein af mestu gersemunum
sem ég á.
Didda og Helgi eru tvö orð
sem eru svo samofin að ekki er
hægt að kveðja Helga nema
kveðja Diddu á sama tíma. Núna
á kveðjustundinni er huggun að
dvelja við minningarnar og
hugsa um þá fyrirmynd sem
þessi góðu hjón voru okkur öll-
um. Ég er Diddu og Helga þakk-
lát fyrir svo ótalmargt og svo
margt sem þau kenndu mér með-
vitað og ómeðvitað, sem ég vil
hafa til eftirbreytni. Nú þegar fé-
lagsheimilis fjölskyldunnar nýt-
ur ekki lengur við, þá hvílir það á
okkur frændsystkinunum að
halda áfram tengslunum og
halda minningunum á lofti.
Elsku Alda frænka, ég sendi
þér og þínum mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur og mundu að við
stöndum öll hjá þér.
Þóra Valný Yngvadóttir.
Helgi
Björnsson
Komið er að kveðjustund. Það
eru alltaf erfiðar stundir. Við
kvöddum okkar kæra vinnustað
St. Jósefsspítala fyrir nokkrum
árum með miklum trega. Þar var
unnið göfugt og gott starf og þar
starfaði samhent og frábært
starfsfólk. Hún Guðríður okkar
var þar á meðal. Þessi yndislega
kona kom til starfa fyrir um tutt-
ugu árum og vann hjá okkur þar
til stofnuninni var lokað. Guðríð-
ur var ákaflega falleg kona, ljós
yfirlitum og hafði mikla útgeisl-
un. Það var mikill sómi af að hafa
konu eins og hana í móttöku
skjólstæðinga stofnunarinnar.
Hún tók á móti öllum með sínu
fallega brosi og leysti úr öllum
málum af yfirvegun og rósemi.
Guðríður var mjög samviskusöm
og dugleg og bar aldrei skugga á
okkar samstarf. Guðríður var
einstök kona.
Leiðir okkar lágu síðast sam-
an fyrir ári í Hafnarborg en
hennar samstarfskonur buðu
mér að koma til að hitta þær í
Guðríður
Guðmundsdóttir
✝ Guðríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 26. júní
1947. Hún lést á
Landspítalanum í
Kópavogi 10. októ-
ber 2013.
Útför Guðríðar
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 22. október
2013.
einum af þeirra
mánaðarlegu sam-
verustundum. Mikið
er ég þakklát fyrir
þessa stund og
geymi hana í minn-
ingunni. Þar var
Guðríður hressust
allra, geislaði af lífs-
gleði og hamingju
þrátt fyrir að hún
var orðin veik aftur
af krabbameini. En
þannig var Guðríður, lét ekki
mikið uppi um sín veikindi eða
líðan heldur hugsaði meira um
líðan annarra og vildi alltaf
gleðja alla. Guðríður var hvers
manns hugljúfi og ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Það er sárt að kveðja svo kær-
leiksríka konu sem Guðríður var
og við vonum að hennar bíði göf-
ug verkefni á nýjum stað. Eig-
inmanni og aðstandendum henn-
ar votta ég samúð mína og bið
góðan Guð að gefa þeim styrk í
þeirra miklu sorg.
Valgerður Kristjánsdóttir,
fv. skrifstofustjóri
St. Jósefsspítala.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GRÉTAR PÁLL GUÐFINNSSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
miðvikudaginn 30. október.
Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00.
Guðfinnur D. Pálsson, Herdís Agnarsdóttir,
Kolbrún Pálsdóttir, Oddur Guðmundsson,
Bára M. Pálsdóttir,
Einar Pálsson, Arndís Harpa Einarsdóttir,
Áslaug B. Pálsdóttir, Richard M. Wilson,
Steinunn Pálsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir, Bjarki Pétursson,
Páll Pálsson, Bára Einarsdóttir,
Sigurbjörg Pálsdóttir, Helgi R. Auðunsson,
Harpa Pálsdóttir, Víkingur Traustason,
Nanna Pálsdóttir, Eggert Matthíasson,
Finnbogi H. Pálsson, Nicola Bryant Pálsson,
Kristjana G. Pálsdóttir, Guðni Rafnsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Kær faðir okkar,
HUGI KRISTINSSON,
andaðist þriðjudaginn 5. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. nóvember
kl. 13.30.
Anna Guðrún Hugadóttir,
Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir,
Kristinn Hugason, Guðlaug Hreinsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR SIGURBJÖRN
HALLDÓRSSON,
Hrófbergi,
Steingrímsfirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík
þriðjudaginn 29. október, verður jarðsunginn
frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn
9. nóvember kl. 13.00.
Pétur H. Halldórsson,
Sigurbjörg H. Halldórsdóttir, Friðgeir Höskuldsson,
Hreinn Halldórsson, Jóhanna G. Þorsteinsdóttir,
Ragnheiður H. Halldórsdóttir, Þorbjörn Valur Þórðarson,
Jón H. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR,
Austurvelli,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vinafélag Ljósheima.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórhildur Gísladóttir, Einar Kjartansson,
Kristján Gíslason, Ólöf Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Gísladóttir, Guðbjörn Ólafsson,
Margrét Bragadóttir, Bjarni Jakobsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi og langafi,
HÁKON SVEINN DANÍELSSON,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 30. október, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn
11. nóvember klukkan 15.00.
Valgerður Proppé,
Elísabet Hákonardóttir, Halldór Valdimarsson,
Marteinn Hákonarson,
Helgi Daníelsson, Sigrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.