Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 ✝ Anna EmilíaElíasdóttir fæddist á Kambi í Holtum í Rang- árvallasýsu 18. apr- íl 1928. Hún lést 26. október 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elías Guðmundur Eirík- ur Eiríksson frá Hóli í Önundarfirði og Karen Nikolína Friðrika Kristófersdóttir frá Vindási í Landsveit. Fjölskyldan flutttist 1930 að Kanastöðum í Austur-Landeyjum, þar sem Anna ólst upp síðan. Eldri syst- ur hennar tvær, sem báðar eru fallnar frá, voru Guðrún og Kristín Guðríður. Anna giftist Þórði Magn- ússyni húsgagna- og húsasmið bjuggu fyrst í Stórholti 20, en fluttust síðar að Hraunteigi 8. Þau skildu árið 1973. Dætur þeirra eru Ingigerður, Gunn- hildur og Erna sem lést í desem- ber 1995. 1) Ingigerður Arn- ardóttir, f. 1954, gift Sólmundi Jónssyni, börn þeirra eru Örn Arnar, Anna, Brynja Dís og Bjarki Þór, barnabörnin eru fimm. 2) Gunnhildur Arn- ardóttir, f. 1957, gift Hafsteini Jónssyni, börn þeirra eru Hrafn- hildur, Berglind og Hafsteinn Ernir, barnabörnin eru þrjú. 3) Erna Arnardóttir, f. 1960, d. 1995, gift Loga Péturssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Úlfar og Thelma, barnabörnin eru þrjú. Sautján ára gömul flutti Anna suður til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð, lengst af á Hraunteigi. Anna var saumakona á yngri ár- um, mestan hluta heimavinn- andi húsmóðir og seinni hluta ævinnar vann hún á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún dvaldi síðustu ár ævi sinnar. Útför Önnu fór fram í kyrr- þey 4. nóvember 2013. árið 1946. For- eldrar hans voru hjónin Ragnhildur Hannesdóttir hús- freyja og Magnus Júlíus Þórðarson bakari í Reykjavík. Þórður lést vorið 1987. Dóttir þeirrra er Elsa Karen, f. 1947, bú- sett í Bandaríkj- unum. Elsa er gift Walter Staib, þau eiga synina Eirík Þór og Karl Walter, barnabörnin eru þrjú. Anna gift- ist á nýársdag 1954 Erni Gunn- arssyni, f. 1920, d. 1996, kenn- ara við Heyrnleysingjaskólann. Foreldrar hans voru hjónin Ís- gerður Pálsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi á Krónu- stöðum í Eyjafirði. Anna og Örn Sólin skein á gullfallegar drullukökurnar sem voru skreyttar með sóleyjum og fífl- um á litlu stéttinni í bakgarð- inum á Hraunteignum. Þetta er ein fyrsta æskuminningin mín og í uppvextinum þekkti ég ekkert annað en að eiga mömmu sem alltaf var heima og því eilíflega til staðar. Mamma hafði heitan mat í há- deginu og heimabakað með kaffinu. Á sunnudögum vaknaði ég við lyktina af steikinni í ofn- inum og eftir hádegið var farið í sunnudagsbíltúra. Þetta voru skemmtilegir tímar og mamma sá til þess að við nutum hans áhyggjulausar til hins ýtrasta. Mér fannst ekkert eðlilegra en að mamma saumaði og prjónaði allt á okkur systurnar. Ég fékk að teikna fermingarkjólinn minn, síðan var valið efni, farið til Möggu sníðakonu og svo saumaði mamma kjólinn. Mér fannst gaman að heyra mömmur vinkvenna minna hrósa fallegu handprjónuðu peysunum og hve við systurnar vorum alltaf allar fínar og vel til hafðar. Mamma saumaði líka öll sængurföt og á lökunum mátti lesa Pillsbury best stimp- ilinn því allt var vel nýtt. Á haustin voru tekin slátur og þá kom amma í Stóró og hjálpaði til við að sauma vambir, pabbi skar mörina og hnoðaði saman. Kjöt var saltað í tunnur og sviðalappir sviðnar og súrsaðar. Mamma var einstaklega falleg kona með þykkt og mikið hár, fór í lagningu vikulega og svaf á silkislæðu til þess að eyði- leggja ekki fínu hárgreiðsluna. Fátt fannst henni skemmtilegra en að klæða sig upp á í falleg föt og þvílíkt sem hún átti af fötum. Hún notaði alltaf sama ilmvatnið frá Dior og sama Di- or varalitinn. Hún sagði okkur sögur úr sveitinni þegar hún var að skauta í tunglsljósinu, hjálpa pabba sínum að hengja bjúgu í strompinn, fara á fyrstu sveitaböllin og frá húslestrun- um. Sautján ára fluttist hún til Reykjavíkur til Stínu systur og vann þá við sauma sem henni þótti ákaflega gaman. Hún naut þess að fara út að dansa, spila brids og klæða sig upp. Einnig fannst henni gaman að ferðast og þær voru óteljandi útileg- urnar sem farið var í og einnig utanlandsferðir á seinni árum til Elsu systur í Ameríku. Mamma var afskaplega stolt af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og fylgdist vel með öllum. Hún spurði iðu- lega frétta af öllum, las mikið og fylgdist einstaklega vel með fréttum. Hún var blíð en jafn- framt ákveðin og sagði ævin- lega sína skoðun á hlutunum og gat þá stundum verið full hrein- skilin. Í sumar átti mamma frá- bæran tíma en á hverjum degi vildi hún bjóða gestum á flotta kaffihúsið á Hrafnistu, panta súkkulaði með rjóma eða „kaffi tínó“ eins og hún kallaði það alltaf. Mamma var ekki hrædd við að deyja því fyrir henni var ekki til neitt sem heitir dauði. Það er kannski furðulegt að orða það en hún hlakkaði til að hitta fólkið sitt og mest Ernu systur. Það er svo fallegt þarna hinum megin sagði hún alltaf. Hún naut þeirra forréttinda að fá einstaklega fallegt andlát. Njóttu elífðarinnar, elsku hjart- ans mamma mín, og takk fyrir allar yndislegu samverustund- irnar og minningarnar. Þín Gunnhildur. Margs er að minnast og margs er að sakna. Sumar dánarfregnir koma óvænt en aðrar hafa sinn aðlög- unartíma. Samt er maður aldrei búinn undir fréttir líkt og sím- talið sem ég fékk þann 26. októ- ber, hún Anna amma er látin. Ég var hætt að telja hve oft ég hafði farið og kvatt hana ömmu, svo oft og mörgum sinnum hef- ur hún alveg næstum því verið að deyja, en alltaf kom hún tvíefld til baka. En daginn áður en hún lést, var ég í heimsókn hjá henni og kvaddi hana með þessum orðum, „Láttu þér batna, amma mín“. „Nei,“ sagði sú gamla, „það get ég ekki núna.“ Ekki grunaði mig samt að þetta yrði okkar síðasta samtal. Maður var nefnilega al- veg hættur að taka hana trúan- lega. Hún var búin að ganga í gegnum hina ýmsu sjúkdóma og kvilla, en einhvern veginn náði hún alltaf að sigrast á þeim. Kannski áttu andalækn- arnir sem hún var í sambandi við að handan sinn þátt í því? Hún amma var nefnilega svo- lítil norn, allavega sá hún lengra en nef hennar náði og fengum við hennar nánustu stundum að finna fyrir því. Eitt dæmi um það var síðast- liðið haust þegar ég sleit kross- band í hné og stefndi allt í að ég væri að fara í aðgerð til að láta lagfæra það. En amma sendi á mig andalæknana og viti menn, nokkrum dögum fyr- ir aðgerð var tekin önnur mynd af hnénu þar sem í ljós kom að krossbandið sem svo greinilega var slitið nokkrum mánuðum áður var heilt. En það er sama hvað gott kemur, það verður ekki af því tekið. „Veistu hvað hún amma var að gera núna!“ Svona hafa mörg samtölin byrjað í okkar fjölskyldu. Amma var nefnilega ótrúlega uppátækjasöm og náði oft og mörgum sinnum að verða umtalsefni hjá okkur í fjöl- skyldunni. Amma hafði einnig mikið dálæti á sögum og frétt- um hvort sem það var af vinum, vandamönnum eða öðrum, en ef engar slíkar voru til taks þá átti hún það til að búa þær bara til, svona til að skapa smá fréttaefni. En þegar við lítum yfir farinn veg þá var þetta eitt af því sem kallar fram bros hjá okkur sem þekktum hana og skemmtilegar ömmusögur verða sagðar um ókomin ár. Hún starfaði lengi sem saumakona og fylgdi henni mik- ill tískuáhugi alla tíð. Hárið, augabrúnirnar, neglurnar, varaliturinn og fínu fötin, það var svo mikilvægt fyrir hana að þetta allt væri í lagi, alveg sama þó hún legðist inn á spít- ala, þá var snyrtitaskan það mikilvægasta til að taka með. Já, margs er að minnast og margs er að sakna þegar hún amma mín er annars vegar. Þetta er aðeins brot af þeim ótal minningum sem tengjast henni ömmu minni, ótrúlega skemmtilegum og góðum minn- ingum um konu sem svo sann- arlega lífgaði upp á tilveruna. Þessar minningar eru það sem ylja manni um hjartarætur á svona stundum, á stundum þeg- ar maður ber sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir það að lífið hafi gefið manni þessa dásamlegu gjöf. Þá gjöf að hafa fengið hana Önnu ömmu sem ömmu. Berglind Hafsteinsdóttir. Þegar ég kom til Íslands kunni ég bara fimm orð í ís- lensku. Ég var mjög spenntur, en jafnframt svolítið smeykur, að kynnast ættingjum mínum á Íslandi. Ég hafði komið nokkr- um sinnum áður í heimsókn til Íslands en aldrei verið svona lengi áður og það heima hjá einhverjum sem kunni bara fimm orð í ensku. Þegar ég kom heim til ömmu opnaði ég dyrnar og sagði „Hi Amma!“ og hún svaraði hárri röddu „Hæ Kalli!“. Ég fór úr skónum og labbaði upp tröpp- urnar. Amma birtist í dyra- gættinni og faðmaði mig inni- lega. Mér leið strax eins og heima hjá mér. Meðan á dvöl minni á Íslandi stóð var ég kannski ekki að gefa mikið af mér sem gestur. Hún amma var orðin nokkuð yfir kjörþyngd og átti ekki auð- velt með að hreyfa sig. Ég bauðst ekki mikið til að hjálpa til við húsverkin og skammast mín svolítið fyrir það. Amma gerði ekki mikið mál úr því og steikti kleinur, bjó til samlokur og talaði við mig íslensku alla daga, sama þó ég skildi ekki mikið það sem hún sagði. Hún elskaði mig skilyrðis- laust. Ég bý enn að þessari ást í dag. Hún gefur mér styrk þegar ég er leiður eða er of harður við sjálfan mig. Ef amma gat elskað eigingjarnan ungling, sem hugsaði bara um það eitt að skemmta sér í stað þess að hjálpa henni, þá get ég sætt mig við alla mína galla líka. Skilyrðislaust. Karl Staib. Elskuleg móðursystir mín og mikil vinkona er farin á vit nýrra ævintýra. Þær eru margar minningarn- ar í kringum hana Önnu frænku. Ég var oft daglegur gestur hjá henni sem barn og unglingur og hún virtist hafa allan heimsins tíma fyrir mann þrátt fyrir að vera sjálf að ala upp fjögur yndisleg börn. Þó hún hefði nóg að gera með stórt heimili þá umvafði hún mann samt sem áður með einstakri nærveru og áður en maður vissi af þá hafði maður verið inni á gafli í margar klukkustundir. Ein minning úr barnæsku skýt- ur upp kollinum sem varpar ljósi á hvað hún Anna var stór- kostleg kona. Einu sinni þá var mér falið það hlutverk að passa heimilið á meðan mamma var á spítala, ég taldi það nú ekki mikið mál, enda orðin 11 ára gömul. Ég hafði pylsur í öll mál og heit vínarbrauð í eftirrétt, rauk svo í strætó í bæinn til að kaupa rósótt efni í kjól á Köllu systir. Síðan lenti ég að sjálf- sögðu í vandræðum með sniðið. Ég fékk þá ómetanlega aðstoð frá Önnu frænku sem bjargaði mér úr hremmingunum og sneið á hana Köllu þennan líka fína kjól eins og henni var lag- ið. Hún var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd ef þurfti. Eftir að hún fluttist á Hraunteiginn þá héldu heim- sóknirnar áfram og við urðum afar góðar vinkonur. Við sátum tímunum saman í kaffi, spáðum í bolla sem við þurrkuðum á ofninum og hlógum dátt. Hún tók manni áfram opnum örm- um, enda félagsvera mikil. Ætíð var mikill gestagangur og ávallt var hún með kaffi og bakkelsi á boðstólnum og salt- kjöt fyrir þá svöngu. Þó hún stæði yfir pottunum tímunum saman þá bauð hún manni samt inn í kaffibolla því hún var svo spennt yfir því hvað kæmi nú í bollanum þann daginn. Hún Anna var ótrúlega mikill fag- urkeri og ég horfði oft á hana aðdáunaraugum sem barn og unglingur því hún var oft svo fallega klædd, rétt eins og úr tískutímariti, öll í stíl og með réttu fylgihlutina. Henni fannst á sínum seinni árum fátt skemmtilegra en að fá gjafir og það tísti í henni þegar hún fékk gjafir á borð við fallegar slæður eða hrukku- krem. Allt til síðasta dags þá fannst henni gaman að vera vel til höfð með fallega perlubleikt naglalakk í góðum félagsskap. Hún naut þess líka að segja sögur með blik í auga af fallegu fjölskyldunni, dætrum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Hún gekk í gegnum margt í líf- inu en alveg sama hvað bjátaði á þá reis hún upp úr erfiðleik- um með höfuðið hátt og gladdi okkur hin með sínum einstaka húmor, sögum og hlátrasköll- um. Mikið sem ég á eftir að sakna hennar – hún var dásam- leg kona. Fríða frænka. Ég man fyrst eftir Önnu þegar ég kom heim úr skól- anum með Gunnhildi vinkonu minni en þá vorum við líklega orðnar 7 ára. Nokkuð stálpaðar að okkur fannst. Við höfðum hist ári áður í tímakennslu þar sem við stigum okkar fyrstu skref í skólagöngu. Líf okkar Gunnhildar átti eftir að tvinn- ast náið saman allar götur síð- an og þar var Anna stór þáttur. Fyrstu minningar mínar um heimili Gunnhildar á Hraun- teignum voru hvað mamma hennar og pabbi voru fallegt fólk. Anna hafði útlit kvik- myndastjörnu og afkomendur hennar hafa erft þau ósköp. Áð- ur en ég kynntist Önnu dáðist ég að ytri fegurð hennar og síð- ar kynntist ég innri fegurðinni sem hún bar ekki utan á sér. Hún var svolítið hrjúf kona en óskaplega hjartahlý. Ef ég ætti að nefna eitt orð sem lýsti Önnu er það „hreinskilni“. Hún átti það til að segja hug sinn allan og þá var eins gott að vera viðbúinn. Ég minnist þess þegar ég heimsótti hana, einu sinni sem oftar, á Dalbrautina. Ég hafði lent í slæmri maga- pest og grennst heil ósköp og það klæddi mig hreint ekki. Anna gat ekki orða bundist sagði: „Þú mátt ekki við því að grennast svona, Solla mín,“ og hélt að ég hefði farið í megrun. Ég vissi sem var að ég leit ekki vel út svona horuð og gat þess vegna hlegið að þessari athuga- semd sem kom alveg frá hjarta Önnu en var ekki sögð til að meiða. Henni fannst konur eiga að vera með hold utan á sér, það væri bara svo miklu fal- legra. Anna var dæmigerð húsmóð- ir á tímum þegar karlar unnu úti en konur sinntu heimilinu. Og það gerði Anna með af- brigðum vel. Mér fannst hún alltaf vera einhvers konar lista- maður á heimili, sama hvort var að elda dýrindis mat eða sauma falleg föt. Ég öfundaði Gunn- hildi til dæmis ógurlega þegar hún kom í skólann með nesti sem Anna hafði útbúið fyrir hana. Ég átti líka frábæra mömmu og hún gat sko ýmislegt en hún kunni ekki að pakka nestinu eins og Anna. Brauðið sem Gunnhildur kom með í skólann var einhvern veginn alltaf smurt þannig að það var eins og ljósmynd. Það var alltaf smjörpappír á milli brauðsneið- anna þannig að hver sneið var ótrúlega fersk og girnileg. Ég var líklega alltaf að flýta mér í þá daga og gleymdi nestinu mínu mjög oft heima. Þá horfði ég löngunaraugum á nesti Gunnhildar. Önnur hvor mæðgnanna átt- aði sig á þessu og fljótlega var ég komin í fæði hjá vinkonu minni sem kom iðulega með rúmlega smurt í skólann. Ég kveð Önnu með hlýhug og veit að hún er komin til ástvina sinna sem mjög oft vitjuðu hennar í draumi. Það var fal- legt. Sólveig Baldursdóttir. Anna Emilía Elíasdóttir Við í ABC barnahjálp kveðj- um með söknuði dyggan vin og liðsmann, Ragnar Gunnarsson, Ragnar Gunnarsson ✝ Ragnar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans 18. október 2013. Útför Ragnars fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 28. október 2013. sem fallinn er frá. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem verður erfitt að fylla. Ragnar studdi starfið dyggilega til margra ára. Hann var stjórnarfor- maður ABC barna- hjálpar á árunum 1996-2002 og var ötull talsmaður starfsins. Fyrir tilstuðlan Ragn- ars hafði fyrirtæki hans þá reglu að styrkja eitt barn hjá ABC barnahjálp fyrir hvern starfsmann sem var ráðinn til fyrirtækisins og voru myndir af börnunum hafðar uppi á vegg öðrum til hvatningar. Ragnar var ætíð léttur og hláturmildur og til í að leggja lið eftir þörfum. Hann tók virkan þátt í ABC skólanum síðastliðin 7 misseri með kennslu námskeiðsins Efl- ing samskipta. Í kennslu sinni studdist Ragnar við niðurstöður rannsókna um að 85% vel- gengni okkar í lífinu er undir því komið hvernig við umgöng- umst annað fólk og hversu vel við þekkjum okkur sjálf. Á sinn einstaka hátt sýndi hann þátt- takendum fram á að bæta megi samskipti og aðlögunarhæfni samferðafólks með því að læra að þekkja eiginleika hvert ann- ars. Ragnari tókst bæði með festu sinni og kímni að opna augu fólks fyrir því að veik- leikar þess eru gjarnan styrk- leikar „keyrðir úr hófi fram“ og með því að þekkja og taka tillit til þarfa annarra og sinna eigin má koma í veg fyrir óþarfa spennu í samskiptum. Í þessu sambandi notaði Ragnar óspart frásagnir af sjálfum sér sem dæmi. Ragnari var annt um ABC barnahjálp og leit á aðkomu sína að starfinu sem skyldu sína sem óþarfi væri að þakka fyrir. Hans verður sárt saknað og færum við fjölskyldu Ragnars og ástvinum öllum dýpstu sam- úðarkveðjur. F.h. starfsfólks ABC barna- hjálpar, Guðrún Margrét Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.