Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
✝ Anna S. Árna-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. febr-
úar 1944. Hún lést
á Landspítala
Landakoti 30.
október 2013.
Foreldrar Önnu
voru Sigríður
Anna Sigurð-
ardóttir húsmóðir
og blómaskreyt-
ingakona, f. 5.12.
1919, d. 9.1. 2003, dóttir Sig-
urðar Þorgrímssonar og Hólm-
fríðar Halldórsdóttur, N-
Ísafjarðarsýslu og fósturdóttir
hjónanna Önnu Hallgrímsson og
Sveins Hallgrímssonar, Reykja-
vík, og Árni Kr. Þorsteinsson,
deildarstjóri hjá Olíufélaginu
hf., sonur Ástu Jónsdóttur og
Þorsteins Árnasonar, Reykja-
vík. Systkini Önnu eru 1) Ásta, f.
Anna ólst fyrstu árin upp á
Túngötu 16. Fjölskyldan bjó síð-
an um tíma á Hofsvallagötu 55.
Þá byggðu foreldrar hennar
fjölskyldunni heimili í Grana-
skjóli 10 þar sem Anna ólst upp
þar til að hún flutti að heiman.
Anna bjó sér og dóttur sinni
heimili á Öldugranda 1 í Reykja-
vík og bjó þar lengst af, eða þar
til snemma á þessu ári. Þá flutti
hún að Hofakri 5 í Garðabæ.
Anna starfaði um árabil hjá
Loftleiðum, síðar Flugleiðum,
fyrst á símanum í Reykjavík og
síðan við farþegaafgreiðslu á
Keflavíkurflugvelli. Árið 1980
hóf hún störf hjá Seðlabanka Ís-
lands, þar sem hún starfaði þar
til að hún fór í veikindaleyfi
haustið 2012, lengst af í bók-
haldsdeild bankans. Anna tók
ennfremur að sér hin ýmsu
aukastörf í gegnum árin.
Útför Önnu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
8. nóvember 2013, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
16.10. 1949, maki
Böðvar B. Kvaran,
f. 27.11. 1949, 2)
Þorsteinn, f. 10.11.
1950, maki Hrefna
Elenora Leifsdóttir,
f. 10.4. 1950, 3)
Sveinn, f. 11.9.
1952, maki Sig-
urlína Vilhjálms-
dóttir, f. 10.2. 1953,
4) Erna Þórunn, f.
15.12. 1954, maki
Benedikt Sigmundsson, f. 9.10.
1950, 5) Ingibjörg Hólmfríður, f.
12.1. 1965.
Einkadóttir Önnu er Sigríður
Anna Ásgeirsdóttir, f. 8.4. 1972,
maki Atli B. Guðmundsson, f.
28.5. 1971. Fyrir átti Sigríður
soninn Huga Snæ Hlynsson, f.
13.9. 2000, og eiga þau Atli sam-
an dótturina Hörpu Lind Atla-
dóttur, f. 5.2. 2005.
Það var þriðjudagur, óvenju
fallegur haustdagur í lok októ-
ber. Ég sat hjá þér, elsku
mamma mín, í stofunni þinni á
Landakoti og horfði til skiptis á
þig og út um gluggann. Útsýnið
frá glugganum var póstkorti lík-
ast og þú svo falleg. Mér fannst
ótækt að þú héldir ekki þínum
skvísustandard og hafði því séð
til þess að þú værir með varó,
maskara og lakkaðar rauðar
neglur. Ég man ekki eftir þér
öðruvísi en með lakkaðar rauðar
neglur og þannig skyldir þú
vera. Það var ró yfir andar-
drættinum þar til að kvöldaði og
náttaði en með órólegum and-
ardrætti var eins og grámi og
óróleiki færðist yfir úti fyrir
glugganum. Þannig var það líka
á miðvikudeginum og það var
engu líkara en náttúran sem
hafði verið svo óvenju fögur að
líta dagana áður væri að láta
vita að nú væri kveðjustundin
komin. Þú varst búin að vera
svo veik og síðusta dagana voru
veikindin farin að leika þig
þannig að við vissum hvert
stefndi. Ég upplifði mikið órétt-
læti fyrir þína hönd. Þú varst
aðeins 69 ára og hefðir með
réttu átt að fara að eiga náðuga
daga framundan. Ekki að þér
færi það vel að slappa af. Þú
varst athafnasöm með eindæm-
um.
Ég sá samt fyrir mér að þú
myndir kannski læra það á efri
árum að slaka á og njóta en af
því verður víst ekki, að minnsta
kosti ekki hér á jörðu. Mér var
umhugað um að fá að leiða þig á
leiðarenda og er svo innilega
þakklát yndislega starfsfólkinu
á L-4 á Landakoti fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að gista
hjá þér þessar síðustu nætur.
Ég sat hjá þér og nú var hlut-
verkunum snúið við. Mömmur
eru nefnilega þær sem leiða
börnin sín í gegnum súrt og
sætt, hlúa að þeim í veikindum
og þerra tárin þegar þau eru
hrædd eða líður illa.
Ég veit að þú hlýtur að hafa
verið hrædd og leið, elsku
mamma mín, þessar síðustu vik-
ur og mánuði, þó svo að veik-
indin þín hafi gert það að verk-
um að þú gætir lítið tjáð þig
undir það síðasta og mikið
fannst mér ég vera hjálparvana
að geta ekki meira við því gert.
Við vorum alltaf bara tvær og
við það skapast sérstakt sam-
band.
Því fannst mér ég þurfa að
vera sterk og leiða þig þín síð-
ustu spor í þessu lífi. Ég sagði
þér að allt yrði í lagi, ég myndi
leiða þig alla leið. Ég hélt þann-
ig að ég yrði betur undir loka-
kveðjuna búin en samt
streymdu tárin, líkaminn hrísl-
aðist og tómleikahnútur mynd-
aðist í maganum. Mamma mín
var farin og ég var ekki tilbúin.
Við vorum órjúfanlegur hluti af
lífi hvor annarrar og hvað nú?
Börnin mín tvö, Hugi Snær og
Harpa Lind, hafa sömuleiðis
misst mikið. Ömmur eru nú einu
sinni þær sem að dekra hvað
mest og alltaf er hægt að leita
til þegar mömmur og pabbar
hafa ekki „réttu“ svörin og sitja
þau nú eftir með sorg í hjarta.
Það er því mitt hlutverk að
halda utan um þau og styðja.
Ég er þó svo heppin að hafa
stuðning frá honum Atla mínum
sem er ómetanlegt. Ég veit að
þú munt líka dvelja í hjörtum
okkar allra sem eftir sitjum um
ókomin ár. Ég sendi þér því
kossa og knús, mamma mín, inn
í eilífðina. Ég elska þig.
Þín dóttir,
Sigríður Anna
Ásgeirsdóttir.
Elsku besta amma Anna.
Okkur langar að senda þér
fullt af kossum og knúsum og
þakka þér fyrir allt sem þú
varst okkur. Við fengum að
kveðja þig með kossi á spít-
alanum en munum alltaf eftir
þér eins og þú varst áður en þú
varðst veik.
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Kristján frá Djúpalæk)
Góða nótt og sofðu rótt, elsku
amma.
Þín ömmubörn,
Hugi Snær Hlynsson og
Harpa Lind Atladóttir.
Anna S. Árnadóttir var
starfsmaður Seðlabanka Íslands
frá janúar 1980 til september
2012. Anna starfaði fyrst í lána-
deild bankans, en frá því í júlí
1997 í bókhaldsdeild, síðar á
fjárhagssviði. Í september 2011
fluttist hún svo yfir á svið
rekstrar- og starfsmannamála.
Áður en Anna kom til Seðla-
bankans vann hún hjá Loftleið-
um hf., en þar starfaði hún frá
árinu 1966 til ársbyrjunar 1980.
Anna sinnti störfum sínum í
Seðlabanka Íslands ætíð af
miklum dugnaði og trúmennsku.
Hún var mjög talnaglögg, vand-
virk, samviskusöm og nákvæm,
jákvæð í framkomu og virðuleg.
Það var ætíð þægilegt að
vera í návíst Önnu. Hún var
mannblendin, ræðin og
skemmtileg. Fyrir hönd starfs-
manna í Seðlabankanum votta
ég aðstandendum Önnu okkar
dýpstu samúð.
Stefán Jóhann Stefánsson.
Elsku Anna mín.
Það er kominn kaldur og
dimmur vetur, þú hefur kvatt
okkur allt of fljótt, allt of skjótt.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa kynnst jafn góðri vinkonu
og samstarfsfélaga og þér. Sum-
arið 2004 byrjaði ég í Seðla-
bankanum og þú tókst mig und-
ir þinn verndarvæng, kenndir
mér svo vel og vandlega allt
sem ég þurfti að læra, alveg
eins og allt annað sem þú tókst
að þér. Við urðum fljótt mjög
góðar vinkonur og gátum rætt
allt milli himins og jarðar. Ég
gat leitað til þín með allar mínar
vangaveltur og vandamál, þú
áttir alltaf svar. Við hlógum líka
ansi mikið saman og vorum oft
fljótar að sjá spaugilegu hlið-
arnar á sumum málum.
Ekki leiddist þér nú að tala
við mig um sambandsmálin, þú
hafðir mjög ákveðnar skoðanir
þar og sem betur fer virtumst
við vera með alveg sama smekk
svo ég fékk auðveldlega sam-
þykki þitt ef nýr kærasti bank-
aði upp á. Okkur fannst líka
alltaf svo merkilegt að feður
okkar unnu saman í mörg ár hjá
Olíufélaginu, og svo við dæt-
urnar í bankanum.
Elsku Anna, mér þykir þetta
svo sárt, þú áttir að fá meiri
tíma til að njóta þín með fallegu
fjölskyldunni þinni. Eftir lifa
góðar minningar sem aldrei
gleymast, hlátur þinn, brosið
þitt, koss á báðar kinnar. Eitt
stendur þó upp úr, alltaf þegar
þú kvaddir mig þá sagðir þú svo
blítt: „I love you“, og ég svaraði
á móti: „I love you too.“
Ég veit að þú ert núna á góð-
um stað, laus við veikindin og
munt fylgjast áfram með dóttur
þinni og barnabörnum. Ég bið
Guð um að blessa þau og gefa
þeim styrk í þeirra miklu sorg.
Þakka þér fyrir okkar tíma
saman, elsku Anna, minningin
lifir.
„I love you“.
Guðrún Elín Herbertsdóttir.
Anna S. Árnadóttir
✝ RögnvaldurBergsson
fæddist í Sæborg í
Glerárþorpi 9. des-
ember 1923. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð 3. nóv-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Guðrún Andr-
ésdóttir, f. 24.
ágúst 1897, d. 6.
október 1970, og
Bergur Björnsson, f. 14. nóv-
ember 1896, d. 27. október
1975.
Systkin Rögnvaldar voru: 1)
Guðmundur, f. 9. júlí 1922, d.
30. júlí 2006. 2) Freygerður, f.
11. júlí 1925, d. 23. febrúar
2008. 3) Bergþóra, f. 4. nóv-
ember 1928, d. 13. október
2008. 4) Andrés, f. 7. júlí 1931,
d. 16. maí 2009. 5) Kristinn, f. 6.
september 1933. 6) Njáll, f. 12.
ember 1954, maki Hörður Bene-
diktsson, f. 21. september 1955.
Börn þeirra: a) Rögnvaldur, b)
Berglind. Barnabarn er eitt.
3) Magnús, f. 17. ágúst 1958,
d. 8. apríl 1959. 4) Edda Björk,
f. 22. maí 1960, maki Sigurjón
Sveinbjörnsson, f. 24. nóvember
1957. Börn þeirra: a) Anna
Dögg, b) Ingibjörg Ösp, c)
Andri Már. Barnabörnin eru
sjö.
5) Sólveig, f. 6. apríl 1964,
maki Friðrik Sigurðsson, f. 29.
júlí 1969. Börn þeirra: a) Guð-
rún María, b) Daði Freyr, c)
Elvar Bjarki, d) Heiðar Flóvent.
Barnabörnin eru sex.
Rögnvaldur ólst upp í Glerár-
þorpi, hann vann ýmis störf til
sjós og lands. Vann hann hjá K.
Jónssyni og co, síðan fór hann
til vinnu hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga og var í fyrstu við versl-
unarstörf en 1966 varð hann
verksmiðjustjóri hjá Efnagerð-
inni Flóru og vann þar til 67 ára
aldurs.
Jarðarför Rögnvaldar fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag,
8. nóvember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
mars 1935, d. 29.
október 2006. 7)
Júlíus, f. 16. júlí
1938. 8) Ásta, f. 5.
janúar 1941, d. 29.
apríl 2012.
Rögnvaldur
kvæntist 6. ágúst
1950 Ingibjörgu
Magnúsdóttur, f.
23. október 1927, d.
29. desember 1983.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru, Steinunn Gunn-
laugsdóttir og Magnús Gunn-
arsson.
Börn Ingibjargar og Rögn-
valdar: 1) Steinunn Guðrún, f.
12. júlí 1951, maki Bjarni Bald-
ursson, f. 2. janúar 1949. Börn:
a) Magnús Þór, b) Steingrímur
Már, látinn, c) Tinna Brá, d)
Oddný Elva, fósturdóttir.
Barnabörnin eru þrjú.
2) Hafdís Freyja, f. 7. sept-
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn;
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi okkar. Guð geymi þig.
Þínar dætur,
Steinunn, Freyja,
Edda og Sólveig.
Elsku afi, við þökkum allar
stundir sem við áttum með þér
og kveðjum þig með ljóði sem
amma okkar orti.
Við kveðjum þig afi kyrrt og hljótt,
klökk við bjóðum góða nótt
og biðjum guð þig að geyma.
Andi þinn lyftist á æðra svið,
og amma þar bíður það vitum við
þið eigið um eilífð þar heima.
(Ingibjörg Magnúsdóttir)
Hvíl í friði og guð geymi þig.
Magnús Þór, Tinna Brá,
Oddný Elva, Rögnvaldur,
Berglind, Anna Dögg,
Ingibjörg Ösp, Andri Már,
Guðrún María, Daði Freyr,
Elvar Bjarki og
Heiðar Flóvent.
Elsku afi.
Við erum svo þakklát fyrir að
hafa átt þig fyrir afa. Alla okkar
barnæsku komst þú daglega út á
Berghól til að heimsækja okkur
og borða með okkur. Vorum við
því svo heppin að fá að eyða með
þér ómældum tíma. Þú varst
ávallt stór partur af fjölskyld-
unni. Þú varst vel kunnugur öll-
um okkar vinum og vorum við
iðulega öfunduð af því að eiga
svona skemmtilegan afa. Þú
varst alltaf með á nótunum um
það hvað var að gerast í lífi okk-
ar hverju sinni og sýndir því
ómældan áhuga. Þú varst dug-
legur að styðja okkur í því sem
við vorum að gera og skutla okk-
ur hingað og þangað. Það var
alltaf hægt að hringja þig, elsku
afi, ef okkur vantaði eitthvað,
t.d. ef einhver læsti sig úti sem
var oft.
Þú varst mikill húmoristi. Þú
sagðir okkur svo mikið af
skemmtilegum sögum og tilsvör-
in þín voru oft á tíðum stórkost-
leg. Þú fórst með okkur á rúnt-
inn og sýndir okkur bátana og
skemmtiferðaskipin sem hingað
komu og sagðir okkur frá sjó-
mennsku þinni. Þú varst mál-
kunnugur mörgum á Akureyri
og það var alveg sama hvert við
fórum, þú spjallaðir við alla og
áttir kunningja á ótrúlegustu
stöðum. Við gætum skrifað hér
endalaust af skemmtilegum
minningum sem við höfum átt
með þér, elsku afi, en þær
geymum við í hjarta okkar,
minningar sem aldrei gleymast.
Það er afar sárt að horfa á eftir
þér á annan stað og þín verður
sárt saknað. Við erum afar
þakklát fyrir allan þann tíma
sem við áttum með þér og allan
þann tíma sem þú gafst okkur
og litlu pjökkunum þínum sem
sjá óskaplega mikið eftir afa sín-
um.
Við trúum því nú að loksins
sért þú kominn á þinn rétta stað
við hlið Imbu ömmu sem hefur
beðið þín lengi. Þú munt skilja
eftir stórt skarð sem við munum
reyna að fylla saman með því að
halda minningu þinni á lofti og
halda áfram að vera stolt af þér,
elsku afi, og þínum frábæru
uppátækjum.
Viltu guð minn vaka hjá
og vernda um dimmar nætur,
lýsa þeim er ljósið þrá
og líkna þeim sem grætur.
Við kveðjum þig að sinni,
elsku afi.
Anna Dögg, Ingibjörg Ösp
og Andri Már.
Rögnvaldur
Bergsson
✝ Helena RakelMagnúsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 16. ágúst
1924. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. sept-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru María
Magnúsdóttir, hús-
móðir frá Litla-
Laugardal í
Tálknafirði, og Magnús Odds-
son, húsasmíðameistari frá
Kleifastöðum í Gufudalssveit á
Barðaströnd. Helena Rakel átti
einn bróður sammæðra, Ljót
Ingason, og hálfbræður sam-
sjö. 2) María Hafdís, f. 9.7. 1951,
gift Sigtryggi Stefánssyni, börn
hennar og fyrrverandi maka,
Birgis Kjartanssonar eru Hel-
ena Lind, f. 6.5. 1971, Lilja Dís,
f. 12.7. 1976 og Þóra Björg, f.
1.2. 1984. Barnabörnin eru átta.
Þau hjónin hófu sinn búskap í
Hafnarfirði og bjuggu þar upp
frá því, lengst af að Sunnuvegi
10 í sambýli við móður Rakelar
og hennar sambýlismann, Inga
Kristjánsson. Á tvítugsaldri fór
Helena Rakel í húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli og að námi
loknu lærði hún kjóla- og kápu-
saum í Feldinum. Hún vann
lengst af á Bólstraraverkstæði
Ragnars Björnssonar í Hafn-
arfirði en síðar vann Helena
Rakel við aðhlynningu á Sól-
vangi og við ræstingar í Bóka-
safni Hafnarfjarðar og Víð-
istaðaskóla.
Útför Helenu Rakelar fór
fram 4. október 2013.
feðra, þá Odd og
Þorstein Magn-
ússyni.
Helena Rakel
giftist Markúsi B.
Þorgeirssyni, f. 14.
ágúst 1924, d. 24.
nóvember 1984.
Foreldrar hans
voru Þorgeir Sig-
urðsson og Katrín
Markúsdóttir. Börn
Helenu Rakelar og
Markúsar eru 1) Katrín, f. 4.12.
1949, gift Pétri Th. Péturssyni,
þau eiga þrjú börn, Markús Elv-
ar, f. 14.1. 1974, Guðbjörgu
Huld, f. 28.7. 1976 og Rakel Ýr,
f. 7.5. 1980. Barnabörnin eru
Elsku Rakel amma mín
kvaddi þennan heim í septem-
berlok eftir langa og góða ævi.
Þú varst yndisleg amma, svo
þolinmóð og góður félagi. Það
var alltaf gott að heimsækja þig
og spjalla við litla eldhúsborðið
þitt því þú varst svo áhugasöm
um allt sem við spjölluðum um,
hvort sem það var fjölskyldan,
handavinna eða hvað eina.
Sem barn var ég stundum í
næturgistingu hjá þér en þær
stundir voru algjörar gæða-
stundir þar sem við meðal ann-
ars leystum saman krossgátur
og spiluðum. Yfirleitt áttirðu líka
til uppáhalds eftirréttinn minn
sem ég fékk bara hjá þér og
hvergi annars staðar því þú
varst sú eina sem vissir hvað
mér þóttu perur úr dós góðar.
Á haustin áður en skólinn
byrjaði fékk ég stundum að fara
með þér í vinnuna þar sem við
höfðum það verkefni að þurrka
af bókunum í bókasafni Víð-
istaðaskóla og ég man sérstak-
lega eftir því hvernig þú
straukst af hverri bókinni á fæt-
ur annarri og passaðir að engin
þeirra gleymdist. Á þessum tíma
fannst mér þetta ekki skemmti-
legasta verk í heimi en samt sem
áður hlakkaði ég alltaf til þessa
verks því þá fékk ég að vera með
þér, elsku amma.
Ég á eftir að sakna þín, amma
mín, og mig langar að kveðja þig
með sömu orðum og við sögðum
saman fyrir nóttina í þau skipti
sem ég gisti hjá þér.
Góða nótt, sofðu rótt, í alla
nótt. Guð geymi þig og takk fyr-
ir daginn.
Hvíl í friði.
Rakel Ýr.
Helena Rakel
Magnúsdóttir