Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013 „Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa og koma með fögnuði til Síonar og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeirra. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.“ „Ég er sá sem huggar yður, Drottinn allsherjar er nafn mitt.“ (Jes. 54) Flosi, systursonur minn, var mannvinur, einkum þeirra sem minna máttu sín og þeirra sem þjáðust líkamlega og andlega. Hann átti auðvelt með að setja sig í spor þeirra og lina þrautir þeirra í orði og í verki. Hann var einstakur faðir, enda bera börnin þeirra Aldísar og hans þess glögg merki. Ég man eftir honum sem ungum dreng, hann var athug- ull, spyrjandi og stóru augun hans ljómuðu. Hann fór snemma að spreyta sig á ýmsu tæknilegu, sem ég botnaði ekk- ert í. Flosi var einstakur. Hlýjan í framkomu hans var svo gefandi, og það var svo auðvelt að leita til hans. Amma hans og móðir okkar átti sérstakan stað í hjarta hans og hann í hennar. Ef eitthvað amaði að henni, kom hann eins fljótt og auðið Flosi Karlsson ✝ Flosi Karlssonfæddist í Reykjavík 26. mars 1960. Hann lést 15. október 2013. Útför Flosa fór fram frá Háteigs- kirkju 29. október 2013. Hann var jarðsettur í Mos- fellskirkjugarði. var með sín góðu læknisráð og með- ferð. Flosi var líka mikill náttúruunn- andi og dýravinur. Hann átti hesta og fór mikið upp í sveitina „sína“ til sauðburðar og smalamennsku. Börnin hans og margir aðrir nutu góðs af því. Mig langar svo til að þakka honum fyrir allt það góða, sem hann ávallt sýndi mér og þá sérstaklega hans góðmennsku og hjálp sem hann og fjölskylda hans sýndu eþíópsku börnunum okkar. Hann sýndi þeim ótrú- legan stuðning í orði og í verki, eins og þau væru hans nánustu. Einnig hjartans þakkir til Al- dísar og barnanna þeirra fyrir allt það góða, sem þau sýndu þeim og gerðu fyrir þau. „Því að þú ert von mín, þú Drottinn ert athvarf mitt frá æsku. Við þig hefi ég stuðst frá móðurlífi, frá móð- urskauti hefur þú verið skjól mitt, um þig hljómar ætíð lofsöngur minn.“ (Sálm 71, 5-6) Margrét Hróbjartsdóttir og fjölskylda. Mig langar að minnast kærs vinar míns, Flosa Karlssonar læknis, í örfáum orðum. Við Flosi kynntumst þegar við vor- um ungir strákar og bjuggum í sama hverfinu í Vogunum. Þar var margt brallað og mörg prakkarastrikin framkvæmd. Síðar vorum við saman um skeið í Lúðrasveit unglinga, einnig fermdumst við saman frá Háteigskirkju hjá séra Arn- grími Jónssyni. Við höfðum líka sameiginlegt áhugamál sem voru talstöðvar og vorum við meðlimir í Talstöðvarklúbbi unglinga á þeim tíma. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman í Kristilegum skólasamtökum. Við Flosi vorum vinir alla tíð þó samskiptin væru minni seinni árin, konur okkar hafa í mörg ár verið í sama saumaklúbbi og við Flosi hist annað slagið. Það sem tengdi okkur Flosa hvað mest saman var sá kristni boð- skapur sem við fengum að heyra þegar við vorum ungir drengir. Fagnaðarerindið um Jesú Krist hefur alla tíð verið hluti af okkur og okkar lífi. Nú þegar ég kveð Flosa með sökn- uði þá veit ég ekki aðeins að hann er Guði falinn heldur að hann er hjá Guði. „Ég hef augu mín til fjallanna, hvað- an kemur mér hjálp? Hjálp mín kem- ur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ Þessi orð standa í 121. sálmi Davíðs. Það er gott að eiga þessa fullvissu í huga og hjarta að hjálp okkar kemur frá Jesú Kristi Drottni vorum sem við getum sett allt okkar traust á. Innilegar samúðarkveðjur til Aldísar og fjölskyldu. Pétur Ásgeirsson, Hafnarfirði. Margar minningar koma upp í hugann við fráfall góðs vinar. Flosi var hluti af Hafnarfjarðar „klíkunni“ í KSS (Kristilegum skólasamtökum). Flosi og bræð- ur hans komu fljótt inn í þann hóp og var margt skemmtilegt brallað á þessum árum. Farið á skólamót og almennu mótin í Vatnaskógi, útilegur í Kaldár- seli eða hist í heimahúsum. Þar var spjallað um lífið og til- veruna og oft var glatt á hjalla. Flosa fylgdi mikil gleði og kraftur enda líflegur og skemmtilegur félagi, hrókur alls fagnaðar. Hann var skýr í tali og vel lesinn. Hann var strákur sem gustaði í kringum. Honum datt ýmislegt í hug sem hann var óhræddur að framkvæma og fá aðra í lið með sér. Flosi var iðulega hrókur alls fagnaðar og duttu honum oft skemmti- legir hlutir í hug. Það var yndislegt að fylgjast með því þegar Flosi og Aldís fóru að draga sig saman. Sum okkar vissum fyrst um samband þeirra þegar haldið var af stað í útilegu í „sveitinni hans Flosa“ með tjald og útilegudót. Þar hittum við hann og tjölduðum svo á túninu. Mörg minning- arbrot hrannast upp og mætti halda lengi áfram. Þetta eru góðar minningar um yndislegan vin. Vináttan hélst líka á fullorð- insárum og alltaf héldust þessar sterku tengingar frá unglings- árum jafnvel þegar einhver tími leið milli þess sem við hittumst. Flosi var einstaklega ráða- góður og sérlega fús að hjálpa hvenær sem til hans var leitað. Hann var þvílíkur vinur. Flosi var mikill fjölskyldufað- ir og naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum. Hann þreyttist aldrei á að finna upp á einhverju til að gera með. Í stofunni heima hjá honum setti hann hengirúm og kaðla fyrir börnin að leika sér. Elsku Aldís, foreldrar, börn og barnabörn. Við erum svo þakklát fyrir þau ár sem Flosi var meðal okkar og við fengum að njóta samvera með honum og ykkur. Hugur okkar er allur hjá ykkur og við biðjum fyrir ykkur á þessum erfiðu tímum. Við sendum ykkur ritningar- greinina í Jóh. 11.25 þar sem segir: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ F.h. Hafnarfjarðarhópsins, Einar, Ólöf Petrína, Sveinn, Dísa, Pétur, Henna, Lára, Lilja og Jenný. Flosi var hæglátur í fasi en kvikur í hreyfingum, nettur að vexti en samt kröftugur. Hann var mikið náttúrubarn og þær eru margar sögurnar af öðruvísi ferðalögum þeirra hjóna með börnin. Flosa lá ekki hátt rómurinn og manni lærðist fljótt að leggja við hlustir. Stundirnar sem við Stenna áttum með þeim hjónum Aldísi og Flosa voru alltaf ánægjulegar, umræður um börnin okkar, lífið og tilveruna. Flosi var einstaklega góður hlustandi, tók vel eftir því sem maður sagði og af miklum áhuga. Það var stutt í gamansemina hjá Flosa og honum tókst iðu- lega að gera alvöru að spaugi þegar við átti. Hann var ávallt reiðubúinn að nýta fagþekkingu sína til aðstoðar öðrum. Ég átti sjálfur í erfiðleikum um tíma og hjálpaði Flosi mér í gegnum það tímabil af mikilli einlægni. Verð ég honum ævinlega þakk- látur fyrir það. Við fráfall Flosa myndast skarð sem verður ekki fyllt en góðar og skemmtilegar minn- ingar koma í þess stað. Elsku Aldís og börn, Helga, Karl og aðrir aðstandendur, við Stenna og börnin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gísli Karel Eggertsson. Elsku hjartans vinur, af hverju fórstu svona snemma? Við þörfnuðumst þín svo sár- lega aðeins lengur. Ég deildi ekki trúarsannfæringu þinni en held samt að guð sendi okkur öðru hverju útvalda syni sína og dætur sem hafa meiri elsku að gefa en við flest. Og þetta út- valda fólk á hljóðlátan hátt teygi út höndina til okkar hinna og hjálpi okkur á erfiðum tím- um. Þannig maður varst þú, Flosi. Ekki af því að þú værir fullkominn heldur af því þú varst breyskur maður sem horfði ofan í djúpið og fórst stundum þangað sjálfur. Ég veit að það var þess vegna sem þú hafðir kjark, getu og einlæg- an vilja til að leiða fólk þaðan og inn á greiðfarnari götur. Þú sagðir mér það sjálfur. Það þyrmir yfir mann við til- hugsunina um að þú skulir vera farinn og allt það sem við misst- um með þér. Þú sem varst svo flinkur að fá mann til að hugsa hlutina á nýjan hátt myndir lík- lega benda okkur á að leiða frekar hugann að því sem þú skildir eftir; börnin, Aldísi, for- eldra þína og bræður, vinina, minningarnar um samveruna með þér. Það er fleira sem eftir stend- ur. Því arfleifð þín er dýrmæt, hún segir okkur að leitast við að lifa lífinu eins og barn; í einfald- leik, án illsku, sækja innblástur og hugarfró í náttúruna og byrja mannræktina í eigin garði. Og það sem er mest um vert; að elska án skilyrða. Og að gera þetta í dag. Núna. Flosi minn, ef þú ert einhversstaðar, þá hlökkum við Gísli til þegar okkar tími kemur að hitta þig aftur. Steinunn Ásgeirsdóttir (Stenna). Fallin er frá kær vinkona, Sigríður Ólafsdóttir, Sigga. Ég tel það til minnar gæfu að hafa árið 1971, þá fimm ára gömul, flust með fjölskyldu minni á Háaleit- isbraut 123. Sambýlið í stiga- ganginum var einstakt, allir íbúar lögðu sitt af mörkum til þess að gera lífið þar gott, aldr- ei man ég eftir nágrannaerjum né slíku og við krakkarnir nut- um góðs af og völsuðum milli íbúða alsæl. Þar kynntist ég mínum bestu vinum á lífsleið- inni, Elínu Hreiðarsdóttur, Ellu á þriðju, dóttur Siggu og Kidda, Kristjáni Guðmundssyni á fjórðu. Árið 1971 er ég, eins og áður sagði, fimm ára og Sigga fjöru- tíu og fjögurra ára fimm barna móðir og kannski finnst ein- hverjum ótrúlegt að vinskapur hafi myndast þarna okkar á milli, en þannig var það nú. Sigga sá um sitt stóra heimili með myndarskap meðan eigin- maður hennar, Hreiðar Hólm, var til sjós. Ég leit strax upp til þessarar merkilegu konu, hún var ákaf- lega fróð um hin ýmsu málefni, vel lesin og ættfróð svo eftir var tekið. Fyrir fimm ára stelpugopa sem hafði áhuga á bókum og matreiðslu var það himnasending að kynnast Siggu. Sigríður Ólafsdóttir ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. des- ember 1927. Hún lést 13. október 2013. Sigríður var jarðsungin frá Dómkirkjunni 25. október 2013. Hún var mat- gæðingur mikill og eldaði öðruvísi mat en ég átti að venjast og marg- ar uppskriftir sem hún deildi með mér elda ég enn þann dag í dag. Hún þreyttist aldrei á að ræða um bækur og bókmenntir við mig og á ég henni mikið að þakka í þeim efnum. Hún var ein af áhrifa- völdunum í vali á háskólanámi mínu, mörgum árum seinna, í bókmenntafræði. Ein minning er mér ljóslif- andi. Ætli ég hafi ekki verið um átta, níu ára og bið um lán á bók, en ég átti alla tíð greið- an aðgang að góðu bókasafni þeirra hjóna. Jú, leyfið var auðfengið hjá Siggu „Og hvað ætlarðu að lesa?“ „Úngur ég var, eftir Halldór Laxness“, var svarið. Sigga kímdi en þremur dögum síðar sátum við við eldhúsborð- ið góða og ræddum bókina, það voru mínar fyrstu bókmennta- umræður. Kæri Hreiðar, Óli, Pési, Fúsi, Krúsa og Ella, makar ykkar, börn, barnabörn og barnabarnabörn, ykkar missir er mikill, en ég er viss um að þar sem hún vinkona mín er, hefur hún einhver ráð að fylgj- ast með ykkur áfram, fólkinu sínu sem skipti hana svo miklu máli. Og þar kemst enginn undan að svara spurningunni hennar; „Hverra manna ert þú?“ Takk fyrir allt og allt. Júlía Margrét Sveinsdóttir (á annarri). Nú er við kveðjum Rögnvald mág minn leita minningarnar á hugann. Valdi, eins og hann var jafnan kallaður, yrkti sína jörð norður við nyrsta haf þar sem vornæturnar eru bjartastar. Hann hlúði að æðarvarpinu, veiddi silung og vitjaði reka en reyndi ávallt að ganga þannig um náttúruna að allt væri betra en þegar hann tók við búi á Hrauni. Þannig vildi hann að komandi kynslóðir gætu minnst hans með stolti. Vart var minnst svo á Valda að ekki væri Gilla nefnd um leið, svo samofið var þeirra lífshlaup. Margar eru minningarnar um skemmtilegar veiðiferðir í vötnin niðri og ekki síður veiðar í Aravatni. Gest- risni þeirra hjóna var einstök og allir ávallt drifnir í kaffi sem leið áttu um. Þar var oft spjallað mikið um málefni líðandi stund- ar enda fylgdist Valdi vel með öllum fréttum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og vildi þá gjarnan heyra afstöðu gesta um pólitíkina, Efnahagsbandalagið og fleira. Dætur okkar voru það heppnar að dvelja nokkur sum- ur hjá þeim hjónum, Gillu og Valda, og var sú dvöl þeim sér- lega ánægjuleg. Þar var Valdi með sína góðlátlegu stríðni og einstök umönnun Gillu. Fyrir Rögnvaldur Steinsson ✝ RögnvaldurSteinsson fæddist á Hrauni á Skaga 3. október 1918. Hann and- aðist á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 16. október 2013. Útför Rögnvald- ar fór fram frá Ketukirkju á Skaga 30. október 2013. það þökkum við á kveðjustund. Báran við sanda brotnar græn og hvít. Féð á beit undir kömbum. Fugl á steini Braggaður sauður af sögufrægum stofni kemur röltandi gegnum ryðlitt þangið. Jafnvel ekki hann með horn úr drýgindum raskar þessari svölu ró hér við sjóinn. (Hannes Pétursson) Blessuð sé minning Valda. Fjölskyldu hans vottum við okk- ar innilegustu samúð. Gísli, Guðrún og fjölskylda. Kær vinur, Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, hefur sett upp segl og siglir nú fleyi sínu í hagstæðum og ljúfum byr til móts við nýja dögun í austri. Langri og við- burðaríkri ævi er lokið. Valdi var skemmtilegur, glettinn, víð- lesinn, viðræðugóður en umfram allt góður og traustur vinur. Kynni okkar og vinátta hafa staðið yfir í áratugi og bar aldrei skugga á. Valdi var hafsjór af fróðleik og var oft rætt um þær miklu breytingar í íslensku þjóðlífi sem hann upplifði hvort heldur sem sneri að búskap, sam- göngum, aðbúnaði fólks eða lífs- gildum almennt. Honum fannst mikið til um þegar gúmmístígvélin komu á markað. Þá voru menn ekki lengur blautir í fæturna dag- langt við hin ýmsu verk. Vél- væðing í sveitum, léttirinn við heyannir og svo ótal margt sem gjörbreytti lífi íslenska bóndans og þjóðarinnar allrar. Á seinni árum fannst honum að gildis- mati okkar Íslendinga hefði hrakað verulega. Ráðdeild, kurteisi og umburð- arlyndi væri á hröðu undanhaldi og lyti í lægra haldi fyrir óhófi, frekju og yfirgangi. Valdi var hrókur alls fagnaðar og var oft glatt á hjalla við eldhúsborðið á Hrauni. Þar gátu menn sagt skoðanir sínar og rökrætt við húsbóndann um hvaðeina sem í hug kom. En Valdi hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um og varði lítilmagnann af hörku ef því var að skipta. Valdi mætti á öll þorrablót í Skagaseli og var ekki alltaf tilbúinn að fara snemma heim. Merete tengdadóttir hans hafði oft áhyggjur af því að hann væri orðinn þreyttur, enda orðinn rúmlega níræður, og bauðst til að keyra hann heim klukkan þrjú um morguninn. En Valdi skildi ekkert í þessu með ungu tengdadóttur sína, „ballið væri rétt að byrja og hann ætti eftir að dansa heilmikið“. Valdi var óspar á góð ráð við veiðar og dúntekju. Hann var áhugasamur og hvetjandi en gerði í leiðinni góðlátlegt grín að æðarrækt okkar á Gunnarsstöð- um. Mátti glöggt sjá þegar aug- un loguðu af glettni og hláturinn tísti í honum og svo skellihló hann innilega. Veiðiferð í Ara- vatn sumarið 2009 verður lengi í minnum höfð. Góð stund í góðra vina hópi í fallegu veðri. Það er margs að minnast og ekki hægt að gera því tæmandi skil í stuttri minningargrein, til þess þyrfti heila bók. Efst í huga okkar hjóna er vináttan og trygglyndið við okkur, fólkið okkar, börn og barnabörn. Á Hrauni hafa þau átt skjól og notið alls hins besta sem völ er á. Elsta barnabarnið okkar, Ás- geir Andri, hefur dvalið tvö síð- ustu sumur á Hrauni og með Valda og honum tókst góð og innileg vinátta. Ásgeir saknar nú vinar í stað. Valdi ræddi hispurslaust um það að komið væri að kveldi í lífi sínu. Hann var sáttur við ævi- starf sitt og var afar stoltur af Gillu sinni og hópnum þeirra. Hann kvaddi sáttur við allt og alla. Við kveðjum Valda með djúpri virðingu og þakklæti. Elsku Gilla, Steini, Nonni, Jói, Gunni og fjölskyldur. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð blessi minningu Valda á Hrauni. Aðalbjörg og Jón Hallur. ✝ Við þökkum öllum þeim er sýnt hafa okkur hlýju og samúð vegna andláts og útfarar elsku dóttur minnar og systur okkar, SÓLVEIGAR REYNISDÓTTUR, Brekkuási 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá vinkonur hennar fyrir einstaka umhyggju, vináttu og aðstoð við hana og okkur öll. Dóra, Eyjólfur, Sigrún og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.