Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Frá unga aldri sóttist EvaLaufey eftir því að verameð móður sinni í eldhús-inu þar sem þær bjuggu á Akranesi. Bæði til að hjálpa til en auðvitað líka til að smakka. Það var í raun og veru móðirin sem smitaði öll börnin af matargleðinni því hún var mikið heima á meðan börnin voru ung og er menntaður kokkur að auki. Því kemur ekki á óvart að stundirnar í eldhúsinu hafi verið margar. Blogg, bakstur og bók Eva byrjaði að blogga fyrir nokkrum árum og matur varð stór þáttur í skrifunum enda mikilvægur þáttur í lífi hennar. Hún varð fljótt einn vinsælasti matarbloggari landsins og æ fleiri fóru inn á síðuna www.evalaufeykjaran.com til að skoða nýjustu uppskriftirnar og myndirnar sem þeim fylgdu. Það var því í raun bloggið sem kveikti hugmyndina að bókinni Mat- argleði Evu og eru nánast allar ljós- myndirnar í bókinni eftir Evu sjálfa. En hvers lags uppskriftir er að finna í bókinni? „Þetta eru bara venjuleg- ar uppskriftir. Þetta er maturinn sem ég hef alist upp við og það er í raun öll flóran. Þetta er maturinn sem mamma eldaði og amma eldaði. Uppskriftir sem hafa verið í fjöl- skyldunni minni í mörg ár en þarna eru líka nýjar uppskriftir. Þetta er blanda af alls konar venjulegum heimilismat,“ segir Eva. Bakstur á líka stóran hluta af bókinni sem er býsna fjölbreytt og skemmtileg. Fjölskylda sem hugsar um mat Fjölskylda Evu hefur sem fyrr segir mótað ýmsar hefðir hvað mat snertir. „Það eru bara allir að hugsa um mat og það liggur við að það sé það eina sem við pælum í – hvað við borðum! Og þegar við erum að borða hugsum við um næsta rétt og þetta er nú svolítið fyndið,“ segir Eva sem augljóslega kann vel að meta þá gerð fjölskyldu sem hún til- heyrir. Andinn og hugsunarhátturinn skilar sér vel í bókinni því flestum uppskriftunum fylgir einhvers kon- ar saga sem tengir Evu við hvern rétt. Fyrsti kjúklingarétturinn sem hún eldaði í heimilisfræðitíma í Sælkeri eins og pabbi heitinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ólst upp við ríka matarhefð. Á heimilinu snerist flest um mat og fjölskyldan notar enn hvert tækifæri til að hittast og borða saman. Eva Laufey er hálfnuð með viðskiptafræðinámið en gaf sér tíma samhliða náminu til að skrifa bókina Matargleði Evu sem kom út fyrir skemmstu. Bókin veitir innsýn í fjölskyldulífið og hugarheim Evu, sem er skemmtilegur og fagur. Sælkeri Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir nýtur þess að elda og borða. Í byrjun síðasta mánuðar hófst sér- stakt verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Það var þegar landsleikur Ís- lands og Kýpur fór fram á Laug- ardalsvelli. Hópur stofnana og samtaka á Ís- landi stendur á bak við átakið sem er hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið No Hate Speech Movement (www.nohatespeechmovement.org). Má þar nefna SAFT, Heimili og skóla – Landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvanginn í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Verkefninu er beint gegn haturs- áróðri, kynþáttafordómum og mis- munun á netinu. Markmiðin eru m.a.: að stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks. Á Facebook-síðunni má fylgjast með viðburðum verkefnisins. Vefsíðan www.facebook.com/ekkerthaturordumfylgirabyrgd Umburðarlyndi Verkefni gegn hatursorðræðu hófst formlega í síðasta mánuði. Orðum fylgir ábyrgð Endilega … … fræðist um sjálfstjórn Hexið hamið Hádegisfyrir- lestur í dag. Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir hádegisfyrirlestri í dag. Hann hefst klukkan 12 í Þjóðminjasafninu við Suður- götu og nefnist Hexið hamið: Menningarlegar líkamserfðir og stýring sjálfstjórnar. Fyrirlesturinn flytur Ólafur Rastrick, sagnfræðingur og aðjunkt í þjóðfræði. Allir eru velkomnir á þennan fyrirlestur sem eflaust verður mjög athygl- isverður enda hefur vafist fyrir fólki um aldir hvernig hemja skal skapofsa og annað í þeim dúr. Félag þjóðfræðinga á Íslandi stend- ur fyrir ýmsum erindum. Dagskrá er á Fa- cebook. Þónokkur íslensk fyrirtæki hafa gert það gott í snyrtivörugeiranum, ekki bara innanlands heldur á alþjóð- legum snyrtivörumarkaði. Sif Cosmetics er eitt þeirra og byggjast snyrtivörur fyrirtækisins á rann- sóknum á líffræði húðarinnar sem þróuð er af ORF Líftækni. Íslenska hugvitið hefur slegið rækilega í gegn en húðvörur undir nafninu EGF Sjötta varan í EGF-húðvörulínunni Augnablik komið á markað Morgunblaðið/Kristinn Íslenskt Frumuvakinn er unninn út byggi sem ræktað er af ORF. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðalvinningur er splunkunýr Chevrolet Spark árg. 2014 HAPPDRÆTTI GÓÐÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐKJÖR ÁSKOÐUNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.