Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 22
DAGA HRINGFERÐ HRINGBORÐSUMRÆÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á höfuðborgarsvæðinu finna menn fyrir aukinni bjartsýni um framtíðarhorfur. Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Fyrirtæki eru farin að spyrjast fyrir um lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði. En bjart- sýnin er tempruð. Mikil óvissa er ríkjandi. Miklu skiptir til dæmis hvort kjarasamn- ingarnir sem framundan eru marki upp- hafi stöðugleika og sóknar eða nýs verð- bólguskeiðs. Þá hafa menn miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðisþjónust- unnar. Öryggistilfinningin sé að bresta. Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um stöðu og horfur á höfuðborgarsvæðinu í byrjun vikunnar. Efnt var til umræðnanna í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins sem nú er að ljúka. Í umræðunum um höfuðborgarsvæðið tóku þátt Ari Kristinn Jónsson, rektor Há- skólans í Reykjavík, Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Gunn- ar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Rannveig Ás- geirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópa- vogs. Til stóð að Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs Reykjavíkur, tæki þátt í umræðunum. Hann þekktist boðið en mætti ekki. Rætt er við hann um atvinnu- málin á höfuðborgarsvæðinu á næstu opnu. Samanburður við útlönd Í hringborðsumræðunum sem áður hefur verið sagt frá hefur birst ákveðin vit- undarvakning um þau lífsgæði sem fylgja búsetu á landsbyggðinni. Samanburður fólks er þá gjarnan við Reykjavík með kostum borgarinnar og göllum. En við hvað miða íbúar á höfuðborgarsvæðinu lífsgæði sín? „Við erum klárlega í sam- keppni við útlönd,“ svaraði Haraldur Sverrisson. „Þangað hefur fólk verið að flytja eftir hrun og við verðum að geta boð- ið sams konar lífskjör.“ Haraldur sagði að Mosfellsbær legði áherslu á að sveitarfé- lagið byði upp á kosti sem fylgja búsetu á milli borgar og sveitar. „Við viljum vera svolítil sveit, lágreist, dreifbýlt úthverfi, en samt eiga stutt að sækja í alla nauðsynlega þjónustu.“ Ásgerður Halldórsdóttir sagði að samanburðurinn væri við aðrar höfuð- borgir á Norðurlöndum „Við stöndum vel að vígi. Það eru ekki margar borgir í út- löndum sem eru samkeppnisfærar við Reykjavík með þeirri menningu og afþrey- ingu sem hér er samhliða aðgangi að ósnortinni náttúru,“ sagði Ari Kristinn Jónsson og rifjaði upp kynni sín af þétt- býlum stórborgum í Bandaríkjunum. Meiri samvinna eftir hrun Reykjavík hefur sérstöðu á höf- uðborgarsvæðinu sökum stærðar sinnar. En við hringborðið kom fram að á und- anförnum árum hefur orðið gerbreyting á samstarfi borgaryfirvalda og bæjarstjórn- anna í nágrenninu. „Það hefur tekist mjög gott samstarf á milli okkar,“ segir Ásgerð- ur Halldórsdóttir. „Menn horfa nú á vandamálin á svæðinu í heild og spyrja sig hvernig hægt er að leysa þau saman í stað þess að einblína á eigin hagsmuni eins og áður tíðkaðist,“ sagði Gunnar Einarsson. „Kreppan kenndi okkur að vinna sam- an,“ bætti Haraldur við. „Nú nálgast sveit- Öryggistilfinning fólks er  Áhyggjur af heilbrigðisþjónustunni  Hóf- leg bjartsýni í atvinnumálum  Aukinn skiln- ingur á gildi menntunar fyrir atvinnulífið  Háskólinn í Reykjavík var upp- haflega stofnaður til að tengja at- vinnulífið og menntakerfið. „Það vantaði tæknimenntað fólk,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, við hringborðið. Að þessu hefði skól- inn síðan unnið ötullega ásamt fleiru. Ari sagði að í HR væri fjölbreytt fram- boð á margs konar námi og nám- skeiðum sem hentaði atvinnulífinu. „Við erum líka að kenna fólki að stofna fyrirtæki. Erum þannig að búa til aðstæður þar sem fólk getur gert hlutina sjálft. Fundið nýja markaði og skapað verðmæti,“ sagði Ari. Í HR finna menn fyrir viðhorfs- breytingu í atvinnulífinu gagnvart menntun, rannsóknum og nýsköpun. „Menn eru farnir að horfa á heild- armyndina þegar rætt er um atvinnu- sköpun. Það er gott að eiga nátt- úruauðlindir, en það er ekki síður mikilvægt að virkja hugvitið og þekk- inguna til að skapa verðmæti. Sterkt atvinnulíf þarf á sterkum skólum að halda.“ Morgunblaðið/Ómar Menntun Háskólinn í Reykjavík hefur verið í fararbroddi við að tengja nám og menntun. Skilningur á mikilvægi menntunar og rannsókna hefur aukist. Sterkt atvinnulíf þarf sterka skóla Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan www.veislulist.is jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. Þú getur lesið allt um Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. ...tímanlega! Panta ðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.