Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Íslensk hönnun Á sýningunni Óvænt kynni sem nú stendur yfir á Hönnunarsafninu er sjónum beint að módernism- anum í íslenskri híbýlamenningu frá 1930 til 1980. Þar eru ýmsir vel þekktir hönnunargripir. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hlutverk Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ er m.a. að safna og varð- veita muni sem varða sögu íslenskr- ar hönnunar. Til safnkostsins teljast m.a. húsgögn, prentgripir, nytjalist og fatnaður. „Eitt af markmiðum okkar er að styrkja tilfinningu fyrir þeirri menningu sem felst í hönn- un,“ segir Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunarsafnsins, sem er til húsa á Garðatorgi 1. Harpa segir að munir safnsins séu allt frá upphafi 20. aldar og fram til dagsins í dag. Þeir hlutir sem valdir eru inn á safnið þurfi að búa yfir sérstöðu og skipta máli út frá ólíkum þáttum sem eru vegnir og metnir hverju sinni. Uppistaðan í safninu er gjafir, en við höfum líka leitað til fyrirtækja um aðstoð við að kaupa gripi. Nýlegt dæmi um það er lampinn Hekla, hönnun Péturs B. Lútherssonar og Jóns Ólafssonar frá 7. áratugnum. „Okkur hafði lengi langað til að eignast hann og það tókst með aðstoð Íslandsbanka og Epal. Í síðustu viku færði Penninn okkur eintak af Sóleyjarstól Valdi- mars Harðarsonar og með hjálp franska sendiráðsins á Íslandi erum við að eignast gripi eftir Dögg Guð- mundsdóttur sem eru framleiddir í Frakklandi.“ Hönnun stuðlar að framrás Hvernig skilgreinið þið hönn- un? „Hönnun er svo fjölbreytt, en ein af grundvallarskilgreiningum á hönnun er að þar fléttast saman geta til sköpunar og geta til að bæta umhverfi og aðstæður. Hönnun stuðlar að framrás. Svo er hægt að velta því fyrir sér hvað sé góð eða slæm hönnun.“ Er margt að gerast í hönnun á Íslandi? „Já, ég held að það sé óhætt að fullyrða það,“ segir Harpa. „Þessi aukning, sem við höfum orðið vitni að á síðustu árum, býr til kröfu um gæði og frumleika og fleira sem við þurfum að standast í samanburði við aðra og til að eignast sérstöðu með okkar hönnun.“ Glæsileg frá fyrsta degi Núna er í Hönnunarsafninu sýningin Óvænt kynni, en þar er sjónum beint að þætti módernism- ans í íslenskri híbýlamenningu á síð- ustu öld. Framundan er sýning á verkum norskra samtímalistamanna sem fást við listhandverk á borð við málm-, gler- og keramikvinnslu og verið er að undirbúa sýningu á fatn- aði Vigdísar Finnbogadóttur úr embættistíð hennar sem forseta. „Eitt af okkar mörgu hlutverkum er að varpa fram ýmsum spurningum í sambandi við líf fólks. Vigdís stóð ekki aðeins frammi fyrir því sem fyrsti lýðræðiskjörni kvenforsetinn að ryðja braut kvenna til nýrra met- orða, heldur stóð hún líka frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Hún lagði mikla áherslu á, frá fyrsta degi, að vera glæsileg til fara.“ Ertu tilbúin? Harpa segir að Vigdís hafi gert sér far um að kynna íslenska fram- leiðslu í heimsóknum sínum á er- lendri grundu. 20-30 flíkur Vigdísar verða til sýnis og þar verður líka fræðsludagskrá um klæðaburð. Sýningin ber vinnuheitið Ertu tilbúin? „Hún þurfti að vera tilbúin fyrir svo margt,“ segir Harpa. „M.a. að vera rétt til fara og að vera tilbú- in að gegna embætti sem engin önn- ur kona hafði gegnt áður.“ Sýningin með fatnaði Vigdísar verður opnuð í byrjun febrúar á næsta ári. Setja upp sýningu með fatnaði Vigdísar  Hönnunarsafn- ið geymir og sýnir íslenska hönnun Morgunblaðið/Kristinn Forstöðumaður Harpa Þórisdóttir veitir Hönnunarsafni Íslands forstöðu. Munir safnsins eru frá upphafi 20. aldar og fram til dagsins í dag. Lampinn Hekla Frá 7. áratugnum og bættist við safnkostinn nýverið. Forsetar Frú Vigdís ásamt Ronald Reagan Bandaríkjaforseta 1986. Glæsikjóll Meðal sýningargripa verður þessi kjóll frá Valentino. Undirbúningur Mæðgurnar frú Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir, ásamt Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera- og kjólameistara, sem vinnur með þeim að uppsetningu sýningarinnar í Hönnunarsafninu. Morgunblaðið/Kristinn Ólafsson Prjónakjóll Frú Vigdís eftir að úrslit forsetakosinganna 1980 lágu fyrir. Prjónakjóllinn sem hún klæðist á myndinni verður á sýningunni. Morgunblaðið/RAX Fallega klæddar Elísabet II. Englandsdrottning og frú Vigdís Finn- bogadóttir heilsa upp á fólk í heimsókn drottningar til Íslands 1990. GARÐABÆR DAGA HRINGFERÐ  100 daga hringferð Morgun- blaðsins lýkur á morgun, í höfuðborginni Reykjavík. Á morgun Í konunglegum félagsskap Frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt sænsku kon- ungshjónunum, Karli Gústaf og Sylvíu, í heimsókn þeirra til Íslands 1987. Stóllinn Sóley Hann er hönnun Valdimars Harðarsonar og kom fyrst á markað árið 1984. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.