Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Stúdentar í borginni Lviv í Úkraínu bregða á leik í kröfugöngu Evrópusinna. Í dag hófst fundur Evrópu- sambandsins í Litháen með fyrrverandi sovétlýðveld- um en Úkraínumenn ætluðu að skrifa undir sam- komulag sem hefði greitt götu aðildar þeirra að ESB þar á morgun. Forseti landsins ákvað hins vegar að hætta við að skrifa undir samninginn undir þrýstingi frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. AFP Bregða á leik í kröfugöngu Evrópusinna Stjórnvöld á Srí Lanka ætla að láta rannsaka hversu margir létu lífið í borgarastríðinu sem geisaði á eyj- unni í 26 ár, frá 1983 til 2009. Rann- sóknin mun ná til mannfalls, horfins fólks og eignaspjalla í átökunum. Her Srí Lanka bar loks sigurorð af uppreisnarmönnum Tamíl tígranna í maí árið 2009. Háværar raddir hafa verið uppi um voðaverk og mikið mannfall óbreyttra borg- ara af völdum stjórnarhersins á þessum lokastigum borgarastríðs- ins. Uppreisnarmennirnir hafa einnig verið sakaðir um að hafa framið óhæfuverk á þeim tíma. Alþjóðlegur þrýstingur hefur verið á þarlend stjórnvöld um að varpa ljósi á hvað átti sér stað í stríðinu. Áætlað er að rannsóknin taki hálft ár. Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að 40.000 tamílar hafi fallið í stríðinu. kjartan@mbl.is Rannsaka borgara- stríðið  Ásakanir um voða- verk á báða bóga Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, stóðst vantrauststillögu sem lögð var fram gegn stjórn hennar í taílenska þinginu í gær. Ekkert lát er þó á mótmælum stjórnarandstæðinga sem krefjast afsagnar hennar. Flokkur Yingluck, Puea Thai, er með öruggan þingmeirihluta og var vantrauststillagan felld með 297 atkvæðum gegn 134. Tillagan var lögð fram af Lýðræðisflokknum en þingmenn hans saka rík- isstjórnina um víðtæka spillingu og Yingluck um að vera leiksoppur bróður hennar, Thaksin Shina- watra, sem var forsætisráðherra landsins þar til honum var steypt af stóli. „Ég legg til að mótmælendur láti af mótmælum og yfirgefi stjórnarbyggingar svo að opinber störf geti haldið áfram. Stjórnvöld vilja ekki að til átaka komi og eru tilbúin að vinna með hverjum sem er til að finna lausn,“ sagði Yingluck í sjónvarps- ávarpi til landsmanna eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Beitir ekki hervaldi Leiðtogi mótmælenda, Suthep Thaugsuban, hefur hins vegar útilokað viðræður við stjórnvöld eða aðra stjórnmálaflokka. „Engar frekari samn- ingaviðræður,“ sagði hann við hóp þúsunda fagn- andi mótmælenda sem voru saman komnir fyrir utan ráðuneytisbyggingar. Yingluck forsætisráðherra hefur útilokað að beita hervaldi gegn mótmælendunum sem hafa staðið fyrir aðgerðum frá því á sunnudag, minnug hörmunganna fyrir þremur árum þegar 90 manns létu lífið og 1.900 særðust þegar herinn lét til skar- ar skríða gegn fjöldamótmælum sem geisuðu í landinu. Hingað til hafa stjórnvöld aðeins beitt vegalokunum og útgöngubanni auk þess sem dóm- stóll hefur skipað lögreglunni að handtaka einn leiðtoga mótmælenda fyrir þátt sinn í að taka yfir ráðuneyti. Hingað til hefur þó engin tilraun verið gerð til að handsama hann. Enn sem komið er hafa mótmælin verið að mestu leyti friðsamleg og hefur breska ríkisút- varpið BBC eftir fréttariturum á svæðinu að and- rúmsloftið í þeim sé almennt vingjarnlegt. Segist tilbúin að ræða um lausn  Mótmælin í Taílandi halda áfram þrátt fyrir misheppnaða vantrauststillögu „Stjórnin vill enga pólitíska leiki því hún trúir að það skaði efnahaginn“ Yingluck Shinawatra Í kjölfar kjarn- orkusamningsins sem stórveldin undirrituðu við Írana um helgina hefur kjarnorku- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð- anna verið boðið að rannsaka verksmiðju í Arak sem framleiðir þungt vatn fyrir kjarnaofn sem getur séð fyrir nægu plútóníumi í tvær kjarnorku- sprengjur á ári þegar hann verður tilbúinn. Að sögn Yukiya Amano forstöðu- manns Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar hafa Íranar boðið eft- irlitsmönnunum þangað þann 8. desember. Þeir hafa haft aðgang að kjarnaofninum áður en ekki frá árinu 2011. Svonefnt þungt vatn, sem er efnasamband tvívetnis og súrefnis, er notað við kjarnorkuframleiðslu en það auðveldar að halda keðju- verkun áfram við kjarnaklofnanir, skv. Vísindavefnum. Eftirlitsmenn fá að skoða kjarnorku- verksmiðju í Íran ÍRAN Yukiya Amano Heilbrigðisstarfsmenn á Vestur- löndum óttast að kæruleysislegra viðhorf til kynlífs leiði til þess að erf- iðara verði að glíma við alnæmisfar- aldurinn. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld segja að nýlegar kannanir bendi til þess að fleiri samkynhneigðir karl- menn stundi óvarið kynlíf en áður. Fjölgunin nemi 20% frá 2005 til 2011. Vart hefur orðið við sömu þróun í Kanada, Bretlandi, Hollandi, Frakk- landi og Ástralíu. Hlutfall þeirra sem stunda óvarin endaþarmsmök er allt að tvöfalt hærra hjá þeim sem sögðust ekki vita hvort þeir væru smitaðir af HIV, en þau eru þau áhættusömustu hvað varðar HIV-smit. Um þriðjungur mannanna hafði ekki farið í HIV- próf á undanförnu ári og er það talin frekari vísbending um meiri óvar- kárni í kynlífi en áður. Forsvarsmenn smitsjúkdóma- varna Bandaríkjanna telja að hugsanleg ástæða fyrir andvara- leysinu sé að ungir menn hafi aldrei séð alnæmi draga neinn til dauða og trúi því að þeir geti auðveldlega ver- ið á lyfjum til æviloka. AFP HIV-próf Fylgni er á milli þess að fólk fari í HIV-próf og almennrar var- kárni þegar kemur að kynlífi, samkvæmt reynslu heilbrigðisstarfsfólks. Óttast að erfiðara verði að berjast gegn alnæmi Karlmaður sem stefndi sam- gönguyfir- völdum í Wash- ington-borg í Bandaríkjunum eftir að hann rann á ban- anahýði og slas- aði sig í neð- anjarðarlestarkerfi borgarinnar hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Við rannsókn málsins leiddu upp- tökur úr öryggismyndavélum í ljós að maðurinn hafði sjálfur komið bananahýðinu fyrir eftir að hafa grannskoðað myndavélarnar. Í kjölfarið var maðurinn handtekinn af lögreglu. Dómari hefur fyrirskipað að svikahrappurinn gangist undir geð- rannsókn. BANDARÍKIN Reyndi að svíkja út fé með bananahýði VÖNDUÐ RÚM AUKIN SVEFNGÆÐI • BETRI LÍÐAN Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Fjaðrandi rúmbotn sem eykur blóðflæði • Hliðargrindur fylgja legufleti við hreyfingu F A S TU S _H _3 5. 10 .1 3 Hliðargrindur fylgja með sem staðalbúnaður, en auðvelt er að fella þær undir botn, ef ekki þarf að nota þær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.