Morgunblaðið - 29.11.2013, Page 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Gizur Ísleifsson bisk-
up í Skálholti 1082-1118
styrkti mjög grunninn
að íslenskri þjóðar-
kirkju, íslenskri menn-
ingu og menningararfi.
Gizur byggði kirkju í
Skálholti sem var vel
búin kirkjugripum o.fl.
eignum en var ekki stór
dómkirkja. Klængur
Þorsteinsson var Skál-
holtsbiskup 1152 og byggði þá fyrstu
stóru dómkirkjuna þar, víðfræg fyrir
stærð og glæsileik. Kirkjan brann að
kolum 1309. Gizur Ísleifsson var víð-
förull farmaður áður en hann varð
biskup, átti viðskipti og menningar-
leg samskipti við menn af ýmsum
þjóðernum. Þjóðveldismenn voru
engir einangrunarsinnar. Einangrun
frá öðrum þjóðum hefur aldrei verið
stefna Íslendinga, sem voru djarfir
siglingamenn og landkönnuðir,
ósmeykir við erlenda menn og þeirra
siði, sbr. kristnitökuna.
Fremsta orsök landnáms nor-
rænna manna á Íslandi var trúin á
frelsið, frelsisvarða framtíð. Íslend-
ingar hafa átt samskipti við Evrópu-
þjóðir frá landnámstíð. Þeir réðu
engu um konungseinveldi, einokunar-
verslun og Stóradóm.
Með helstu „rökum“ ESB-trúboða
og fullveldisprangara um „himnarík-
issæluvist“ í ESB, eru lygisögur um
gengnar kynslóðir. ESB-aðildarfor-
ingjar tala mikið um að andstæðingar
ESB-aðildar Íslands vilji enga Evr-
ópusamvinnu (nýtt orð fyrir ESB-
aðild) þær fullyrðingar eiga sér enga
stoð, slíkt samstarf oftast farsælt,
hefur verið í áratugi og verður von-
andi áfram þó að seint verði ágrein-
ingslaust. Samskipti og vinátta Ís-
lendinga og margra Evrópuþjóða
stendur á gömlum traustum grunni.
Hentar aðildarforingjum ekki um
sinn að tala fyrir ESB-aðild? Undir-
búa þeir nýjar hótanir um efnahags-
hrun?
Foringjarnir geta ekki leynt gleði
sinni yfir ESB-aðlögunarfundahléi
einmitt það sem þeir vildu, ætluðu
sjálfir að fresta þeim fundum til 2014,
teygja svo aðlögunarlop-
ann til 2016 þá yrði nú-
verandi forseti Íslands
væntanlega ekki lengur
í því embætti. ESB-að-
ildarforingjarnir, ESB
og Icesave-jámennirnir
sem vanvirtu þjóðarat-
kvæðagreiðsluna 6.
mars 2010 hefðu þá í
hendi sér alla staðfest-
ingu og lagasetningu
ESB-aðildaraðlögunar-
gernings (Lissabon-
samningur). Ekki mun
koma á óvart mótþrói ESB-sinna
gegn niðurstöðu Hagfræðistofnunar
um ESB, m.a. hafi ekki verið af-
greiddir þeir kaflar ESB-aðlögunar-
bálks sem mundu færa þjóðinni
mesta ávinninginn, „stórgróða“, þ.e.
framsal fullveldisforræðis auðlinda
landsins, greiðslur fyrir styrkina!
Fullframinn aðlögunarbálkur liggi
ekki fyrir. Yrði slíkur bálkur lögfest-
ur mundu t.d. ákvarðanir um nýtingu
fiskistofna á Íslandsmiðum og
vinnsluverða teknar í ESB-bákninu í
Brussel. Íslendingar fengju að kynn-
ast hlekkjavaldi erlendra valds-
manna, einangrun og einokun, kúg-
unaroki ESB-auðhringalénsveldis,
nýrra hrun-jarla.
Glapráðastjórn ESB-aðildarfor-
ingja tapaði með miklum harmkvæl-
um öllum bindandi þjóðaratkvæða-
greiðslum á kjörtímabilinu.
Foringjum, sem með lævísi sögðu að-
lögunarfundi vera samningafundi,
ætluðu að afnema stjórnarskrána í
þágu ESB-aðildar og reyndu að fela
ESB-málið fyrir kosningarnar 27.
apríl, var af kjósendum dreift á flærð-
arflótta.
Ríkisstjórnina skortir vonandi
hvorki þrek, þor né vilja! til að ógilda
illa fengna þingsályktun um ESB-að-
ildaraðlögunarumsókn. Fylgir eftir
andstöðu meirihluta kjósenda við inn-
limun Íslands í ESB. Kjósendur höfn-
uðu ESB-blekkingaboðskap póli-
tískra falsspámanna um lokalausn
allra vandamála Íslands. Höfnuðu
kenningunni um ESB-alsæluríki sem
komi frá Brusselbákninu í pakka.
Trúi ekki að ráðherrarnir séu í raun
leiksoppar ESB-agenta í málinu.
Þiggjum engar ESB-gýligjafir. Ekk-
ert stuðlar jafnmikið að því þjóðin
hrekist inn í ESB-þrælagarðinn og
óheilindi stjórnmálamanna.
Gizur biskup Ísleifsson verður allt-
af talinn með merkustu Íslendingum.
Á hans dögum tóku landsmenn upp
ritmál. Ritmálið efldi og styrkti þjóð-
arsamkennd Íslendinga. Magnús
Þórðarson goðorðsmaður og prestur
í Reykholti, samtímamaður Gizurar
biskups, hefur að líkindum gert
Reykholt að stað og eign Reykholts-
kirkju. Snorri Sturluson naut þess
síðar í sínum fræða- og ritstörfum og
íslenska þjóðin í menningararfinum.
Löngu eftir að „hugsjónir“
fullveldisprangara verða grafnar og
gleymdar í pólitískum glatkistum
sögunnar mun minning fyrstu bisk-
upana í Skálholti, sem vildu efla
menntun, menningu og hag sam-
félagsins, enn lifa með þjóðinni. Þeir
bera enga ábyrgð á glapráðagern-
ingum eftirkomenda. Hvar sem þau
glapráð eru ráðin. Sýnum Skálholti
þá virðingu sem staðurinn á skilið.
Þar á að ríkja lotning, friður og
menningarstarfsemi.
Að leggja rækt og alúð við íslenska
menningu og minningu frumkvöðla
og brautryðjenda hennar, jafnframt
vináttu og farsælum kynnum af
menningu annarra þjóða, mun veita
íslenskri þjóð skjól, vernd og styrk í
alþjóðasamfélaginu í stórviðrum og
örlagaatburðum heimsstjórnmál-
anna.
Góðir landsmenn, fögnum af alhug
95 ára afmæli fullveldis Íslands, sem
er nú í ábyrgðarvörslu okkar, afkom-
enda „aldamótakynslóðarinnar“ sem
og njótum uppskerunnar, þjóðfrelsis
og sjálfstæðis. Skilum til framtíð-
arkynslóða óskertu og ósviknu full-
veldi. Hrindum atlögunni að fullveldi
og frelsi Íslands.
Hrindum atlögunni
að fullveldi Íslands
Eftir Hafstein
Hjaltason »Einangrun frá öðr-
um þjóðum hefur
aldrei verið stefna
Íslendinga, sem voru
djarfir siglingamenn
og landkönnuðir.
Hafsteinn Hjaltason
Höfundur er vélfræðingur.
Bridsdeild Breiðfirðinga
Eftir þrjú kvöld í fjögra kvölda
tvímenningskeppni eru þeir Guð-
mundur Sigursteinsson og Unnar
Atli efstir. Röð efstu para er þessi.
Guðm. Sigursteinss. - Unnar Guðmss. 739
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 708
Friðrík Jónss. - Jón Viðar Jónmundss. 700
Karl Karlsson - Sigurður R Steingrímss. 683
Þórður Ingólfsson - Hörður Gunnarss. 678
Sunnudaginn 24/11 var spilað á 13
borðum. Þeir Halldór og Magnús
náðu risaskori: 72% .
Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldss. 311
Guðjón Garðarsson - Kristján Albertss. 242
Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 232
Austur/Vestur
Björn Arnarsson - Halldór Þórólfsson 261
Garðar Valur Jónss. - Þorgeir Ingólfss. 249
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 244
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Ýlir fer mildum höndum
um Súgfirðinga
Mildur Ýlir hófst með þriðju lotu
um Súgfirðingaskálina, tvímenn-
ingsmót Súgfirðingafélagsins. Tólf
pör mættu til leiks og styrktu fé-
lagsauðinn.
Úrslit urðu eftirfarandi, meðal-
skor 110 stig.
Jón Sveinsson - Rafn Haraldss. 153
Flemming Jessen - Kristján H. Björnss.
142
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 122
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 120
Gísli Jóhannss. - Guðbjartur Halldórss. 117
Skor Rafns og Jóns er mjög gott,
69,5%.
Heildarstaðan í keppninni er
þessi, meðalskor 330 stig.
Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 401
Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 382
Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 351
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 345
Gróa Guðnad. - Alda Sigríður Guðnad. 343
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 340
Næsta lota, sú fjórða í röðinni
verður spiluð á nýju ári og hefst í
byrjun þorra, 27. janúar 2014.
Hrólfur og Friðjón efstir
hjá BR
Hrólfur Hjaltason og Friðjón
Þórðarson unnu Sushi Samba tví-
menning BR. Lokastaðan.
Friðjón Þórhllsson- Hrólfur Hjaltason 121
Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 116
Guðjón Sigurjónss. - Vignir Haukss. 92
Sævar Þorbjörsson og Anton
Haraldsson fengu risaskor kvölds-
ins. 93 stig.
Næst er spiluð tveggja kvölda
sveitakeppni, monrad, 3 leikir á
kvöldi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
idex.is - sími 412 1700
framl.- sölu- og þjónustuaðili
Schüco á Íslandi
- merkt framleiðsla
• Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex
álgluggum ehf.
• Hágæða álprófílkerfi frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi
tegundum bygginga
ÁLGLUGGAR
- þegar gæðin skipta máli
www.schueco.is