Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 51
sönghópum og kórum s.s. Rúdolf, Emil og Anna Sigga, Kór íslensku Óperunnar, Voces Masculorum, Schola Cantorum og kamm- erkórnum Carminu. Skarphéðinn hefur stjórnað Skátakórnum frá 2008. Hann hefur komið fram sem einsöngvari við kirkjulegar athafnir og hefur sungið einsöngshlutverk í óperum s.s. Amahl og næturgestirnir, Töfra- flautunni, La Boheme og Rigoletto. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum íslensku óperunnar, hvoru tveggja sem kórsöngvari og einsöngvari. Afkastamikill útsetjari Skarphéðinn hefur gert um 300 útsetningar fyrir blandaða kóra, karlakóra, leikhóp og ýmsa aðra. Hann hefur m.a. útsett tónlist fyrir nokkrar sýningar hjá Litla leik- klúbbnum á Ísafirði, en útsetningar hans hafa verið gefnar út af Tón- verkamiðstöðinni og Skálholtsútgáf- unni. Einnig á hann fjölmargar út- setningar á þremur plötum Rúdolfs og plötu Voces Masculorum sem kom út haustið 2011. Auk þess út- setti hann sjö lög fyrir minning- artónleika um Bergþóru Árnadótt- ur sem voru í Salnum í febrúar 2011. Hann útsetti flest lög fyrir tónleika og plötu Bjarna Arasonar með Elvis gospel-lögum og söng sjálfur með bakraddir. Skarphéðinn hélt tónleika með eigin útsetningum í Salnum í Kópa- vogi 22. mars sl.. Tónlistin hefur verið Skarphéðni hvort tveggja í senn, aðalstarf og ástríða: „Ég hef ætíð verið með hugann við tónlistina í einhverri mynd og satt best að segja þykir mér það heiður að hafa hana að að- alstarfi.“ Fjölskylda Eiginkona Skarphéðins er Guð- rún Sigríður Loftsdóttir, f. 30.5. 1966, þroskaþjálfi. Foreldrar henn- ar eru Anna Sigríður Zoëga, f. 3.2. 1947 hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, en fósturfaðir Guðrúnar Sigríð- ar er Valdimar Tómasson, f. 9.3. 1944, viðskiptafræðingur í Garða- bæ. Börn Skarphéðins og Guðrúnar Sigríðar eru Valdimar Þór Skarp- héðinsson, f. 18.12. 1982, versl- unarmaður í Reykjavík; Anna Sig- ríður Skarphéðinsdóttir, f. 17.5. 1988, söngnemi í Reykjavík en mað- ur hennar er Jón Ingi Stefánsson, hönnunarstjóri og söngnemi í Reykjavík og er sonur þeirra Arn- grímur Tinni Jónsson, f. 2012; Hjörtur Ingi Skarphéðinsson, f. 16.3. 1996, menntaskólanemi, bú- settur í Kópavogi. Hálfbróðir Skarphéðins, sam- feðra, er Karl Hjartarson, f. 11.4. 1948, fyrrv. lögreglumaður í Reykjavík. Hálfbróðir Skarphéðins, sam- mæðra, var Kjartan Baldursson, f. 20.11. 1951, d. 21.3. 1999, tónlist- armaður og bifreiðarstjóri. Alsystkini Skarphéðins eru Lilja Hjartardóttir, f. 29.5. 1953, fé- lagsliði í Kópavogi; Sigrún Hjart- ardóttir, f. 5.6. 1954, sérkennari í Kópavogi; Guðmundur Hjartarson, f. 12.8. 1955, skipasmiður á Ak- ureyri; Stefanía Hjartardóttir, f. 27.8. 1956, hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði; Gunnhildur Hjart- ardóttir, f. 29.10. 1957, búsett í Reykjavík; Ingibjörg Hjartardóttir, f. 25.5. 1962, síma- og versl- unarkona í Kópavogi Foreldrar Skarphéðins voru Hjörtur Magnús Guðmundsson, f. 6.2. 1924, d. 18.4. 2005, verkamaður og síðar kaupmaður, og Guðrún Rósa Sigurðardóttir, f. 9.9. 1930, d: 31.5. 2007, verkakona og húsfreyja. Úr frændgarði Skarphéðins Þórs Hjartarsonar Skarphéðinn Þór Hjartarson Hjálmfríður Ísleifsdóttir húsfr. í Hælavík Guðni Kjartansson b. í Hælavík Stefanía Halldóra Guðnadóttir húsfr. í Keflavík Sigurður Sigurðsson b. í Hælavík og símstöðvarstj. á Hesteyri Guðrún Rósa Sigurðardóttir húsfr. í Kópavogi Kristín Arnórsdóttir húsfr. í Sléttuhreppi Sigurður Friðriksson b. í Aðalvík Ingibjörg Guðnadóttir frá Hælavík Margrét Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Hjörtur Jónsson sjóm. í Rvík Lilja Hjartardóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Rósinkar Magnússon bakaram. í Rvík Hjörtur Magnús Guðmundsson verkam. og kaupm. í Kópavogi Valgerður Jónsdóttir vinnuk. í Kirkjubólssókn Magnús Jónsson járnsm. í Skutulsfirði Jakobína Sigurðardóttir rith. og skáldkona í Garði í Mývatnssveit Fríða Á Sigurðardóttir rithöfundur Kristján Sigurðsson yfirlæknir í Keflavík Þórleifur J. Bjarnason námstj. og rith. Hælavík ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Gunnar Friðriksson, forstjóriVélasölunnar og forsetiSVFÍ, fæddist á Látrum í Aðalvík fyrir einni öld. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magn- ússon, útvegsb. á Látrum, og Rann- veig Ásgeirsdóttir húsfreyja. Gunnar kvæntist 1940, Unni Hall- dórsdóttur frá Sandbrekku í Hjalta- staðaþinghá, sem lést 1999. Þau eignuðust þrjú börn en áður eign- aðist Gunnar einn son. Gunnar ólst upp í Aðalvík, sótti barnaskóla á Ísafirði einn vetur og útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar 1932. Hann hóf útgerð og fiskvinnslu í Aðalvík er hann var 18 ára og stundaði þar útgerð og sjó- mennsku til 1935. Hann stundaði síðan sjómennsku, verslunar- og verksmiðjustörf í Djúpuvík og í Reykjavík. Gunnar stofnaði, ásamt Sæmundi Stefánssyni, innflutningsfyrirtækið Vélasöluna hf. árið 1940. Það fyr- irtæki starfrækti hann í rúm 60 ár. Hann hóf innflutning á fiskiskip- um á fyrri helmingi sjötta áratug- arins, jók smám saman þau umsvif og stóð að innflutningi mikils fjölda skipa um árabil. Þá átti hann um skeið hlut í útgerðarfyrirtækjum. Gunnar var 11 ára er hann kynnt- ist af eigin raun hörmungum hinna tíðu sjóslysa hér við land. Í desem- ber 1924 fórust bræður hans í sjó- slysi og þá um haustið fórst á annan tug sjómanna úr Aðalvík, vinir, frændur hans og nágrannar. Gunnar hóf að sinna slysavarna- málum um 1950, var kjörinn í að- alstjórn SVFÍ 1956, sat í stjórn SVFÍ í rúman aldarfjórðung og var forseti félagsins 1960-82. Hann vann að ýmsum öðrum félagsmálum allt frá unglingsárum, átti sæti í stjórn fjölda félaga, en 17 ára var hann fulltrúi á þingi ASÍ. Gunnar var afskaplega yfirlæt- islaus og skemmtilegur í viðmóti. Hann hafði yndi af því að skrafa við alþýðufólk frá öllum heimshornum um hagi þess og viðhorf. Hann var alla tíð tengdur Aðalvík sterkum böndum og sendi frá sér prýðilega bók á efri árum, Mannlíf í Aðalvík. Gunnar lést 14.1. 2005. Merkir Íslendingar Gunnar Friðriksson 90 ára Ásta Guðvarðardóttir Björn Eysteinn Jóhannesson Kristín Þorleifsdóttir Magnús Anton Jónsson Ólafur Ólafsson 85 ára Gunnlaugur Gunnlaugsson Jón Kristjánsson Lárus Þórarinn Valdimarsson Oddsteinn Kristjánsson Svanfríður Jónasdóttir Vilhelmína Adolfsdóttir 75 ára Eyjólfur Sigurðsson Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir Reynir Hallgrímsson Þuríður Eggertsdóttir 70 ára Ásmundur Karlsson Gísli Steinar Sighvatsson Inge Chr Jónsson 60 ára Ása Valgerður Einarsdóttir Björk Kristjánsdóttir Flóki Pálsson Guðbergur Pétursson Herdís Kristmannsdóttir Michael George Whalley Ólafur Már Sigurðsson Pálína G. Sigurjónsdóttir Sandra May Ericson Sigurjón Gunnarsson Sveinn Geirmundsson Sveinn M. Benediktsson Úlfar Vilhjálmsson 50 ára Ásdís Lúðvíksdóttir Ásgrímur Guðmundsson Ásta Margrét Ásmundsdóttir Bjarni Jón Pálsson Jóhann O. Steingrímsson Jónína Einarsdóttir Jón Kristinn Jónsson Lárus Halldórsson Magnús Þór Bjarnason Olga Helena Kristinsdóttir Ragnar Björnsson Tinna Pétursdóttir Valborg Mikaelsdóttir Valeriya Katunina 40 ára Eyþór Ingi Jónsson Gunnar Þór Eggertsson Helga B. Kristmundsdóttir Jónas Þorsteinn Jóhannsson Magdalena Sylwia Zawodna Przemyslaw Marek Blajeszczak Sara Ósk Guðmundsdóttir Þórey Óladóttir 30 ára Aron Hallsson Brynja María Ólafsdóttir Carolina Postolache Elín Dögg Arnarsdóttir Hanna Lára Kristjánsdóttir Jóhannes Ásgeir Bizouerne Loftur Þórarinn Guðmundsson Signý Hafsteinsdóttir Sólveig Jóhannsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Unnar er búsettur í Reykjanesbæ, er í námi í viðskiptafræði við HA og starfar við Flugvallaþjón- ustuna á Keflavíkurfl.velli. Maki: Eyrún Erla Sig- urgeirsdóttir, f. 1988, snyrtifræðingur. Dóttir: Vala Marie Unn- arsdóttir, f. 2003. Foreldrar: Anna Marie Kjærnested, f. 1965, kaupkona, og Ólafur Jó- hann Harðarson, f. 1965, starfsmaður hjá Isavia. Unnar Örn Ólafsson 30 ára Steinþór ólst upp í Reykjavík, lauk þyrluflug- mannsprófi frá Bristol Academy 2007 og er nú verslunarmaður. Systkini: Páll Gestsson, f. 1967, yfirmaður hjá De Code, og Steinunn Gests- dóttir, f. 1971, kennari við HÍ. Foreldrar: Gestur Stein- þórsson, f.1941, fyrrv. skattstjóri í Reykjavík, og Drífa Pálsdóttir, f. 1945, fyrrv. skrifstofustjóri. Steinþór Gestsson 30 ára Stígur ólst upp í Reykjavík, er nú búsettur í Hafnarfirði, er ljósmynd- ari og rekur ljósmyndafyr- irtækið Steex Images. Maki: Ásdís Guðmunds- dóttir, f. 1981, ferðamála- fræðingur hjá Iceland Tra- vel. Sonur: Óliver Leó Stígs- son, f. 2010. Móðir: Bóthildur Sveins- dóttir, f. 1960, viðskipta- fræðingur hjá Deloitte, búsett í Reykjavík. Stígur Már Karlsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.