Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 53
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýningunni „Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi – Hin- segin fólk í máli og mynd“, sem unnin er í samvinnu við Samtökin ’78 og Hinsegin daga, lýkur um helgina á Torgi Þjóðminjasafnsins. Jónína Leósdóttir les úr nýrri bók sinni, Við Jóhanna, á sýningunni kl. 13.30 á laugardag. 2 Tvær aukasýningar eru á hinni nýju barnasýningu Fetta bretta í Kúlu Þjóð- leikhússins á sunnudag, en hún er sögð fyrir yngstu börnin. Rýn- ir Morgunblaðsins lofaði sýninguna, sagði hana konfektmola fyrir augu og eyru og skenkti fjórar stjörnur. 4 Freyja Eilíf Logadóttir hefur opnað listasýningu á Hótel Kaffistofu, Hverfisgötu 42. Sýningin kallast „Gerðu meira með listinni“ og er kynning á nokkrum einföldum aðferðum til þess að drýgja list. Opið er á laug- ardag milli kl. 15 og 18. 5 Á laugardag kl. 15 munu Katrín Elvarsdóttir ljós- myndari og Harpa Árnadótt- ir sýningarstjóri ræða saman og við gesti á sýningu Katrínar, sem lýkur í Listasafni ASÍ um helgina. Gagnrýnandi Morgunblaðsins lofar sýninguna og segir Katrínu draga „fram dulmögn tilverunnar“. 3 Myndlistarmennirnir Krist- bergur Pétursson og Þórð- ur Hall munu á sunnudag kl. 15 ganga með gestum um sýn- ingu sína, Endurfundi, í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýna þeir áhrifamikil málverk í stórum sýningarsal. MÆLT MEÐ 1 Það hefur verið draumur minn síðustuár, síðan ég lauk námi, að senda frámér disk. Ég hef verið að safna kjarki, peningum og verkum á efnisskrána,“ segir flautuleikarinn Emilía Rós Sigurð- ardóttir. Í vikunni kom út hennar fyrsti geisladiskur, Portrait, og segir Emilía Rósa hann geyma nokkur af hennar eftirlætis- verkum fyrir flautu og píanó. Með henni á disknum leikur Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Í tilefni af útkomunni munu þær stöllur flytja efni af disknum á útgáfu- tónleikum í Salnum á sunnudag klukkan 20. Á efnisskránni eru verk eftir Franz Schu- bert, Pierre Sancan, Gabriel Fauré, Tarek Younis, André Jolivet og Atla Heimi Sveins- son. Farnar að anda í takt Þær Emilía Rós og Ástríður Alda hafa á undanförnum árum leikið saman hérlendis og erlendis við góðan orðstír, meðal annars með Elektra Ensemble, en einnig leikur Em- ilía Rós reglulega með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Ástríður Alda hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn af athyglis- verðustu píanóleikurum þjóðarinnar. „Ég kalla diskinn Portrait og í rauninni er hann lýsing á mér,“ segir Emilía Rós. „Flest verkanna hafa fylgt mér mjög lengi, ég hef leikið þau á mikilvægum tónleikum, á próf- um eða í keppnum og ég kann þau því aftur á bak og áfram. Þetta eru uppáhaldsverkin mín, enda langaði mig til að gera disk sem lýsir mér sem flauturleikara.“ Samstarf þeirra stalla hefur staðið lengi; Emilía Rós segir þær hafa leikið eitt verk- anna fyrst saman þegar þær voru þrettán og fimmtán ára gamlar, þegar þær léku saman opinberlega í fyrsta skipti. „Við höfum líka unnið svo lengi saman í Elektra Ensemble, auk þess að leika tvær saman, að við erum farnar að anda í takt,“ segir hún og hlær. „Það skiptir miklu máli fyrir útkomuna að við þekkjumst svona vel. Það liggur við að við þurfum ekki að æfa fyrir útgáfutónleikana.“ Í Salnum munu þær flytja öll verkin sem eru á diskinum. „Mig langaði til að halda eina stóra tónleika í mínu nafni. Maður verð- ur að vera duglegur við að búa sér til verk- efni hér heima. Það er mikilvægt að leika á einleikstónleikum, ég hef alltaf stefnt að því að gera það líka, ekki endilega að vera ein- leikari úti í heimi, heldur hef ég mikla þörf fyrir að gera það. En annars er alltaf gaman að spila, hvort sem það eru einleikstónleikar, með Sinfóníu- hljómsveitinni eða kammersveit. Mér finnst það allt jafn skemmtilegt,“ segir Emilía Rós. efi@mbl.is EMILÍA RÓS SIGURÐARDÓTTIR FLAUTULEIKARI SENDIR FRÁ SÉR DISK OG HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA „Eru uppáhaldsverkin mín“ „ÉG KALLA DISKINN PORTRAIT OG Í RAUNINNI ER HANN LÝSING Á MÉR,“ SEGIR FLAUTULEIKARINN EMILÍA RÓS SIGURÐARDÓTTIR. „Flest verkanna hafa fylgt mér mjög lengi,“ segir Emilía Rós um efnisskrá útgáfutónleikanna. „Ég hlæ stundum að sjálfum mér þegar ég heyri sprenglærða söngvara hita sig upp fyrir tónleika, því ég rek í mesta lagi upp einn tón í bílnum á leiðinni á tónleikastað til að athuga hvort ekki sé allt klárt og ég geti verið viss um að komast örugglega upp á hæstu tóna,“ segir Raggi Bjarna. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.