Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 55
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Skógar í Þorskafirði láta ekkimikið yfir sér í dag, torfbær-inn sem þar stóð hefur nánast runnið saman við jörðina og fátt minnir á þá fjölskyldu sem þar bjó, Jochum Magnússon og Þóru Ein- arsdóttur og fjórtán börn þeirra, en þar á meðal voru þjóðskáldið Matt- hías, hreppstjórinn og síðar trúboð- inn Einar, Ari kennari og hagyrð- ingur og Eggert kvæðamaður og kennari. Sonur Eggerts var Jochum Magnús Eggertsson, fæddur 9. september 1896. Hann var síðasti ábúandi Skóga, keypti jörðina 1951, og stundaði þar skógrækt þar til hann lést í Reykjavík 22. febrúar 1966. Jochum ólst upp að mestu hjá Samúel Eggertssyni, hálfbróður sín- um, sem var skrautritari, mynd- listar- og kortagerðamaður. Jochum varð búfræðingur frá Hvanneyri 1917 og nam síðan mjólk- urfræði. Hann starfaði þó ekki lengi við hana, en stundaði sjómennsku, jarðyrkju og ýmis fræðistörf. Hann tók sér listamannsnafnið Skuggi og gaf út fjölda rita, skrifaði greinar í blöð og tímarit, stundaði ostagerð, þýddi óhemju af ljóðum, gaf út tíma- rit, skrifaði smásögur og skáldsögur og kvikmyndahandrit svo fátt eitt sé talið. Í eftirmála að öðru hefti Synda guðanna, sem kom út 1933, lýsir Jochum þessu aukasjálfi sínu, sem hann kallaði fylgipersónu: „Mað- urinn úr norðrinu hefir tvær hliðar og mun koma fram í tveimur full- gildum persónum. Hans fyrri per- sóna er sjálfur hann, nafn hans og tilveruréttur meðal mannanna. – Hin önnur persóna hans, – fylgiper- sónan, – er S k u g g i.“ Nánast hnökralaus Í æviminningum sínum lýsir Sig- urður Sigurmundsson frá Hvít- árholti Jochum M. Eggertssyni frænda sínum og segir hann hafa verið hæfileikamann sem ekki hafi notið sín vegna sérvisku og dóm- greindarskorts og víst er ýmislegt það sem eftir hann liggur sér- kennileg smíð; innan um for- vitnilegar athuganir, snjallar til- gátur og skáldleg tilþrif er flaumur fúkyrða og rógmáls, eða upphafinn heilagleiki og andlegar vitranir. Hann var leitandi alla tíð, hafði óbeit á skipulögðum trúarbrögðum en leitaði sannleikans og fann hann í bahá’í-trú. Undir nafninu Skuggi hélt Joch- um meðal annars úti títmariti sem hann nefndi „Jólagjöfina“ og kom út sjö sinnum á árunum 1937 til 1944. Í ritinu birti hann frumsamin ljóð og ýmsar þýðingar, en Jólagjöfin 1940 hafði yfirskriftina Galdraskræðan, enda voru í henni lýsingar á um 200 göldrum, ýmis galdra- og rúna- stafróf og önnur forneskja. Líkt og margt það sem Skuggi sendi frá sér var Galdraskræðan handskrifuð og teiknuð. Prentverkið var ekki vandað og því erfitt að kom- ast í gegnum verkið, en það var að auki gefið út í takmörkuðu upplagi og hefur verið ófáanlegt að segja frá útgáfu, ef frá er talin sjóræn- ingjaútgáfa sem var fáanleg um skamma hríð fyrir þrjátíu árum. Sú útgáfa sem hér er til umfjöll- unar er talsvert fráburgðin upp- runalegu útgáfunni, sem betur fer, því nú hafa öll galdratáknin verið teiknuð upp og svo skipað að hver galdur fær sér síðu í stað þess að öllu ægi saman á síðunum. Fyrir vikið er hægt að velta fyrir sér göldrunum, sem sumir eru ekki bara afskaplega erfiðir, til að mynda rist- ir á manndrápseik, eða gerðir úr þrí- stolnum klukkukopar eða dregnir upp á líknarbelg úr músarrindils- blóði, heldur er teikning sjálfs stafs- ins oft ævintýralega flókin; sjá til að mynda Ástarrósina, Talbyrðinginn eða Kuðung sem fylgja greininni, en síðastnefnda stafinn átti að draga á blýþynnu með segulstáli. Ekki er gott að gera sér grein fyr- ir því hve mikla trú Jochum lagði á galdrastafi þá sem hann birti. Heim- ildirnar sem hann vísar í eru margar til á Landsbókasafninu, en í eft- irmála bókarinnar nefnir hann líka „tvær galdrabækur vestfirskar, mjög fornar“ og eina norðlenska úr hans einkasafni sem vekur eðlilega spurningar. Þórarinn Eldjárn skrifar inngang að bókinni og fer nærfærnum hönd- um um Jochum M. Eggertsson og minningu hans. Það er viðeigandi í svo framúrskarandi útgáfu. Bókin er og nánast hnökralaus, aðeins tvennt sem stingur í augu; annarsvegar uppsetning á galdratalbyrðingnum þar sem prentverksreglur eru illa brotnar og eins er yfirlit galdra og rúna í lokin gagnslítið – af hverju er það ekki í stafrófsröð? Árni Matthíasson arnim@mbl.is Galdra- skræða Skugga Jochum Magnús Eggertsson tók sér listamannsnafnið Skuggi og gaf út fjölda rita, af ýmsu tagi. Ljósmynd/Bahá’í-samfélagið ÁSTARRÓSIN Skrif þennan staf úr blóði þínu á lófa hægri handar og snýst þá hugur stúlk- unnar ef tekið er í hönd hennar. Enginn maður má vera viðstaddur. KUÐUNGUR Stafur til að for- merkja sjávarhljóð og veður, forða píku karlmannafari og lauslæt- ismönnum óhóflegri kvensemi; lækna sjósótt og forða kuðungariðu. TALBYRÐINGUR Til að sjá fyrir óorðna hluti og skilja hrafnamál. BÆKUR GALDRASKRÆÐA bbbbm Galdraskræða, endurútgáfa á ársritinu Jólagjöfinni frá 1940. Höfundur var Skuggi, Jochum M. Eggertsson. Lesstofan gefur út. 190 bls. innb. D Y N A M O R E Y K J A V ÍK LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ! Í þessari áhugaverðu og opinskáu bók hlífir Steingrímur J. Sigfússon hvorki sjálfum sér né öðrum. Ísland reist úr rústum hrunsins. Dramatísk átök á bak við tjöldin. Einstök innsýn í heim íslenskra stjórnmála. Gerir upp hitamál síðustu ára. Þungbærar deilur við samherja. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður skráir. ★★★★ „Gott innleg g í nauðsynlegt mat á atburðum lið inna ára.“ HEIMIRMÁR PÉTURSSON , FRÉTTABLAÐ IÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.